Morgunblaðið - 01.06.2019, Síða 1

Morgunblaðið - 01.06.2019, Síða 1
L A U G A R D A G U R 1. J Ú N Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  128. tölublað  107. árgangur  MARGT Í BOÐI Á HÁTÍÐ HAFSINS TAKA ÞÁTT Í ÆVINTÝRI BJARKAR FLAUTUSEPTETTINN VIIBRA 43200MÍLUR 56 SÍÐUR Uppsagnir » Það eru ekki aðeins upp- sagnir í flugheiminum um þessar mundir. » Ýmis fjármálafyrirtæki hafa sagt starfsfólki upp að und- anförnu. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Icelandair tilkynnti í gær að óhjá- kvæmilegt væri að stöðva þjálfun 21 nýliða sem áttu að hefja störf sem flugmenn á Boeing 737 MAX vélum félagsins í sumar. Nýliðarnir voru ekki komnir með ráðningarsamning, að sögn Ásdísar Pétursdóttur, upp- lýsingafulltrúa Icelandair. Þá ætlar félagið að slíta ráðningarsamningum við 24 flugmenn sem hófu þjálfun á MAX vélarnar á liðnu hausti og höfðu hafið störf áður en vélarnar voru kyrrsettar. Ekki er gert ráð fyrir MAX vélunum í flugáætlun fyrr en um miðjan september. Vitnað er í Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair Group, í frétta- tilkynningu og segir hann þungbært að þurfa að grípa til þessarar sárs- aukafullu aðgerðar. Icelandair ætlar að aðstoða við atvinnuleit í samvinnu við ráðningarstofu. Einhverjir flug- mannanna eiga kost á að fara í önnur störf hjá félaginu, t.d. sem flugliðar, flugumsjónarmenn eða annað. Hjá Icelandair starfar á sjötta hundrað flugmanna, samkvæmt upplýsingum frá félaginu. Flugmenn að missa vinnu  Þjálfun 21 nýliða stöðvuð og 24 flugmönnum MAX véla Icelandair sagt upp  Ekki er gert ráð fyrir Boeing 737 MAX þotunum í áætlun fyrr en í september MFleiri missa vinnuna… »6 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ráðherra Kristján Þór segir ís- lenskan sjávarútveg sterkan. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Kristján Þór Júlíusson, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, met- ur stöðu íslensks sjávarútvegs sterka um þessar mundir þrátt fyrir harða alþjóðlega samkeppni sem hann á við að etja. Bendir hann á að það sé merkileg staðreynd að 350 þúsund manna þjóð standi að baki sjávarútvegi sem veiði fisk úr sjó sem sé undirstaða 20 milljón máltíða á degi hverjum. Þetta kemur fram í viðtali við Kristján Þór í 200 mílum, sem fylgja Morgunblaðinu í dag í til- efni sjómannadagsins á morgun. Í viðtalinu bendir Kristján Þór á að helstu ógnirnar sem komið geti upp gagnvart atvinnugreininni séu átök hér innanlands, m.a. þau sem lúta að fiskveiðistjórnunarkerfinu og gjald- töku af því. Hann telur þó að umræð- an um fyrrnefnda atriðið sé komin í betra jafnvægi en áður var. Þá segir hann að umræðan um veiðigjöld eigi eftir að taka út sama „þroska“ á komandi árum og að það muni í kjöl- farið tryggja meiri stöðugleika fyrir greinina. 20 milljón máltíðir á dag  Staða sjávarútvegsins sterk í alþjóðlegum samanburði Heiðagæsin sem þarna liggur á eggjum sínum er nýlegur landnemi í Héðinsfirði, yst á Trölla- skaga. Á þessum sama bletti hefur hún verpt síð- astliðin þrjú sumur og komið upp ungum. Er þetta talinn vera nyrsti þekkti varpstaður henn- ar á Íslandi. Siglfirðingurinn Rögnvaldur Gott- skálksson hefur fylgst með þessari heiðagæs frá upphafi, 2017, og heimsækir hana nær daglega og hefur tekist að ávinna sér traust hennar smám saman svo að nú getur hann verið innan við einn metra frá henni án þess að hún láti það trufla sig. Skeggrætt við hreiðrið Morgunblaðið/Sigurður Ægisson  „Við erum að leggja enn meiri áherslu á er- lendu starfsem- ina, bæði með því að efla það sem við höfum verið að gera og skipu- leggja í hvaða formi hún eigi að vera í framtíð- inni. Talið var mikilvægt að for- stjóri fyrirtækisins leiddi sjálfur þá vinnu,“ segir Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar. Ari hefur tekið við stjórn dótt- urfyrirtækisins Ísey útflutningur. Pálmi Vilhjálmsson hefur verið ráð- inn aðstoðarforstjóri og mun stýra innlendri starfsemi MS. »4 Ari tekur sjálfur við útrásinni hjá MS Ari Edwald Tvöföld útskrift var frá Mennta- skólanum í Reykjavík í gær. Annars vegar var um að ræða síðasta ár- ganginn sem lauk námi við skólann á fjórum árum og hins vegar fyrsta árganginn sem lauk námi á þremur árum. Samkvæmt upplýsingum frá Elísabetu Siemsen, rektor skólans, útskrifuðust alls 379 nemendur í gær, 170 úr fjögurra ára námi en 209 úr þriggja ára náminu. Aldrei hafa jafnmargir útskrifast frá MR á einu ári, gamla metið var frá 1972 þegar 301 útskrifaðist. Árangur nemenda var fram- úrskarandi að sögn rektors og alls fengu 42 ágætiseinkunn. Sædís Karolina Þóroddsdóttir dúxaði í hópi þeirra sem kláruðu á þremur árum. Meðaleinkunn hennar var 9,84 sem er með hæstu einkunnum í sögu MR. Páll Bergþórsson, fyrrum veð- urstofustjóri, var viðstaddur út- skriftina sem fulltrúi stúdenta sem útskrifuðust fyrir 75 árum. Eftir brautskráningu sína að morgni 17. júní 1944 hélt hann til Þingvalla og fylgdist með hátíðarhöldum þegar íslenska lýðveldið var stofnað. »4 Aldrei jafnmargir útskrifaðir frá MR  Yfir 19 þúsund erlendir eldri borgarar sóttu listasöfn Reykjavík- urborgar í fyrra. Hefur þessum eldri gestum fjölgað jafnt og þétt síðustu ár í takt við fjölgun er- lendra ferðamanna. Erlendir eldri borgarar sem sóttu söfnin voru um 650 árið 2013. Á sama tíma hefur fjöldi íslenskra eldri borgara sem sækja listasöfn Reykjavíkurborgar staðið í stað. Ókeypis er inn á söfnin fyrir 67 ára og eldri og söfnin urðu þannig af yfir 31,5 milljónum króna í tekjum af erlendum eldri borgurum árið 2018. Menningar- og ferða- málasvið borgarinnar skoðar nú hvernig hægt sé að breikka þann hóp sem greiðir einskiptisaðgang að söfnum borgarinnar. »10 Morgunblaðið/Hari Kjarvalsstaðir Skoðað hvernig fjölga megi þeim sem greiða aðgang að söfnum. Söfnin urðu af 31,5 milljónum í tekjur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.