Morgunblaðið - 05.06.2019, Side 11

Morgunblaðið - 05.06.2019, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2019 „Framkvæmdin er aðkallandi en hefur þurft að bíða,“ segir Guð- mundur Valur Guðmundsson hjá Vegagerðinni. Minnst fimm ár eru í að hafist verði handa um bygg- ingu nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði. Verkefnið var komið framarlega í fram- kvæmdaröð þegar eldgos hófst í Holuhrauni haustið 2014. Umbrotum jafnhliða vaknaði fólk til vitundar um hugsanlega flóðahættu í jökulánum norðan Vatnajökuls. Því var ákveðið að fresta framkvæmdum á Fjöllum og endurskoða öll áform. Hengibrúin yfir Jökulsá sem nú stendur er 102 metra löng og var reist árið 1947. Er því byggð sam- kvæmt forsendum síns tíma, svo sem um þunga ökutækja. Ný brú átti að vera ögn sunnar en sú sem nú stendur – en nú hef- ur verið að fara norðar. Á þeim slóðum er gamall náttúrulegur ár- farvegur sem jökulfljótið myndi þá vætanlega renna í komi til stór- flóða. Nýrri brú yrði þá síður hætt. – En allt hefur sinn tíma, verk- efnið er á öðru tímabili gildandi vegaáætlunar sem nær til áranna 2024-2028 og áætlaður kostnaður um tveir milljarðar króna. sbs@mbl.is Jökulsárbrúin verður að bíða  Framkvæmd á Fjöllum aðkallandi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hringvegurinn Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum var byggð árið 1947 og setur sterkan svip á umhverfi sitt. Nú þarf að byggja nýja brú á öðrum stað. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Yfirbyggt hjólaskýli við Ásgarð, úti- sturta við Sjálandsströnd, aparóla við Hofsstaðaskóla, sjónaukar við Arnarnesvog og ærslabelgur við Álftanesskóla voru meðal þeirra 13 verkefna sem farið verður í á næstu tveimur árum. 2.028 eða 15,4% íbúa Garðabæjar kusu að nýta 100 millj- ónir króna í gegnum verkefnið Betri Garðabær. Niðurstaða rafrænna kosninga meðal íbúa Garðabæjar 15 ára og eldri var kynnt á vef Garða- bæjar, gardabaer.is, í gær. Hulda Hauksdóttir, upplýsinga- stjóri Garðabæjar, segir að Betri Garðabær sé samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til stærri fram- kvæmda. „Þetta er í fyrsta sinn sem Garða- bær fer í þetta lýðræðisverkefni sem jafnframt er þróunarverkefni sem verður þróað áfram með íbúum út frá reynslu, ábendingum og þátt- töku. Önnur sveitarfélög á höfuð- borgarsvæðinu og víðar hafa verið með sambærileg verkefni en með mismunandi úrfærslum,“ segir Hulda sem segir verkefnið hafa farið af stað með kynningarfundi fyrir bæjarbúa 20. mars. Hugmyndasöfn- un hafi staðið yfir frá 14. mars til 1. apríl og hafi 304 hugmyndir borist. Þær hugmyndir fóru fyrir matshóp sem lagði mat á kostnað við hönnun og framkvæmd og stillti upp 27 hug- myndum sem bæjarbúar kusu um 23. maí til 3. júní. „Stefnt er að því að koma verkefn- unum í framkvæmd á næstu tveimur árum. Sumar hugmyndir eru auð- framkvæmanlegar en aðrar þarf jafnvel að hanna og bjóða út,“ segir Hulda og bætir við að sumar hug- myndir sem fram komu hafi þegar verið á framkvæmdaáætlun eins og t.d. körfuboltaspjald í Álftaneslaug og klukka við kaldan pott í Ásgarði. Meðal þess sem kosið var um var sundfatavinda í Álftaneslaug, sjón- aukar við Arnarnesvog, battavöllur og fræðsluskilti við stríðsminjar. Hugmyndir sem ekki rötuðu í kosn- ingu af ýmsum ástæðum eru hunda- fimibraut, listaverk við Hraunholts- læk, útirennivöllur og útisvið á Garðatorgi. Þessi verkefni verða mörg hver skoðuð frekar af bæjar- yfirvöldum og vísað til umfjöllunar nefndar þar sem við á að sögn Huldu. Íbúar völdu aparólu, hjólaskýli og útisturtu  Kosið um 27 tillögur af 304 frá íbúum Garðabæjar Morgunblaðið/Sverrir Gæsaganga Meðal tillagna frá íbúum Garðarbæjar sem þegar eru komnar á framkvæmdaáætlum er merking gangbrauta fyrir gæsir og endur. Kringlan 4-12 | s. 577-7040 Ný Vestmannaeyjaferja, Herjólfur, var afhent Vegagerðinni í Gdynia í Póllandi í gær, en Bergþóra Þor- kelsdóttir fékk ferjuna afhenta fyrir hönd Vegagerðarinnar. Áætlað er að Herjólfur komi til Vestmannaeyja 15. júní næstkomandi og hefji sigl- ingar milli lands og Eyja u.þ.b. hálf- um mánuði síðar. Mun áhöfnin þá hafa reynt skipið og undirbúið það fyrir almennar siglingar með far- þega. Ireneusz Æwirko, eigandi og stjórnarformaður skipasmíðastöðv- arinnar Crist S.A. og Bergþóra und- irrituðu tilheyrandi skjöl vegna af- hendingar ferjunnar og á sama tíma var gengið frá lokagreiðslu og upp- gjöri. Herjólfur ohf. sem annast rekstur siglinga milli lands og Eyja tekur ferjuna á þurrleigu og siglir skipinu heim. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herj- ólfs ohf., tók við skipinu til leigu eftir að Vegagerðin hafði fengið það af- hent. Afhending Herjólfs hefur tafist og í tilkynningu Vegagerðarinnar segir að það sé mikið fagnaðarefni að ferj- an sé nú á heimleið. Nýr Herjólfur ristir grynnra en sá gamli og því þarf ekki að dýpka jafn mikið fyrir nýtt skip. Mun það auðvelda og flýta fyrir dýpkun og mun fækka dögum sem ekki er unnt að sigla í Land- eyjahöfn. jbe@mbl.is Afhending Íslenskur fáni dreginn að húni í nýjum Herjólfi í Póllandi. Herjólfur á heimleið frá Póllandi  Vegagerðin fékk ferjuna afhenta í gær

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.