Morgunblaðið - 01.06.2019, Side 25

Morgunblaðið - 01.06.2019, Side 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019 Kristinn Magnússon Mælingar Veðrið hefur leikið við íbúa höfuðborgarsvæðisins síðustu daga og líf hefur verið í miðborg- inni. Þessi hópur var við mælingar í Bankastræti í gær og vakti verðskuldaða athygli vegfarenda. Núverandi ráðherrar leggja mikla áherslu á að Ísland innleiði 3. orku- pakka Evrópusambands- ins. Fáir hafa þó reynt að benda á neinn kost við orkupakkann fyrir Íslend- inga. Áköfustu talsmenn hans segja að hann skipti engu máli. Brjóti hann stjórnarskrána sé það í lagi af því að stjórnarskrár- brotin muni aðeins vera í gildi, en „ekki virk“. Skoð- anakannanir sýna að yf- irgnæfandi meirihluti þeirra sem afstöðu taka er á móti því að orkupakkinn verði innleiddur á Íslandi. Það finnst orkupakkas- innum vera fáfrótt fólk sem er að hafa skoðanir á því sem það veit ekkert um. Ráðherrarnir hafa hins vegar fengið álit „sérfræð- inga“ og þá skiptir andstaða almennings engu máli. Landsfundarsamþykktir og miðstjórnarsamþykktir eigin flokka, gegn orkupakkanum, eru að mati ráðherranna byggðar á misskilningi svo ekki þarf að fara eftir þeim. Bergmálshellirinn Síðastliðinn laugardag var orkupakka- málið rætt í Ríkisútvarpinu í þættinum Vikulokunum og gestir þáttarins voru að- stoðarmaður fjármálaráðherra, þingmað- ur Vinstri grænna og fyrrverandi aðstoð- armaður formanns Viðreisnar. Aðstoðarmaður fjármálaráðherra hafði þennan skilning á úthaldi Miðflokksmanna í baráttunni gegn innleiðingunni: „Svo er kannski ekki alveg hægt að vanmeta berg- málshellinn sem fólk býr í, vegna þess að sá sem er í þessari stöðu hann er vænt- anlega mest að tala við fólk sem finnst þetta mjög gott hjá honum, og þeir eru örugglega að fá mikið klapp á bakið frá alls- konar fólki sem, þú veist, er mjög mikið á móti Evrópska efnahagssvæðinu, er mjög mikið á móti orkupakkanum, er mjög mikið á móti kannski ríkisstjórninni, og bara svona lífinu yfir höfuð, og ég geri ráð fyrir að það fólk setji sig í samband við þá og hvetji þá áfram …“ Á móti lífinu Samkvæmt könnunum er sáralítill stuðningur við orkupakkann meðal al- mennings. En ráðamenn, sem eru búnir að tala við sérfræðinga, trúa því að aðr- ir séu í bergmálshelli. Við Miðflokksmenn höfum feng- ið mikinn stuðning við bar- áttu okkar, ekki síst frá fólki sem tilheyrir tveimur af stjórnarflokkunum þremur. Það fólk þraukaði þegar ákveðið var að samþykkja Icesave, þegar neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar var lokað, og nú síðast þegar fóstureyðingar voru undir klappi og blístri á þingpöllum leyfðar fram að 23. viku meðgöngu, við at- kvæðagreiðslu þar sem forsætisráðherra sagðist vilja leyfa fóstureyðingar allt fram að fæðingu. Nú horfir þetta fólk á kröfuna um innleiðingu orkupakkans og veit að næst ætla fulltrúar þess að opna fyrir inn- flutning á ófrosnu kjöti og eggjum, þvert gegn alvarlegum ráðleggingum lækna. Í því máli verður nákvæmlega jafn lítið gert með andstöðu eigin flokksmanna eða alls almennings. Þetta fólk er byrjað að skilja hvað mörgum ráðamönnum finnst um það í raun og veru. Það er bara á móti rík- isstjórninni og lífinu. Á móti lífinu Eftir Jón Þór Þorvaldsson Jón Þór Þorvaldsson » Það fólk þraukaði þegar ákveðið var að sam- þykkja Icesave, þegar neyð- arbraut Reykja- víkurflugvallar var lokað. