Morgunblaðið - 05.06.2019, Side 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2019
✝ Guðjón ValurBjörnsson
fæddist 3. ágúst
1938 í Sjávarborg á
Þórarinsstaða-
eyrum í Seyðis-
fjarðarhreppi.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu á Eskifirði 25.
maí 2019.
Foreldrar Guð-
jóns voru Grímlaug
Margrét Guðjónsdóttir og
Björn Björnsson. Guðjón átti 15
systkini og kvaddi þeirra síð-
astur. Eftirlifandi maki Guð-
jóns er Auður Valdimarsdóttir
frá Eskifirði, f. 1936. Foreldrar
hennar voru Eva Pétursdóttir
og Valdimar Ásmundsson.
1961. Hann stundaði sjó-
mennsku fyrr á árum, var vél-
stjóri á bátum frá Eskifirði og
Neskaupstað, netagerðar-
maður og verkamaður en gerð-
ist kennari við Grunnskóla
Eskifjarðar árið 1969 og var
yfirkennari þar frá 1980 þar til
hann lét af störfum. Hann var
jafnframt bókavörður um tíma
við Bæjar- og héraðsbókasafn
Eskifjarðar. Hann sat í hrepps-
nefnd og í bæjarstjórn og átti
sæti í fjölda nefnda á vegum
Eskifjarðarbæjar. Hann sat í
stjórn UMF Austra um árabil
og sinnti þar jafnframt for-
mennsku. Hann var formaður
sjómannadeildar Verkamanna-
félagsins Árvakurs frá stofnun
þess til ársins 1975. Hann var
alla tíð virkur þátttakandi í
starfi Alþýðubandalagsins og
Vinstri grænna.
Guðjón verður jarðsunginn
frá Eskifjarðarkirkju í dag, 5.
júní 2019, og hefst athöfnin
klukkan 14.
Dætur Guðjóns
og Auðar eru: 1)
Margrét, f. 1963,
maki Bjarni Gnýr
Hjarðar, f. 1964.
Börn: Auður Ýr, f.
1988, og Unnur
Helga, f. 1990. 2)
Fjóla, f. 1966, maki
Þorsteinn Sigurðs-
son, f. 1964. Börn:
Hafþór Óli, f. 1991,
og Heiðdís Vala, f.
1997. 3) Eva Vala, f. 1969, maki
Bergur Þór Ingólfsson, f. 1969.
Börn: Nína Rún, f. 1990, Urður,
f. 1995, Áróra, f. 1998, og Em-
ilía, f. 2003.
Guðjón gekk í Alþýðuskól-
ann á Eiðum og tók minna mót-
orvélstjórapróf á Eskifirði
Tengdafaðir okkar er fallinn
frá á 81. aldursári. Guðjóni
kynntumst við á níunda áratug
síðustu aldar þegar við stigum í
vænginn við dætur hans. Auður
og Guðjón tóku okkur strax vel
og hefur vinskapurinn haldist
alla tíð síðan.
Guðjón var hjartahlýr maður
sem ekkert illt mátti sjá og
fylgdist hann vel með fjölskyldu
sinni og vinum. Lítt var hann
spjallgjarn í síma eða á sam-
félagsmiðlum, en þar naut hann
þess að Auður hélt honum upp-
lýstum.
Hann hafði skýrar pólitískar
skoðanir sem hann lá ekkert á,
sem var eitt það fyrsta sem við
tókum eftir þegar við fórum að
verða tíðir gestir í Bleiksárhlíð-
inni. Hann var ákafur vinstri-
maður og einhver hefur eflaust
kallað hann lenínista. Fyrir
okkur, sem aldir vorum upp á
heimili þar sem stjórnmál voru
sjaldnast rædd löngum stund-
um, gátu þetta orðið áhugaverð-
ar einræður og oft gaman að
hlusta. Ef einhver náði að skjóta
inn spurningu um hvort hægri-
menn væru nú alslæmir eins og
hann lýsti þeirra gjörðum var
gefið að fyrirlestrinum var ekki
lokið.
