Morgunblaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra segir að ríkisstjórnin áformi
að halda sumarfund sinn úti á landi, í
Mývatnssveit að þessu sinni, en í
fyrra hélt ríkisstjórnin fund á Snæ-
fellsnesi.
Haft hefur verið samband við
sveitarfélögin á Norðausturlandi
vegna áforma ríkisstjórnarinnar um
að koma saman til fundar í Mývatns-
sveit 13. júní nk. Jafnframt hefur
ríkisstjórnin óskað eftir því að eiga
fund með fulltrúum sveitarfélaga
innan Eyþings, sem er landshluta-
samtök sveitarfélaga á Norðaust-
urlandi.
Ekki bjartsýn á dagsetninguna
„Við gerðum þetta í fyrra og þá
vorum við með sumarfund rík-
isstjórnarinnar á Snæfellsnesi og
funduðum með sveitarstjórnarfólk-
inu á Snæfellsnesi. Þetta er óskap-
lega gott að komast aðeins út fyrir
101, eins ágætur hann nú annars er,“
sagði forsætisráðherra.
Katrín var spurð hvort hún teldi
að dagsetning fundarins þann 13.
júní myndi standast í ljósi þeirra
tafa sem orðið hafa á þingstörfunum
á Alþingi: „Nei, ég er ekki bjartsýn á
að þetta gangi eftir hjá okkur í ljósi
stöðunnar á þinginu, þar sem enn lít-
ur út fyrir að við verðum með það að
störfum um nokkurt skeið,“ sagði
forsætisráðherra. Forsætisráðherra
segir að náist ekki að halda fundinn
þann 13. verði honum frestað.
Komast út fyrir 101
Ríkisstjórnin
áformar að halda
fund við Mývatn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stjórnin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur áformar að halda sumarfund
fjarri 101 Reykjavík með sveitarstjórnarmönnum í Eyþingi í sumar.
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Páll Bergþórsson, fyrrverandi
veðurstofustjóri, var viðstaddur,
þegar íslenska lýðveldið var stofn-
að á Þingvöllum 17. júní 1944.
Hann braut-
skráðist sem
stúdent frá
Mennta-
skólanum í
Reykjavík um
morguninn og
síðan héldu ný-
útskrifaðir nem-
endurnir austur
til þess að fylgj-
ast með hátíð-
arhöldunum.
Brautskráning stúdenta í
Menntaskólanum í Reykjavík var
tvískipt í Háskólabíói í gær. Páll
var fulltrúi nemenda sem útskrif-
uðust fyrir 75 árum og rifjaði upp
daginn við brautskráningu síðustu
nemenda í fjögurra ára námi, en
eftir hádegið var fyrsta útskrift
nemenda að loknu þriggja ára
námi.
„Við vorum 65 sem útskrif-
uðumst á Sal um morguninn,“ seg-
ir Páll, sem verður 96 ára í sumar.
Hann segir eftirminnilegt að hafa
fylgst með æðstu mönnum þjóð-
arinnar við þinghaldið á Þingvöll-
um. „Þá var Sveinn Björnsson
kosinn forseti, þó ekki einróma,
því Jónas frá Hriflu fékk eitt at-
kvæði. Það var góð tilbreyting frá
hátíðleikanum.“
Hann minnist líka skeytis frá
Kristjáni kóngi. „Hann óskaði
þjóðinni til hamingju, þó hann hafi
mátt vera reiður. Manni fannst
þingfundurinn merkilegur og það
var mikil breyting á yfirborðinu
að breyta úr konungsstjórn í lýð-
veldi, þó hún hafi ekki breytt
miklu um stjórn landsins.“
Páll var aðeins eitt ár í MR.
„Ég las fyrstu þrjá bekkina utan-
skóla á tveimur vetrum,“ segir
hann. Í tilefni 95 ára afmælis síns
fór hann í fallhlífarstökk síðsum-
ars í fyrra og tekur ekki fyrir að
hann eigi eftir að endurtaka leik-
inn. „Það gekk ljómandi vel og
kannski fer ég aftur þegar ég verð
100 ára.“
Tilbreyting
frá hátíð-
leikanum
Páll Bergþórsson
stúdent fyrir 75 árum
Páll
Bergþórsson
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, hefur
tekið við stjórn dótturfyrirtækisins Ísey útflutn-
ingur og Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri
þess, látið af störfum. Þá hefur Pálmi Vilhjálms-
son, framkvæmdastjóri framleiðslu- og rekstrar-
sviðs MS, verið ráðinn aðstoðarforstjóri og mun
stýra innlendri starfsemi MS.
„Við erum að leggja enn meiri áherslu á erlendu
starfsemina, bæði með því að efla það sem við höf-
um verið að gera og skipuleggja í hvaða formi hún
eigi að vera í framtíðinni. Talið var mikilvægt að
forstjóri fyrirtækisins leiddi sjálfur þá vinnu,“ seg-
ir Ari.
