Morgunblaðið - 17.05.2019, Blaðsíða 34
áferð. Þau höfðu fyrirfram einhverjar skoðanir en voru
einnig opin fyrir mínum hugmyndum og því um einstak-
lega gott samstarf að ræða. Þau áttu einnig mikið af fal-
legum munum, sem ég svo bætti við, eins og Minotti-
stólana í grænleitu flaueli ásamt Cherner-borðstofu-
stólunum úr hnotu en með þeim fengust mýkri línur á
móti annars beinum línum.“
Viðarklæddur veggur í húsinu vekur athygli en hann
er í stíl við innréttingarnar.
„Þar sem forstofan er hálfopin og hinum megin við
hana er eldhúsið ákvað ég að teygja úr henni og tengja
við viðarskápavegginn í eldhúsi og inn á svefnherberg-
isganginn. Inngangurinn tekur því vel á móti þér þegar
þú kemur inn þar sem klæðningin teygir úr sér til hægri
og vinstri og á móti koma gráir speglar til að stækka
ennfremur rýmið.“
Hvaðan eru húsgögnin?
„Húsfreyjan er mikil smekkkona og átti því mikið af
fallegum munum sem ég svo bætti við. Mikið af hlut-
unum er úr Epal og Módern ásamt fleiri verslunum.“
Hvaða litir eru á veggjunum?
„Ég vildi að fallegu húsmunirnir, innréttingar og ljós
myndu njóta sín og ákvað því að mála allt ljóst. Allir
veggir og loft voru máluð í litnum mínum Ber frá Slipp-
félaginu en hjónaherbergið í litnum Volgur.“
Gluggatjöldin setja svip sinn á rýmið og gera allt hlý-
legra. Sæja pantaði efnið hjá Bólstraranum á Langholts-
vegi og Edda Bára, sem Sæja segir að sé snillingur,
saumaði þau og setti upp. Þegar hönnuðurinn er spurður
að því hvað hafi gefið henni mest í þessu verkefni stend-
ur ekki á svarinu.
„Hvað það var mikið traust á milli mín og kúnnans
stóð upp úr,“ segir Sæja.
– Hvað finnst þér skipta mestu máli þegar þú ert að
hanna heimili eins og þetta?
„Ef lokaútkoman á að verða góð skiptir traust miklu
máli eins og áður sagði. Að hafa skýra sýn og fylgja
henni eftir.“
– Finnst þér áherslur fólks vera að breytast eða vil
fólk bara endalaust það sama?
„Ég er mikið beðin um dökkar innréttingar í dag. Það
er kannski það sem á það til að vera það sama. Ég nota
þó ekki alltaf sama spóninn og bæsið og Hrefna hjá
Grindinni er ansi öflug að búa til prufur fyrir mig.
Annars reyni ég að blanda saman ólíkum efnum og koma
með nýjar útfærslur í öllum verkefnum, en grunnurinn
er oft einfaldur og svo byggir maður ofan á hann með
húsgögnum, list og þar fram eftir götunum,“ segir hún.
Málverk eftir Pétur Gaut
nýtur sín vel á heimilinu.
Hjónaherbergið er málað með
litnum Volgur frá Slippfélaginu.
Eldhúsinnréttingin er sérsmíðuð hjá Grindinni, sem er trésmiðja í
Grindavík. Marmari prýðir borðplötuna og svo gera PH-ljósin úr Epal
mikið fyrir heildarmyndina. Bæði loftljósið og lampinn eru þaðan.
Tækjaskápurinn er
líka flottur ef hann er
opnaður upp á gátt.
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2019
Viltu hita í gólfið þitt?
Fræsing aðeins 7.000 krónur fm2.
golfhitalausnir@golfhitalausnir.is · Sími: 899 1604