Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2019, Qupperneq 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2019, Qupperneq 32
SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2019 Mikið verður um dýrðir á gervi- grasvelli Fram í Safamýrinni í dag, laugardag, þegar Fjölmiðlamótið í knattspyrnu fer fram. Ríkjandi meistarar, Sjónvarp Símans, hafa ekki setið auðum höndum milli móta en liðinu bættist góður liðs- auki á dögunum, þegar Eiður Smári Guðjohnsen, réð sig í vinnu hjá fyrirtækinu sem sérfræðingur við umfjöllun um ensku knatt- spyrnuna næsta vetur og er hann í leikmannahópnum í dag. Hvort Eiður Smári kemst í byrjunarliðið kemur svo í ljós þegar flautað verður til leiks stundvíslega klukk- an 14.10. Auk Sjónvarps Símans taka Ríkisútvarpið, Fótbolti.net, Áttan Miðlar, Morgunblaðið og Mbl.is þátt í mótinu. Allir leika við alla og stendur hver leikur í tólf mínútur. Efstu tvö liðin leika svo hreinan úr- slitaleik um sjálfan fjölmiðlabik- arinn. Aðgangur að mótinu er ókeypis og allir velkomnir. Framarar komu meira að segja fyrir nýrri áhorf- endastúku við völlinn á dögunum. Hvort sú framkvæmd tengist mótinu skal þó ósagt látið. Kemst Eiður Smári í byrj- unarlið Sjónvarps Símans? Eiður Smári eftir leik með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi árið 2016. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fjölmiðlamótið í knattspyrnu fer fram með pomp og prakt um helgina „Hvað þetta pop eða popp þýð- ir, veit ég ekki,“ segir Halldór Pétursson í bréfi til Velvakanda í maí 1969 en tilefnið virðist hafa verið svokallaðar poppmessur sem þá voru farnar að tíðkast. „Nú síðan velmegun okkar breyttist í ládeyðu hafa börn og unglingar keypt svonefnt popp í stað sælgætis. Þetta er í rauninni hænsnamatur, en ekki má skilja þetta svo að nýr Hænsna-Þórir sé risinn meðal vor í kenni- mannastétt,“ hélt Halldór áfram og skipti nokkuð um gír. Og áfram reit hann : „Heyrzt hefur að þessi popalda sé að ein- hverju runnin frá hópi þeirra sem sendir eru til Ameríku í stórum stíl til að skipta um skyn í þeim. Þetta er samstofna við það að ekki má nú leggja vegar- spotta nema skipta um jarðveg og ekki einungis það, heldur og klöpp. Ég geng þess ekki dulinn að við getum margt gott lært af Ameríkönum, en komi til þess að alveg þurfi að skipta um skyn í okkur þá verðum við líka að taka til athugunar okkar gamla og góða orð skynskiptingur.“ Loks fengu klerkar kaldar kveðjur: „Sjái einhverjir prestar ekki aðra leið til sáluhjálpar en bumbur, merkisspjöld eða bítla- skræki, þá held ég að þeir ættu að skipta um starf.“ GAMLA FRÉTTIN Hænsna- matur Bréfritari hefur að líkindum ekki verið mikið í poppinu fyrir hálfri öld. Morgunblaðið/Þorkell ÞRÍFARAR VIKUNNAR Julian Assange stofnandi Wikileaks Johnny Logan Eurovision goðsögn Herbert Guðmundsson tónlistarmaður AÐ SOFA BETUR OG LÍÐA BETUR ER OKKUR ÖLLUM DÝRMÆTT HEILSUDAGAR Í BETRA BAKI ÖLL HEILSURÚM OG KODDAR MEÐ 20% AFSLÆTTI Svefn er undirstaða heilsu, langlífis, hreystis og lífshamingju. Rétt dýna skiptir sköpum fyrir svefngæði. Komdu á heilsudaga í Betra Baki og finndu dýnuna sem skilar þér fullkomnum nætursvefni. n Náðir þú 8 klukkustunda svefni í nótt? Komdu í Betra Bak, leyfðu okkur að hjálpa þér að finna réttu dýnuna og njóttu þess að vakna tilbúin/n í daginn. n Vissir þú að svefn getur haft áhrif á þol þitt og úthald? Á heilsudögum finnur þú dýnuna sem hentar þér hvort sem þú vilt hafa hana mjúka eða stífa. VERÐDÆMI Tilboð 186.600 kr. TEMPUR ORIGINAL OG TEMPUR CLOUD 90 x 200 cm með Comfort botni og fótum. Fullt verð: 233.250 AFSLÁTTUR 20% HEILSUDAGAR! Tilboð 254.976 kr. 160 x 200 cm með Comfort botni og fótum. Fullt verð: 318.720 Cavallo heilsu- dýnan er upp- byggð til að veita hámarksslökun og hvíld í svefni. Fimm svæða pokagormakerfið er stífara á mjaðmasvæði og mýkra á axlasvæði. Cavallo er gerð úr 100% náttúrulegum efnum og inniheldur m.a. hrosshár í efsta yfirlagi. Steyptir hliðarkantar dýnunnar gefa 25% meira svefnsvæði. SERTA CAVALLO FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.