Morgunblaðið - 01.06.2019, Síða 33

Morgunblaðið - 01.06.2019, Síða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019 á vit nýrra verkefna í landi ljóss og kærleika. Elsku Palli, Rabbi, Þórunn, Fanney, Arnar og Birna. Hugur okkar fjölskyldunnar á Norðurbakkanum er og verður hjá ykkur og fjölskyldum ykkar. Ég kveð Emmu mágkonu mína með ást, virðingu og þökk fyrir allt það sem hún var mér og gaf. Aldan hnígi til að mæta þér, vindurinn sé í bak þér, sólin vermi andlit þitt, regnið falli milt að jörðu. Og allt til þess við sjáumst á ný, varðveiti þig Guð i örmum sínum. (Írsk blessun) Guð geymi þig mín kæra. Guðrún Sturlaugsdóttir. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem er gleði þín. (Úr Spámanninum.) Emma mágkona mín og vin- kona hefur kvatt okkur, hennar er sárt saknað. Á erfiðum tíma sagði dóttir mín við mig „mamma það er svo gott að eiga svona stóra fjöl- skyldu og svona góða vini“. Það sýndi sig vel þá og gerir það núna því ekkert var Emmu kærara en stórfjölskyldan hennar og vinirn- ir, sem nutu elsku hennar alla tíð. Emma var einstök kona. Hún hafði alltaf tíma fyrir alla og var einhvern veginn allt í öllu. Gjaf- mild var hún og höfðingi heim að sækja enda listakokkur og bakari, skapaði margt fallegt í höndun- um, hafði græna fingur og elskaði litadýrð gróðursins og naut þess að vera úti í náttúrunni. Fyrst og fremst var hún yndisleg eigin- kona, móðir, tengdamóðir, amma, systir, mágkona og vinkona, sem elskaði fólkið sitt og uppskar elsku okkar allra til baka. Börnin mín fengu sína fyrstu skíðakennslu hjá fjölskyldunni á Urðaveginum, þakka fyrir þann yndislega tíma og allar samveru- stundirnar. Með sorg í hjarta kveð ég elskulega mágkonu mína og þakka henni fyrir samfylgdina í gegnum árin og bið góðan Guð að gefa stórfjölskyldunni hennar og okkur öllum kraft og styrk í sorg- inni. Að eiga vin er vandmeðfarið, að eiga vin er dýrmæt gjöf. Vin, sem hlustar, huggar, styður, hughreystir og gefur von. Vin sem biður bænir þínar, brosandi þér gefur ráð. Eflir þig í hversdagsleika til að drýgja nýja dáð. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Emma, megir þú hvíla í friði í faðmi fjalla blárra. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ólína E. Jónsdóttir. Mér brá mikið þegar ég frétti af andláti Emmu frænku minnar og minningarnar tóku að streyma fram í huga minn. Við Emma vor- um systkinadætur. Pabbi minn Þorsteinn og mamma hennar Fanney voru systkini. Hún var fyrsta barnabarn ömmu og afa, Jóns og Emmu í Ólafsfirði og bar hún nafn ömmu. Emma ólst upp á Akureyri ásamt foreldrum og 3 yngri systkinum. Við bjuggum hins vegar í Ólafsfirði og þar voru amma og afi líka ásamt langafa. Talsverður samgangur var á milli þó að samgöngur í þá daga hafi verið stopular. Ef farið var til Akureyrar var gist hjá Fanneyju og Rabba og komu þau líka oft til Ólafsfjarðar með börnin sín. Ég leit upp til þessarar hláturmildu frænku minnar enda var hún eldri en ég þó að ekki munaði nema rúmu ári. Ein minning er ljóslif- andi fyrir mér en það var þegar við frænkurnar fórum ásamt bræðrum okkar á hestamannamót í Húnaveri 1965. Þangað vorum við keyrð í gamla rússajeppanum hans pabba, með hvíta reimaða tjaldið hans langafa okkar sem sett var saman með trésúlum og var frekar erfitt að setja saman. Amma sá um að barnabörnin yrðu ekki matarlaus. Hefðum getað verið þarna í viku án þess að svelta. Við fengum skýr skilaboð um að tjalda ekki í sollinum en halda okkur utan við tjaldborgina. Þessu hlýddum við. Þegar ég kom heim af balli í Húnaveri blasti við mér sjón sem ég gleymi aldrei. Fyrir utan tjaldið lágu tveir og þegar inn í tjaldið var komið var það fullt af fólki í mismunandi ástandi og í miðju tjaldinu sat Emma með krosslagða fætur og skar niður slátur af miklum móð og gaf öllum sem vildu. Þetta var besta ráðið til að hafa alla góða og það vissi hún. Allt fór vel en enda- slepp varð ferðin því það gerði vit- laust veður næsta dag svo við urð- um að fara heim. Tjaldið hans langafa hélt velli enda úr vönd- uðum segldúk. Hlógum við frænk- urnar mikið þegar þessarar úti- legu var minnst. Eftir að við