Morgunblaðið - 01.06.2019, Page 43

Morgunblaðið - 01.06.2019, Page 43
Menning MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Það eru forréttindi að fá að taka þátt í þessu ævintýri,“ segir Dagný Mar- inósdóttir, ein flautuleikaranna í flautuseptettinum viibra sem hefur undanfarinn mánuð verið í stóru hlutverki á tónleikasýningu Bjarkar Guðmundsdóttur, Cornucopia, í menningarhúsunu nýja og umtalaða, The Shed á Manhattan. Það seldist strax upp á alla tónleikana og hafa þeir fengið vægast sagt frábæra dóma. Áttundu og síðustu tónleik- arnir verða í kvöld og þar verða þær Dagný, Áshildur Haraldsdóttir, Þuríður Jónsdóttir, Melkorka Ólafs- dóttir, Berglind María Tómasdóttir, Steinunn Vala Pálsdóttir og Björg Brjánsdóttir, nokkrir okkar þekkt- ustu flautuleikarar, á sínum stað á sviðinu, klæddar í búninga eins og aðrir aðalleikarar í sýningunni, leika, dansa og syngja í marglaga og ævintýralegum tónlistarheimi Bjarkar sem er færður þar upp af miklum metnaði. Flautuleikararnir tóku þátt í síð- ustu plötu Bjarkar, Utopia, og viibra hélt síðan með henni í tónleikaferð milli sumarhátíða í Evrópu í fyrra. „Það eru aðeins önnur lög í þess- ari dagskrá, færri eldri og aðeins ró- legra efni; þetta er gríðarlega vel unnin sýning,“ segja Dagný, Áshild- ur og Þuríður, þrjár af sjö viibrum, þegar blaðamaður hittir þær að máli á björtum degi í New York. „Hér sitja áhorfendur og fylgjast með og við flytjum prógrammið alltaf á sama stað, sem er breyting síðan í fyrra þar sem við fórum milli hátíða þar sem gestir stóðu og voru að fylgjast með fjölbreytilegri dagskrá. Nú er þetta eins og leikhús, mikil samfella í flutningnum.“ Uppgötva leynda hæfileika Það var auðheyrilega talsverð breyting fyrir flautuleikarana að þurfa að dansa og æfa sviðshreyf- ingar samhliða því að spila. Þær lofa samstarfið við Margréti Bjarnadótt- ur danshöfund sem þær segja hafa verið ótrúlega þolinmóða. Fyrir sýn- inguna hér í New York bætist að auki við leikstjóri, Lucrecia Martel. „Fæstar okkar hafa nokkurn bak- grunn í dansi. Þetta liggur misvel fyrir okkur,“ segir Áshildur. „Sumar hafa uppgötvað leyndan hæfileika sem þær vissu ekki að þær hefðu. Magga hefur alltaf verið hvetjandi og uppbyggileg svo við misstum aldrei kjarkinn. Nú lagði Lucretia mikla áherslu á að þó að við værum hópur ættum við að koma fram sem einstaklingar. Við ættum hver og ein að sýna okkar karakter. Við ættum ekki að vera eins og viðkvæm blóm á sviðinu heldur eins og fyrirmyndir sem sterkar konur.“ Þær ítreka að allt í þessu ævintýri með Björk sé gerólíkt því sem þær hafa áður gert í tónlistinni, þetta sé mjög ólíkt því að mæta með sínar nótur á tónleika og hugsa bara um að spila vel. Í sýningu eins og Corn- ucopia sé tímaflæðið til að mynda með allt öðrum hætti en þær séu vanar úr klassíska heiminum, eins og til að mynda að dansa eftir þaul- skipulagðri kóreógrafíu. „Svo syngj- um við meira að segja í einu laginu, það er líka nýtt fyrir okkur,“ segir Þuríður. Þær viibrur hafa á tónlistarferl- inum farið í ýmis tónleikaferðalög en segja sérstakt að vinna í heilan mán- uð á sama stað eins og þær gera nú. „Maður hefur getað gert svo margt, æft sig, skoðað sig um, við erum komnar í líkamsrækt og í jóga, verðum að halda okkur í formi,“ seg- ir Áshildur. Þuríður bætir við að þetta hafi verið frábær tilbreyting og það hafi verið dásamlegt að vera í vorinu í New York, og sækja tón- leika og söfn. „En tíminn líður hratt og ég gæti alveg verið í einn mánuð í viðbót,“ bætir hún við. Saman ítreka þær að þetta hafi verið mikið ævin- týri hingað til, ævintýri sem klarín- ettuleikarar á Íslandi myndu líka al- veg vilja upplifa, rétt eins og tvíblöðungarnir … Kemur ný vídd í tónlistina Það er athyglisvert hvað Björk hefur lagt mikla áherslu á að hafa ís- lenska listamenn með í þessu mikla verkefni sínu í The Shed, með viibra-septettinn og Hamrahlíðar- kórinn áberandi. Þær viibrur segja það athyglisvert og ánægjulegt. „Björk veitir samverkafólki sínu líka einstakan stuðning og gleðst yfir því sem allir afreka, hver í sínu. Hún deilir kastljósinu og gefur mikla orku. Henni finnst líka alltaf að allt sé hægt – eins og að koma hingað með yfir fimmtíu manna kór. Maður er vanur því að í klassíkinni sé allt erfiðara um vik.“ Og þær tala um gamanið sem fel- ist í því að skipta svona um tónlist- arstefnu, mögulega í eina skiptið á ævinni. „Það kemur ný vídd í þetta hjá manni,“ segir Áshildur. „Þetta gefur mér örugglega meira frelsi þegar ég fer aftur í klassíkina. Það er nefnilega hægt að spila á flautuna í allskonar stellingum, með hana þvers og kruss, beint upp í loftið og á hreyfingu. Ég held að það sé gott fyrir tóninn. Það er alveg stuð í klassíkinni en maður þarf ekki að hemja sig í þessu hér. Það hefur ver- ið góð þerapía að fara í þessari vinnu frá míkró yfir í makró.“ Hinar taka undir það og Þuríður segir brosandi: „Það var freistandi að gerast rokk- stjarna á sextugsaldri, að fá að skyggnast inn í þennan heim.“ „Mér finnst skemmtilegt að fá að spila og dansa á samtímis, það hef ég alls ekki gert áður,“ segir Dagný. Tónleikaröðinni í The Shed í New York lýkur í kvöld en ævintýrið er ekki úti fyrir viibrur því í vikunni var tilkynnt að Cornucopia yrði sett upp í Mexíkóborg í ágúst, og yrðu að minnsta kosti þrjár sýningar. „Og þetta gæti farið víðar, við ber- umst bara með flæðinu,“ segja þær. Morgunblaðið/Einar Falur Flautuleikarar Þuríður Jónsdóttir, Áshildur Haraldsdóttir og Dagný Marinósdóttir, þrjár af sjö viibrum, með fjár- málahverfi New York-borgar í baksýn. Þátttakan í Cornucopia hefur verið þeim ný og afar áhugaverð reynsla. Forréttindi að fá að taka þátt í ævintýrinu  Flautuseptettinn viibra er í stóru hlutverki í Cornucopia- sýningu Bjarkar í The Shed í New York  Mexíkó næst Ljósmynd/Santiago Felipe Leika og dansa Gagnrýnendur hafa lofað þátt viibra-septettsins, en hluti hans er hér á sviðinu í The Shed, rétt eins og sýningu Bjarkar í heild.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.