Morgunblaðið - 01.06.2019, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019
VIÐTAL
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Eldhúsdagsumræðurnar á Alþingi á
miðvikudagskvöldið fóru fram með
hefðbundnum hætti. Þær voru
reyndar óvenjulegar að einu leyti.
Þetta voru nefnilega síðustu eld-
húsdagsumræðurnar þar sem Helgi
Bernódusson, skrifstofustjóri Al-
þingis, situr í þingsalnum.
Forsetar þingsins koma og fara en
eitt hefur verið óbreytt síðustu rúm-
lega 40 þingin. Helgi hefur setið í
sínu sæti, forsetanum á hægri hönd.
Þar hafa áhugamenn um stjórnmál
fylgst með honum í sjónvarps-
útsendingum. Helgi verður sjötugur
í haust og lætur þá af störfum sem
æðsti embættismaðurinn á Alþingi
Íslendinga.
Hvað bærðist í brjósti þér?
„Ekkert sérstakt, en ég gerði mér
grein fyrir því að þetta var síðasti
eldhúsdagur minn í þinghúsinu og
hugleiddi það þegar ég leit yfir sal-
inn.“
En hvenær hófst þú störf á Al-
þingi?
„Ég fór í fullt starf á 106. löggjaf-
arþingi, 1983. Nú er 149. þing.
Þannig að þetta er 43. löggjaf-
arþing mitt. En áður hafði ég verið í
ýmsum hlutastörfum á Alþingi með
háskólanámi 1973-1978. Eldhúsdag-
ur hefur verið á flestum löggjaf-
arþingum, nema kannski helst auka-
þingum, stuttum sumarþingum eftir
kosningar, sennilega ein sjö slík
þing, þannig að þeir eru komnir á 4.
tuginn eldhúsdagarnir síðan ég byrj-
aði að sinna þeim og undirbúa.“
Hefur þú setið þá fleiri þing en
Pétur Ottesen?
„Nei, hann sat tæp 43 ár samfellt
á þingi, ég held 51 löggjafarþing, en
ég hef verið hér samfellt 36 ár og 5
ár í hlutastarfi áður; samtals 41 ár.“
Hver er eftirminnilegasti eldhús-
dagurinn?
„Ég á engan sérstakan, nema þá
helst þann fyrsta; maður var dálítið
taugaóstyrkur. En annars er þetta
form eldhúsdagsins orðið mjög fast
og hefðbundið, jafnvel staðnað, og
ég held það sé þörf á því að endur-
skoða formið, gera umræður líflegri
fyrir sjónvarpsáhorfendur. Flestir
koma með skrifaðar ræður, og vilja
þannig vanda sig, en það hefur verið
skemmtilegast þegar ræðumenn
tala blaðalaust, og það hafa nokkrir
gert, t.d. Steingrímur J. Sigfússon,
Bjarni Benediktsson og nú síðast
Inga Sæland, svo ég telji nokkra
sem sitja núna á þingi.“
Hvenær hófust eldhúsdags-
umræður?
„Þetta er eldgamalt form, var
upphaflega tengt fjárlagaumræðu
en þetta fyrirkomulag, að hafa al-
mennar stjórnmálaumræður eins og
það heitir í þingsköpum, að vori þeg-
ar þingi er að ljúka er talsvert
yngra. Mig minnir að það hafi komið
í þingsköp 1972, en orðin venja
nokkru áður, jafnvel upp úr 1950.“
Hvenær var byrjað að sjónvarpa
beint frá Alþingi?
„Beinar daglegar útsendingar í
sjónvarpi hófust við upphaf þings
1995. Streymi á vef Alþingis hófst
við upphaf þings 1998. Alþingi var
meðal fyrstu þinga í heiminum sem
hóf útsendingar á vef af öllum þing-
fundum.“
Hvað tekur við hjá Helga Bernód-
ussyni í haust?
„Ég ætla að snúa mér að mínum
hugðarefnum sem er lestur og
skriftir; ég á margt gott ólesið og
mig langar að skrifar greinar um
ýmis efni sem ég hef safnað til á und-
anförnum árum, bæði það sem
snertir mig persónulega og það sem
hefur víðari skírskotun. Og svo á ég
fjölskyldu sem stundum hefur ekki
séð mikið af mér í mestum önnunum,
þar á meðal barnabörn; þeim vil ég
sinna betur og meira þegar um hæg-
ist hjá mér.“
Ljósmynd/Kristján Sveinsson
Eldhúsdagur Helgi Bernódusson í sæti sínu á miðvikudagskvöld, við hlið Steingríms J. Sigfússonar þingforseta. Í
ræðustól er Haraldur Benediktsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis. Ráðherrar og þingmenn hlýða á ræðuna.
„Skemmtilegast þegar
menn tala blaðalaust“
Helgi Bernódusson var viðstaddur eldhúsdagsumræður á
Alþingi í síðasta skipti Verið við umræður á 40 þingum
Morgunblaðið/Golli
Alþingi Helgi Bernódusson skrif-
stofustjóri við ræðustól þingsins.
