Morgunblaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019
SALURINN.IS
6. júní kl. 17
Guitar Islancio
Frítt inn
Sumarjazz
Tvær nýjar sýningar verða opnaðar í
menningarmiðstöðinni Hafnarborg í
Hafnarfirði í dag kl. 15, annars vegar
sýningin Tímahvörf – sýn átta sam-
tímaljósmyndara á Hafnarfjörð, í
sýningarstjórn Kirsten Simonsen, og
hins vegar sýningin Comme ça lou-
ise? eftir Guðnýju Rósu Ingimars-
dóttur.
Á þeirri fyrrnefndu má sjá myndir
átta samtímaljósmyndara sem sýna
gestum það sem fangaði athygli
þeirra þegar þeir mynduðu umhverfi
Hafnarfjarðar á árunum 2006 til
2019. „Þar ferðast þeir frá innstu
kimum bæjarins allt út á jaðar hans
og beina sjónum sínum að því sem
fellur jafnan í skuggann. Þá stöndum
við frammi fyrir mynd sem samrým-
ist kannski ekki alveg hugmyndum
okkar um litla bæinn sem kúrir við
höfnina og hefur oft verið sýndur í
heldur rómantísku ljósi af listmál-
urum síðustu aldar. Hér fáum við
tækifæri til að hugsa um það hvert
við stefnum og hvaða áhrif við höfum
á nærumhverfi okkar, er bærinn
stækkar og teygir úr sér í allar áttir.
Varpa verkin þannig ljósi á bæ á
tímahvörfum og gefa innsýn í hið
nýja, flókna bæjarfélag sem er að
myndast – okkar náttúrulega um-
hverfi árið 2019,“ segir í tilkynningu
en listamennirnir átta eru Daniel
Reuter, Marino Thorlacius, Pamela
Perez, Pétur Thomsen, Spessi, Staœ
Zawada, Stuart Richardson og Svala
Ragnars.
„Tíminn og vatnið“ á ensku
Á sýningu Guðnýjar Rósu má sjá
verk sem byggjast á upptöku af ís-
lenskri stúlku sem les upp úr þýðingu
á ljóði Steins Steinarrs, „Tímanum og
vatninu“. Stúlkan skilur ekki merk-
ingu ensku orðanna en þó skilar
kjarni merkingarinnar sér til þess
sem leggur við hlustir, eins og því er
lýst í tilkynningunni. „Bókstafleg
merking hljóðanna skiptir ekki öllu
máli, þar sem við eigum í samskiptum
okkar á milli – samskiptum sem
kunna að vera knöpp en áköf – er öld-
ur hafsins gjálfra í takt við tímann.
Hér veltur allt á þeim tengingum sem
við sjálf myndum,“ segir þar.
Ólík sýn á Hafn-
arfjörð og ljóð
Ásfjall Ljósmynd eftir Pétur Thomsen á sýningunni Tímahvörf.
Níu listamenn sýna í Hafnarborg
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Þetta verkefni er hluti af fullveld-
isdagskrá Lettlands,“ segir Æsa
Sigurjónsdóttir, sýningarstjóri Tal-
aðu við mig! sem
opnuð verður í
Listasafni Ak-
ureyrar í dag,
laugardag, kl. 15.
Ásamt henni
stýrir sýningunni
Astrita Rogule
frá Þjóðlista-
safninu í Riga
en verkin koma
öll úr safneign
þess. Á sýning-
unni eru verk eftir 19 lettneska
samtímalistamenn. Það elsta eru
ljósmyndir frá 1965, nokkur verk
eru frá 10. áratugnum og svo eru
mörg ný verk frá síðustu árum.
Verkin tala til áhorfenda
„Í tilefni sýningarinnar er sett
upp margmiðlunarverkið „Talaðu
við mig, tjáskipti manna og
plantna“. Nafn sýningarinnar er
dregið af þessu verki. Verkið krefst
þátttöku áhorfenda og hefur verið
sýnt út um allan heim. Safnað hefur
verið gögnum um hvernig fólk talar
við náttúruna og hvernig það talar
við plöntur. Þetta þema, „Talaðu við
mig“, hnýtir sýninguna saman,“
segir Æsa og útskýrir: „Öll verkin
tala á einhvern hátt til áhorfenda.