Garður Guðjóns og Auðar er
með eindæmum fallegur og vel
hirtur og kom vart sá dagur sem
þau unnu ekki í honum, frá vori
til hausts, og sá Guðjón til þess
að grasið var alltaf nýslegið.
Dætur þeirra minnast þess vel
hversu duglegur hann var við
sláttinn, sérstaklega fyrir allar
aldir um helgar þegar þær höfðu
hugsað sér að sofa aðeins fram
eftir.
Margar hlýjar minningar
koma í kollinn á kveðjustund.
Við deildum því að okkar lið í
boltanum er Liverpool og
ógleymanleg er pílagrímsferð
okkar fyrir nokkrum árum að
sjá heimaleik á Anfield. Guðjón
hefði orðið stoltur af sínu liði um
síðustu helgi þegar það vann
Meistaradeildina.
Margar góðar samverustund-
ir áttum við saman í gegnum tíð-
ina en síðasta árið var óvenju
viðburðaríkt. Spánarferðin síð-
asta sumar með öllum dætrun-
um og tengdasonum var ógleym-
anleg.
Í sólinni og hitanum var Guð-
jón á heimavelli og naut hann
þess að sitja undir brennandi
sólargeislunum meðan aðrir
sóttu í skugga.
Glatt var á hjalla þegar við
fögnuðum 80 ára afmæli Guð-
jóns í ágúst. Hann vildi ekkert
tilstand á þeim tímamótum en
Auður og dæturnar voru á öðru
máli og hann fékk því engu ráðið
og slegið upp veislu í garðinum í
Bleiksárhlíðinni. Hann var
ánægður með þá helgi og þakk-
látur stelpunum sínum fyrir að
taka af skarið. Síðustu jól áttum
við líka yndislegar stundir sam-
an öll stórfjölskyldan í Borgar-
firði.
Fjöll
Mín fjöll eru blá
mín fjöll eru hvít
lífsins fjöll
við dauðans haf.
Mín fjöll
eru sannleikans fjöll
blátt grjót
hvítur snjór.
Mín fjöll standa
þegar lygin hrynur
mín bláu fjöll
mín hvítu fjöll.
(Jóhannes úr Kötlum)
Allar þessar minningar ylja á
kveðjustund, hafðu þökk fyrir
allt.
Þínir tengdasynir,
Bjarni Gnýr Hjarðar,
Þorsteinn Sigurðsson.
Tengdafaðir minn, Guðjón
Valur Björnsson, lést að morgni
laugardagsins 25. maí 2019, eftir
að hafa slegið sinn síðasta gras-
topp. Þau hjónin, Auður og Guð-
jón, hafa ávallt lagt mikla alúð í
garðinn sinn, vel ræktaðan og
fagran. Ekki var sama hvernig
grasið var slegið í þeim garði.
Þversum var eyðilegging.
Langsum var aftur á móti tign-
arlegt. Leikvangur knattspyrnu-
liðsins Liverpool á Englandi,
hinn helgi staður Anfield, var
viðmiðunin. Guðjón slökkti á
sláttuvélinni þennan morgun,
gekk inn í þvottahús og dó. Hinn
slyngi sláttumaður mætti jafn-
ingja sínum á Eskifirði þann
laugardag í maí og augljóst er
hvors ljár var skarpari.
Guðjón var sósíalisti. Strá á
meðal stráa. Blóm á meðal
blóma. Hann trúði því að hver
rós hefði sinn ljóma. Að hvert
gras hefði tilgang í túninu og sló
hann hvert þeirra jafnt. Hann
ólst upp við fátæklegar aðstæð-
ur á miðri síðustu öld og kom
sér upp hörkulegum talsmáta
sem ræðumaður til að ögra
ríkjandi gildum sem flest gengu
út á að halda niðri skapandi
hugsun alþýðunnar.
