Morgunblaðið - 01.06.2019, Page 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019
Elsku amma
Svana.
Þegar við hugs-
um til þín kemur upp í hugann
skemmtileg, dugleg, hress og
umfram allt yndislega ljúf amma
sem alltaf var til í að gera eitt-
hvað skemmtilegt.
Ávallt þegar einhver þurfti á
húsaskjóli að halda varstu fús að
hjálpa. Ég var það heppinn að fá
að búa hjá þér um tíma á meðan
ég stundaði nám í háskólanum.
Við áttum margar góðar stundir
saman, áttum okkar uppáhalds-
sjónvarpsþætti, elduðum góðan
mat og töluðum um pólitík.
Þegar við Eva vorum að kynn-
ast pössuðum við húsið fyrir ykk-
ur meðan þið Reginn fóruð í frí til
Spánar. Þá var búið að fela
súkkulaði og litlar gjafir undir
sængunum okkar til að koma
Svanhildur Árney
Ásgeirsdóttir
✝ SvanhildurÁrney Ásgeirs-
dóttir fæddist 24.
nóvember 1937.
Hún lést 27. maí
2019.
Svanhildur var
jarðsungin 31. maí
2019.
okkur á óvart.
Eitt sinn þegar við
biðum eftir nýrri
íbúð sem við vorum
búin að kaupa feng-
um við aftur að búa
hjá þér í nokkra
mánuði. Þessi tími er
okkur afar dýrmæt-
ur í dag því börnin
fengu að kynnast þér
svo vel. Þá áttum við
frábær jól saman á
Álfhólsveginum. Einnig minnumst
við jólagjafanna sem hittu ætíð í
mark. Þær voru ávallt margar,
litlar og laglegar sem annaðhvort
sungu eða dönsuðu og svo urðu
flestir nokkrum úrum ríkari.
Meðan við bjuggum hjá þér
skelltir þú þér til Spánar að heim-
sækja Ásu systur þína. Í þessari
ferð keyptir þú þér eitt stykki hús
sem varð þér líf og yndi næstu ár-
in.
Við fjölskyldan heimsóttum þig
nokkrum sinnum í húsið og voru
þessar heimsóknir til Spánar upp-
spretta margra góðra minninga.
Alltaf tókstu vel á móti okkur og
ýmislegt var brallað á meðan á
heimsókninni stóð. Haldin Euro-
vision-partí og grillveislur, ferða-
lög í dýragarða, slappað af á ver-
öndinni og þú fórst í sundlaugina
með krökkunum.
Þú hafðir einstakan hæfileika
til að segja skemmtilega frá og
ná athygli fólks til að hlusta. Þú
varst ósjaldan miðpunktur at-
hyglinnar og við drukkum sam-
an marga kaffibollana þar sem
þú sagðir okkur skemmtilegar
sögur af þér og samferðafólki
þínu. Þessar sögur eru okkur í
dag mikill fjársjóður.
Við þökkum þér fyrir alla
gestrisni þína, ást og umhyggju í
okkar garð. Þú átt sérstakan
stað í hjarta okkar og minning-
arnar um þig munu lifa um aldur
og ævi. Við munum hugsa til þín
á himnum þar sem er bara sól og
gleði og örugglega einn ískaldur
svalandi drykkur í glasi.
Steinar, Eva, Birta, Dagur
og Laufey Thea.
Elsku amma Svana mín,
kvenskörungurinn, frum-
kvöðullinn og hörkutólið, er fall-
in frá.
Hún kvaddi þennan heim á
sinn eigin hátt, með sínu nefi,
dansandi á balli. Hrókur alls
fagnaðar.
Amma Svana var ekki mikið
fyrir kvart og kvein enda fékk
hún að lifa tímana tvenna. En
með þrautseigju sinni komst hún
fremst í sinni grein, tölvugeiran-
um, enda nýjungagjörn af guðs
náð.
Ást hennar á Mac-anum, nýj-
ungum og tækniþróun var henni
ávallt hugleikin og komst maður
aldrei með tærnar þar sem hún
hafði hælana í þeim efnum.
„Elsku barn, Kolli keypti Ipod
Touch fyrir mig í Bandaríkjun-
um fyrir mörgum mánuðum,
þetta er nú ekkert nýtt. Komdu
ég skal kenna þér á hann.“
Það er alltaf gaman að segja
sögur af ömmu, en líflegri kar-
akter er vart hægt að finna. Eftir
að amma keypti húsið á Spáni
komu þáttaskil í jólagjöfum, „lítil
gjöf en lagleg“ sagði hún alltaf
þegar hún rétti manni pakkann.
En alltaf voru gjafirnar frá henni
þær skemmtilegustu undir trénu
og oft þær furðulegustu, en háls-
men sem prýddu hálsa okkar
systra og mæðgna voru oft
skrautleg, ekki endilega þægileg
en sérstök.
Ég kynntist ömmu Svönu aldr-
ei sem mikilli hannyrðakonu, þótt
hún væri húsmæðraskólagengin.
Það var líklegast vegna þess að
hæfileikar hennar og áhugi lágu á
tæknilega sviðinu og endurspegl-
aðist það þegar hún dundaði sér
við að fjölrita og gefa út sögur,
taka saman vísur, kvæði í hefti
auk þess að skrifa sjálf. Búa til
gimsteina fyrir okkur hin, okkur
til að njóta.
Kyrrðin hefur nú umlukið
ömmu mína, konuna sem við
barnabörnin og „barna-barna-
barna-barnabörnin“ eins og hún
sagði alltaf, getum stolt horft upp
til, borið sögur hennar til fram-
tíðarinnar, fyrirmynd okkar og
hörkutól. Minning hennar mun
lifa hjá okkur sem hlutum þau
forréttindi að kynnast henni og
fylgja um ókomna tíð.
