Morgunblaðið - 05.06.2019, Síða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2019
✝ Trausti Sig-urðsson fædd-
ist 14. desember
1932 í Vestmann-
eyjum. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 22. maí
2019.
Foreldrar hans
voru Sigurður Sig-
urðsson járn-
smíðameistari, f.
11.5. 1889 í Kirkju-
landshjáleigu í Austur-
Landeyjum, d. 24.4. 1974, og
Anna Gíslína Gísladóttir, f. 6.7.
1898 á Kaðlastöðum, Stokks-
eyri, d. 11.11. 1984.
Systkini sammæðra: Sigur-
þór Margeirson, f. 27.10. 1925,
d. 22.8. 2002, Guðrún Margeirs-
dóttir, f. 25.8. 1929. Alsystir:
Brynja, f. 20.6. 1934, d. 23.11.
2011.
Trausti giftist 30.8. 1960 Her-
borgu Sigurðsson, f. Hansen,
frá Nólsoy í Færeyjum, f. 16.1.
Baldur, f. 15.2. 1986, Eiríkur, f.
29.7. 1989, Auðunn, f. 22.4.
1992, og Björn Teitur, f. 17.2.
2000. Barnabörn þeirra eru
þrjú. Björn á dóttur úr fyrri
sambúð, Hjördísi, f. 2.11. 1983.
3) Sóley, f. 3.1. 1965, búsett á
Skálatúnsheimilinu í Mos-
fellsbæ.
Trausti ólst upp í Vestmanna-
eyjum og var alltaf kenndur við
Hæli, sem var æskuheimili
hans. Hann var í sveit á Stokks-
eyri í sjö sumur. Trausti lauk
vélstjóraprófi Fiskifélags Ís-
lands 1950 og stýrimannaprófi
frá Stýrimannaskólanum í
Reykjavík 1954.
Trausti var á sjónum í 23 ár á
ýmsum bátum, bæði sem háseti,
vélstjóri, stýrimaður og skip-
stjóri. Eftir gos vann hann á bif-
reiðaverkstæðinu Hafrafelli, hjá
bróður sínum í nokkur ár. Hann
fór síðan að vinna í Álverinu í
Straumsvík. Hann hafði unnið
þar í 20 ár þegar hann fór á eft-
irlaun.
Útförin fer fram frá Ás-
kirkju, í dag, 5. júní 2019,
klukkan 13.
1935. Hún er dóttir
Hans Edvard Han-
sen kaupmanns, f.
2.10. 1902, d. 18.12.
1982, og Anna
Chathrine Sofie,
fædd Thomsen, f.
7.8. 1904, d. 25.8.
1961.
Trausti og Her-
borg áttu fyrst
heimili á Brimhóla-
braut 5 í Vest-
mannaeyjum. Þau fluttu til
Reykjavíkur í eldgosinu 1973 og
hafa búið þar síðan.
Börn Trausta og Herborgar
eru: 1) Soffía, f. 7.1. 1961, bú-
sett í Reykjavík, gift Skúla
Bergmann. Börn þeirra eru:
Guðrún, f. 24.2. 1983, Trausti, f.
8.10. 1986, Bergur, f. 14.12.
1989, og Brynjar, f. 2.5. 1994.
Barnabörnin eru sex. 2) Bára
Traustadóttir, f. 2.7. 1963, bú-
sett í Nólsoy í Færeyjum, gift
Birni Elísyni. Börn þeirra eru:
Í dag kveð ég yndislega afa
minn. Afi var einstaklega ljúfur
og góður maður. Afi var fæddur
og uppalinn í Vestmannaeyjum
og elskaði nálægðina við sjóinn.
Hann var mikil áhugamaður um
báta, skip og fuglalíf. Hann fór í
marga rúnta niður á bryggju til
þess að sýna okkur barnabörn-
unum skipin. Eins fórum við í
margar fjöruferðir þar sem afi
var fremstur í flokki og sýndi
okkur allt dýraríkið í fjörunni.
Ég man sérstaklega eftir einni
fjöruferðinni þar sem við fund-
um hvorki skeljar, kuðunga né
marflær heldur fullt af golfkúl-
um, við tíndum þær úr fjörunni
og fórum stolt með þær heim.
Þegar ég var í fyrsta bekk
átti ég það til að gleyma mér á
leiðinni í skólann og var pínu
sein í tíma. Ég gisti því oft hjá
afa og ömmu á Eyjabakkanum
og komst þá á réttum tíma í
skólann. Afi hjálpaði mér við
heimalesturinn, þegar það var
búið sagði afi mér sögur og svo
sungum við saman úr Vísnabók-
inni.
Afi átti alltaf lakkrískonfekt
uppi í skáp í stofunni eða í vas-
anum þegar hann kom í heim-
sókn sem hann gaf barnabörn-
um og barnabarnabörnum.
