Morgunblaðið - 01.06.2019, Page 42

Morgunblaðið - 01.06.2019, Page 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019 VIÐTAL Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Það gengur mikið á baksviðs í menn- ingarhúsinu The Shed í New York. Í tveimur litlum herbergjum eru með- limir Hamrahlíðarkórsins að fara í þjóðbúninga, piltar öðrum megin, stúlkur hinum megin, og herbergin eru lítil svo þau þurfa að fara inn í hollum. Enda eru kórfélagarnir margir, þau eru 52 sem hafa und- anfarinn mánuð tekið þátt í tónlist- arveislu Bjarkar Guðmundsdóttur, Cornucopia, í þessari splunkunýju og umtöluðu byggingu. Þegar ég heimsæki kórinn bak- sviðs styttist í að tónleikarnir hefjist og sumir söngvaranna sem ekki eru að eiga við föt lesa í bók, einhverjir tefla, aðrir spjalla. Stjórnandinn Þorgerður Ingólfsdóttir stendur frammi á ganginum og spjallar við suma söngvara sinna; ein stúlkan hafði tekið próf í læknisfræði í ræðis- mannsskrifstofu Íslands um morg- uninn og viðurkennir að hún sé þreytt. Þorgerður bendir öðrum á hvernig þeir geti hjálpast að við að strauja hvítu fötin sem þau klæðast á sviðinu með Björk. „Það er góð sam- vinna milli allra hérna, mikil vinátta, sem er mikilvæg,“ segir hún. Og bætir við: „Ég hef stundum verið spurð að því hvernig við höfum náð svona fallegum tóni í kórnum. Ég hef svarað að svona syngi vináttan.“ Og það var fallegt skömmu síðar að sjá kórinn ganga í íslenskum þjóð- búningum í salinn sem var fullur af spenntum tónleikagestum, stilla sér upp fyrir framan sviðið og byrja að syngja. Fyrst hljómaði „Ísland, far- sælda frón“ með trompetum og svo meðal annars „Vísur Vatnsenda- Rósu“, „Maríukvæði“ Atla Heimis Sveinssonar og tvo lög eftir Björk, „Sonnets“ og „Cosmogony“. Með hverju lagi jókst hrifning gesta og hápunkturinn var flutningur „Viki- vaka“ Atla Heimis þar sem ung- mennin örkuðu og hálfhlupu um sal- inn syngjandi glaðlega og fallega og hlutu mikið klapp fyrir. Síðan hófust glæsilegir tónleikar Bjarkar, með marglaga myndvörpun og frábærum hljómburði; þar komu kórfélagar víða við sögu í misstórum einingum og stóðu sig einstaklega vel. Undir lokin, þegar Björk kynnti samstarfs- menn sína, hyllti hún kórinn og sér- staklega Þorgerði; Björk sagðist sjálf hafa verið í kórnum og að sú reynsla hefði haft mikil áhrif á sig, eins og fjölda annarra íslenskra tón- listarmanna. Tóku prófin í New York Tveimur dögum fyrr hitti ég Þor- gerði á hótelinu sem hefur verið heimili kórsins á Manhattan undan- farinn mánuð. Við tyllum okkur á sófa í horni móttökusalarins sem kórstjórinn kallar „þjóðarbókhlöð- una“ en þar hafa margir söngvar- anna setið löngum stundum og lært fyrir próf í ýmsum deildum háskóla heima á Íslandi, próf sem þeir fengu að taka á ræðismannsskrifstofunni. Þá höfðu nokkrir kórfélagar tekið lokapróf frá MH en í stað þess að halda upp á útskriftina heima staðið á sviði The Shed þann dag og sungið með Björk. Um kvöldið var slegið upp stúdentsveislu á hótelinu. Í kvöld mun Hamrahlíðarkórinn taka þátt í áttundu og síðustu tón- leikum Bjarkar í The Shed þennan mánuðinn en Þorgerður hefur auk þess séð til þess að kórfélagar hafi haft nóg að gera þennan tíma. Þeir hafa ekki bara verið í prófum heldur séð og upplifað margt og haldið marga sjálfstæða tónleika. „Á ferðum mínum um heiminn með kórnum gegnum árin hef ég haft að leiðarljósi að allir upplifi sem mest, út frá menningu hvers staðar,“ segir hún. „Í gærkvöldi fórum við til dæmis mörg á tónleika með Fíl- harmóníuhljómsveit New York, sem var yndislegt. Við erum búin að fara í heimsókn í Columbia-háskólann, þar sem við sungum líka á tónleikum í Earl Hall, við fengum skoðunarferð um Metropolitan-óperuna, við höfum sungið hér við messur og við munum syngja í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn kemur. Söngvararnir mega ekki bara vera með nefið í eigin nafla,“ segir hún. Tónleikar fyrir heimilislausa Hótel kórfélaganna er við hliðina á miðstöð fyrir heimilislausa í New York. Þorgerður hafði heimsótt það við komuna, þegar hún var að leita að píanói fyrir tónlistarnema í hópn- um að æfa sig á. Í kjölfarið óskaði forstöðumaðurinn þar eftir því að kórinn syngi fyrir heimilislausa fólk- ið. „Af öllum mínum ferðum út um lönd um dagana var það ein af þess- um ólýsanlegu upplifunum,“ segir Þorgerður. „Fyrir ungu söngvarana í kórnum var það afar sterk upplifun að horfast í augu við og syngja fyrir þetta vesalings fólk. Í byrjun var það sumt alveg líflaust en þau vöknuðu við sönginn. Margir stóðu og klöpp- uðu allan tímann, krakkarnir kveiktu þannig í þeim. Við sungum íslenska músík og sögðum frá. Í lok- in kom ein konan hágrátandi, faðm- aði mig og þakkaði fyrir. Þetta var alveg sérstakt. Við eigum fallega og góða músík á Íslandi og margt af því fer beint í hjartað.