Morgunblaðið - 01.06.2019, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 01.06.2019, Qupperneq 39
ÍÞRÓTTIR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019 Góð heyrn glæðir samskipti ReSound LiNX Quattro eru framúrskarandi heyrnartæki Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Erum flutt í Hlíðasmára 19 Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna. Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin. Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður. Síðasta mánudag var ég í hópi 85 þúsund áhorfenda á Wembley í London þar sem Aston Villa og Derby mættust í „verðmætasta leik heims“ í fót- boltanum ár hvert. Leiknum um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Úrslitin voru ekki samkvæmt mínum væntingum en Aston Villa vann og þetta stóra félag er vel að því komið að leika á ný í deild þeirra bestu næsta vetur. Birkir Bjarnason er meðal leikmanna Aston Villa en undan- farna mánuði hefur hann nær ekkert fengið að spila. Hlutskipti hans hefur verið að sitja á bekknum eða vera utan hóps. Ég fylgdist með Birki á Wem- bley. Hann var með hópnum, sat ásamt öðrum sem voru utan 18 manna hópsins rétt hjá vara- mannabekknum, fór inná völlinn í leikslok til að fagna samherj- unum og allt það. En það sást á þessum mikla keppnismanni að hann var dauf- ur í dálkinn yfir hlutskipti sínu. Birkir missti sig ekki í fagn- aðarlátum en gamli jaxlinn John Terry, aðstoðarþjálfari Aston Villa, fékk hann til að brosa og fagna með sér þegar leikmenn- irnir gengu upp tröppurnar á Wembley og tóku við bikarnum fyrir miðri stúkunni. Terry skynj- aði greinilega hvernig okkar manni leið. Birkir er einn þeirra leik- manna sem íslenskir og erlendir fótboltaáhugamenn tengja hvað mest við uppgang og árangur ís- lenska landsliðsins á undan- förnum árum, enda átt marga flotta leiki í landsliðstreyjunni. Nú er hann á leið til landsins vegna leikjanna gegn Albaníu og Tyrklandi og það er engin hætta á öðru en Birkir nýti langþráð tækifæri til að sýna allar sínar bestu hliðar á Laugardalsvelli. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is EM 2020 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Reynsla er það sem síst skortir í hópi karlalandsliðsins í fótbolta sem Erik Hamrén tilkynnti í gær fyrir leikina gegn Albaníu og Tyrklandi í und- ankeppni Evrópumótsins. Enginn þjálfari í sögu íslenska landsliðsins hefur haft úr jafnstórum hópi reyndra leikmanna að spila og Hamrén. Af þeim 35 íslensku karl- kyns knattspyrnumönnum sem hafa spilað 50 A-landsleiki eða meira frá upphafi eru ellefu í þeim 25 manna hópi sem Svíinn kynnti í gær. Fimm þeirra, Birkir Már Sævarsson, Ragn- ar Sigurðsson, Aron Einar Gunn- arsson, Birkir Bjarnason og Kári Árnason, eru komnir í hóp þeirra níu leikjahæstu frá upphafi. Alfreð Finnbogason, sá eini sem vantar í hópinn, er einn af áður- nefndum 35, en hann er úr leik fram á haust vegna meiðsla. Kolbeinn, Emil og Jón Daði Kolbeinn Sigþórsson er kominn í hópinn á ný, Hamrén sagði að hann væri orðinn leikfær á ný eftir meiðsli sem hann varð fyrir hjá AIK eftir að hafa spilað einn leik í byrjun maí. Kolbeinn gæti spilað sinn 50. lands- leik gegn Tyrkjum, komi hann við sögu í báðum viðureignunum. Emil Hallfreðsson er með á ný eft- ir fjarveru síðan í október. Hann kom inn í lið Udinese í lok tímabilsins á Ítalíu og skoraði mikilvægt mark í lokaumferðinni þar sem lið hans hélt sér í A-deildinni. Jón Daði Böðvarsson er sá þriðji sem bætist við en hann hefur verið frá keppni með landsliðinu síðan í október. Hann lék síðast deildaleik