Morgunblaðið - 17.05.2019, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2019
U
m er að ræða einlyft einbýli sem er 210 fm
og staðsett á Selfossi. Húsið var í byggingu
þegar Sæja fékk verkefnið og því gat hún
haft áhrif á efnisval, loft, lýsingu og fleira
sem fylgir því að búa til fallegt heimili. Sæja
segir að skipulagið í húsinu hafi verið mjög gott og það
hafi ekki þurft að breyta miklu. En hverjar voru óskir
húsráðanda?
„Húsfreyjan vildi svipað eldhús og hún var með áður,
það er að segja hvað varðaði skipulag og stærð. Flestallt
er innbyggt eða falið á bakvið skápa. Í innréttingunni
eru heilir frontar sem ganga upp fyrir borðplötu og svo
eru fræst grip í stað halda. Hvítir mattir sprautulakkaðir
frontar og dökkbæsaður askur kemur skemmtilega út á
móti glansandi „gunmetal“-tækjunum frá Vola. Punktur-
inn yfir i-ið er svo „fior di bosco“ marmaraborðplatan frá
Granítsmiðjunni sem gefur hlýjuna á móti og tónar vel
með öðrum efnum í húsinu,“ segir Sæja.
Allar innréttingar í húsinu eru sérsmíðaðar hjá Grind-
inni Trésmiðju í Grindavík. Eins og sést á myndunum er
smíðin á innréttingunum vönduð. Þegar Sæja er spurð út
í tækjaskápinn í eldhúsinu segir hún að slíkir skápar
njóti mikilla vinsælda í dag.
„Góðir og fallegir tækjaskápar eru eitthvað sem ég
legg áherslu á þegar ég hanna eldhús og þá sérstaklega í
opnum rýmum sem þessu. Þessi skápur var því spón-
lagður að innan líkt og aðrir frontar, með sama marmara
og innbyggðri lýsingu undir hillum. Hann er því fallegur
hvort sem hann er hafður lokaður eða opinn,“ segir hún.
Nýttu það sem þau áttu
Nú er heimilið einstaklega glæsilegt. Hvað gerðir þú
til þess að kalla þetta fram?
„Einfaldleikinn er í fyrirrúmi í þessu húsi án þess þó
að vera „flatt“ því miklar andstæður eru í efnisvali og
Einfalt og glæsilegt án
þess að vera goslaust
Sæbjörg Guðjónsdóttir innanhússhönnuður, eða Sæja eins og hún er
kölluð, fékk það verkefni að hanna 210 fm einbýlishús á Selfossi. Húsið var
á byggingarstigi þegar hún hófst handa og er útkoman ansi glæsileg.
Marta María | mm@mbl.is
Dökkt parket er fallegt á móti ljósum litum.
Liturinn sem Sæja notaði á flest stóru rýmin
heitir Ber og fæst í Slippfélaginu.
Stólarnir við borðstofuborðið eru úr hnotu og skapa mýkt og hlýleika.
SJÁ SÍÐU 34