Hann bætir því við að nýtt starf aðstoðarfor-
stjóra sem heyrir undir forstjóra en sett er yfir
innlendu starfsemina feli í sér breytta verkaskipt-
ingu við stjórnun fyrirtækisins þannig að forstjór-
inn geti fremur beint sjónum sínum að erlendu
starfseminni.
Erlenda starfsemin gengið vel
Jón Axel Pétursson segir í tilkynningu að þegar
hann tók við útflutningsstarfsemi MS árið 2010
hafi skyr verið selt til tveggja landa og veltan verið
takmörkuð. „Þegar ég skil við, sáttur eftir mjög
skemmtileg og öflug uppbyggingarár, hleypur sal-
an á þúsundum tonna og velta okkar og samstarfs-
aðila okkar á tugum milljarða,“ segir í tilkynning-
unni og því bætt við að Ísey skyr sé nú selt á 16
mörkuðum og brátt muni Japan, Nýja-Sjáland og
Ástralía bætast við. Hann þakkar þennan árangur
ekki síst öflugu og góðu samstarfsfólki og réttum
samstarfsaðilum erlendis.
Ari segir að starfsemin á erlendum mörkuðum
hafi gengið mjög vel. „Sá árangur sem hefur náðst
kallar á að nú verði staldrað við og staðan metin og
síðan sótt fram,“ segir Ari.
Jón Axel hefur unnið í 20 ár fyrir fyrirtæki í eigu
íslenskra kúabænda. Áður en hann snéri sér alfar-
ið að útflutningi á skyri sem framkvæmdastjóri Ís-
eyjar útflutnings um mitt síðasta ár var hann
framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs MS.
Forstjórinn í skyrútrás
Aðstoðarforstjóri ráðinn hjá MS Jón Axel hættir sem framkvæmdastjóri Íseyjar
Ísey Íslenska skyrið er vinsælt víða um heim.
Börnin úr 1. og 2. bekk á frístundaheimilum Tjarnarinnar tóku þátt í
kassabílaralli á Ingólfstorgi í gær. Þátttakendur gengu fylktu liði frá
Skólavörðuholti niður í bæ og þar tók við spennandi keppni þar sem ekkert
var gefið eftir. Jón Jónsson skemmti svo viðstöddum með söng.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ekkert gefið eftir í kassabílarallinu
Íslenska ríkið þarf að greiða lífeyr-
isþegum um fimm milljarða króna
eftir að Sigríður Sæland Jónsdóttir
vann mál gegn Tryggingastofnun rík-
isins í Landsrétti í gær. Sigríður hafði
tapað málinu í héraðsdómi en Lands-
réttur sneri því við. Málið var eins
konar prófmál, þannig að dómurinn í
máli Sigríðar hefur fordæmisgildi
fyrir alla þá sem þoldu sama frádrátt.
Og allir fá endurgreitt.
Málið snýst um frádrátt sem TR
hafði gert á kjörum ellilífeyrisþega í
janúar og febrúar árið 2017. Lífeyr-
isgreiðslur þeirra voru þar lækkaðar
vegna tekna sem lífeyrisþegarnir
höfðu haft á sama tíma frá lífeyris-
sjóðum.
Á meðan TR stundaði þetta var
ekki heimild fyrir því í lögum en í lok
febrúar 2017 setti Alþingi lög sem
áttu að vera eins konar afturvirk
heimild fyrir því sem TR hafði verið
að gera. Þannig að í raun var heim-
ildin sköpuð eftir á, með afturvirkri
lagabreytingu. Rökstuðningur Al-
þingis fyrir því að afturvirk laga-
breyting hafi verið gerð var sú að í
upphafli hafi það verið mistök, að TR
hafi yfirhöfuð verið óheimilt að
stunda þennan frádrátt. Landsréttur
hefur metið það svo, að fyrir þau mis-
tök hafi lífeyrisþegar ekki átt að líða.
„Ég held að þjóðin geti fagnað því
þegar dómstólar dæma eftir stjórn-
skipulegum reglum og mannréttind-
um, að ekki sé verið að beita fólk laga-
ákvæðum öðrum en þeim sem búið er
að birta og setja í lög,“ sagði Jón
Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Sig-
ríðar Sæland Jónsdóttur, í samtali við
mbl.is.
„Þarna var talið að orðið hefðu mis-
tök við lagasetningu og að það rétt-
lætti þá afturvirku lögin. Bækur rétt-
arríkisins leyfa það ekki að mínu mati
og Landsréttur hefur staðfest það,“
segir Jón Steinar.
Ríkið þarf að
greiða 5 milljarða
Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms