Morgunblaðið - 17.05.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.05.2019, Blaðsíða 28
R ebekka Andrínudóttir innanhúss- hönnuður hefur búið í Brighton í um áratug. Hún starfar á stofu Busbywebb í Clerkenwell í hönn- unarhverfinu í miðri London þar sem allt iðar af lífi, hugmyndum, nýjum straumum og allskonar stefnum. Rebekka fór á sínum tíma beint úr Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti í rýmishönn- unarnám í Cornwall í Bretlandi. Staðurinn sem er á suðvesturhorni landsins er um margt ólíkur stórborginni London en við- fangsefni Rebekku á þessum tíma hafa nýst henni í starfi í dag. Fór aftur út í kreppu „Ég vann á veitingastöðum á þessum tíma, rak krá og veitingastað og fleira í þeim dúr. Síðan eftir námið mitt úti kom ég aftur heim til Íslands, en það var rétt fyrir miklar sviptingar í efnahagslífinu víðsvegar um heiminn. Síðan skall kreppan á á Íslandi um haustið 2008 sem hafði gífurleg áhrif á fólk með mína menntun. Af þeim sök- um ákváðum við hjónin að flytja aftur út til Bretlands og varð Brighton þá fyrir val- inu.“ Rebekka og eiginmaður hennar, Kristófer Humphris, starfa bæði í hönnunargeiranum. Hann vinnur fyrir auglýsingastofuna HN sem er með útibú í London. Rebekka fór í meistaranám úti í Brighton-háskóla í innanhússhönnun og hóf svo að starfa við fag- ið sitt ytra. Í dag leiðir hún hönnunarteymi fyrir fyrir- tækið Busbywebb. „Við sérhæfum okkur í að hanna veitinga- staði, bari, kaffihús og hótel. Þegar við erum að hanna inn í nýjar bygg- ingar störfum við náið með arkitekt- um húsana, en hefðbundnari verkefni eru sem dæmi þegar breyta á eldra húsnæði í veitingahús, eða þegar stækka á rými með viðbyggingum.“ Á Bretlandi er eins og gefur að skilja sér- fræðingur í hverri stöðu. Rebekka segir að hún sé vön að vinna með ljósahönnuðum, hús- gagnahönnuðum, vöruhönnuðum, grafískum hönnuðum og svo mætti lengi áfram telja. Vill ekki gera klisjur Verkefnin sem hún hefur innt af hendi úti eru stór ef miðað er við íslenskan markað. Sem dæmi hannaði hún Sourced Market í Marylebone. Fyrir þá hönnun fékk hún sín fyrstu hönnunarverðlaun. „Þar er skemmti- legt samtal verslunar og veitingarýmis, þar sem gæðavörur til að taka með heim sitja með hádegismatarframboði. Svo er rými á neðri hæðinni þar sem haldin eru „take- over“, framleiðendur eru með vín- og osta- kvöld, minni áfengisframleiðendur hafa smakkmatseðla og svo framvegis.“ Hvert er uppáhaldsverkefni þitt hingað til? „Ég verð að nefna Oysterbox sem er sjávarréttastaður sem stendur við ströndina á Jersey-eyjunni. Þar er barsvæði, tvö útisvæði til að borða og býður hvert einasta borð upp á sjávarútsýni með matnum. Jersey er mjög sólríkur ferðamannastaður á sumrin og var skemmtilegt að vinna á þeirri línu milli ferða- manna og bæjarins. Að skapa ferskt og bjart umhverfi án þess að fara út í „seaside“ klisj- ur. Efniviðurinn er einfaldur, bjartur með skjáskot í sjávarsíðuna og strendur með gleri og gegnsæjum litum.“ Hún nefnir einnig Prime Steak & Grill í Beaconsfield. „Við breyttum húsgagnaverslun Hugguleg hönnun á Prime Steak & Grill í Beaconsfield. Dreymir um að hanna á Íslandi Rebekka Andrínudóttir er hæfileikaríkur hönnuður, búsett í Brighton. Hún hefur leitt spennandi hönnunarverkefni í Bretlandi en brennur nú fyrir því að koma heim og setja mark sitt á uppbyggingu hér. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Rebekka Andrínudóttir hefur verið búsett í Bretlandi um árabil. Hún leiðir hönnunar- teymi í Busbywebb í Clerkenwell í hönnunar- hverfinu í miðri London. Prime Steak & Grill í Beaconsfield er í húsnæði sem var áður húsgagnaverslun. Prime Steak & Grill er með 8 metra kokkteilbar í skeifu á annarri hæðinni.  SJÁ SÍÐU 30 28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2019

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.