Morgunblaðið - 17.05.2019, Blaðsíða 36
L
angar þig að gera heimilið hlýlegra og róm-
antískara? Ef svo er þá ættir þú að íhuga að vegg-
fóðra einn vegg í hjónaherberginu eða í stofunni. Í
versluninni Laura Ashley fæst mikið af fallegum
og heillandi veggfóðrum. Ef þú ert handlagin/n
getur þú reynt að veggfóðra sjálf/ur en svo má alltaf hringja
í veggfóðrara eins og Braga Guðlaugsson og fá viðkomandi
til að veggfóðra fyrir þig.
Ef þú treystir þér ekki í veggfóðrið má kaupa rómantíska
lampa með fallegum skermum og jafnvel koma upp „con-
sole“ borði þar sem hægt er að setja fallegan spegil á vegg-
inn fyrir ofan og búa þannig til rómantíska og fallega stemn-
ingu.
Mikilvægt er að vera búin/n að ákveða fyrirfram hvaða
litapalletta eigi að ríkja svo það verði ekki of mikið litafyllerí
á heimilinu og allt æpi hvað á annað.
Keyrðu upp
rómantíkina
Lausir speglar með
fallegum köntum
gera hvert rými að
höll. Þessir fást í
Laura Ashley.
Hvað er gott heimili að þínu mati?
„Gott heimili er þar sem er tekið tillit til
þarfa allra í fjölskyldunni sem geta verið
misjafnar. Til dæmis er hentugt fyrir fólk
með lítil börn að búa á einni hæð, helst með
svalir eða garð þar sem hægt er að láta
börnin sofa úti eins og tíðkast hér á landi.
Svo er kannski hentugra að eiga heimili á
tveimur hæðum þegar börnin eldast svo að
allir geti notið sín á heimilinu og það sé
kannski meira pláss fyrir unglingana og
þeirra þarfir. Þetta er það skemmtilega við
fasteignasöluna að mínu mati, að aðstoða
fólk við að finna nákvæmlega rétta heimilið
eða hjálpa því að aðlaga það að sínum þörf-
um.“
Hvar býrðu og hvaða hugmynd liggur að
baki hönnuninni í húsinu þínu?
„Við búum á Kársnesinu í Kópavogi, sem
mér finnst vera best geymda leyndarmálið á
höfuðborgarsvæðinu. Stutt í allar áttir, mikil
veðursæld og í nánd við sjóinn.
Við keyptum húsið okkar fokhelt og þar
sem það er í grunninn mikil steypa og gler
ákváðum við að reyna að hafa það eins hlý-
legt og hægt væri með tilliti til þess og
hljóðvistar.“
Áttu þér uppáhaldsstað í húsinu?
„Það má segja bæði í hjónasvítunni, sem
er mjög rúmgóð með frístandandi baðkari í
miðju rýminu og útgengi út á pall, og einnig
í alrýminu uppi þar sem útsýnið og birtan er
alveg frábær.“
Hvað búið þið mörg í húsinu?
„Við erum á bilinu þrjú til fimm í heimili
með tvo hunda.“
Kom arkitekt að vinnu hússins?
„Arkitektinn að húsinu okkar er Orri
Árnason og fengum við innréttingateikn-
ingar frá honum þegar við keyptum húsið.
Við notuðumst við þær í grunninn en
breyttum sumstaðar skipulagi og uppsetn-
ingu. Annars sáum ég og maðurinn minn al-
gerlega um allt efnis- og litaval á heimilinu.“
Hver er uppáhaldshluturinn?
„Baðkarið og helluborðið.“
Nú ertu dugleg að ferðast, færðu hug-
myndir að utan?
„Já, við ferðumst mjög mikið og mér
finnst gaman að taka með fallega hluti heim
úr ferðalögum okkar.
Það sem við keyptum síðast var forláta
brúða á Balí. Hún heitir Bisma og á að vera
sonur guðs, vinda og löngunar og búa yfir
dularfullum töfrum.“
Hvað keyptir þú þér síðast?
„Svartar borðtuskur.“
Áttu þér fyrirmyndir þegar kemur að því að
Mikið fyrir
uppgerð
húsgögn frá
gamla tímanum
Nadia Katrín Banine starfar sem löggiltur fasteigna-
sali á Landmark fasteignamiðlun, sem og flugfreyja
og innanhússhönnuður. Hún segir fallega stóla
áhugamál og að hún viti fátt betra en að kjarna sig í
baðkarinu heima og hlusta á góða tónlist.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Að mati Nadíu Banine
er gott heimili þannig
að það rúmar alla fjöl-
skylduna þannig að
vel fari um hvern og
einn.
Nadía Banine
veit fátt betra en
að fara í gott
bað, slaka á og
hlusta á tónlist.
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2019
SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS
ÍSLENSK HÖNNUN