Sorgin og söknuðurinn er
djúpstæður í hjörtum okkar sem
eftir standa, en það er ást okkar á
henni elsku ömmu Svönu líka.
Við fylgjum henni í dag – í
hinsta sinn.
Ljúfi Drottinn lýstu mér
svo lífsins veg ég finni.
Láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Gísli á Uppsölum)
Guðrún Birna
Sigmarsdóttir.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna veikinda, andláts og útfarar
heittelskaðs eiginmanns, föður, bróður og
vinar,
KOLBEINS EINARSSONAR
frá Ísafirði.
Íris Birgisdóttir
Anna Kolbeinsdóttir
Bergljót Halldórsdóttir
Einar Garðar Hjaltason Kristín Sigurðardóttir Hagalín
Hjalti Einarsson Vilborg Guðrún Sigurðardóttir
Edda Katrín Einarsdóttir Helgi Karl Guðmundsson
Viktor Máni Einarsson Hagalín
Hrafnhildur Eva Einarsdóttir Hagalín
og fjölskyldur
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ARNÓRS PÁLS KRISTJÁNSSONAR
bónda á Eiði í Eyrarsveit,
sem lést á Landspítalanum laugardaginn
11. maí og var jarðsunginn frá Grundarfjarðarkirkju
laugardaginn 25. maí.
Auður Jónasdóttir
Elísa Anna Friðjónsdóttir Hermann Jóhannesson
Óskar Arnórsson Rannveig Þórisdóttir
Sveinn Arnórsson
Guðrún Lilja Arnórsdóttir Bjarni Sigurbjörnsson
Kári Arnórsson Ólöf Ragnhildur Ólafsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartanlegar þakkir til ykkar allra sem
sýnduð okkur samúð og vinarþel við andlát
og útför okkar ástkæru
PETREU GUÐMUNDSDÓTTUR,
Petu á Sigurðsstöðum,
Akranesi.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki
heimahjúkrunar og dvalarheimilisins Höfða fyrir góða umönnun
og þá alúð sem Petu var sýnd.
K. Guðmundur Skarphéðinsson, Ósk Axelsdóttir
Alda B. Skarphéðinsdóttir Guðlaugur Sigurðsson
Sigrún B. Skarphéðinsdóttir Ingi Þór Yngvason
Hugrún P. Skarphéðinsdóttir Hörður Björgvinsson
Skarphéðinn E. Skarphéðinsson, Áslaug I. Kristjánsdóttir
Hulda B. Skarphéðinsdóttir Þorsteinn Finnbogason
barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
SIGRÚNAR JÓHANNESDÓTTUR,
áður Byggðavegi 88, Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks búsetusviðs
Akureyrarbæjar og starfsfólks Furuhlíðar á
Dvalarheimilinu Hlíð fyrir góða umönnun og hlýtt viðmót.
Guðrún Bjarnadóttir Björn Sigmundsson
Jóhannes Bjarnason Þórey Edda Steinþórsdóttir
Unnur Bjarnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför ástkærrar
systur og frænku,
RÖGNU MATTHÍASDÓTTUR,
Öldugötu 52, Reykjavík,
sem lést 4. maí.
Sigríður Ólöf Matthíasdóttir
Bjarni Jón Matthíasson
Sigurjóna Matthíasdóttir
og fjölskyldur
Útför eiginmanns míns, föður okkar, afa og
langafa,
GUNNARS RAGNARSSONAR
frá Lokinhömrum í Arnarfirði,
fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 4. júní klukkan 15.
Anna S. Skarphéðinsdóttir
Helga Kristín Gunnarsdóttir Þorleifur Óskarsson
Vilhjálmur Gunnarsson Liming Dai
Margrét Gunnarsdóttir
Gunnar Már Þorleifsson Birna Erlingsdóttir
Óskar Helgi Þorleifsson
Ari Þór Vilhjálmsson
Harpa Sigríður Gunnarsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
JÓHANN ÁGÚSTSSON,
Kirkjusandi 3, Reykjavík,
lést laugardaginn 25. maí.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju
fimmtudaginn 6. júní klukkan 13.
Ingunn Kristjánsdóttir
Erla Jóhannsdóttir Sigurður Sveinsson
Sigurður Jóhannsson
Ágúst Jóhannsson Anna Hjaltadóttir
og afabörn
Ástkær eiginmaður minn,
GUÐJÓN VALUR BJÖRNSSON,
fyrrverandi kennari á Eskifirði,
sem varð bráðkvaddur á heimili sínu
25. maí, verður jarðsunginn frá
Eskifjarðarkirkju miðvikudaginn 5. júní
klukkan 14.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag
Austfjarða.
Auður Valdimarsdóttir
Margrét Guðjónsdóttir Bjarni Gnýr Hjarðar
Fjóla Guðjónsdóttir Þorsteinn Sigurðsson
Eva Vala Guðjónsdóttir Bergur Þór Ingólfsson
og barnabörn
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GUÐLAUG HINRIKSDÓTTIR,
Dvalarheimilinu Höfða, áður
Höfðagrund 2, Akranesi,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju
þriðjudaginn 4. júní klukkan 13.
Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði.
Þeir sem vilja minnast hennar láti Dvalarheimilið Höfða njóta
þess.
Börn, tengdabörn og ömmubörn
Sálm. 16.1-2
biblian.is
Varðveit mig, Guð,
því að hjá þér leita
ég hælis. Ég segi
við Drottin: „Þú ert
Drottinn minn, ég
á engin gæði nema
þig.”
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar