Morgunblaðið - 17.05.2019, Side 24

Morgunblaðið - 17.05.2019, Side 24
Allt til alls á baðinu Þegar inn á baðherbergi er komið er bæði baðkar og sturta. Ernu fannst það skipta mjög miklu máli. Á baðherberginu eru líka góðir skápar fyrir handklæði og fleira dót sem fylgir bað- herberginu. „Svo kom þetta allt þegar ég byrja að skipuleggja rýmið. Ég lagði mikið upp úr því að baðherbergið væri klassískt og fallegt og með mjög góðri lýsingu.“ Aðspurð um innréttingar á baðherberginu segir Erna að þær hafi verið sérsmíðaðar hjá Smíðaþjónustunni. „Flísarnar heita INDUSTRAL SAGE SOFT og eru í stærðinni 60X60 cm og við keyptum þær í Birgisson. Borð- platan er úr gráum marmara og kemur hún líka frá Granít- smiðjunni. Blöndunartækin á baðherberginu koma frá Vola og koma þau frá Tengi, vaskur og klósett eru FLAMINIA og koma líka frá Tengi,“ segir Erna. Spegillinn og sturtuglerið var sérpantað hjá Samverk. Aðspurð hvernig henni finnist heimili hafa þróast síðustu 20 ár segir hún að það hafi ótal margt breyst. „Fyrir 20 árum þegar ég var að byrja þá var ég meira að teikna bara eldhús eða baðherbergi, en núna er meira um að fólk komi og biðji mig að taka allan pakkann til að fá heildar- hönnun á húsið. Fólk biður mikið um aðstoð með eldhús, baðherbergi, efn- Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stóllinn heitir The Worker og var keyptur í Saltfélaginu á sínum tíma. Blaðagrindin er úr Epal.  SJÁ SÍÐU 26 Erna segir að gott eldhús sé fallegt og í því sé gott vinnupláss. Í eldhúsinu er fantaflottur tækjaskápur. 24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2019

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.