Morgunblaðið - 17.05.2019, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.05.2019, Blaðsíða 37
Röndótt veggfóður gerir flestöll rými svo fögur. Þetta veggfóður er frá Laura Ashley. Settu upp con- sole-borð, settu lampa og spegil til að gera heim- ilið rómantísk- ara. Þessi lampi er frá Laura Ashley. Helluborð sem sýnir einstakan smekk Nadíu Banine. búa til gott og fallegt heimili? „Nei, enga sérstaka. Ég held að það skiptu mestu máli að það sem til er fái að njóta sín og heimilið sé hlýlegt og fer það mikið eftir því hvernig rýmið er. Annars finnst mér gaman að fletta blöðum eins og Living etc og BoBedre og þar detta stundum inn sniðugar hugmyndir sem hægt er að útfæra.“ Hvernig var þitt æskuheimili? „Ég bjó öll mín uppvaxtar ár í Lönguhlíð- inni. Þá var stíllinn auðvitað allt annar en í dag. Öll herbergi teppalögð og skrautlegt veggfóður til dæmis í eldhúsinu. Við erum fjögur systkinin svo það má segja að það hafi verið líf og fjör.“ Hvað skiptir þig mestu máli í lífinu? „Fjölskyldan, samvera, náttúran og hlý- legt heimili.“ Hvernig kjarnar þú þig heima? „Ég fer í heitt og gott bað í risastóra baðinu mínu og hlusta á góða tónlist.“ Undir hvernig áhrifum er heimilið? „Okkur finnst mjög gaman að klassískum „vintage“ húsgögnum og erum líka með mik- ið af uppgerðum húsgögnum frá gamla tím- anum. Við erum til dæmis með húsbóndastól sem hannaður var af Finn Juhl árið 1949, franska hægindastóla eftir Pierre Paulin síðan 1960 og íslenska tekkborðstofustóla frá svipuðum tíma. Það má segja að fallegir stólar séu smááhugamál.“ Ertu dugleg að elda eða meira í öðru? „Maðurinn minn er ástríðukokkur svo hann sér aðallega um það á heimilinu, en þegar við höldum veislur kem ég oft sterk inn í forréttum og eftirréttum.“ Morgunblaðið/Hari Hver einasti hlutur inni á heimilinu er vandlega valinn. FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2019 MORGUNBLAÐIÐ 37 Rafhitun Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði • Sími: 565 3265 • ww.rafhitun.is Rafmagnshiti undir parket – ekkert flot Rafhitun ehf er fyrirtæki sem sérhæfir sig í heildarlausnum rafhitakerfa. Við bjóðum einungis úrvals tæki sem hafa sannað sig með áralangri reynslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.