Morgunblaðið - 05.06.2019, Page 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2019
Hreiður Kalla þurfti til sérútbúinn vinnumann á Laugardalsvelli til að strengja dúk undir hrafnalaup sem þar er. Óttast menn dritregn yfir gesti vallarins nú þegar ungarnir eru komnir á kreik.
Kristinn
Rannsóknir vís-
indamanna benda til
að bjartsýni auki ekki
aðeins vellíðan heldur
lengi lífið og auki lífs-
gæðin. Þeir sem eru
að eðlisfari bjartsýnir
eru betur í stakk bún-
ir til að takast á við
erfiðleika og yfir-
vinna veikindi. Bjart-
sýni, hamingja og vel-
gengni eru systur.
Eitt er öruggt: Sá svartsýni er
ekki líklegur til að grípa tækifærin
þegar þau gefast, annaðhvort vegna
þess að hann sér þau ekki í gegnum
dimmu hugans eða vegna þess að
hann skynjar ekki í bölmóði hvernig
hægt er að nýta möguleikana sem
blasa við.
Sálarangist stjórnarandstöðunnar
braust upp á yfirborðið um leið og
umræða um breytingu á þingsálykt-
un um fjármálastefnu 2018 til 2022
hófst í þingsal í upphafi vikunnar. Í
yfir átta klukkustunda umræðum
hafði stjórnarandstaðan flest á
hornum sér. Samhljómurinn var
hins vegar sérkennilegur. Jafnvel í
sömu ræðunni voru stjórnarand-
stæðingar sammála um að vöxtur
ríkisútgjalda væri bæði of mikill og
of lítill, nauðsynlegt væri að hækka
skatta en kannski lækka þá einnig.
En verst virðist það tæta sálarlífið
þeirra að ríkisstjórnin skuli, í ljósi
breyttrar stöðu í efnahagsmálum,
hafa talið skynsamlegt að endur-
skoða fjármálastefnuna, laga hana
að nýjum veruleika, auka svigrúm
hins opinbera til að létta undir með
heimilum og fyrirtækjum, ýta undir
hagkerfið í stað þess að kreppa að
því með fjármálastefnu sem byggð
er á gömlum upplýs-
ingum.
Umskipti í efnahags-
málum
Fjármálastefnan, sem
lagt er til að verði
breytt, var lögð fram í
desember 2017 og
byggðist á þjóðhagsspá
Hagstofunnar frá því í
nóvember sama ár. Þá
var reiknað með að
hagvöxtur yrði um 2,6%
á þessu ári. Í endur-
skoðaðri spá í febrúar á liðnu ári
var búist við að vöxtur lands-
framleiðslunnar yrði 2,5-2,8% á
næstu árum – mest á yfirstandandi
ári. Á grundvelli þessara upplýsinga
og mats Hagstofunnar á horfum í
efnahagslífinu var fjármálastefnan
samþykkt í mars 2018.
Í þjóðhagsspá í nóvember síðast-
liðnum var enn reiknað með þokka-
legum gangi efnahagsmála. Vöxtur
landsframleiðslunnar yrði um 2,5%
árið 2019 – lítillega minni en spáð
var í febrúar. Á árunum 2020-2024
var gert ráð fyrir um 2,6% árlegum
meðalvexti.
Fyrir fjórum mánuðum endur-
skoðaði Hagstofan þjóðhagsspá
samkvæmt venju. Í febrúar var útlit
fyrir að verg landsframleiðsla
myndi ekki aukast nema um 1,7% á
árinu – nokkru minna en áður hafði
verið gengið út frá og töluvert undir
4,4% meðalvexti síðustu fimm ára.
Og horfurnar breyttust enn til hins
verra. Gjaldþrot Wow og loðnu-
brestur skiptu þar mestu. Hag-
stofan gaf út nýja þjóðhagsspá 10.
maí og umskiptin voru augljós. Um
0,2% samdráttur á þessu ári blasir
við. Allt bendir hins vegar til – sé
rétt á málum haldið – að samdrátt-
urinn sé tímabundinn og þegar á
næsta ári vaxi landsframleiðslan um
allt að 2,6% vegna bata í útflutningi
og fjárfestingu.
Í greinargerð með tillögu til
breytinga á fjármálastefnu er rétti-
lega bent á að orsök samdráttar er
ekki að finna í ákvörðunum sem
teknar hafa verið á vettvangi op-
inberra fjármála. Það þarf hins veg-
ar engan sérfræðing til að átta sig á
því að óbreytt stefna, sem byggir á
forsendum hagvaxtar, felur í sér
hert aðhald ríkisfjármála á þessu og
næsta ári. Slík stefna vinnur ekki
gegn samdrætti heldur þvert á
móti. Það hefði verið fullkomlega
óábyrg stefna í efnahagsmálum að
láta eins og ekkert hefði í skorist.
Þess vegna er lögð til breyting á
fjármálastefnunni svo svigrúm sé til
að bregðast við tímabundinni nið-
ursveiflu.
