Morgunblaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019 Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is DVERGARNIR Þungar og öflugar undirstöður DVERGARNIR R HNERRIR DURGURJÖTUNN DRAUPNIR ÞJARKUR Þessir dvergar henta vel sem undirstöður þar sem þung og öflug festing er aðalatriði. HANDBOLTI Umspil HM kvenna Fyrri leikir: Hvíta-Rússland – Noregur ................. 21:34  Þórir Hergeirsson þjálfar Noreg. Tékkland – Svartfjallaland.................. 26:24 Serbía – Pólland.................................... 33:19 Spánn – Ísland ...................................... 35:26 Forkeppni EM kvenna Finnland – Lúxemborg........................ 24:27 Ísrael – Grikkland ................................ 21:28 Úrslitakeppni NBA Fyrsti úrslitaleikur: Toronto – Golden State.................... 118:109  Staðan er 1:0 fyrir Toronto sem verður einnig á heimavelli í öðrum leik liðanna annað kvöld. KÖRFUBOLTI KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Mustad-völlur: Grindavík – Víkingur R L14 Hásteinsvöllur: ÍBV – ÍA ....................... S16 Meistaravellir: KR – KA ........................ S16 Kópavogsvöllur: Breiðablik – FH ......... S17 Kórinn: HK – Fylkir .......................... S19.15 Samsung-völlur: Stjarnan – Valur ... S19.15 Mjólkurbikar kvenna, 16-liða úrslit: Samsung-völlur: Stjarnan – Selfoss ..... L13 Kórinn: HK/Víkingur – Afturelding..... L14 Nettóvöllur: Keflavík – KR ................... L14 Würth-völlur: Fylkir – Breiðablik ........ L16 Fífan: Augnablik – Tindastóll ................ S14 1. deild karla, Inkasso-deildin: Extra-völlur: Fjölnir – Njarðvík........... L14 Þórsvöllur: Þór – Þróttur R ................... S16 2. deild karla: Norðfjarðarv.: Fjarðabyggð – Vestri ... L14 Samung-völlur: KFG – Tindastóll ........ L16 Nesfiskvöllur: Víðir – Völsungur........... S12 Fjarðab.höll: Leiknir F. – Þróttur V..... S14 3. deild karla: Ólafsfjarðarvöllur: KF – Sindri............. L15 UM HELGINA! Hjörtur Hermannsson lagði sitt af mörkum til þess að tryggja liði sínu, Bröndby, sæti í Evrópudeild- inni í knattspyrnu á næstu leiktíð. Varnarmaðurinn lagði þá upp eitt mark í 4:2-sigri á Randers í úrslita- leik um Evrópusæti, en Hjörtur lék allan leikinn með Bröndby sem hafnaði í fjórða sæti dönsku úrvals- deildarinnar á tímabilinu. Hjörtur komst í Evrópudeildina HM 2019 Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Óhætt er að segja að stöðugleikinn hafi ekki verið til staðar hjá íslenska kvennalandsliðinu í handknattleik þegar það mætti Spáni í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Japan seint á þessu ári. Íslenska liðið náði að bjarga níu marka tapi, eins furðulega og það hljómar, 35:26 eftir að hafa verið 14 mörkum undir í hálfleik 21:7. Ísland þarf að vinna upp þennan mun í Laugardalshöll- inni í síðari leiknum á fimmtudags- kvöld ef það ætlar að eiga mögu- leika á að komast á lokakeppni stórmóts í fyrsta sinn í sjö ár. En þá þarf líka allt að ganga upp. Það er erfitt að tala um fyrri hálf- leikinn án þess að lýsa honum sem algjöru afhroði af hálfu íslenska liðsins. Það gekk nákvæmlega ekk- ert upp af því sem lagt var upp með og spænska liðið hreinlega rúllaði yfir íslenska liðið. Ísland hafði ætlað að nýta sér hraða sinn sem eitt helsta vopnið en það var spænska liðið sem stjórnaði öllu spili á meðan íslenska liðið var á hælunum, missti boltann oft illa í sókninni sem skil- aði hraðaupphlaupum í bakið. Varn- arleikurinn var ekki til staðar og sóknin var úti á þekju. Eins og hálf- leikstölur gefa til kynna, 21:7, var ráðaleysið algjört í íslenska liðinu. Það er hins vegar best að spyrna sér frá botninum og það gerði ís- lenska liðið eftir hlé. Það hafði þá orðið í sjálfu sér engu að tapa eftir afhroðið í fyrri hálfleik og gat sýnt á köflum hvað í það er spunnið. Sér- staklega var munur að sjá til sókn- arleiksins enda skoraði Ísland sjö mörk á fyrstu tíu mínútunum eftir hlé, sem var jafn mikið og allan fyrri hálfleikinn, og 19 alls í síðari hálfleik. Eins og svo oft áður var Þórey Rósa Stefánsdóttir marka- hæst og Steinunn Björnsdóttir sýndi styrk sinn eftir hlé, en það var ekki síður Rut Jónsdóttir sem reis þá upp sem leiðtoginn sem vantaði fyrr í leiknum, í sínu fyrsta lands- liðsverkefni í langan tíma, og dró liðið áfram. „Það er ekkert ómögulegt“ „Við verðum að taka þennan seinni hálfleik með okkur og taka það jákvæða og á sama tíma fara yf- ir það hvað gerðist í fyrri hálfleik. Við verðum að eiga stórleik til að eiga séns. Það er mikilvægt hjá okk- ur að einbeita okkur