Morgunblaðið - 01.06.2019, Page 45

Morgunblaðið - 01.06.2019, Page 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019 Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | Sími: 585 2888 OPIÐ ALLA DAGA Mán. til fös. kl. 9–18. Laugard. kl. 10–16. Sunnud. kl. 12–16 EITT LANDSINS MESTA ÚRVAL AF PERUM Hallur Már Hallsson hallurmar@mbl.is „Hvað er trikkið, hvernig farið þið að þessu? Hvernig farið þið að því að flytja út svona mikið af músík frá svona litlum stað?“ Spurningar í þessum dúr dynja ósjaldan á Sig- tryggi Baldurssyni, framkvæmda- stjóra Útón - Útflutningsmiðstöðvar íslenskrar tónlistar. Víða er verið að huga að því að styðja tónlistarmenn til sóknar á stærri markaði og þar líta ófáir til Íslands. Sigtryggur nefn- ir Eistland, Lúxemborg og Hong Kong í því samhengi og þar vill fólk vita hver galdurinn sé. „Þetta eru staðir sem telja sig geta speglað sig við Ísland á einhvern hátt og því líta þeir til okkar,“ segir Sigtryggur sem er einmitt á leið til Hong Kong þang- að sem honum var boðið til að miðla reynslu Íslendinga í tónlistarútflutn- ingi. Því miður, fyrir þjóðir í þessum sporum, er þó erfitt að setja fing- urinn á hvað það er sem virkar í þess- um efnum. Tónlist er flókið fyr- irbrigði þar sem fólk bæði speglar sjálfsmynd sína, hlustar, upplifir og bara fílar sig. Vonandi verður aldrei hægt að setja fingurinn á einhverja töfraformúlu í þessum efnum. Það er þó ýmislegt sem vinnur með íslensku tónlistarfólki og Sig- tryggur bendir fyrst af öllu á hefðina. „Okkar stærstu „ambassadorar“ út í heimi er tónlistarfólk sem er að gera tónlist á eigin forsendum. Björk, Sig- ur Rós og mögulega Sykurmolarnir þar á undan.“ Sigtryggur segir hefð hafi skapast fyrir óvenjulegri tónlist frá Íslandi og það brautryðjendastarf sé ómetanlegt. Nú sé eitt stærsta einkennið á tónlistarútflutningi Ís- lendinga hversu breið flóran sé. Hann bendir á samtímatónskáld á borð við Önnu Þorvaldsdóttur og Daníel Bjarnason en önnur dæmi væru t.d. Hatari, Kælan Mikla og ís- lenska metal-senan sem sé sterk al- þjóðlega. „Það er svo skemmtilegt að það er tónlistarfólk í mörgum ólíkum geirum sem er að ganga vel.“ Viðskiptaþróunin þarf að vera hér Nýlegri dæmi um velgengni á mjög stórum skala eru Of Monsters and Men og Kaleo. Tónlistaratriði sem erfitt væri að setja í sama flokk og Sigur Rós eða Björk. Þar bendir Sigtryggur á að rétt umboðsfólk hafi komið auga á hljómsveitirnar sem hafi vitað hvaða leiðir hafi verið hægt að fara með þær inn á Bandaríkja- markað í gegnum alþjóðlega útgáfu- risa. Kostnaður við slík verkefni get- ur auðveldlega hlaupið á hundruðum milljóna áður en nokkuð að ráði fari að skila sér í kassann. „Þetta er bara fjárfesting, þetta eru allt sprotaverk- efni sem þurfa fjárfestingu en ekki síður viðskiptastjórnun,“ segir Sig- tryggur. En það þurfa ekki allir að fara sömu leiðirnar og rétta fólkið þarf að finna réttu leiðirnar og hann bendir aftur á Kæluna Miklu. Sveitin sé að vinna með kanadískum um- boðsmanni og þeim hafi tekist að ná eftirtektarverðum árangri, t.a.m. koma þær fram á hátíð sem Robert Smith úr The Cure sér um að velja listamennina á síðar í sumar í Los Angeles. „Hann veit hvað á að gera við þetta, hvar markhópurinn er og hvernig á að ná til hans.“ Tónlistarnotkun í sjónvarpi og kvikmyndum fer vaxandi „Sköpunin hefur verið aðall ís- lensks tónlistarlífs síðustu þrjá ára- tugi á meðan viðskiptahlið þeirra fjölmörgu tónlistaratriða sem hafa náð langt hefur að mestu verið í höndum útlendinga. Á því sviði þurf- um við að skapa okkur hefð. Fyrir- tæki á borð við Öldu (útgáfa), Klapp (umboðsfyrirtæki) og Bedroom Community (útgáfa) eru dæmi um fyrirtæki sem eru að vinna í því. „Við erum búin að vera að gera mikið af því sem er kallað að „flytja út fiskinn óunninn“ í fiskiðnaðinum. Við erum búin að flytja út tónlistarfólk til ábata fyrir erlend fyrirtæki,“ segir Sig- tryggur. Sá geiri tónlistariðnaðarins sem hefur vaxið hvað hraðast á und- anförnum fimm árum er tónlist- arnotkun í sjónvarpi og kvikmynd- um. Þarna eru mikil tækifæri en að sama skapi hafa Íslendingar náð að skapa sér óvenjusterka hefð á svið- inu. Verkefnið er að fá fólk með við- skiptavit í tónlistargeirann og fjár- festa til að styðja við það. Einstakur áfangastaður Eitt af verkefnum Útón þessa dag- ana er að laða fólk til Íslands í upp- tökur. Verkefnið, sem ber heitið Re- cord in Iceland, er samstarf ÚTÓN, Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur og utanríkisþjónustunnar og er kost- að af Atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytinu