Morgunblaðið - 01.06.2019, Síða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019
Við erum til staðar þegar þú
þarft á okkur að halda
551 1266
Skipulag útfarar
Dánarbússkipti
Kaupmálar
Erfðaskrár
Reiknivélar
Minn hinsti vilji
Fróðleikur
Sjá nánar á
www.utfor.is
Vesturhlíð 9 Fossvogi | Sími 551 1266 | utfor.is
Önnumst alla þætti útfararinnar
með virðingu og umhyggju að leiðarljósi
Reynslumikið fagfólk
Elín Sigrún Jónsdóttir
Framkvæmdastjóri
Jón G. Bjarnason
Útfararþjónusta
Ellert Ingason
Útfararþjónusta
Helga Guðmundsdóttir
Útfararþjónusta
Lára Árnadóttir
Útfararþjónusta
Katla Þorsteinsdóttir
Lögfræðiþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
Útfararþjónusta
Sigurður Bjarni Jónsson
Útfararþjónusta
Magnús Sævar
Magnússon
Útfararþjónusta
Emilía Jónsdóttir
Félagsráðgjafi
Sigrún Óskarsdóttir
Guðfræðingur
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
utfor.is
Hann Dóri besti
vinur okkar er dá-
inn og hans er sárt
saknað. Hann var
alltaf svo léttur og skemmtileg-
ur og tók sig ekkert of hátíð-
lega, einstakt ljúfmenni í um-
gengni og sannur vinur vina
sinna.
Fjölskyldur okkar eru mjög
nánar og höfum við um áratuga-
skeið deilt saman jólum, áramót-
um og fleiri viðburðum.
Þá fórum við saman í ótal
ferðir innanlands; skoðunar-,
skemmti-, veiðiferðir o.fl., sér-
staklega þegar börnin voru lítil,
en Dagný okkar og Ívar Hall-
dórsson eru nánast eins og
systkini, svo náin eru þau. Þá
fórum við í seinni tíð saman í
utanlandsferðir, sem eru með
þeim eftirminnilegustu sem við
höfum upplifað.
Þá er ótalinn sameiginlegur
griðastaður okkar sem er
sumarbústaðurinn í Úthlíð, þar
sem við áttum mjög margar
góðar stundir saman, ekki síst
meðan á byggingu hússins stóð
og fleiri framkvæmdum sem til
féllu gegnum árin.
Dóri var þessi skemmtilegi
Halldór Jón
Sigurðsson
✝ Halldór JónSigurðsson
fæddist 6. nóvem-
ber 1947. Hann lést
17. maí 2019.
Útför Halldórs
fór fram 31. maí
2019.
þrasari sem tók ekk-
ert sem sjálfsagðan
hlut nema vita af
hverju. „Ég spyr
bara af því að ég
veit það ekki,“ var
hann vanur að segja
þegar hann vildi fá
skýringu á hlutun-
um.
Þannig var það
t.d. alltaf þegar við
vorum saman í ein-
hverjum framkvæmdum, en Dóri
elskaði að smíða en var ekki
smiður af guðs náð. Viljann hafði
hann sannarlega til að gera sitt
besta og ég virti það við hann að
hann var alltaf tilbúinn til að taka
leiðsögn og var mjög ánægður
þegar honum var leiðbeint á rétta
braut, hvort sem það var í ein-
hverri hallamálsfræði eða verka-
röð, sem um var að ræða.
Að sjálfsögðu þurfti hann að
vita af hverju og þegar hann
hafði vegið og metið rökin var
allt í lagi.
Hann Dóri var alltaf hreinn og
beinn og þannig kom hann til
dyranna. Hann sagði það sem
honum fannst umbúðalaust.
Hann gat stundum talað aðeins
of hátt þegar honum var mikð
niðri fyrir.
Þurfti Edda þá stundum að
sussa á hann, en það var allt í
góðu.
Á góðum samverustundum var
alltaf mikið hlegið og spunnust
gjarnan skemmtilegar umræður
um allt milli himins og jarðar.
Ekkert var Dóra óviðkomandi
og hafði hann mjög vítt áhuga-
svið, en alltaf þurfti hann að
sjálfsögðu að rökræða hlutina
alveg í botn, þessara stunda
verður sárt saknað.
Dóri var alltaf mjög hjálp-
samur, hvetjandi og alltaf tilbú-
inn að aðstoða alla, eins og í
hans valdi stóð. Hann var einnig
mjög mikill fjölskyldumaður,
sinnti sonum sínum af alúð í
uppvexti þeirra, enda oft einn
með þá þegar Edda var í burtu
vegna vinnu sinnar sem flug-
freyja. Hann hafði einnig mjög
mikið yndi af barnabörnunum
sínum fjórum og heimsótti þau
oftast daglega eða eins oft og
hann gat alveg fram undir það
síðasta og voru þau öll mjög
hænd að honum.
