Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2019, Qupperneq 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2019, Qupperneq 19
urs Mihr, guði sólarinnar. Því var hins vegar breytt í konunglegt sum- arhús eftir kristnitöku. Armenar voru fyrsta þjóðin til þess að taka kristni sem opinbera trú og gerðu þeir það um aldamótin 300 eftir Krist. Kristni á sér þó lengri sögu á svæðinu og segir sagan að tveir postular Krists, þeir Bartó- lómeus og Júdas Taddeus, kæmu til Armeníu og stofnuðu armensku kirkjuna samhliða trúboði sínu um miðja fyrstu öld. Eru því víðsvegar kirkjur og musteri um landið, þær elstu oft grafnar inn í fjallshlíðar og hafa síðar verið reistar stórfeng- legar kirkjubyggingar og virki á þessum stöðum. Ljósberinn Meðal þess sem verður að sjá er Geghard klaustrið sem er á lista UNESCO, það var stofnað á fjórðu öld af Gregor ljósbera sem sagður er hafa árið 301 formlega fengið þjóð- ina til þess að snúa baki við heiðinni trú. Fyrsta klaustrið var lagt í eyði af aröbum á níundu öld, en helgi svæðisins hélt þó gildi sínu þar sem hellarnir sem liggja inn í fjallið sem umlykur Geghard hafa verið nýttir til trúarlegra athafna svo öldum skiptir jafnvel fyrir kristnitöku. Helgasti staðurinn er hellir þar sem rennur lind úr fjallinu sem umlykur musterið. Kapellan sem stendur í dag var reist 1215, en hellarnir eru enn aðgengilegir. Nafn klaustursins, Geghardav- ank, þýðir klaustur spjótsins og vís- ar til þess að það var reist til þess að geyma spjótið sem sagt er hafa verið stungið í Krist við krossfestinguna. Sagan segir að Júdas Taddeus hafi komið með spjótið til Armeníu á ferð sinni um svæðið, en munurinn er nú geymdur í hirslum armensku kirkj- unnar í Etchmiadzin. Flogið í klaustur Víða um landið er að finna miklar menningarminjar sem tengjast trúarlegum arfi Armena í stórfeng- legu umhverfi. Tatev klaustrið var fyrst stofnað á áttundu öld og stend- ur á kletti sem horfir yfir djúpan dal og rennur Vorotan-á eftir honum. Til þess að komast að klaustrinu er ferðast með lengsta kláf í Evrópu, Vængjum Tatev. Svifstrengurinn er 5,7 kílómetra langur og meðan á ferðinni stendur hangir kláfurinn hæst 320 metra yfir jörðu. Það er í raun sérkennilegt hvað þessi mörgu klaustur og kirkjur standa á afskekktum stöðum sem óneitanlega hefur verið erfitt að komast að á fyrri tímum. Í þröngu gljúfri sem hefur orðið til við að Amaghu-áin hefur í gegnum árþús- undin rofið jarðveginn og klofið fjall- garð, er að finna Noravank, eða Nýja-klaustur, sem reist var í byrj- un þrettándu aldar. Með stærstu vötnum 67 kílómetra frá höfuðborginni er Sevan-vatn sem er helsti áfanga- staður Armena að sumri. Vatnið er með stærstu hálendisvötnum í heimi og þekur 1.240 ferkílómetra, til sam- anburðar er Þingvallavatn aðeins 84 ferkílómetrar að stærð. Sevan-vatn er umkringt fjöllum og er um þús- und metrum hærra yfir sjávarmáli en höfuðborgin, eða 1.900 metra. Sökum þess að vatnið er í þessari miklu hæð og að í það rennur tært og kalt fjallavatn tekur talsverðan tíma fyrir vatnið að hitna og er ágúst vinsælasti tíminn til þess að nýta sér strendurnar. Aðeins ein eyja er í vatninu, en hún varð að skaga eftir að Jósef Stalín skipaði fyrir að tæma skyldi vatnið og lækkaði vatnshæðina um 20 metra. Á skaganum er að finna klaustur, eins og víða um landið. Sevanavank var stofnað árið 874 eft- ir Krist og fer þar enn fram helgi- hald. Klaustrið var fram að 20. öld aðeins fyrir þá munka sem töldust hafa syndgað. Andstæður Landið er mjög frjálslynt ef borið er saman við nágranna sína, sérstak- lega Íran og Aserbaísjan. Þá er lág glæpatíðni og er óhætt að ganga á götum Yerevan síðla kvölds og þar er mikill fjöldi bara, kaffi- og veit- ingahúsa. Hins vegar ber að hafa í huga ákveðna menningarlega við- kvæma þætti svo sem að ríkjandi eru nokkuð hefðbundnari gildi en við eigum að venjast í Vestur-Evrópu. Í landinu er framleitt talsvert af víni og er hægt að finna fyrirtaks vín- bari, en Armenar eru hugsanlega stoltastir af brandí-framleiðslu sinni, einkum Ararat-brandíinu. Eftirtektarvert er að miklar and- stæður eru í samfélagi Armena bæði milli fátæktarinnar á landsbyggðinni og ríkidæmisins á verlsunargötum Yerevan. Einnig má sjá sérkenni- lega blöndu nútímans og einkenni Sovétríkjanna, má meðal annars nefna að alls ekki er ólíklegt að verða var við talsverðan fjölda af Lödum á götum landsins. Armenía tekur við um 1,5 millj- ónum gesta á ári hverju og eru það helst Rússar, Íranar og Bandaríkja- menn. Ekki er ólíklegt að íbúar landsins taki upp á því að tala við Ís- lending á rússnesku og verða nokk- uð hissa að frétta að einhver sem ekki er af armenskum mættum hafi komið til Armeníu. Þá er algengt að fá spurninguna: „Af hverju Arme- níu?“ Þessi spurning er ekki síður algeng þegar maður hittir fólk hér á landi. Á móti má spurja: „Af hverju ekki?“ Miklar andstæður eru í þjóðfélaginu og er ekki óalgengt að sjá ungmenni, eins og þennan dreng, hjálpa til við smala- mennskuna. Ekki veitir af þegar kúahjarðir eru á beit á stórum hálendissléttum. Á síðari árum hefur orðið mikil uppbygging í höfuðborginni á sviði úti- listaverka. Frá Yerevan-fossi er útsýni yfir miðborgina. Andstæður í arfleifð Sovétlýðveldisins og nútímans eru auðsjáanlegar. Þá er ekki óalgengt að leigubílstjórar sannfæri gesti um ágæti Lödunnar. ’ Það er í raun sér-kennilegt hvað þessimörgu klaustur og kirkjureru staðsett á afskekktum stöðum sem óneitanlega hefur verið erfitt að kom- ast að á fyrri tímum. Gömlum hefðum er vel við haldið í Armeníu. Börn sýna þjóðdansa í þjóðdansasýningu í Dilijan í norð-austurhluta landsins og klæðast hefðbundnum fatnaði. Ljósmynd/Marcin Konsek 12.5. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.