Morgunblaðið - 01.06.2019, Side 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019
Fallegar 3ja og 4ra herbergja
íbúðir í nýbyggingu
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070
eða eignasala@eignasala.is
Sýningar-
íbúðir
tilbúnar
Bókið skoðun
Dalsbraut 4 - Reykjanesbæ
VERÐ FRÁ KR. 29.900.000
Fyrir rúmum 70
árum síðan, eða þann
9. mars 1949, flutti
Lyndon Baines John-
son, þáverandi ný-
græðingur í öld-
ungadeild Banda-
ríkjanna,
jómfrúarræðu sína.
Ræða þessi, sem fékk
heitið Frjáls rök-
ræða: Síðasta vörn skynseminnar,
fjallaði um tillögu til nýrra ákvæða
í þingskapalögum öldungadeild-
arinnar sem myndu gefa auknum
meirihluta þingsins möguleika á að
takmarka ræðutíma þingmanna og
vald til þess að binda enda á mál-
þóf. Ræðan var 25 blaðsíður og tók
það Lyndon hálfa aðra klukkustund
að flytja hana.
Ég hef fylgst með umræðunum
um orkupakkann í þinginu. Það er
fræðandi. Sérstaklega það sem ekki
er sagt. Framsóknarflokkurinn í
heild sinni forðast ræðustólinn sem
heitan eldinn. Forysta Sjálfstæð-
isflokksins hefur lítið tekið til máls.
Formaður og varaformaður ekki
neitt. Það er áhugavert. Það bendir
til þess að sannfæringin sé ekki
mikil í málinu. Fánaberar orku-
pakkans á þingi koma úr röðum
Viðreisnar, Samfylk-
ingar og Pírata. Það er
líka áhugavert.
Grundvöllurinn fyrir
allri umræðu um hag-
fellda orkustefnu hlýt-
ur að byggjast á því að
það séu íslenskir
stjórnmálamenn sem
ákveði stefnuna. Síð-
ustu orkupakkar frá
Brussel gerðu hægt og
rólega grundvall-
arbreytingar á fyrri
stefnu sem gekk út á að „afla al-
menningi og atvinnuvegum landsins
nægrar raforku á sem hagfelld-
astan og ódýrastan hátt“. Nú virð-
ist ríkjandi stefna að orkufram-
leiðsla verði einhverslags tekjustofn
fyrir eigendur raforkuvera. Hið op-
inbera á vissulega flest raforkuver
hérlendis en á móti kemur að hið
opinbera fer illa með fé og þarf
ekki meir. Sjóðasukk verður ekkert
betra með fallegu forskeyti. Rík-
issjóður er okkar almenni þjóð-
arsjóður og ef menn kunna ekki að
fara vel með ríkissjóð þá munu þeir
ekki fara vel með sérstakan þjóð-
arsjóð. Þessi nýja vegferð er hluti
af markaðsvæðingu orkugeirans.
Mönnum hefur oft orðið tíðrætt
um rökræður í ræðustól þingsins
og nú vilja sumir nýta ákvæði í
þingskaparlögum til þess að stöðva
umræður um orkupakkann. Vænt-
anlega í þeirri von um að takmarka
hinn pólitíska skaða sem flutnings-
menn innleiðingarinnar bera sjálfir
fulla ábyrgð á. Ofan á það virðist
vera mikill vilji fyrir því að málið
sé einna helst rætt þegar þjóðin
sefur. Áhugasömum til mæðu og
myrkraverk þótt sólin sé hætt að
setjast.
Það er kannski skiljanlegt að
flutningsmenn innleiðingarinnar
vilji ekki hafa orkupakkann hang-
andi yfir sér lengi. Tíminn vinnur
líklega ekki með þeim. Ekki hjálp-
ar heldur málflutningur sem geng-
ur út á að niðurlægja og uppnefna
samflokksmenn sem einangr-
unarsinna eða gamalmenni. Á milli
þess er einhverjum öðrum kennt
um innleiðinguna. Það er ekki alltaf
gleðiefni að sjá pólitískar afleið-
ingar af slíkum gjörðum. Hverjum
hefði dottið það til hugar aðeins
nokkrum vikum eftir hina ómann-
úðlegu útreið, sem sex þingmenn
Miðflokksins fengu í kjölfar þess að
fjölmiðlar birtu leynilega og óheim-
ila upptöku af einkasamtali þeirra,
að Miðflokkurinn myndi mælast
með 12% fylgi í skoðanakönnunum?
Á sama tíma mælist Sjálfstæð-
isflokkurinn með um 20% fylgi.
Flokkur sem var með 50,4% með-
alfylgi á árunum 1930-2006 hér í
borginni. Þetta er þó að gerast.
Menn geta ekki bæði kvartað yfir
velgengni pólitískra andstæðinga á
sama tíma og þeir afhenda þeim
fylgisaukningu á silfurfati.