Það er með miklum söknuði
sem við kveðjum þann mikla
sómamann hann Dóra okkar,
sem kvaddur var frá okkur allt
of snemma. Hann skilur eftir sig
stórt skarð sem ekki verður
fyllt, en minning hans lifir og er
hér viðeigandi að vitna í Háva-
mál:
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Ívar Ásgeirsson
og Þórunn Árnadóttir.
Árið 1975 bættist Halldór í
hóp öflugra ungra kennara við
Fellaskóla í Reykjavík og tók
strax fullan þátt í mótunarstarfi
skólans. Flest árin var hann um-
sjónarkennari, önnur ár stærð-
fræðikennari og tók þá gjarnan
að sér sérkennslu. Halldór var
góður maður, dagfarsprúður og
hógvær með hárfínan húmor.
Samskipti hans við nemendur
sína einkenndust af væntum-
þykju á báða bóga. Það mátti
glöggt finna þegar við hin síðari
ár hittum nemendahópa sem
heimsóttu gamla skólann sinn
og heilsuðu upp á kennarana
sína. Einn þessara nemenda
hafði orð á því að Halldór hefði
verið maðurinn sem breytti sýn
hans á lífið og kom það engum á
óvart. Halldór var bóngóður
maður og eitt árið var hann beð-
inn að taka að sér dönsku-
kennslu sem var langt í frá að
vera hans sérsvið. Þá kom í ljós
hve agaður og skipulagður hann
var enda hófst hann strax handa
við að viða að sér efni og leitaði
ráða jafnt innan sem utan skól-
ans og skilaði síðan dönsku-
kennslunni með glans.
Á árunum í kringum 1980
varð mikil vakning meðal kenn-
ara og skólamanna um breytta
og bætta kennsluhætti, m.a. var
horfið frá hefðbundnu fyrir-
komulagi: einn kennari ein
skólastofa. Halldór tók fullan
þátt í þessum breytingum með
okkur konunum sem störfuðu
við hlið hans en þegar honum
fannst við fara fram úr okkur lét
hann það í ljós því ekki vildi
hann flana að neinu heldur vera
viss um að breytingarnar væru
til góðs.
Við tókum mark á honum og
höfðum það oft á orði að við
værum heppnar að hafa hann
Dóra með okkur í liði. Halldór
bar alla tíð hag nemenda sinna
fyrir brjósti. Honum var vel
ljóst að nemendur eru jafn mis-
jafnir eins og þeir eru margir og
gætti þess að námsefni væri
fjölbreytt og við hæfi hvers og
eins.
Á öllum þessum árum munum
við aðeins eftir einum degi þar
sem Halldór mætti ekki til vinnu
vegna veikinda. Hann var alla
tíð einstaklega hraustur enda
bjó hann að því að hafa stundað
íþróttir á yngri árum. Í Fella-
skóla skapaðist sú hefð að halda
árlega golfmót sem gekk undir
nafninu Fella Open.
Þegar Halldór mætti til leiks í
fyrsta skipti gekk hann fram af
félögum sínum með því að mæta
í gúmmístígvélum og fékk að
heyra það lengi á eftir. Síðar fór
hann í golfskóla og náði ágætum
tökum á íþróttinni.
Nýlega hittist stór hópur
fólks sem starfað hefur við
Fellaskóla á ýmsum tímum. Því
miður hafði Halldór ekki tök á
að mæta vegna veikinda sem nú
hafa lagt hann að velli. Það er
stundum sagt að skammt sé
stórra högga á milli því ekki er
ár frá því annar félagi úr þess-
um hópi, Jón Mar, féll frá. Þeir
Halldór og Jón voru miklir mát-
ar sem báðir settu sitt mark á
skólastarf í Fellaskóla og margir
eru þeir nemendur sem nutu
leiðsagnar þeirra.
Við kveðjum góðan vin og fé-
laga og þótt Halldór hafi ekki
verið margmáll um hagi sína
vissum við að hann var ákaflega
stoltur af fjölskyldu sinni. Við
sendum Eddu, sonum og fjöl-
skyldunni allri okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Halldórs
Jóns Sigurðssonar.
Margrét Jónsdóttir,
Kristín Böðvarsdóttir,
Ólöf Ingimundardóttir,
Ólöf Sigurðardóttir,
Valgerður Eiríksdóttir.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður,
„Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einn-
ig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu
ekki lengri en 3.000 slög. Ekki
er unnt að senda lengri grein.
Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að
senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Ekki er unnt að tengja viðhengi
við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar
koma fram upplýsingar um
hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær
hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram
upplýsingar um foreldra, systk-
ini, maka og börn.
Minningargreinar