Morgunblaðið - 17.05.2019, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2019
H
ugmyndin er að fullnýta upp safn-
að ullarband sem við höfum notað
í framleiðslu á teppunum okkar.
Eftir mörg ár af framleiðslu hafði
safnast mikið af afgangsbandi og
hugmyndin að teppunum er að fullnýta þennan
lager, nota allt garnið,“ segir Erna.
Leggur Geysir mikið upp úr því að vera um-
hverfisvænt fyrirtæki?
„Já, við gerum það. Í dag höfum við fært alla
framleiðslu til Evrópu og fókuserum á að vinna
með gæðavottuðum efna-, garn- og fatafram-
leiðslum. Markmiðið er að vera meðvitað fyrir-
tæki þegar kemur að umhverfinu og ég tel okk-
ur vera það og alltaf meira og meira, enda er
það þróunin í heiminum.
Við vinnum til dæmis með gæðavottaða
ítalska og skoska ull og vinnum með efni sem
eru frá fyrirtækjum í „the better cotton initia-
tive“, bara sem dæmi.
Efna- og fataframleiðendur eru alltaf að
verða betri og betri í að bjóða umhverfisvænar
lausnir og ég tek því fagnandi þegar ég get val-
ið falleg efni og garn sem er frá framleiðendum
sem hugsa um umhverfið og eru að reyna að
vera hluti af lausninni,“ segir hún.
Erna hannaði teppin eða reglurnar sem ofið
var eftir eða grunninn.
„Upphaflega var ég síðan að reyna að lit-
araða öllu en í lokin var svo gaman að hafa
þetta allskonar að ég vildi láta hvert teppi vera
bara einhvernveginn. Það var ekki hægt í lokin
að raða litunum, því að það voru fáir litir eftir
og framleiðandinn nýtti þá til fulls með því að
vefa afganga hér og þar.“
Hvernig er heimilistískan að þróast?
„Ég held að heimilis- og textíliðnaðurinn sé
að hreyfast í sömu átt og fataiðnaðurinn; fleiri
eru að huga að umhverfinu og finna lausnir á
vandamáli framtíðarinnar í gegnum hönnun.
Heimilistískan er líka að verða litríkari og fólk
er aftur að finna not fyrir gömlu húsgögnin
hennar ömmu. Mér finnst til dæmis alltaf gam-
an að raða saman óvæntum og litríkum hlut-
um. Ég held að almennt séum við að færast
fjær þessu svart-hvíta og svona pjúra minimal-
isma yfir í meiri litagleði og meira „eclectic“.“
Afgangarnir urðu að
geggjaðri teppalínu
Erna Einarsdóttir hönnuður er manneskjan á bak við nýja teppalínu Geysis sem unnin er úr afgöngum. Línan er
ekki bara falleg heldur umhverfisvæn. Erna útskrifaðist sem fatahönnuður hjá Central Saint Martins, College of
Art and Design, í London og eftir nám fékk hún vinnu hjá Yves Saint Laurent í París áður en hún flutti til Íslands.
Marta María | mm@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Erna segir að upphaflega hafi ver-
ið pælingin að litaraða efninu en
svo hafi útkoman orðið allt önnur.
Þessi teppi frá
Geysi lífga svo
sannarlega upp
á heimilið og eru
umhverfisvæn.
Erna Einarsdóttir
fatahönnuður á
heiðurinn af þessari
umhverfisvænu línu.