Morgunblaðið - 17.05.2019, Blaðsíða 30
í tveggja hæða veitingastað þar sem það
þurfti að taka allt í gegn. Þar er 8 metra
kokkteilbar í skeifu á annarri hæðinni, stærri
borð fyrir hópa og sérstök tilefni ásamt einka-
borðstofu.“
Þegar kemur að heimili Rebekku þá eiga
þau hjónin íbúð í Brighton. Hún segist blanda
saman ólíkum hlutum á sínu eigin heimili.
Jafnframt segir hún mikilvægt að upplifa þá
staði sem maður býr á um tíma áður en mað-
ur leggur af stað í breytingar. „Það er svo
náttúrlegt flæðið þegar maður leyfir hlut-
unum að þróast með tímanum. Heimilið þarf
að vera persónuleg framlenging af þeim sem
búa á staðnum. Ég velti alltaf fyrir mér
hvernig fólk býr á staðnum? Hvernig eyðir
fólkið frítíma sínum? Hvað er mikilvægt í lífi
þess? Þannig setur maður persónulegar þarfir
fyrst og lætur síðan hönnunina brúa bilið á
milli manneskjunnar og arkitektúrsins. Hönn-
un er að mínu mati þetta millistig, hvernig við
notum rýmið okkar og hvernig rýmið lætur
okkur líða.“
Hetjuvörur heilla
Að sama skapi nálgast hún öll verkefnin sín
í vinnunni. „Mér finnst ótrúlega spennandi að
vinna í kringum veitingastaði. Sér í lagi ef
staðurinn er með einskonar hetjuvörur, sem
fólk vill koma á markaðinn einnig. Þá vinnum
við með fallegar pakkningar utan um t.d. mat-
vörurnar, látum hönnun staðarins passa við
hugmyndafræði matarins. Það er alltaf ein-
hver grunnhugmynd sem allir í teyminu vinna
saman að móta. Við erum alltaf að segja sög-
ur, og þessi saga þarf að vera sú sama alls
staðar.“
Rebekka á sér þann draum heitastan að
geta komið heim reglulega og fundið leiðir til
að vinna að spennandi hönnunarverkefnum á
Íslandi.
„Ég kem reglulega til Íslands og sé ótal
spennandi hluti sem ég myndi vilja taka þátt í
að byggja upp. Sem dæmi finnst mér íslensk-
ur matvælaiðnaður mjög áhugaverður og ætti
að vera vaxandi markaður. Reykjavíkurborg
hefur alltaf heillað mig mikið. Hins vegar
finnst mér sorglegt að sjá þá þróun sem hefur
orðið í borginni okkar að undanförnu. Hún er
mikið til tóm, enda eru margir staðir í borg-
inni ætlaðir ferðamönnum. Ef hins vegar leit-
ast er við að láta staðina virka fyrir fólkið í
borginni, þá eru staðirnir fullir allan daginn
því ferðamennirnir okkar eru vanalega upp
um fjöll og firnindi á daginn. Þeir vilja koma í
borgir þar sem kjarninn er sterkur. Þar sem
menningin blómstrar og fólkið er hluti af
staðnum. Ég tel að Ísland geti gert svo mikið
af þessum hlutum betur. Þessi þróun hefur
verið sterk að undanförnu í London og öðrum
stórborgum. Þar sem opin rými, til dæmis á
hótelum, eru nýtt í litlar kaffistofur eða bak-
arí og fólkið í hverfinu er reglulegir gestir.“
Alltaf eitthvað sem dregur fólk heim
Hvað væri draumverkefnið sem þú færir í á
Íslandi?
„Það væri tvíþætt. Annars vegar væri ég til
í að hanna „boutique“-hótel í sveitinni þar sem
væri góður veitingastaður, spa og matvæli
sem væru fallega innpökkuð og hægt að taka
með heim. Þetta væri á línu við „Premium
Wellness“-markaðinn sem er að fara af stað
víða. Að byggja upp vörumerki með raunhæf
markmið og kröfur að baki er heillandi að
mínu mati.
Síðan þætti mér áhugavert að hanna veit-
ingastað í miðborginni. Stað sem yrði vinsæll í
sínu hverfi en væri einnig fyrir gesti og gang-
andi, ferðamenn og allskonar fólk sem vill
sterka upplifun og góðan mat.“
Rebekka segir að Ísland eigi alltaf sér-
stakan stað í hjarta sínu. Heima hafi hún
gaman af því að labba á fjöll, borða góðan mat
og síðan fer hún reglulega í sund. Í Bretlandi
býr hún við sjóinn og er dugleg að synda í
honum, dunda sér í garðinum og hlusta á tón-
list. „En það er eitthvað sem dregur fólk alltaf
heim aftur.“Rebekka fékk sín fyrstu hönnunarverðlaun fyrir Sourced Market í Marylebone.
Rebekka hefur verið að gera upp
baðherbergið heima hjá sér.
Í Sourced Market er skemmtilegt
samtal verslunar og veitingarýmis.
Rebekka er á því að heimilið eigi að
endurspegla þarfir þeirra sem búa þar. Oysterbox er staður sem situr við ströndina á
Jersey-eyjunni.
Eitt af uppáhalds verkefnum Rebekku er
sjávarréttastaðurinn Oysterbox.
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2019