Amma var ekkert sérstaklega
hrifin af því þegar hann gaukaði
þessu að börnunum en hann
gerði það samt.
Ég er svo þakklát fyrir að
hafa fengið að eiga svona góðan
og yndislegan afa.
Elsku Trausti afi, minningin
um þig mun lifa áfram í hjarta
mínu um ókomna tíð. Nú kveð
ég þig með þessu kvæði sem þú
fórst svo oft með fyrir mig:
Krumminn á skjánum,
kallar hann inn:
gef mér bita’af borði þínu,
bóndi minn!
Bóndi svarar býsna reiður:
Burtu farðu, krummi leiður.
Líst mér að þér lítill heiður,
ljótur ertu’ á tánum,
Krumminn á skjánum.
(Jón Thoroddsen)
Þín afastelpa,
Guðrún Bergmann.
Trausti Sigurðsson
✝ Þórólfur Jóns-son fæddist á
Hóli á Melrakka-
sléttu í Norður-
Þingeyjarsýslu 17.
ágúst 1923 og ólst
upp á Húsavík.
Hann lést á Land-
spítalanum í
Reykjavík 26. maí
2019.
Foreldrar hans
voru Jón Haukur
Jónsson, f. 11.11. 1893, d. 25.2.
1987 á Ljótsstöðum í Laxárdal,
verslunarmaður hjá Kaupfélagi
Þingeyinga á Húsavík, og kona
hans Guðrún Guðnadóttir, f.
18.12. 1897,28.3. 1987 á Hóli á
Melrakkasléttu, húsmóðir á
Húsavík.
Systkini Þórólfs: 1) Þormóður
Jónsson, f. 28.3. 1918, d. 15.4.
2008, kvæntur Þuríði Hólmfríði
Sigurjónsdóttur, f. 29.10. 1914,
d. 1.5. 2006, 2) Guðný Jónsdóttir,
f.10.2. 1929, d. 13.7. 2013, gift
Eysteini Tryggvasyni, f. 19.7.
1924, 3) Ingimundur Jónsson, f.
21.9. 1935, kvæntur Arnheiði
Eggertsdóttur, f.17.5. 1937.
Hinn 8. ágúst 1945 kvæntist
Þórólfur Guðnýju Laxdal, f.
ólfsdóttir, f. 9.2. 1958, gift Gunn-
laugi Nielsen, f. 19.6. 1953, d.
22.1. 2010, þeirra börn d) Guðný
Nielsen, f. 13.8. 1979, gift Andra
Val Ívarssyni, f. 4.9. 1980, e)
Þórólfur Nielsen, f. 7.6. 1981,
sambýliskona Lára Hannes-
dóttir, f. 19.9. 19 dætur þeirra
eru Heiða Nielsen, f. 4.4. 2013,
og Emma Ingibjörg Nielsen, f.
11.10. 2015, f) Þorsteinn Jökull
Nielsen, f. 30.12. 1990, sambýlis-
kona Sarah Parisotto, f. 23.4.
1996.
Þórólfur var í Héraðsskól-
anum á Laugum í Reykjadal
1940-1942, þá lá leiðin til
Reykjavíkur í Samvinnuskól-
ann, þaðan sem hann útskrif-
aðist 1944. Það sama ár hóf
hann starf sem aðalbókari hjá
Rafmagnsveitum ríkisins, þar
sem hann vann allan sinn starfs-
aldur, í 50 ár, allt til ársins 1994.
Þórólfur gegndi trúnaðar-
störfum fyrir ýmis aðildarfélög
innan BSRB og í nefndum hjá
RARIK. Hann var söngvari góð-
ur og var í RARIK -kórnum í
mörg ár.
Þórólfur og Guðný bjuggu
lengst af í Drápuhlíð 35 og þar
bjó hann einn frá andláti hennar
þar til í apríl síðastliðnum.
Þórólfur verður jarðsunginn
frá Háteigskirkju í dag, 5. júní
2019, klukkan 15.
13.12. 1925 í Tungu
á Svalbarðsströnd í
Eyjafirði og ólst
upp í Meðalheimi í
sömu sveit, d. 29.9.
2006. Foreldrar
hennar voru Jón
Laxdal, f. 2.11.
1898, d. 4.9. 1992,
bóndi í Meðalheimi
á Svalbarðsströnd
og kona hans,
Hulda Jónsdóttir
Laxdal, f. 26.4. 1905, d. 26.1.
1989, húsmóðir í Meðalheimi.
Börn Þórólfs og Guðnýjar: 1)
Ingvar Þórólfsson, f. 14.6. 1945,
d. 12.11. 1961, 2) Hulda Guðrún
Þórólfsdóttir, f. 26.1. 1945, gift
Viktori Magnússyni, f. 12.5.
1944, d. 29.8. 2000, dóttir þeirra
a) Sonja Viktorsdóttir, f. 21.8.
