Morgunblaðið - 01.06.2019, Síða 18

Morgunblaðið - 01.06.2019, Síða 18
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Minnihlutinn í atvinnuveganefnd Al- þingis leggur til ýmsar breytingar á frumvarpi til laga um breytingar á ýmsum ákvæðum um fiskeldi. Samfylkingin, Píratar og Viðreisn standa saman að álitinu en Miðflokk- urinn hefur fylgt meirihlutanum. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Við- reisnar, og Jón Þór Ólafsson, þing- maður Pírata, unnu álitið. Rætt var við Lilju Rafneyju Magn- úsdóttur, formann atvinnuveganefnd- ar, í Morgunblaðinu í gær. Þar sagði Lilja Rafney mikilvægt að skýra betur hvar línan verður dregin varðandi fram komnar umsóknir um rekstr- arleyfi í fiskeldi. Þ.e.a.s. hvort þær verði meðhöndlaðar á grunni gömlu eða nýju laganna. Miðað sé við dagsetningu Spurð hvar minnihlutinn telji að þessi skurðarpunktur eigi að vera seg- ir Albertína þingmennina leggja til að miðað sé við ákveðna dagsetningu varðandi umsóknir um fiskeldi sem hafa borist til Matvælastofnunar; að umsóknirnar sem bárust eftir 5. mars sl. séu meðhöndlaðar samkvæmt nýju löggjöfinni. Þann dag var frumvarpið lagt fram. Albertína segir fyrirhugaðar breyt- ingar á lögum um fiskeldi hafa verið gagnrýndar úr öllum áttum „eins og gefur að skilja þegar um er að ræða breytingar á jafn viðkvæmri og mik- ilvægri löggjöf“. „Það má halda því til haga að um- fjöllun í nefndinni hefur verið mjög ít- arleg. Það hefur verið samstaða í nefndinni um umfjöllun málsins. Við teljum að það séu margar ágætar til- lögur í áliti meirihlutans í nefndinni. Við teljum hins vegar mikilvægt að ganga lengra varðandi ýmis atriði til að tryggja að á Íslandi verði fram- sækin fiskeldislöggjöf sem tryggi hagsmuni náttúrunnar en taki jafn- framt tillit til nærsamfélagsins og at- vinnugreinarinnar.“ Fjalli ekki um áhættumatið Meðal tillagna meirihlutans er að ráðherra skipi samráðsnefnd um fisk- eldi til fjögurra ára í senn. Skal hún vera stjórnvöldum til ráðgjafar vegna málefna fiskeldis. „Við teljum að það sé hið besta mál að skipuð verði samráðsnefnd um fisk- eldi. Þannig verður til samráðsvett- vangur stjórnvalda og hagsmunaaðila í greininni. Við teljum hins vegar að sú nefnd eigi ekki að fjalla um áhættumat erfðablöndunar, enda yrðu fæstir nefndarmenn með vísindalegan bak- grunn. Hins vegar fögnum við því að þarna verði settur inn fulltrúi frá um- hverfis- og auðlindaráðherra og vænt- um þess að sá aðili verði fulltrúi óháðra náttúruverndarsamtaka.“ Meðal breytingatillagna er að ráð- herra sjávarútvegsmála skuli skipa nefnd þriggja vísindamanna á sviði fiskifræði, stofnerfðafræði og/eða vist- fræði til að rýna aðferðafræði sem Hafrannsóknastofnun notar við mat á burðarþoli og við gerð áhættumats. Skal hún skila áliti og tillögum til ráð- herra fyrir 1. maí 2020. Albertína segir minnihlutann jafn- framt taka undir það sjónarmið að gagnlegt sé fyrir Hafrannsóknastofn- un að geta rætt áhættumatið við slíka nefnd. „Hins vegar teljum við mik- ilvægt að slík nefnd sé skipuð erlend- um, óháðum aðilum.“ Meðal annarra atriða sem minni- hlutinn leggur áherslu á er að innleiða aukna hvata til sjókvíaeldis í lokuðum kerfum. Þá leggur minnihlutinn m.a. til að Jökulfirðirnir verði friðaðir frá fiskeldi og að eftirlitsstofnunum verði tryggðir nægir fjármunir og þær stað- settar sem næst fiskeldisstöðum. „Svo teljum við brýnt að móta þá stefnu um fiskeldi á Íslandi að það verði laust við laxalús og að notaðar verða umhverfisvænar aðferðir til að vinna á henni. Við þekkjum það til að mynda frá Noregi,“ segir Albertína. Spurð um þá gagnrýni að aðstoð- armaður Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, sé mágur fjármálastjóra Arctic Fish, eins umsækjandans um fiskeld- isleyfin, segir Albertína „alltaf óheppi- legt þegar það eru svo náin tengsl“. „Jafnvel þótt viðkomandi starfi af full- um heilindum vekur slíkt alltaf efa- semdir hjá fólki.