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins. Fróðlegt var að hlýða á eldhúsdags- umræðu frá Alþingi sl. miðvikudagskvöld, bæði það sem sagt var í knöppum ræðum eða menn leiddu hjá sér að minnast á. Meirihluti ræðumanna vék að loftslagsmálunum, lýsti yfir áhyggjum og hafði uppi heitstreng- ingar um viðbrögð. Það er ekki undrunarefni í ljósi þeirrar vakn- ingar sem orðið hefur víða um lönd, ekki síst meðal ungs fólks. Úrslit kosninga til Evrópuþingsins um síð- ustu helgi með tvöföldun á fylgi Græningja í Þýskalandi er áminning sem endurspeglar breytt pólitískt landslag. Jafnframt rifjast það upp að hátt í mannsaldur tók að koma skýrum vísbendingum um hvert stefndi á framfæri við ráðandi stjórnmálamenn þannig að þeir vöknuðu og viðurkenndu aðsteðj- andi vanda. Sá er hins vegar marg- þættur hvað varðar samskipti mannkyns við umhverfið og kallar á allsherjarendurskoðun á lífsháttum og efnahagskerfi. Skipti yfir á vist- væna orkugjafa eru brýn, en þeim þarf að fylgja mikill samdráttur í neyslu og skorður við hömlulausri fjölgun íbúa jarðar. Loftslagsváin enn stórlega vanmetin? Stöðugt bætast við upplýsingar um rannsóknir vísindamanna og stofnana á líklegum áhrifum lofts- lagsbreytinga af mannavöldum á umhverfið, þar á meðal á hækkun sjávarborðs. Grein í bandaríska vís- indatímaritinu PNAS 20. maí sl. um líkleg áhrif af bráðnun jökla á sjávarstöðu undir lok 21. aldar hefur vakið mikla athygli (Jonathan L. Bamber o.fl.: Ice sheet cont- ributions to future sea-level rise …). Byggt á eigin rann- sóknum telja höfund- arnir að miðað við tveggja gráðu hækkun meðalhita að hámarki í aldarlok, sem liggur að baki Par- ísarsamkomulaginu frá 2015, geti hækkun sjávarborðs orðið tvöfalt meiri en þar er gert ráð fyrir og numið allt að tveimur metrum. Þeirra ráðlegging til skipulags- yfirvalda er að miða við hækkun sjávar yfir þeim mörkum árið 2100. Árið 2200 gætu efri mörk sjávar- stöðu, miðað við fimm gráðu hækk- un meðalhita, numið +7,5 metrum! Óvissan um þróun mála svo langt fram í tímann er þó að sjálfsögðu mikil, tengd áhrifum á jökla á Grænlandi og á Suðurskautsland- inu, sem og árangur af gagn- aðgerðum. Hafa verður líka í huga að sjálft Parísarsamkomulagið er á engan hátt bindandi og Bandaríkin hóta að draga sig út úr því. Áhrif slíkra umhverfishamfara á sístækk- andi borgarsamfélög yrðu gífurleg. Sú spurning blasir við hér sem ann- ars staðar við hvað er miðað í núver- andi skipulagsákvörðunum. Áhrifin af EES-aðild hérlendis Í eldhúsi Alþingis höfðu talsmenn flestra flokka uppi viðtekna þulu um ágæti EES-samningsins og bæði Samfylking og Viðreisn hafa aðild að Evrópusambandinu nú sem fyrr að meginmarkmiði. Það vill gleym- ast þegar metin eru áhrif pólitískra skuldbindinga til langs tíma, að þótt allt virðist slétt og fellt að jafnaði geta áhrifin reynst afar afdrifarík til lengdar litið. EES-samningurinn fól í sér víðtækt og einhliða valdafram- sal til Evrópusambandsins, sem margir töldu þá vera brot á stjórnarskrá okkar og enn frekar nú horft til baka. Schengen-sam- komulagið fylgdi í kjölfarið um alda- mótin og reglugerðir frá ESB áttu stóran þátt í hrunadansinum og falli íslensku bankanna haustið 2008. Hindrunarlaus sala á jarðeignum í heilum landshlutum til auðmanna á EES-svæðinu, eins og nú hefur gerst á Norðausturlandi og víðar, er afsprengi þessa margprísaða samn- ings, og nú síðast þriðji orkupakki ESB sem skrifað hefur verið upp á í blindni af meirihluta á Alþingi. Við- komandi láta sér í léttu rúmi liggja augljóst stjórnarskrárbrot og víð- tækar afleiðingar á orkubúskap og náttúruvernd hérlendis. Stjórnar- þingmenn báru það ekki við að ræða þennan gjörning við eldhúsborðið, þótt fyrir liggi í skoðanakönnunum að hann sé gerður í andstöðu við vilja meirihluta landsmanna. Glæpa- og fíkniefnavá í skjóli Schengen Aðild Íslands að Schengen- samkomulagi ESB fyrir tveim ára- tugum var mjög umdeild og margir vöruðu við aukinni áhættu af glæpa- starfsemi í skjóli af svonefndri frjálsri för innan Schengen- svæðisins. Ráðherrar Framsóknar- flokksins á þeim tíma gengu hart fram í að Ísland skrifaði upp á Schengen. Nýkomin er út skýrsla ríkislögreglustjóra (maí 2019) um gífurlega áhættu af brotastarfsemi. Þar segir m.a. orðrétt: „Að mati greiningardeildar ríkis- lögreglustjóra er skipulögð brota- starfsemi á Íslandi hvað greini- legust í innflutningi, framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna. Ljóst er að þessi markaður veltir miklum fjármunum og starfsemin er þaul- skipulögð hjá sumum þeirra af- brotahópa sem nærri koma. Fyrir- liggjandi upplýsingar greiningar- deildar ríkislögreglustjóra eru á þann veg að skipulögðum hópum hafi fjölgað á síðustu árum … Al- mennt gildir að hópar samanstanda ýmist af íslenskum eða erlendum ríkisborgurum þótt vissulega þekk- ist samstarf aðkomu- og heima- manna. Tiltækar upplýsingar benda til þess að umsvif erlendra glæpa- hópa fari vaxandi á sviði fíkniefna- viðskipta. … Geta íslensku lögregl- unnar til að sporna gegn skipulagðri glæpastarfsemi telst lítil. … Sam- kvæmt framangreindu áhættumati er ljóst að samfélagi og ein- staklingum á Íslandi stafar mikil ógn af starfsemi skipulagðra glæpa- hópa.“ Í skýrslunni er ekki lagt mat á þátt Schengen-samstarfsins í þess- ari þróun, en augljóst er að það skiptir verulegu máli á þessu sviði sem og öðrum. Þetta eru margir að gera sér ljóst nú, seint og um síðir, m.a. forysta Framsóknarflokksins. Um það vitnar samþykkt 34. þings flokksins haustið 2016 þar sem seg- ir: „Í ljósi þeirra grundvallarbreyt- inga sem orðið hafa á vettvangi EES, meðal annars með útgöngu Bretlands og í ljósi vandamála er tengjast Schengen-samstarfinu, er orðið tímabært að meta árangurinn af þessum samningum og velta upp valkostum.“ Látum ekki raddir vorsins þagna Margt leitar á hugann á björtum vordögum, fögnuður yfir að sjá nátt- úruna vakna af dvala, farfuglana þyrpast yfir hafið og hefja sinn söng, hvern með sínu nefi, og æsku- fólk standa upp af skólabekk til að ganga á vit ævintýra sumarsins. En gleðin yfir vorkomunni er óneit- anlega blendin, því að úr öllum átt- um berast nú varnaðarorð um að- steðjandi vá, studd af upplýsingum um manngerða röskun á umhverfi plánetunnar sem fá staðfestingu nær daglega. Árið 1965 gaf Al- menna bókafélagið út ritið Raddir vorsins þagna (Silent Spring) eftir Rachel Carson, bandaríska konu og náttúrufræðing. Hún tileinkaði rit sitt Albert Schweitzer sem sagði: „Maðurinn hefur glatað hæfileik- anum til að sjá fyrir afleiðingar gerða sinna. Að lokum mun hann tortíma jörðinni.“ – Það þarf mikið að gerast til að aðvaranir Rachel Carsons og ofangreind ummæli Schweitzers verði ekki að áhríns- orðum. Til þess þarf aðra og skarp- ari sýn en einkenndi ræður flestra á eldhúsdegi á Alþingi. Loftslagsmálin, EES-aðild og orkupakkar frá Brussel eru dæmi um hrapallega skammsýni Eftir Hjörleif Guttormsson » Aðild Íslands að Schengen-sam- komulagi ESB fyrir tveim áratugum var mjög umdeild og margir vöruðu við aukinni áhættu af glæpastarf- semi í skjóli hennar Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.