Í slíku árferði gæti verið freist-
andi fyrir stjórnmálamenn að binda
enda á umræður í þinginu en slíkar
hugmyndir þarf að hugsa til enda.
Vald til að ljúka umræðum í
þinginu á ekki að ræða með því
upplagi að valdinu verði alltaf beitt
hóflega. Meirihlutar eiga það til að
breytast og því þarf að reikna með
því að slíku valdi verði misbeitt.
Fyrir utan það hefur þingið þegar
sett sér mjög stífar reglur um
ræðutíma, svo stífar að innihald
þingræðna er farið að vera á pari
við stöðuuppfærslu á félagslegum
samskiptamiðli.
Í sögulegu samhengi virðist nán-
ast undantekningarlaust stað-
reyndin sú að hið svonefnda málþóf
gegnir mjög mikilvægu varn-
arhlutverki sem felst í því að al-
menningur er upplýstur um mik-
ilvæg mál. Hið svonefnda málþóf
hefur sjaldan stöðvað meiri-
hlutavaldið.
Ég man eftir því þegar frumvarp
til nýrra vatnalaga var rætt á Al-
þingi árið 2006. Þá var ég ungur
námsmaður sem fór í friðsældina
og dekrið hjá ömmu og afa til þess
að klára heimanámið. Hjá ömmu og
afa var Alþingisrásin allsráðandi.
Ég vissi ekki af málinu fyrr en
fréttir fóru að berast um málþóf í
þinginu en þá kviknaði áhuginn.
Eftir að hafa horft á þingfundi og
hlustað á hvað þingmenn höfðu að
segja um það mál fór ég að fá efa-
semdir. Rök og ræður þingmanna
höfðu áhrif á afstöðu mína til máls-
ins. Sem kjósandi í lýðræðislegu
samfélagi hafði ég svo vald til að
haga mínu atkvæði í kjörklefanum.
Rökræður eru mikilvægar í lýð-
ræðissamfélögum. Rökræðan er lík-
lega það sem mætti nefna burð-
arstoð í samfélagi og samskiptum
manna. Frelsi til rökræðu í ræðu-
stól þingsins er lítil vörn almenn-
ings gegn óhófi og misbeitingu
meirihlutavalds. Eins og Lyndon
okkar sagði í nefndri jómfrúarræðu
þá á meirihlutinn að stjórna en
hann á ekki að ríkja sem alvaldur.
Meirihlutar gera stundum skyssur!
Frjáls rökræða: Síðasta vörn skynseminnar
Eftir Viðar
Guðjohnsen » Fánaberar orku-
pakkans á þingi
koma úr röðum Við-
reisnar, Samfylkingar
og Pírata.
Viðar Guðjohnsen
Höfundur er lyfjafræðingur
og sjálfstæðismaður.
Í dag eru uppi
skrítnir tímar í skóla-
málum framhalds-
skóla. Afleiðingar
hinnar alræmdu stytt-
ingar náms úr fjórum
árum í þrjú eru að
koma í ljós og sviðs-
myndin er langt í frá
fögur.
Hér verður ekki
farið út í afleiðingar
styttingar fyrir nem-
endur sem væri efni í aðra grein. Í
stað þess ætla ég að ræða aðeins
um þær fjöldauppsagnir framhalds-
skólakennara sem nú eiga sér stað
og valdbeitingu skólameistara und-
ir yfirskini styttingarinnar.
Skólameistarar hafa að undan-
förnu nýtt sér tækifærið til að
segja upp fjölda kennara í skjóli
skipulagsbreytinga. Þessi þróun
hefur m.a. leitt af sér tvennt: Ótta
og samkeppni innan kennaraliðsins.
Grímulaus barátta kennara fyrir
stöðu sinni er orðin að ljótum leik,
þar sem kennarar eru komnir í inn-
byrðis samkeppni og hika jafnvel
ekki við að níða skóinn
hver af öðrum ef því
er að skipta, m.a. með
endalausu baktali,
slúðri, niðurrifi og ein-
elti, í baráttu sinni við
að halda sínu á kostn-
að hins. Sannast þar
hið forna máltæki að
enginn er annars
bróðir í leik.
Ein birtingarmynd
þessarar samkeppni er
vinsældakeppni kenn-
ara. Sumir kennarar
keppast um að vera
vinsælir hjá nemendum á kostnað
faglegrar kennslu og einkunna-
mats. Þannig eru þeir líklegri til að
skora hátt í kennslukönnunum
nemenda, sem eru einmitt orðnar
einn þáttur í mati skólastjórnenda
á hæfi starfsmanna eins og ég vík
að síðar.
Áður fyrr þurfti mikið til svo
hægt væri að segja ríkisstarfs-
manni upp stöðu sinni og starfs-
maður sem var æviráðinn hjá rík-
inu gat verið nokkuð öruggur um
sína stöðu.