Guðjón var ekki gallalaus,
frekar en við öll hin, sem göng-
um á þessari jörð. En hann elsk-
aði. Það fór ekki framhjá nein-
um sem hann þekkti. Hann
elskaði fjölskyldu sína og var
ástríðufullur í þeirri pólitík sem
hann barðist fyrir. Innra með
honum ólgaði kraftur til að gefa
af sér og gera gagn. Stundum
leit út fyrir að elska hans væri
ofviða manni af hans kynslóð.
Ekki veit ég hvort tengdafað-
ir minn hefði verið ánægður með
að kveðjuorð til hans birtust í
Morgunblaðinu. Sjálfur hefði
hann aldrei lesið þau. Hann las
ekki Moggann. Bæði vegna þess
að honum var ofviða að horfa
upp á allt þetta látna fólk í
minningargreinunum en ekki
síður vegna þess að helvítis auð-
valdið hefur átt þar skjól í yfir
hundrað ár, að hans eigin sögn.
Við berum öll þá siðferðislegu
skyldu að blómstra. Við berum
þá skyldu að gera okkar besta til
að vaxa að dyggðum og viti fyrir
afkomendur okkar. Slíkt verður
ekki framkvæmt nema með
elsku. Við sem stóðum Guðjóni
Vali Björnssyni næst vitum að
hann elskaði. Við erum þakklát
fyrir baráttu hans. Við erum
þakklát fyrir að hafa fengið að
vera í nánd við hann. Minningin
um hann ber angan af nýslegnu
grasi í fögrum garði.
Bergur Þór Ingólfsson.
Elsku afi okkar. Þú fórst svo
hratt frá okkur að við náðum
ekki að kveðja en við trúum því
að þessi kveðja muni berast þér
sama hvar þú ert.
Það sem er efst í huga okkar
er þakklæti. Við erum þakklát
fyrir allt það sem þú hefur kennt
okkur. Þú kenndir okkur að
bera virðingu fyrir náttúrunni,
að það passi alltaf að hafa kart-
öflur í matinn og að Hólmatind-
ur sé fallegasta fjall í heimi.
Þú kenndir okkur að reima
skóna, læra á klukkuna og að
leggja saman tvo og tvo. Um-
fram allt kenndir þú okkur að
hafa trú á okkur sjálfum. Við er-
um þakklát fyrir alla þá ást sem
þú gafst okkur, sú ást er
ómetanleg. Við erum þakklát
fyrir allar sögurnar sem þú
sagðir okkur, sem og allan hlát-
urinn sem við deildum saman.
Takk fyrir alla þúsundkallana
sem þú gafst okkur fyrir það eitt
að halda með Liverpool í ensku
deildinni, Þýskalandi í heims-
meistarakeppninni og fyrir það
að raka garðinn (sem við gerð-
um aldrei nógu vel).
Takk fyrir veiðiferðirnar út á
bryggju, takk fyrir göngurnar
um fjöll og fjörur og takk fyrir
að leyfa okkur aldrei að vinna í
spilum og virkja í okkur keppn-
isskapið. Takk fyrir allt.
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(Bjarni Jónsson frá Gröf)
Við munum sjá til þess að
minningin um þig lifi, því þú átt
það svo sannarlega skilið. Bless
afi, við elskum þig og við vitum
að þú elskaðir okkur til síðasta
andardráttar.
Þín barnabörn
Auður Ýr Bjarnadóttir
Hjarðar, Áróra Bergsdóttir,
Emilía Bergsdóttir, Hafþór
Óli Þorsteinsson, Heiðdís
Vala Þorsteinsdóttir, Nína
Rún Bergsdóttir, Unnur
Helga Bjarnadóttir Hjarð-
ar, Urður Bergsdóttir.
Einhver altryggasti og ein-
lægasti sósíalistinn á Eskifirði
er fallinn frá, einn þeirra bar-
áttuglöðu þar í sveit, afbragðs-
góður félagi og hæfileikaríkur
um leið. Honum var alltaf hægt
að treysta í hvívetna, enda var
Guðjón enginn já-maður, sagði
álit sitt hispurslaust og ákveðið
á hverju einu, alltaf tilbúinn til
rökræðna um þjóðmálin, tals-
maður jafnaðar umfram allt.