með Reading um miðjan febrúar en spilaði leik með varaliðinu í lok apríl. Jón Daði endaði sem næstmarka- hæsti leikmaður Reading í vetur þótt hann hefði aðeins spilað 20 leiki af 46. Leikur Íslands og Albaníu fer fram á laugardaginn kemur, 8. júní, og er á óvenjulegum tíma, eða klukkan 13. Tyrkland og Frakkland mætast í lyk- illeik í riðlinum um kvöldið en Tyrkir halda síðan til Íslands á sunnudaginn og mæta íslenska liðinu á þriðjudags- kvöldið 11. júní klukkan 18.45. Tyrkir og Frakkar eru með sex stig eftir fyrstu tvær umferðirnar en Íslendingar og Albanar eru með þrjú stig. Ljóst er að þessar fjórar þjóðir slást um sætin tvö í lokakeppni EM 2020 og ef allt er „eðlilegt“ verður það hlutskipti Íslendinga, Albana og Tyrkja að bítast um hvert þeirra fylgir Frökkum í lokakeppnina. Í hópnum sem Hamrén valdi í gær eru allir sem voru í hópnum gegn An- dorra og Frakklandi í lok mars nema Alfreð, og þeir Kolbeinn, Jón Daði og Emil bætast við. Björn Bergmann Sigurðarson er meiddur. Í heild er 25 manna hópurinn þannig skipaður: Markverðir: 59 Hannes Þór Halldórsson, Val 15 Ögmundur Kristinsson, Larissa 5 Rúnar Alex Rúnarsson, Dijon Varnarmenn: 90 Birkir Már Sævarsson, Val 86 Ragnar Sigurðsson, Rostov 75 Kári Árnason, Genclerbirligi 64 Ari Freyr Skúlason, Lokeren 27 Sverrir Ingi Ingason, PAOK 24 Hörður B. Magnússon, CSKA 15 Jón Guðni Fjóluson, Krasnodar 10 Hjörtur Hermannsson, Bröndby Miðjumenn: 83 Aron Einar Gunnarsson, Cardiff 76 Birkir Bjarnason, Aston Villa 72 Jóhann B. Guðmundss., Burnley 67 Emil Hallfreðsson, Udinese 66 Gylfi Þór Sigurðsson, Everton 53 Rúrik Gíslason, Sandhausen 27 Arnór Ingvi Traustason, Malmö 21 Rúnar Már Sigurjónss., Grassh. 11 G. Victor Pálsson, Darmstadt 3 Arnór Sigurðsson, CSKA Sóknarmenn: 48 Kolbeinn Sigþórsson, AIK 41 Jón Daði Böðvarsson, Reading 20 Viðar Örn Kjartanss., Hammarby 11 Albert Guðmundsson, AZ  Ítarlegt viðtal Sindra Sverrisson- ar við Erik Hamrén um landsliðsvalið er að finna á mbl.is/sport/fotbolti. Reyndasta landslið sem Ísland hefur teflt fram  Ellefu af 35 leikjahæstu í sögunni eru í hópnum gegn Albaníu og Tyrklandi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sóknarmenn Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson voru framherjapar íslenska landsliðsins í öllum leikj- unum í lokakeppni EM í Frakklandi sumarið 2016. Þeir eru báðir í hópnum á ný eftir talsverða fjarveru. „Það er vel skiljanlegt að margir telji okkur vera með sigurstrang- legasta liðið vegna þess að við höf- um leikið afar vel í keppninni fram til þessa og unnum meðal annars okkar riðil á afar sannfærandi hátt,“ sagði Aron Pálmarsson, handknattleiksmaður hjá Barce- lona, þegar Morgunblaðið hitti hann í Köln í gær en í dag leikur hann til undanúrslita í Meistaradeild Evr- ópu í handknattleik gegn Vardar frá Skopje. Sigurliðið mætir Veszprém frá Ungverjalandi eða Kielce frá Pól- landi í úrslitaleik á morgun en tap- liðin leika um bronsið. Aron tekur nú þátt í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í áttunda sinn. Aðeins einn leikmaður hefur oftar verið með en það Serbinn Momir Ilic sem nú leikur með Veszprém. Tvisv- ar hefur Aron verið í sigurliði Meist- aradeildarinnar, 2010 og 2012 með THW Kiel, og einnig í tvígang hlotið silfurverðlaun, 2014 með Kiel og tveimur árum síðar með Veszprém. Viðtal við Aron í heild sinni er að finna á mbl.is/sport/handbolti. iben@mbl.is Morgunblaðið/Ívar Benediktsson Köln Aron Pálmarsson spjallar við fréttamenn fyrir úrslitahelgina. Aron í áttunda sinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.