“ Eftir að hafa fylgst með æfingum kórsins með Björk dagana áður en Cornucopia-tónleikaröðin hófst bauð forstöðumaður The Shed kórnum að halda opnunartónleika minni salar í byggingunni, tónleika sem viðstadd- ir segja hafa verið frábærlega vel lukkaða. Eitt ævintýra lífsins Þar sem við Þorgerður sitjum og spjöllum koma af og til kórfélagar að máli við hana og bera upp ýmis erindi eða leita ráða. Hún segir að vitaskuld sé í mörg horn að líta þeg- ar dvalið sé erlendis með svo stóran hóp í heilan mánuð. Alls konar vandamál komi óhjákvæmilega upp og þarfnist lausna. „Kórstjóri þarf að vera og geta ótal margt, ég þyrfti að hafa próf í sálfræði, þyrfti að vera tölvuséní, auk þess að kunna þá kúnst að stilla það hljóðfæri sem röddin er,“ segir hún brosandi. „En það hefur annars verið mikil blessun yfir þessu ferðalagi.“ Aðdragandinn að þátttöku Hamrahlíðarkórsins í þessu ævintýri með Björk var furðu skammur, ekki nema um tveir mánuðir. Þorgerður viðurkennir að þegar hún hafi fengið símtal þar sem óskað var eftir því að kór ungmenna sem eru flest í krefj- andi námi yrði erlendis allan maí- mánuð þá hafi henni ekki litist á hug- myndina. „Á þeim tíma nálgast og hefjast próf í öllum skólum, sumir áttu að fara að útskrifast; ég þekki vel að maí er erfiðasti mánuður árs- ins fyrir skólafólk. Mín fyrstu við- brögð voru þau að þetta væri ekki hægt en ég hef haft það að reglu að taka aldrei ákvörðun fyrir hópinn sem ég starfa með hverju sinni, það verður hópurinn að gera lýðræð- islega. Fyrir tveimur árum söng kórinn með Björk við upptökurnar á nýj- asta diskinum hennar, í stóru verki, „Body Memory“. Björk óskaði eftir því að sem flestir sem voru með í því gætu tekið þátt hér. En þegar ég bar þetta undir krakkana þá voru við- brögðin þeirra öll eins, það var fullt hús.“ Þorgerður brosir og það er augljóst hvað söngvararnir vildu: upplifa það að koma fram með Björk á röð tónleika í New York. „Þau hafa mörg kallað þetta eitt ævintýra lífs síns.“ Próf og annað slíkt voru bara verkefni að leysa í því ljósi. Dáist að Björk Eitt laganna sem kórinn flytur að ósk Bjarkar við upphaf tónleikanna er „Maríukvæði“ Atla Heimis, sem var mikill vinur og velgjörðamaður kórsins. Atli lést á dögunum og fyrstu tónleikarnir í The Shed voru daginn sem hann var jarðsettur. „Þegar við sungum það hágrét all- ur kórinn fyrir framan mig og ég sjálf. Það var ótrúlega áhrifamikið.“ Og Þorgerður hrósar kórnum sínum fyrir það hvað hann vinnur vel og er lifandi á sviðinu. „Það er mikil fant- asía í þessum heimi Bjarkar og hún er sífellt að endurskoða og endur- hugsa allt í kringum hann; þetta er mikið og glæsilegt sköpunarverk. Sem Íslendingur er ég mjög stolt yfir því hvað Björk hefur sterka stöðu í hinum stóra heimi. Og það hefur verið gaman að fá að upplifa vinnubrögð hennar og ótrúlegan vilj- ann við að koma á framfæri því sem hún hugsar. Ísland er svo stór hluti af þessu og margfaldast með þátt- töku allra íslensku listamannanna á sviðinu, sem hún óskaði sérstaklega eftir að vinna með. Ég virkilega dáist að henni Björk.“ Mikið og glæsilegt sköpunarverk  Hamrahlíðarkórinn, skipaður 52 söngvurum, hefur sungið í New York undanfarinn mánuð undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur  Komu átta sinum fram með Björk og héldu marga sértónleika Ljósmynd/Santiago Felipe Ævintýralegt Fyrir tónleikana með Björk kom kórinn fyrst fram einn og tók svo þátt með henni í mörgum lögum. Morgunblaðið/Einar Falur Stjórnandinn „Mikil blessun yfir þessu ferðalagi,“ segir Þorgerður. SKECHERS PARALLEL DÖMUSANDALAR. STÆRÐIR 36-41 11.995.- DÖMUSANDALAR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.