Eskifjörður var löngum eitt
hið bezta athvarf sósíalismans á
Austurlandi, svo ekki var verra
fyrir þá sem þar voru fyrir að fá
til liðs vaskan ungan Seyðfirðing
sem festi ráð sitt þar með einni
af eðaldætrum staðarins og lét
strax til sín taka í straumiðu
stjórnmálanna þar og var þar í
forystu lengi, s.s. í bæjarstjórn
og mörgu öðru ótöldu.
Guðjón var með vélstjórapróf
upp á vasann og þótti afar vel
fær í því fagi, sjómaður af beztu
gerð, hraustur vel og ágætlega
liðtækur til hvaða verks sem
var. En honum var ætlað annað
hlutverk á Eskifirði og kennslan
varð hans aðalstarf og þar var
hann sami snillingurinn. Með
greind sinni, dáðríkum dugnaði
og alls konar dýrmætum nám-
skeiðum vann hann sig upp í það
að verða aðstoðarskólastjóri og
það sem enn meira var um vert,
honum fórst kennslan svo vel úr
hendi sem frekast mátti verða
og varð hinn vinsælasti og vel
látinn af nemendum sínum og
Eskfirðingum yfirleitt. Guðjón
lét strax til sín taka í bæjar-
málum á Eskifirði og var þar
lengi í forystu fremst. Hann var
einarður, hreinn og beinn og
heiðarlegur.
Hann var árum saman bæj-
arfulltrúi og átti sinn ríka þátt í
því hversu vel Alþýðubandalag-
inu farnaðist þar á áhrifaárum
hans.
Hann var svo einn þeirra fé-
laga minna á Austurlandi sem
mér þótti vænst um, því atfylgi
átti ég þar öruggt og glögg-
skyggn var hann á samfélagið,
ekki aðeins á Eskifirði heldur og
á sínum gamla heimastað sem
hann unni mjög alla tíð. Guðjón
var einn þeirra sem maður
treysti á um trúverðugust svör
um það hversu frammistaða
manns væri, næmur á hvaðeina,
reynsla hans og þekking í hví-
vetna dýrmæt. En bezt kunni ég
að meta einlægni hans og hrein-
skilni, vinátta hans vermdi svo
sannarlega og athugasemdir
hans komu svo að hinum dýr-
mætustu notum í mínu erilsama
starfi.
Guðjón var mikill heimilis-
maður, eignaðist einkar góðan
lífsförunaut þar sem hún Auður
var, þessi brosmilda, greinda og
hjartahlýja kona. Á betra varð
ekki kosið. Dæturnar þrjár verð-
skuldað eftirlæti þeirra, enda af-
ar vel gerðar. Þeim sendum við
Hanna einlægustu samúðar-
kveðjur.
Með Guðjóni er fallinn frá
einhver ötulasti og sannasti boð-
beri félagshyggjunnar á Austur-
landi og einn þeirra sem verð-
skuldar þökk mína allra helzt.
Megi minning hans mæt og góð
lifa og verma hans nánustu nú á
sorgarstund. Far vel, félagi, og
vinur.
Helgi Seljan.
Elsku vinur, ekki grunaði mig
þegar við kvöddumst í apríl að
það yrði okkar hinsta kveðja.
Þegar Atli bróðir hringdi og
sagði mér að þú værir dáinn brá
mér verulega, þessari frétt átti
ég ekki von á, samt við nánari
umhugsun þá var þetta einhvern
veginn alveg eins og þú varst
„ekkert helv. slór, bara drífa
þetta af“.
