Morgunblaðið - 17.05.2019, Side 16

Morgunblaðið - 17.05.2019, Side 16
H anna Stína lærði innanhúss- arkitektúr á Ítalíu og útskrif- aðist frá ISAD í Mílanó 2002. Síðan þá hefur hún fegrað heim- ili landsmanna með smekkvísi sinni. Hún er þekkt fyrir að ganga alltaf aðeins lengra með hönnun sinni og er óhrædd við að nota liti og svo elskar hún ef hún getur keyrt glamúrinn örlítið upp. „Húsið var mjög fallegt þegar ég fékk það verkefni að endurhanna það en það vantaði alla liti og alla kontrasta. Eigendur hússins vildu litagleði, hlýleika og glæsi- leika fyrir ára ásamt því að fjölga baðherbergjum og í sameiningu varð til þetta fallega heimili,“ segir Hanna Stína. Í grunninn er húsið í þeim anda sem tíðkaðist hérlendis í kringum 1935. Upprunaleg gólf- borð voru pússuð upp og lökkuð og þess var gætt að gólflistar, loftlistar og gluggalistar fengju að njóta sín og svo var allt tréverk stíflakkað. Stofa og borðstofa eru máluð í hlýjum, ljósgráum tón en lita- gleðin fær að njóta sín í húsgögnum í þess- um tveimur stofum. Í stofunni er ljóstúrkíslitaður sófi úr hömruðuflaueli. Í honum eru fullt af púðum sem passa vel við litapallettuna í málverkinu fyrir aftan sófann. Á móti sófanum eru tveir gulir stólar úr smámunstruðu flaueli. „Ég lét sérsmíða sófann og stólana hjá Al- ter London en hringlaga borðið kemur frá Módern og er frá Minotti sem er ítalskt hús- gagnamerki. Mér fannst skipta máli að vera með hringlaga borð á móti þessum straum Ljósmyndir/Gunnar Sverrisson Innanhússarkitektinn Hanna Stína fékk það verkefni að endurhanna skipstjórahús sem byggt var 1935. Eig- endur hússins fengu hana til að búa þeim fallega umgjörð og sá innanhússarkitektinn um allt frá hönnun innréttinga upp í að láta sérsmíða hús- gögn fyrir fjölskylduna. Marta María | mm@mbl.is Þótt heimilið sé litaglatt passa litirnir saman og enginn litur stingur í stúf. Mjúkir tónar mætast í stofunni. Sófinn og stólarnir voru sér- smíðaðir hjá Alter London. Borðið er frá Minotti og keypt í Módern og ljósið er frá Tom Dixon og fæst í Lúmex. Glamúrinn í forgrunni í skipstjórahúsi frá 1935  SJÁ SÍÐU 18 Hanna Stína innan- hússarkitekt út- skrifaðist árið 2003. 16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2019

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.