eltumst urðu sam- verustundir stopulli eins og geng- ur. Emma fór á húsmæðraskóla á Ísafirði, hitti Palla sinn, settist þar að og ól upp börnin sín fimm sem á legg komust. Fylgdumst samt alltaf með hvor annarri. Man eftir stoltri ungri móður tvö elstu börnin sín í heimsókn hjá ömmu og afa. Emma fór alltof fljótt og verður skarð hennar vandfyllt. Elsku fjölskylda: Mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð gefi ykkur styrk á sorgarstundu. Mig langar að kveðja Emmu með bæn sem amma okkar lét mig alltaf fara með þegar ég gisti hjá henni og eflaust hefur Emma líka farið með hana þegar hún gisti hjá þeim afa. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Sofðu rótt, elsku Emma mín Þín frænka Bergþóra Þorsteinsdóttir. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Þessi orð eiga svo vel við núna þegar við kveðjum kæra vinkonu okkar, hana Emmu. Við vissum auðvitað að hún var búin að vera veik, en kannski af því að við heyrðum hana aldrei kvarta, sagðist alltaf vera ágæt, kannski svolítið orkulaus en annað ekki, Því kom kveðjustundin á óvart. Emma og Palli voru ætíð nefnd í sama orðinu. Á heimili þeirra fundu allir að þeir voru alltaf hjartanlega velkomnir. Hópurinn þeirra var stór og hún naut þess að hafa þau í kringum sig. Minn- ingarnar um öll veisluborðin og skemmtilegu stundirnar sem við áttum þar eru okkur svo dýrmæt- ar. Vinskapur í hálfa öld. Það sem einkenndi allt hennar líf var hvað hún var hörkudugleg og úrræða- góð við allt sem hún fékkst við, hvort sem hún var heima eða á vinnustöðum. Við viljum þakka henni fyrir hvað hún reyndist okkur alltaf vel. Góð vinkona er gulls ígildi. Það er svo margs að minnast, allra ferðanna okkar saman bæði innanlands og erlendis. Þegar Palli varð sextugur fórum við í ógleymanlega ferð til San Franc- isco og Hawaii. Allar skemmti- legu ferðirnar okkar ár hvert til Tenerife, sem treystu vináttu- böndin enn frekar. Með þessum fáu orðum langar okkur að þakka Emmu fyrir samfylgdina í gegn- um árin. Elsku Palli, börn og fjölskyld- ur, missir ykkar er mikill en allar góðu minningarnar geymum við í hjarta okkar. Hvíl í friði, kæra vinkona, þín er sárt saknað. Ardís (Adda) og Bergmann. Það vex eitt blóm. Þegar kallið kemur erum við ekki undir það búin að sleppa tak- inu á lífinu. Máttur þeirrar til- finningar er svo sterkur, en um leið er hún full af vanmætti og sorg vegna þess sem er. Ást og væntumþykja kalla fram minn- ingar og söknuð, minningar um nánd, skynjun, samleið í lífinu, samtöl, hlátur, grátur og gleði. Við Emma áttum heima hlið við hlið á Urðarveginum í fjörutíu og þrjú ár, tókum daginn saman. Fjölskyldur okkar tengdust vin- áttuböndum sem aldrei bar skugga á. Börnin sem voru á lík- um aldri léku saman og bundust ríkri og fölskvalausri vináttu sem enn heldur á fullorðinsárum. Milli okkar Emmu ríkti trúnaður, vin- átta, virðing og hlýja. Samstaða sem tók yfir samvistir, samstarf í fjölda félaga, heimili og samfélag. Það verður margs að sakna og þá fyrst og fremst einstakrar vin- konu, manneskju og samferða- manns. Emma var ákaflega heil- steypt manneskja, trú, rökföst, ábyrg, staðföst og um leið skemmtileg, hlý, úrræðagóð, þor- in, dugleg og ekki síst fjölskyldu- móðir og vinur vina sinna. Elsku Emma mín, mikill er missir fjöl- skyldu þinnar. Minning um mátt og órætt þor ávallt við þín minnumst, það var í dag, þetta vor þú gekkst hin hinstu spor. Svo hugljúf var nærvera þín hugur og hönd sem alla leiddi móðir, svo sterk með börnin sín ástrík og hugrökk sem óvissu eyddi. Nú kveður þú hljótt farveg þann er lífshlaupið á enda rennur, allt hið góða þakka kann en tár og hjarta brennur. (R.H.) Elsku Páll, Þórunn, Fanney, Birna, Rafn, Arnar og fjöl- skyldur, innilegar samúðar- kveðjur. Ragnheiður Hákonardóttir. Í dag kveðjum við kæra vin- konu með sorg í hjarta. Það hefur verið höggvið stórt skarð í saumaklúbbshópinn til fimmtíu ára. Hún Emma okkar var dugnaðarforkur og ósérhlífin og hugsaði alltaf fyrst og fremst um aðra. Hún var einstakur mannvinur, hógvær, hjartahlý og með góða nærveru. Elsku Palli og fjölskylda, megi Guð og góðir andar fylgja ykkur. Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson) Saumaklúbbssystur, Gígja, Rannveig H., Rann- veig P., Guðmundína, Ragna, Ardís og Linda. Hún elsku Emma okkar er látin. Ekki hvarflaði að okkur nokkrum skólasystrum hennar þegar við hittumst með henni í mars sl. að andlát hennar væri í nánd. Hún var þá á leiðinni til Tenerife hress og kát. Við skólasysturnar kynntumst þegar við stunduðum nám við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði veturinn 1965-1966. Stelpur sem komu frá öllum landshlutum sameinuðust á Ísafirði. Við vor- um 39 talsins og bjuggum allar saman í heimavist skólans. Þá giltu strangar reglur um útivist og fleira sem mörgum okkar þótti erfitt að fara eftir. Sambúðin var náin og sterk tengsl mynduðust á milli okkar. Emma kom frá Akureyri og hitti hann Palla sinn þá um vetur- inn og hafa þau verið búsett á Ísafirði allar götur síðan. Við sem búum á Reykjavíkur- svæðinu hittumst reglulega og látum þær á landsbyggðinni fylgjast með en þær mæta þegar þær eiga leið um. Emma lét aldr- ei sinn hlut eftir liggja þegar samveran var annars vegar. Á 10 ára útskriftarafmælinu fórum við til Ísafjarðar. Þá voru Emma og Palli flutt í nýtt hús og tóku vel á móti okkur enda höfð- ingjar heim að sækja. Síðast hittist allur hópurinn í maí 2016 á Öngulstöðum í Eyja- firði. Við sem komum frá Reykja- vík keyrðum á tveimur bílum og pikkuðum svo eina af annarri upp á leiðinni. Emma kom akandi að Staðarskála og sameinaðist okk- ur þar og urðu það miklir fagn- aðarfundir. Í haust er stefnt að því að fara og heimsækja skóla- systurnar á Austfjörðum. Þá verður Emmu sárt saknað. Minningin um Emmu er eins og hlýr vorvindurinn sem strýkur okkur um vangann þessa dagana, bjartur og fagur. Við sendum fjölskyldu Emmu okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. F.h. skólasystra Húsmæðra- skólans á Ísafirði 1965-1966, Ásta Lára, Steinunn, Ebba, Jónína, Steingerður, Ásta Bjarna, Hafdís, Guðrún Jóh., Elinborg, Kolbrún og Sigrún. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GRÉTA ÓSKARSDÓTTIR, Sólarsölum 7, Kópavogi, lést föstudaginn 24. maí á Landspítalanum Fossvogi. Helga G. Hauksdóttir Þorsteinn Guðbjörnsson Margrét Hauksdóttir Hilmar Kristinsson Grétar, Björg, Hildur Ýr, Íris Björk og langömmubörn Elskuleg móðir okkar, amma og langamma, SIGFRÍÐUR ERLA RAGNARSDÓTTIR, lést aðfaranótt föstudagsins 31. maí. Kristín Hrönn Sævarsdóttir Elfa Björk Sævarsdóttir Sigríður Sif Sævarsdóttir Anna Sigurbjörg Sævarsdóttir Þórdís Sævarsdóttir Guðrún Freydís Sævarsdóttir og fjölskyldur Elsku sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, MAGNÚS HALLDÓRSSON, Svöluási 40, Hafnarfirði, lést á heimili sínu föstudaginn 24. maí. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 7. júní klukkan 13. Bryndís Magnúsdóttir Guðrún Valdís Halldórsdóttir Kristján Guðbjartsson Helga Kristín Halldórsdóttir Gauti Sigurpálsson Fannar Már Arnarson Sigríður Jónsdóttir Sandra Hrönn Arnardóttir og frændsystkini Elskulegur bróðir minn, GUNNAR JÓHANNSSON, andaðist 17. maí. Jarðarförin hefur farið fram. Kærar þakkir til starfsfólks Droplaugarstaða, þar sem hann bjó í sex ár. Hanna Bergljót Jóhannsdóttir Elsku hjartans pabbi, tengdapabbi, afi og langafi, SIGURÐUR ZOPHANÍAS SKÚLASON bifreiðastjóri, áður til heimilis á Sunnubraut 2, Þorlákshöfn, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 27. maí. Hann verður jarðsunginn frá Þorlákshafnarkirkju þriðjudaginn 11. júní klukkan 14. Skúli S. Sigurðsson Hjördís Svavarsdóttir Svanhildur S. Sigurðardóttir Sævar Sigursteinsson Halldór Þ. Sigurðsson Hugrún Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Hjartans þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför ástkærs sonar míns, bróður okkar og frænda, OTTÓS EINARSSONAR bifreiðastjóra, Hraunbæ 170. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Gray Line / Allrahanda á Íslandi fyrir alla aðstoð og umhyggju við fráfall Ottós. Sigurlaug Ottósdóttir Jóhann Hans Þorvaldsson Valg. Laufey Einarsdóttir Einar Þór Einarsson Jórunn Jónsdóttir og frændsystkini Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.