Ég man þegar ég hitti þig
fyrst, lítill pjakkur í heimsókn
hjá ömmu og afa, þú og Auða
frænka voruð að draga ykkur
saman. Mér þótti mjög gaman
að stríða ykkur með „Auða og
Guji eru hjón, óttalega mikil
flón“ þú þóttist verða reiður, elt-
ir mig um allan garðinn og þeg-
ar þú náðir mér þá sagðir þú:
„Ætlar þú að hætta að stríða
mér strákur?“ slepptir síðan og
þá hélt leikurinn áfram. Á þess-
um tíma varstu alltaf svo rosa-
lega flott greiddur með svona
Elvis Presley-bylgju, ég reyndi
mikið að líkja eftir henni en án
árangurs.
Seinna þegar þið Auða voruð
byrjuð að búa passaði ég oft hjá
ykkur þegar þið fóruð á manna-
mót. Ég man hvað mér þótti
þægilegt að passa hjá ykkur,
góðar kökur, stelpurnar þægar
(yfirleitt) og nóg af dönskum
Andrésar Andar-blöðum. Þegar
þið komuð heim af balli varst þú
í góðum gír (yfirleitt), nema ef
pólitík hafði borið á góma á ball-
inu, þá varst þú kannski stund-
um óþægilega hávær. Ekki
skildi ég á þeim tíma hvers
vegna þú varst að argaþrasast
út í einhverja gamla kalla á al-
þingi sem þú varst ekki sam-
mála, en skildi síðar að þar réð
réttlætiskennd þín ferðinni og
sterk samkennd með þeim sem
minna höfðu úr að moða.
Þegar þú rerir á Eldingu,
trillunni hans Valda afa, fór ég
með þér í róður. Ekki var nú
fiskiríið neitt svakalega mikið en
túrinn breyttist í ágætis skytter-
ístúr, og komum í land með mun
fleiri svartfugla en þorska.
Mörgum árum síðar komst þú
með mér sem háseti í rækjutúr á
Eskfirðingi og fiskaðist vel, þú
varst hamhleypa til vinnu og
undruðust strákarnir hvað þessi
gamli kall væri duglegur, líka
hvað þú værir klár að spila kas-
ínu, „kallinn vinnur bara alltaf“.
Að veiða rjúpu var í uppáhaldi
hjá þér og fóruð þið Atli oft
saman, ég fór nokkrum sinnum
með ykkur og eru minningarnar
úr þessum veiðiferðum ljúfar.
Fyrir nokkrum árum fórum við
á veiðar, þú, Atli, Unnur og ég,
við sáum stóran hóp í töluverðri
fjarlægð, skari var ofan á snjón-
um sem brotnaði með hávaða ef
ekki var stigið varlega niður. Við
reyndum að læðast sem hljóð-
legast, öll nema þú, veiðieðlið og
ákafinn var svo mikill að þú
máttir ekkert vera að því, enda
hávaðinn eftir því, Atli reyndi að
hægja á þér og sagði „Hægðu á
þér kall, þú ert eins og fíll í
postulínsbúð“, ekki varstu
ánægður og tautaðir: „Komuð
þið alla þessa leið til að horfa á
þessar helv. rjúpur, eða til að
veiða þær?“
Elsku vinur, nú þegar þú ert
farinn á ég eftir minningar um
góðan, skemmtilegan, hjálpfús-
an, fljótfæran og duglegan vin,
sem svo heppilega vildi til að
hélt alla tíð upp á Liverpool í
enska boltanum.
Minningar merla á lífsins braut,
við mánaskin.
Drottinn þakkar þá hann hlaut,
þig sem vin.
Elsku Auða, dætur og fjöl-
skyldur hugur minn er hjá ykk-
ur.
Valdimar Aðalsteinsson.
Menn setur hljóða þegar
fréttir berast af andláti fyrrver-
andi samstarfsmanns til margra
ára.
Þannig var með okkur laug-
ardaginn 25. maí þegar fréttir
bárust af skyndilegu andláti
Guðjóns.