til tveggja ára. Fjölmörg hljóðver eru starfandi hér- lendis og nú er þeim sem hingað koma í upptökur boðið upp á 25% endurgreiðslu á upptökukostnaði. Vefurinn recordiniceland.is var sett- ur í loftið og fólk frá erlendum fag- tímaritum er á leið til landsins meðal annars í tengslum við tónlistar- viðburði á borð við Iceland Airwaves til að fjalla um möguleika í upptökum hérlendis. „Það eru þegar komin tvö stór kvikmyndatónlistarverkefni sem eru á leiðinni norður í stúdíóið í Hofi,“ segir Sigtryggur. Til að byrja með eru sex hljóðver auglýst sem hafa öll reynslu af því að taka við er- lendum verkefnum en með tímanum er markmiðið að öll íslensk hljóðver sem hafa til þess burði, vefsíðu á ensku og utanumhald sem geti séð um erlendar bókanir, geti tekið þátt í verkefninu. Þar er líka hægt að nýta alla þá ímyndarvinnu sem hefur unn- ist á síðustu árum um Ísland sem ein- stakan áfangastað og tónlistarfólki er seld sú hugmynd að taka upp í þessu umhverfi. Flugviskubit þjáir íslenskt tónlist- arfólk og ekki síður Sigtrygg sem flýgur til Hong Kong á þriðjudag. „Ég trúi því staðfastlega að loftslags- málin séu stærsta úrlausnarefni sam- tímans og mín tilfinning er að við sem samfélag séum ekki að gera nóg til að takast á við þau.“ Útón stefnir því að gróðursetningu á 20.000 trjám í Hekluskóga og verður hópferð í rútu frá Guðmundi Tyrfingssyni í dag þar sem tónlistarfólk getur kolefnisjafn- að ferðalög sín. Þetta er þó óvenju- legt verkefni hjá Útón, eitt helsta hlutverk skrifstofunnar er að miðla upplýsingum til tónlistarfólks og hjálpa því að fóta sig í tónlistargeir- anum sem getur verið hálfgert völ- undarhús þar sem oft þarf að finna nýjar slóðir sem henta hverjum og einum. Dæmi um þetta eru fræðslu- kvöld með hljómsveitunum sem kom- ast í úrslit Músíktilrauna og Umba- kaffið en þar mæta umboðsmenn og aðrir í bransanum til að bera saman bækur sínar. „Þetta byrjar allt á samtalinu,“ segir Sigtryggur. Gerðu hlutina sjálf Hefði Útón hjálpað honum í þeim verkefnum sem hann tók þátt í snemma á ferlinum? Hefðu Sykur- molarnir eitthvað að gera við Út- flutningsskrifstofu íslenskrar tónlist- ar? „Já, það hefði sparað okkur svo mikinn tíma. Við vorum bara að gera hlutina sjálf, það var gaman og það kennir manni mikið. Svona fræðsla bara sparar fólki tíma sem það getur nýtt í að vera skapandi,“ segir Sig- tryggur og brosir eins og hann gerir nánast undantekningarlaust þegar hann talar um þau verkefni sem eru á döfinni. Þrátt fyrir að vera orðinn býsna öflugur skrifstofumaður reynir Sig- tryggur þó að „mússísera“ eins og hann getur og orðar það. Á döfinni er endurútgáfa á plötu sem hann gerði árið 1999 með Jóhanni Jóhannssyni heitnum, Hi-camp meets lo-fi þar sem bræddar voru saman taktpæl- ingar Sigtryggs við ítalska hrollvekjutónlist frá sjöunda og átt- unda áratugunum sem Jóhann var mjög upptekinn af á þeim tíma. Auk þess spilar hann reglulega á conga trommur með Tómasi R. Einarssyni og hefur komið sér upp vinnuaðstöðu sem hann stefnir að því að geta notað meira. „Þetta starf hérna étur mann bara svolítið lifandi,“ segir Sig- tryggur. Morgunblaðið/Eggert Áskorun „Ég trúi því staðfastlega að loftslagsmálin séu stærsta úrlausnarefni samtímans,“ segir Sigtryggur. Hvernig er formúlan, hvað er trikkið?  Viðskiptaþróun þarf að efla segir Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri Útflutningsmið- stöðvar íslenskrar tónlistar, Útón  Upptökuverkefni lokkuð til landsins  Flugviskubitið tæklað Hjalti Geir Kristjánsson var gerður að heiðursfélaga á aðalfundi Fé- lags húsgagna- og innanhúss- arkitekta, FHI, 29. maí sl. Hjalti hefur unnið ötult starf í þágu fé- lagsins og stéttarinnar í heild, skv. tilkynningu, á langan starfsferil að baki og hefur í gegnum árin unnið markvisst að því að efla greinina og vekja athygli á gildi góðrar hönnunar og samkeppnishæfni ís- lenskrar hönnunar. Hann nam hús- gagnasmíði við Iðnskólann í Reykjavík og hélt svo til Zürich í Sviss að nema húsgagnaarkitektúr og lauk því námi árið 1950. Á heimleið hafði hann viðkomu í Stokkhólmi og gerðist gestanemi í eitt ár við Konstfack-listaskólann og síðan í framhaldi í hálft ár við Columbia-háskólann í New York þar sem hann kynnti sér m.a. fram- leiðslustýringu og nýja tækni við framleiðslu húsgagna. Hjalti var fyrsti formaður FHI og stjórnaði félaginu í níu ár. Morgunblaðið/Hari Heiður Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, formaður FHI, með Hjalta Geir. Gerður að heiðursfélaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.