VINNINGASKRÁ
4. útdráttur 31. maí 2019
153 12033 21468 30435 43706 54414 62994 72333
680 12184 21871 30528 43839 54444 63417 72806
726 12272 22264 31066 43870 54543 63846 72999
776 12435 22731 31119 43978 54952 63896 73255
1031 12445 22881 31481 44427 55113 64352 73337
1093 13633 22952 31618 44464 56129 64526 73338
1407 14221 23016 32028 44972 56523 65076 73407
1643 14500 23386 32071 45081 57358 65155 74082
1650 14738 23414 32160 45114 57421 65199 74090
1737 14973 23633 32865 45269 57589 65372 74584
1831 15057 23944 32947 45675 58141 65819 74766
1888 15118 24220 33891 46246 58146 66234 74927
2082 15170 24415 33900 46644 58288 66303 75050
2142 15517 24606 34236 47001 58489 66362 75162
2723 15539 25453 34342 47285 58514 66530 75435
3300 15549 25754 35846 47323 58732 66539 75592
4416 15995 25771 35979 47455 59087 66879 75600
4526 16697 25934 36157 47672 59275 67098 76175
4657 16740 25970 36206 48093 59334 67111 76615
4677 16936 26231 38148 48139 59446 67188 76648
4682 17013 26634 38301 48440 59603 67377 76984
4693 17153 26785 38568 49031 59677 67907 77748
4716 17446 27152 38929 49931 59888 68095 77990
4792 17729 27179 39771 49967 60086 68144 78207
5629 18267 27588 39835 50111 60421 69103 78239
5795 18664 28165 39860 51234 60627 69177 78382
5981 18977 28582 40611 51249 60750 69423 78602
6548 19182 28647 40653 51406 60910 69865 79297
7291 19241 29213 40776 51466 61007 70001 79354
8269 19373 29299 41102 51540 61281 70042 79518
8728 19384 29383 41188 51865 61660 70146 79704
9005 19555 29510 41407 51972 61868 70460
9026 20613 29641 41656 52524 62217 70963
9292 20644 29794 42074 52783 62652 71428
10426 20753 29916 42212 53652 62716 71472
11852 21151 29918 42437 53790 62816 72072
11969 21280 30023 43171 53996 62967 72103
312 16392 27239 36497 47220 57388 64908 73678
445 17465 29525 39011 47470 58221 67498 73818
1333 17697 32077 39421 47638 58327 67957 74653
4503 19122 32150 39507 47812 58421 68946 75468
5950 19333 32215 40083 49085 59434 69507 75605
8277 19791 32445 40154 49511 60397 69573 77693
9209 21711 32619 40748 49564 60725 69893 78654
10454 22346 33534 43562 51242 61093 70248 78825
12227 24623 33736 43612 55221 61762 70752 79416
12733 25197 34703 44192 55360 62083 71541
13280 25431 34906 45018 55767 62748 71562
13778 26252 35517 46267 56719 62998 72527
14258 26285 36126 46460 56722 63489 73252
Næstu útdrættir fara fram 6., 13., 20. og 27. júní 2019
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
8229 24557 30210 46116 58374
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
387 12521 25157 30558 43251 60188
950 13134 25716 34766 43448 63463
3955 17018 27758 34846 46494 71846
11617 23133 28310 35012 58402 78557
Aðalv inningur
Kr. 2.000.000 Kr.4.000.000 (tvöfaldur)
6 5 7 4 8
,,Við verðum að vona að bætt fæð-
ingarþjónusta og samgöngur skili
okkur fleiri börnum,“ segir Drífa
Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi Vest-
mannaeyjabæjar. Hún segir að til
standi að fækka deildum á leikskóla
bæjarins úr fimm í fjórar í haust.
Drífa segir að fækkun barna á
leikskólaaldri hafi ekki verið fyr-
irséð og fæðingum haldið áfram að
fækka í fyrra og á þessu ári. Vegna
færri barna en ráð var fyrir gert eru
börn nú tekin 12 mánaða inn á leik-
skóla í Vestmannaeyjum.
Auk fækkunar deilda verður ráð-
inn verkefnastjóri í stað aðstoð-
arleikskólastjóra, þar sem engar
umsóknir um stöðu aðstoðarleik-
skólastjóra bárust að sögn Drífu.
ge@mbl.is
Vantar börn á leikskóla í Vestmannaeyjum
Reykjavíkurborg hefur óskað eftir
því að endurvinnslustöð á Sævar-
höfða verði opin alla morgna.
Áætlaður brúttókostnaður vegna
þess er 30 milljónir króna. Áætlað er
að árlegur kostnaðarauki, að frátal-
inni tekjuaukningu verði rúmar
fimmtán milljónir.
Málið var tekið fyrir á stjórnar-
fundi Sorpu í vikunni og því frestað.
Birkir Jón Jónsson, stjórnarfor-
maður Sorpu, segir að kostnaður og
öryggisatriði standi í vegi fyrir því að
beiðni Reykjavíkurborgar verði fram-
fylgt strax en málið sé til skoðunar.
„Ef við erum að lengja opnunartím-
ann þá er fólk þarna að fara með sorp
sem kemur frá heimilum innan um
stór tæki sem eru að losa gáma og
setja nýja upp. Við höfum því verið að
hugsa um öryggi þeirra sem sækja
stöðina, ungra sem aldinna, þar sem
þetta eru stór athafnasvæði með stór-
ar vélar sem þurfa að athafna sig.“
Birkir segir 30 milljóna króna
kostnaðinn skýrast að stærstum hluta
af lengri vöktum starfsfólks sem verði
til aukinna launatengdra gjalda.
Í minnisblaði Guðmundar Tryggva
Ólafssonar, rekstrarstjóra endur-
vinnslustöðva, segir að flutnings og
ráðstöfunarkostnaður aukins magns
úrgangs spili einnig inn í aukinn
kostnað. ragnhildur@mbl.is
30 milljónir fyrir lengri opnun
Stjórnarformað-
ur segir að huga
þurfi að öryggi
Morgunblaðið/Friðrik Tryggvason
Vinsæl Stöð Sorpu á Sævarhöfða
fær flestar heimsóknir árlega.