En nú er öldin önnur. Nú gilda
ekki lengur hinar gömlu góðu regl-
ur um menntun og starfsreynslu
sem eru þeir áþreifanlegu þættir
sem notaðir hafa verið til að meta
hæfi starfsmanna. Í dag eru dæmi
um skólameistara sem notast við
einhverskonar skapalón til að meta
starfsmenn út frá, þar sem hug-
lægum og matskenndum þáttum,
svo sem kennslukönnunum, sam-
vinnu og viðmóti, hefur verið bætt
inn í formúluna til að auðvelda
skólameisturum að komast að
þeirri niðurstöðu sem þeir hafa fyr-
irfram gefið sér. Þessi nýja aðferð
getur leitt til þess að ekki endilega
hæfustu starfsmennirnir hljóti náð
fyrir augum skólastjórnenda, held-
ur frekar að hæfari einstaklingar
séu látnir fara af persónulegum,
hlutdrægum ástæðum skólastjórn-
enda.
Þessi geðþóttaákvörðun skóla-
stjórnenda um uppsagnir er leið
þeirra til að losa sig við ákveðna
starfsmenn. Þá er þeim víst líka
heimilt í dag að segja upp starfs-
manni þótt hann sé í veikindaleyfi.
Honum er jafnvel sagt upp af því
að hann er í veikindaleyfi. Ekki er
litið til þess hvort starfsmaður sé
eina fyrirvinnan og hefur fyrir fjöl-
skyldu að sjá eða ekki þegar
ákvörðun um uppsögn er tekin.
Í einum framhaldsskóla var sex
mjög hæfum kennurum sagt upp
um síðustu mánaðamót auk 15
lausráðinna starfsmanna sem fengu
ekki áframhaldandi ráðningu. Svo
háar tölur eru sláandi og hlýtur að
flokkast undir hópuppsagnir, en
ástæðan er sögð vera skipulags-
breytingar. Þrír af þessum fast-
ráðnu kennurum sem fengu upp-
sögn áttu það sameiginlegt að hafa
fyrr í vetur kvartað til mennta-
málaráðuneytis og Vinnueftirlits
ríkisins vegna starfshátta skóla-
meistara og eineltis innan skólans.
Tilviljun? Varla. Í stað þess að taka
á samskiptavanda innan stofnunar-
innar, sem sannarlega er til staðar
skv. niðurstöðu ráðuneytis, þá
ákveður skólastjóri að losa sig við
„óþekku“ starfsmennina og telur að
þar með sé vandinn leystur.
Við þetta má bæta að hvorki
menntamálaráðuneyti né Vinnueft-
irlit ríkisins hafa tekið at-
hugasemdir fimm kennara þessa
tiltekna skóla til greina en þeir
sendu allir greinargerð til ráðu-
neytisins og sumir einnig til Vinnu-
eftirlits ríkisins sl. haust með alvar-
legum athugasemdum varðandi
stjórnsýsluhætti og eineltisvanda
innan stofnunarinnar eftir að nýr
skólameistari tók þar við embætti.
Lítum aðeins nánar á stöðuna.
Framhaldsskólakennarar sem sagt
er upp í dag vegna ofangreindra
skipulagsbreytinga koma líklega að
lokuðum dyrum alls staðar, þar
sem svipað er uppi á teningnum í
öllum framhaldsskólum á
höfuðborgarsvæðinu og um allt
land, þ.e.a.s. að nánast engar stöð-
ur eru auglýstar lausar til umsókn-
ar í sumum greinum. Þannig að
kennurum sem búnir eru að eyða
allt að 10 árum í háskólanám til að
öðlast réttindi sín sem kennarar er
því nauðugur einn kostur að skipta
um starfsvettvang sem getur verið
ansi flókið fyrir kennara sem eru
komnir á miðjan aldur. Hvað eiga
hinir brottræku kennarar að gera
þá? Það er augljóst að þessar upp-
sagnir framhaldsskólakennara
munu hafa víðtæk áhrif á sam-
félagið í heild í náinni framtíð.
Hvernig ætla stjórnvöld að bregð-
ast við því?
Ef stefna stjórnvalda er að laða
fleira fólk til kennslu þá þarf þetta
ótrygga starfsumhverfi kennarans
að breytast.
Um uppsagnir í kjölfar
styttingar framhaldsskóla
Eftir Sigríði Helgu
Sverrisdóttur » Þrír fastráðnir kenn-
arar sem fengu upp-
sögn áttu það sameig-
inlegt að hafa kvartað til
menntamálaráðuneytis
vegna starfshátta skóla-
meistara og eineltis.
Sigríður Helga
Sverrisdóttir
Höfundur er framhaldsskólakennari,
M.A. í enskum og amerískum bók-
menntum
shsverrisdóttir@yahoo.com