að okkur sjálf- um og vinna úr því sem var að fara illa. Það er ekkert ómögulegt, það hefur gerst að maður tapi svona stórt úti en vinni heima. Auðvitað verður þetta mjög erfitt, en við treystum á að þær eigi ekki sinn besta leik og að við eigum toppleik,“ sagði Rut við mbl.is eftir leikinn. Nokkur bjartsýni ríkti fyrir leik- inn um að möguleikinn væri ekki svo fjarlægur að vinna spænska lið- ið sem hefur oft verið sterkara, en miðað við fyrri hálfleikinn á lands- liðið lengra í land en margir töldu. Þetta var fyrsti alvöru leikur lands- liðsins í langan tíma og það virtist vera sem langan tíma þyrfti til þess að finna taktinn. Það er ekki hægt þegar í umspilsleiki er komið, ef menn vilja á stórmót á annað borð. Vonin veik um sæti á HM  Kvennalandsliðið í handknattleik þarf að vinna upp níu marka mun í Höllinni Morgunblaðið/Valli Erfitt Steinunn Björnsdóttir þarf að berjast af krafti eins og allt landsliðið. sigurliðið mun senda skýr skilaboð fyrir toppbaráttuna sem er fram- undan. Á sunnudag er einnig slagur KR og KA í Vesturbænum, þar sem norðanmenn geta blandað sér af krafti í toppbaráttuna með sigri en KR styrkt stöðu sína til muna. Þá mætast HK og Fylkir í áhuga- verðum slag, en aðeins einu stigi munar á liðunum sem sitja rétt fyr- ir ofan fall. Umferðin hefst hins vegar í Grindavík í dag þegar heimamenn taka á móti Víkingi R. klukkan 14, en gestirnir leita enn að sínum fyrsta sigri. yrkill@mbl.is Það eru áhugaverðir leikir á dag- skrá í Pepsi Max-deild karla í knatt- spyrnu þar sem sjöunda umferð er leikin í heilu lagi um helgina. Röðin er nú komin að Eyjamönnum að reyna að stöðva ósigraða Skaga- menn í deildinni, sem reyndar töp- uðu sínum fyrsta leik á tímabilinu fyrir FH í bikarnum í vikunni. ÍBV er hins vegar án sigurs en freistar þess að byrja júnímánuð af krafti á heimavelli. Stjarnan fær Íslandsmeistara Vals í heimsókn á sunnudagskvöld, en óhætt er að segja að þar mætist liðin sem hafa valdið einna mestum vonbrigðum það sem af er miðað við hverju var spáð fyrir tímabilið. Valsmenn eru í þriðja neðsta sæti með aðeins einn sigur í fyrstu sex leikjunum og Stjörnumenn eru um miðja deild með átta stig, átta stig- um frá toppliði ÍA. Því má búast við áhugaverðum slag þar sem barist er um að komast loks á réttan kjöl. Það er annar stórslagur á milli Breiðabliks og FH á Kópavogsvelli á sunnudagskvöld, en aðeins munar tveimur stigum á liðunum. Blikar eru með 13 stig en FH 11 og ljóst að Misjafnt undir í stórleikjunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Stórleikur Valur og Stjarnan mæt- ast og vilja komast á réttan kjöl. Antequera, umspil HM kvenna, fyrri leikur, föstudag 31. maí 2019. Gangur leiksins: 3:1, 6:1, 10:5, 13:5, 17:7, 21:7, 23:10, 26:14, 28:18, 30:21, 33:23, 35:26. Mörk Spánar: Nerea Pena 12/6, Maria Nunez 6, Soledad Lopez 5, Alicia Fernandez 3, Almudena Ro- dríguez 3, Mireya Gonzalez 2, Paula Valdivia 2, Ainhoa Hernandez 1, Jennifer Gutierrez 1. Varin skot: Silvia Navarro 10, Darly Zoqbi 2. Utan vallar: 6 mínútur. SPÁNN – ÍSLAND 35:26 Mörk Íslands: Þórey Rósa Stef- ánsdóttir 6, Karen Knútsdóttir 4/1, Steinunn Björnsdóttir 4, Sigríður Hauksdóttir 3, Eva Björk Davíðs- dóttir 2, Thea Imani Sturludóttir 2, Helena Rut Örvarsdóttir 2, Arna Sif Pálsdóttir 1, Andrea Jacobsen 1, Rut Jónsdóttir 1. Varin skot: Elín Jóna Þorsteinsdóttir 10, Hafdís Renötudóttir 2. Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Vanja Antic og Jelena Ja- kovljevic, Serbíu. Áhorfendur: 2.200. Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Eftir að hafa leikið fyrsta hring- inn á fimmtudag á pari vallarins, 71 höggi, missti hún dampinn á öðrum hring í gær. Hún lék þá á 76 höggum, fimm höggum yfir pari, og fékk aðeins einn fugl á hringnum. Þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöld miðaðist niðurskurðarlínan við tvö högg yfir pari og ljóst að Ólafía myndi ekki komast áfram þó nokkrir kylfingar ættu enn eftir að ljúka hringnum. Hún var þá jöfn fleiri kylfingum í 85.-98. sæti, en miðað var við að efstu 60 kylfingarnir eða svo kæmust í gegnum niðurskurð af þeim 156 sem skráðir voru til leiks. Þetta var í sjöunda sinn sem Ólafía keppir á risamóti í golfi, en hún hefur einu sinni komist í gegnum niðurskurðinn. Það var á Evian-meist- aramótinu árið 2017. Ef hún hefði komist í gegnum niðurskurðinn og feng- ið að spila seinni tvo hringina í Suður-Karólínu um helgina hefði hún feng- ið verðlaunafé í mótinu. yrkill@mbl.is Ólafía komst ekki áfram Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.