Morgunblaðið - 17.05.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.05.2019, Blaðsíða 12
með það í huga að eldhúsið og borðstofan væru þungmiðja hússins og voru allar innrétt- ingar sérsmíðaðar. Gætt var sérstaklega að því að þær væru í takt við eldri tíma og lagt var upp úr að skapa látlausa en sígilda um- gjörð.“ Á gólfunum er ljóst harðparket frá Harð- viðarvali og koma flísarnar frá Agli Árnasyni. Meðfram parketinu eru þykkir gólflistar sem setja svip sinn á rýmið. Það vekur einnig at- hygli að húsgögnum er raðað upp af mikilli smekkvísi. Berglind og Helga tóku að sér að velja og stilla upp öllum húsgögnum í húsinu. „Við aðstoðuðum eigendur við kaup og upp- röðun og fengum mikið af fylgihlutum frá stelpunum í Magnolia.“ Hvað var mest spennandi við þetta verk- efni? „Að fá að taka þátt í að hanna og endurgera þetta hús með svona mikla, persónulega og merkilega sögu.“ – Hvaða litir eru á veggjunum? „Þar sem við ákváðum að hafa allar innrétt- ingar hvítsprautulakkaðar var ákveðið að setja hlýlegan gráan lit á veggina sem heitir NCS S 3502-Y,“ segir Berglind. – Hvað gerir þetta hús sjarmerandi? „Það er klárlega saga hússins og andinn sem ríkir þarna. En eigandinn hefur oft minnst á það við okkur að fólkið hennar er enn með þeim þarna,“ segja þær. Hér er aldeilis hægt að baða sig. Frístandandi baðkarið kemur vel út við flísarnar, sem eru munstraðar og minna á gamla tímann. Í kringum gluggana eru fallegir gluggakarmar sem eru stíflakkaðir. Fataskáparnir voru sérsmíðaðir hjá Erni ehf. í Vestmannaeyjum. Baðherbergið er mjög hlýlegt og fallegt. Takið eftir hillunni undir innréttingunni sem geymir handklæði heimilisins. Hringlaga spegill nútímavæðir baðher- bergið og er í stil við speglana á hinu baðherbergi hússins.  SJÁ SÍÐU 14 12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2019

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.