Þau segja ákveðna sögu sem er í
sumum tilfellum pólitísk og í öðrum
er það saga úr samtímanum. Rauði
þráðurinn í sýningunni er að verkin
tala til áhorfandans mjög beint í
gegnum frásögn.“
Glæsilegt sýningarrými
Ástæða þess að sýningin er haldin
í Listasafni Akureyrar segir Æsa að
sé að þar er að finna nýtt og glæsi-
legt sýningarrými. „Sýningin nýtur
sín mjög vel í þessu rými þar sem er
bæði hátt til lofts og vítt til veggja.
Hér eru líka stórir gluggar sem
snúa út að götunni sem gefa af sér
fallega birtu. Við reyndum frá upp-
hafi að vinna sýninguna inn í þetta
rými og höfðum það í huga við verk-
efnavalið.“
Tilefni til að kynna
erlenda list
„Ég held að þetta sé sýning sem
gæti komið á óvart. Það heyrist ekki
mikið af lettneskri list hér. Allir
þessir listamenn eru mjög þekktir í
heimalandi sínu.“ Æsa bendir á að á
sýningunni sé meðal annars að finna
tvö verk eftir heimsfrægu listakon-
una Viju Celmins. „Hún býr í New
York og verk hennar eru á öllum
helstu söfnum heims, til dæmis á
MoMA.“
Æsa bendir á að hér á landi sé að
finna stórt fjölmenningarsamfélag
og segir virkilega vera tilefni til
þess að kynna erlenda list hér á
landi. „Oft er verið að kynna ís-
lenska list erlendis en nú erum við
að kynna lettneska list á Íslandi,“
segir Æsa og nefnir að það gefi færi
á alls kyns tengingum og samtali.
„Það kallast einmitt á við titil sýn-
ingarinnar.“
„Sýning sem gæti
komið á óvart“
List Úr verkinu Grænn skóli eftir Ievu Epnere sem er ein nítján lettneskra listamanna sem sýna á Akureyri.
Sýningin Talaðu við mig! opnuð í Listasafni Akureyrar
Æsa
Sigurjónsdóttir
Ljósmyndarinn Einar Sebastian
opnar sýninguna Tango Milonga í
Grafíksalnum, hafnarmegin í Hafn-
arhúsi, í dag kl. 15.
Viðfangsefni Einars er argent-
ínski tangóinn sem félagslegur at-
burður en dansinn fagri á rætur að
rekja til verkalýðsstéttarinnar í út-
hverfum Buenos Aires og Monte-
video í Úrúgvæ.
Einar myndaði á tangóbörum
sem nefnast milonga í Buenos Aires
þar sem hann býr og starfar og á
sýningunni beinir hann sjónum að
dansinum, fólkinu og tengslum
dansara við tónlistina.
Einar vísar í argentínskan máls-
hátt sem hann segir að lýsi tangó
einna best: „Tangó er göngulag í
faðmlagi.“
Einar stundaði nám í ljósmyndun
á árunum 1988 til 1990 við Academ-
ie voor bieldende kunste í Den
Haag í Hollandi og 1992-1994 hjá
Grími Bjarnasyni. Hann útskrif-
aðist með ljósmyndaragráðu árið
1995 og hefur unnið víða um heim
og þá m.a. á vegum flugfélagsins
Atlanta. Hann hefur veirð búsettur
í Mið-Austurlöndum og í Norður-
og Suður-Ameríku og býr nú í Bue-
nos Aires, sem fyrr segir. Einar
hefur fengist við mannlífs- og um-
hverfisljósmyndun á ferðalögum
sínum um heiminn.
Sýningunni lýkur 16. júní.
Göngulag í faðmlagi
Faðmlag Hluti ljósmyndar eftir Einar á sýningunni í Grafíksalnum.
Einar Sebastian
sýnir í Grafíksaln-
um myndir teknar
á tangóbörum
Heiðdís Hanna Sigurðardóttir sópr-
ansöngkona og Laufey Sigrún Har-
aldsdóttir píanóleikari flytja vel
valin sönglög á þýsku og íslensku í
Hannesarholti á morgun kl. 13.
Fluttur verður fagur ljóðaflokkur
eftir Clöru Schumann en í ár eru
liðin 200 ár frá fæðingu hennar.
Einnig verða flutt nokkur lög úr
Jónasarlögum eftir Atla Heimi
Sveinsson, sönglög eftir Jórunni
Viðar og fleiri.
Vel valin lög á
þýsku og íslensku
Sópran Heiðdís Hanna Sigurðardóttir.