“ Málsmeðferðin kemur á óvart Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pí- rata, segir að í ljósi þess hvernig frum- varpið komi frá ráðuneytinu komi það sér á óvart að það skuli hafa fara í gegnum ríkisstjórn með Vinstri græna innanborðs. „Ég spurði Guðmund Inga Guð- brandsson umhverfisráðherra um málið í óundirbúnum fyrirspurnum. Það mátti skilja á svörum umhverf- isráðherra að sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins væri sjálfráður um hvernig hann legði fram frum- varpið sitt. Síðan kemur málið í nefnd- ina og þar er búið að setja inn ýmsa fyrirvara. Kolbeinn Proppé, þingmað- ur VG, var framsögumaður í málinu og hefur sett inn alls konar góð atriði og fengið inn alls konar umhverf- isverndarsjónarmið,“ segir Jón Þór sem telur fyrirhugaðar mótvægis- aðgerðir vegna fiskeldis þó ekki vera nógu öflugar. Þá sé kostnaðarreglan ekki uppfyllt; að sá sem setji umhverf- ið í einhvers konar hættu beri kostn- aðinn ef illa fari. „Þá eru varúðarsjónarmiðin ekki heldur virt. Þ.e.a.s. að náttúran skuli njóta vafans,“ segir Jón Þór og bendir m.a. á leiðir sem takmarka laxalús, aðrar en lyfjagjöf. „Það er verið að skapa svigrúm fyr- ir fiskeldi sem uppfyllir ekki hæstu gæðastaðla hvað varðar umhverf- isvernd. Að umhverfið njóti vafans og að þeir sem setja umhverfið í hættu beri skaðann.“ Viðurkennt af meirihlutanum Ólafur Ísleifsson, þingmaður Mið- flokksins, segir það hafa verið viður- kennt af hálfu meirihlutans „að ekki hafi tekist sem skyldi að setja í full- nægjandi búning ákvæði um meðferð á fyrirliggjandi umsóknum“. „Ég tel algert skilyrði fyrir því að þetta mál geti náð fram að ganga að úr því verði leyst með fullnægjandi hætti. Því að auðvitað eru þarna mjög miklir fjárhagslegir hagsmunir undir,“ segir Ólafur. Hann segist hafa gengið ríkt á eftir því að gengið yrði tryggilega frá áhættumatinu. „Þannig að áhættumatið mætti sem best duga til þess að mynda raunhæfa vörn gegn hættunni á erfðamengun villtra laxastofna. Tillaga mín um að samráðsvettvangur fiskeldismála yrði skipaður fagfólki fékk ekki und- irtektir. Á móti kemur að það er sett á laggirnar tímabundin vísindanefnd sem vænta má góðs af. Ég tel að það ríki víðtækur skilningur á að standa þarf vörð um vísindalegt sjálfstæði Hafrannsóknastofnunar,“ segir Ólaf- ur. Skurðarpunkturinn fyrir leyfi til fiskeldis verði 5. mars á þessu ári  Minnihlutinn í atvinnuveganefnd Alþingis leggur til ýmsar breytingar á fiskeldisfrumvarpi Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fiskeldi Áformað er að margfalda umsvif greinarinnar á næstu árum. 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019 Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14 Misty Nokkrir litir í boði. Stærðir S-XL. Verð 7.850 kr. Bralettar úr ekta ítalskri blúndu Hrókurinn og Kalak, vinafélag Ís- lands og Grænlands, standa fyrir Nuuk-skákmótinu 2019 í Pakkhúsi Hróksins í dag. Tefldar verða átta umferðir með umhugsunartímanum 3/2. Þátttaka í mótinu er ókeypis. Fram kemur í tilkynningu að til- efnið sé Air Iceland Connect-hátíð Hróksins, sem fram fer í Nuuk 5.-10. júní. Samhliða verður bókamark- aður, þar sem bækur úr fórum Þor- steins frá Hamri og Hrafns Jökuls- sonar verða til sölu, og rennur ágóði til Grænlandsstarfs Hróksins. Í Nuuk munu Hróksliðar efna til skákviðburða, færa Rauða krossi Grænlands og Krabbameinsfélagi Grænlands gjafir, afhenda börnum í fyrsta bekk hjálma frá Kiwanis- hreyfingunni á Íslandi og heimsækja athvörf, heimili og fangelsi. Yf- irskrift hátíðarinnar 2019 eru kjör- orð alþjóða skákhreyfingarinnar og Hróksins: Við erum ein fjölskylda. Slaufur Krabbameinsfélag Íslands og Hrókurinn afhentu nýlega Krabba- meinsfélagi Grænlands 100 slaufur til að selja í fjáröflunarskyni. Skákmót og bóka- markaður Hróksins Kristján Þór Júl- íusson, sjáv- arútvegs- ráðherra segir gagnrýni á fyr- irhugaða laga- setningu ósann- gjarna. Verið sé að betrumbæta lagaumgjörðina kringum fiskeldið. Þetta kemur fram í viðtali við Kristján Þór í 200 mílum í dag. Þar bendir hann á að fiskeldi muni þrefaldast að framleiðslu í ár miðað við árið í fyrra, og að það gerist í skjóli nú- verandi löggjafar. Löggjöfin ÓSANNGJÖRN GAGNRÝNI Kristján Þór Júlíusson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.