Eftir að hann lauk störfum
við skólann urðu samskipti okk-
ar minni og strjálli en áður eins
og svo algengt er. En alltaf þeg-
ar við hittumst var hann ánægð-
ur með lífið og vildi vita hvernig
starfið í skólanum gengi.
Hann hóf kennslu við skólann
1969 og það eru því margir nem-
endur og starfsmenn sem hafa
notið leiðsagnar hans á þeim
þrjátíu og fjórum árum sem
hann starfaði þar. Hann náði vel
til nemendanna og naut virðing-
ar þeirra alla tíð og víst er að
þeir minnast hans með hlýju.
Þegar við komum til starfa við
Grunnskólann á Eskifirði 1996
var Guðjón aðstoðarskólastjóri
og var svo þar til hann ákvað að
nóg væri komið árið 2003 og
naut þess þá að fara á eftirlaun.
Á þessum sjö árum sem við unn-
um þarna saman voru þær æði
margar stundirnar og samtölin
sem koma upp í hugann. Við
settumst gjarnan niður að lok-
inni kennslu á daginn þar sem
dagsverkið var krufið og lagðar
línur fyrir næstu daga. Þá var
gott að hafa reynslu hans og
þekkingu til að byggja ákvarð-
anir á. Skoðanir okkar á lands-
málum fóru ekki alltaf saman en
það breytti aldrei viðmóti hans
til okkar. Við vorum sammála
um að þarna gætum við verið
ósammála. Þegar kom að þeim
málum sem snerti okkar nær-
umhverfi, skólamálin og málefni
bæjarins, var auðvelt að verða
sammála. Guðjón hafði afar
sterkar skoðanir á flestum mál-
um og það duldist engum sem
kynntist honum að þar fór mikill
sósíalisti. Hann lá sjaldnast á
sínum skoðunum enda hafði
hann verið valinn til forystu í
bæjarmálum áður fyrr.
Eitt það fyrsta sem vakti at-
hygli okkar við kynnin af Guð-
jóni var hve mikinn áhuga hann
hafði á ræktun ýmiskonar. Vorið
var sannarlega í nánd, þótt lóan
væri ekki alltaf komin, þegar
hann sagðist hafa verið úti í
kartöflugarði að stinga upp. Það
var að hans mati mælikvarði á
líkamlegt ástand ef hann gat
stungið upp garðinn án hvíldar
eins og hann gerði alla þá tíð
sem við fylgdumst með. Garð-
urinn heima hjá þeim hjónum
bar líka vitni um natni þeirra og
alúð enda fengu þau ótaldar við-
urkenningar fyrir fallegan garð
sem vissulega er bæjarprýði.
Ekki má heldur gleyma þætti
þeirra hjóna í skógrækt því þau
komu á árlegri gróðursetningu
skólanemenda í Kolabotnum,
þar sem er í dag orðinn dágóður
vísir að skógi þótt vissulega
mætti skipuleggja það svæði
betur. Þessu starfi stýrði Auður
af mikilli röggsemi og vill það
oft gleymast.
Nú þegar lífsgöngu Guðjóns
er lokið þökkum við fyrir þær
góðu stundir sem við áttum með
honum og sendum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur til Auðar
og dætranna þriggja og fjöl-
skyldna þeirra og biðjum guð
um að veita þeim styrk á erf-
iðum stundum.
Hvíl í friði, góði vinur.
Hilmar og Halldóra.
Guðjón Valur
Björnsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
FRÍÐA ÞORSTEINSDÓTTIR,
Vestri-Leirárgörðum,
lést föstudaginn 31. maí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Klara Njálsdóttir Guðmundur Hermannsson
Þórdís Njálsdóttir
Marteinn Njálsson Dóra L. Hjartardóttir
Steinunn Njálsdóttir Guðjón Sigurðsson
Sveinbjörn Markús Njálsson Guðbjörg Vésteinsdóttir
Hjalti Njálsson Valdís Valdimarsdóttir
Smári Njálsson Ólöf Guðmundsdóttir
Kristín Njálsdóttir
Sæunn Njálsdóttir