Birta í fimm herbergi
Af óskiljanlegum ástæðum fer
það fyrir brjóstið á stjórnarandstöð-
unni hversu vel ríkissjóður og efna-
hagslífið allt eru í stakk búin til að
takast á við mótvind. Kannski að
eftirfarandi færi einhverja birtu inn
í fimm þingflokksherbergi sundur-
þykkrar stjórnarandstöðu:
Uppsafnaður afgangur af rík-
issjóði 2014-2018 er um 85 millj-
arðar króna, án óreglulegra liða. Af-
gangurinn er alls 391 milljarður
með óreglulegum liðum.
Skuldir ríkissjóðs hafa lækkað
úr 86% af landsframleiðslu árið
2011 í 28% í lok síðasta árs.
Hrein erlend staða þjóðarbús-
ins er jákvæð um 597 milljarða eða
21% af landsframleiðslu. Umskiptin
eru ótrúleg en árið 2015 var staða
neikvæð um 5% af landsframleiðslu.
Uppsafnaður viðskipta-
afgangur frá 2013 er um 715 millj-
arðar og hefur verið jákvæður um
4,5% af landsframleiðslu á ári að
meðaltali.
Kaupmáttur launa hækkaði um
nær 40% frá 2011 til 2018.
Kaupmáttur ráðstöfunartekna
jókst um 30% frá 2011 til 2017, eftir
mikinn samdrátt á árunum 2009 og
2010.
Jöfnuður innan ríkja OECD er
hvergi meiri en á Íslandi og við
stöndum nokkuð betur að vígi en
aðrar Norðurlandaþjóðir.
Fátækt er hvergi minni og
mun minni en í velferðarríkjum
Noregs, Finnlands og Svíþjóðar.
Ísland er fyrirmyndarhagkerfi
samkvæmt mati Alþjóðaefnahags-
ráðsins. Á mælikvarða „Inclusive
Development Index“, sem mælir
ekki aðeins hagvöxt heldur ýmsa fé-
lagslega þætti og hvernig ríkjum
tekst að láta sem flesta njóta efna-
hagslegs ávinnings og framfara og
tryggja jöfnuð milli kynslóða, er Ís-
land í öðru sæti fast á eftir Noregi.
Tíunda árið í röð eru Íslend-
ingar leiðandi meðal þjóða í jafn-
réttismálum samkvæmt skýrslu Al-
þjóðaefnahagsráðsins.
Í átta ár hefur verið stöðugur
hagvöxtur og landsframleiðslan hef-
ur aukist um þriðjung.
Ekki hlaupið undan
Allt þetta eru þættir sem lýsa
styrkleikum íslensks samfélags og
efnahagslífs. Auðvitað er hægt að
benda á fleiri atriði s.s. að á Íslandi
eru greidd önnur hæstu meðallaun
ríkja OECD og að verðbólga hefur á
síðustu fimm árum ekki farið yfir
3%. Heimili og fyrirtæki hafa byggt
upp sparnað og dregið verulega úr
skuldsetningu. Þau hafa lagfært
eigin efnahagsreikninga og eru eins
og Seðlabankinn bendir á í Peninga-
málum, mun betur í stakk búin til
að takast á við efnahagsáföll. Í
svartsýniskasti á stjórnarandstaðan
erfitt með að skynja þessa góðu
stöðu.
Þrátt fyrir allt er ástæða til bjart-
sýni þó gefi á bátinn. En bjartsýni
kemur ekki í veg fyrir raunsæi og
fyrirhyggju. Endurskoðun fjármála-
stefnunnar sýnir að ríkisstjórnin
hleypur ekki undan áskorunum sem
glíma þarf við vegna tímabundins
samdráttar. Í eldhúsdagsumræðum
í síðustu viku vék ég hins vegar að
þeim tækifærum sem fylgja glím-
unni:
„Við þurfum sameiginlega að
gera auknar kröfur til ríkisstofnana
og ríkisfyrirtækja um hagkvæman
rekstur, skilvirka og góða þjónustu,
að farið sé betur með sameiginlega
fjármuni. Lækkun tekjuskatts ein-
staklinga er skynsamleg og hleypir
auknu súrefni inn í efnahagslífið.
Hið sama á við um lækkun skatta á
fyrirtæki. Slakann í hagkerfinu á að
nota fyrir ríkið til að ráðast í arð-
bærar fjárfestingar og fjármagna
m.a. með því að umbreyta eignum í
samfélagslega innviði og leggja
grunn að nýju hagvaxtartímabili.“
Kannski er það of mikil bjartsýni
af minni hálfu að telja það raunhæft
að stjórn og stjórnarandstaða geti
sameinast um að stökkva á þessi
tækifæri.
Eftir Óla Björn
Kárason » Af óskiljanlegum
ástæðum fer það
fyrir brjóstið á stjórn-
arandstöðunni hversu
vel ríkissjóður er í stakk
búinn til að takast á við
mótvind.
Óli Björn Kárason
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins.
Bjartsýni eða bölmóður