Morgunblaðið - 17.05.2019, Blaðsíða 6
heimilisins. Sterkur persónulegur fatastíll, sem er virki-
lega sannur og heiðarlegur, skín óhjákvæmilega í gegn í
allri umgjörð á heimilinu. Þetta tvennt fer saman, því
sami skapandi hugurinn er þar að baki, og hann ratar
sína leið. Við klæðum okkur og við klæðum heimilið
okkar.
Sú hugsun liggur einmitt að baki Gucci Décor-
heimilislínunni sem er hugarsmíð Michele. „Kollurinn á
mér er fullur af hugmyndum sem ég vinn úr,“ segir
Alessandro um sköpunarferlið … „og einhvern veginn ná
þær að smella saman.“ Grunnhugmyndin er að gera það
hefðbundna óhefðbundið. Gera það verðmætara í huga
fólks. Auka fegurðargildið, orkuna, spennuna, leikinn,
gleðina. Hjá Alessandro Michele er meira greinilega
meira!
Hann elskar liti, hann elskar dýr. Hann vill að allt búi
yfir orku og hafi merkingu. Sé laust við yfirborðskennd
og að þykjast betri en aðrir. Stíllinn er afgerandi, nokk-
uð ýktur og sóttur í áttunda áratuginn sem Alessandro
Michele er hugleikinn en sem jafnframt er tímabil sem
hefur alltaf verið ofarlega í Gucci-vitundinni. Þegar
Jackie Kennedy dvaldi á eyjunni Capri á Ítalíu, klæddist
Gucci og heimurinn tók eftir.
En eins og fólk er hvatt til að skapa sitt eigið yfirbragð
og nota fatnað og fylgihluti frá Gucci á sinn hátt, þá er
Alessandro Michele einmitt að gera það líka með heim-
ilislínunni. Auglýsingar fyrirtækisins ganga sérlega
langt þegar kemur að útliti og samsetningum og mörg-
um reynist erfitt að átta sig á að hver flík og hver hlutur
er einstakur sem getur staðið einn og sér. Auglýsingar
eru til að ná athygli og það hefur tekist hjá Gucci. Og séu
þær greindar niður í hvert smáatriði birtist önnur sýn og
einmitt þetta einstaka sem Alessandro Michele, vill að
hver hlutur búi yfir.
Núna í apríl, í tengslum við hönnunarsýninguna Sa-
lone del Mobile, var opnuð tímabundin verslun í Mílanó
þar sem heimilislína Gucci er sett upp á einstakan hátt.
Að koma þar inn er að detta inn í hinn skapandi, einstaka
og ýkta Gucci-heim, heim sem fer alla leið og miklu
lengra, til að ná almennri athygli og beina henni síðan á
ákveðnari staði.
Textíll, litir, mynstur, mótíf, myndir, form, áferð – allt
tengt sterkum Gucci-rótum sem má sjá og greina í fatn-
aði og fylgihlutum fyrirtækisins. Þetta flæðir saman. En,
takið eftir; allt undir þeim formerkjum að þú átt að
klæða þig í Gucci á þinn einstaka hátt og nota húsgögn
og aukahluti inn á heimilið á þinn einstaka hátt – gera
hvort tveggja að þínu.
Myndirnar tók Gunnar Sverrisson í Gucci-versluninni
í Mílanó í apríl.
Skrautlegir púðar frá Gucci home
gefa lífinu svo sannarlega lit.
Það er fallegt að leggja á borð með
hvíta og græna Gucci-stellinu.
Er þetta nokkuð of mikið?
Næ ætli það nokkuð.
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2019
Verð frá 94.999
25% afsláttur af aukakönnum
Vitamix blandararnir eiga
sér engan jafningja.
Mylja nánast hvað sem
er. Búa til heita súpu
og ís.
Hraðastillir, prógrömm
og pulse rofi sjá til þess
að blandan verður ávallt
fullkomin og fersk!
Heitasta tækið
í eldhúsinu
Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is
Ascent serían frá Vitamix