1971, sambýlismaður Guðni Sig-
urðsson, f. 4.7. 1964, 3) Haukur
Þórólfsson, f. 12.8. 1952, synir
hans og fyrrverandi eiginkonu,
Ulrike Krieger, f. 10.2. 1957, b)
Ingvar Krieger Hauksson, f.
21.9. 1986, c) Rúnar Krieger
Hauksson, f. 15.9. 1988, 4) Anna
Laxdal Þórólfsdóttir, f. 13.1.
1956, gift Elfari Bjarnasyni, f.
8.3. 1960, 5) Friðný Heiða Þór-
Minningarnar streyma fram.
Ég lítil stelpa í Drápuhlíðinni, all-
ir krakkar úti að leika, foreldrarn-
ir að kalla á okkur inn í mat eða í
háttinn. Ferðalög á sumrin, norð-
ur í land að heimsækja ömmur,
afa, frændur og frænkur og tjald-
ferðalög.
Orðin stálpuð í Galtalæk um
verslunarmannahelgi að dansa við
pabba á pallinum. Svo var það
Hraunflöt, toppurinn á tilverunni.
Þangað fórum við á hverju sumri,
fjölskyldan, ásamt vinafólki, síðar
mamma og pabbi með börn,
tengdabörn og barnabörn. Gengið
á Grákúlu, veitt í Selvallavatni,
ferðast um fallega Snæfellsnesið,
farið í Hólminn í sund, en á
Hraunflöt var hvorki rennandi
vatn né rafmagn. Okkur krökkun-
um þótti spennandi að fara með
pabba að sækja vatn í lækinn.
Eldað var á tveimur litlum gas-
hellum fyrir allan hópinn og oftar
en ekki var silungur, sem við
veiddum sjálf, á borðum.
Mig minnir líka að alltaf hafi
verið sól á Hraunflöt. Þegar
kvöldaði klifruðum við börnin upp
í koju, pabbi greip gítarinn og síð-
an var sungið. Ábyggilega sungið
líka lengi eftir að við börnin sofn-
uðum. Faðir minn fæddist á Hóli
norður á Melrakkasléttu og ólst
upp á Húsavík, þaðan sem hann
átti góðar minningar um ástríka
foreldra og þrjú systkini, sem voru
náin.
Foreldrar mínir fóru ekki var-
hluta af áföllum og sorg í lífinu, en
þau voru ekki mikið að flíka tilfinn-
ingum sínum, þannig voru þau,
þannig er þeirra kynslóð gjarnan.
Þau lögðu mikið á sig og sáu vel
um sína. Þau fluttu ung suður og
eignuðust tvö fyrstu börnin
snemma, byggðu í Drápuhlíðinni,
þar sem pabbi bjó einn síðustu
árin. Við urðum fimm systkinin.
Mikill gestagangur var hjá for-
eldrum mínum, heimilið dálítið
eins og félagsmiðstöð fyrir fólkið
okkar að norðan, sumir bjuggu þar
jafnvel um tíma. Það var alltaf nóg
pláss. Oft var tekið í spil, rætt um
landsins gagn og nauðsynjar og
um pólitík, en foreldrar mínir voru
framsóknarfólk og tóku þátt í ýms-
um störfum fyrir flokkinn.
Faðir minn starfaði hjá Raf-
magnsveitum ríkisins allan sinn
starfsaldur, mamma var að mestu
heimavinnandi húsmóðir. Foreldr-
ar mínir hreyfðu sig mikið, gengu
og syntu daglega á meðan heilsan
leyfði og barnabörnin voru oft
með.
Faðir minn kvaddi á fallegum,
sólríkum sunnudagsmorgni, 26
maí sl., eftir stutta legu á öldr-
unardeild Landspítalans, þar sem
hann naut góðrar umönnunar
starfsfólks.
Ég kveð með þessari fallegu
bæn sem foreldrar mínir kenndu
mér.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum)
Takk fyrir allt, pabbi minn,
hvíldu í friði. Þín dóttir,
Friðný Heiða Þórólfsdóttir.
Teinréttur og grannur heiðurs-
maður gengur um hverfið og styð-
ur sig nánast ekkert, þótt hann sé
kominn með tvo göngustafi. Hann
er orðinn einn. Stundum staldrar
hann við garðhliðið hjá okkur og
kastar á okkur kveðju. Og einn
sólríkan maídag er hann genginn.
Minningarnar streyma fram um
bernskusumur í garðinum þar
sem þau Guðný tóku vinkonu
yngstu dætranna nánast inn í sinn
eigin barnahóp á heimili sem
ljómaði af látlausum glæsileika og
myndarskap þeirra hjóna. Vinátt-
an stóð alveg frá deginum þegar
móðir mín og Guðný heitnar stóðu
hvor á sínum svölum með okkur
Heiðu nánast nýfæddar í fanginu.
Sól skein í heiði dögum saman
þegar Þórólfur kvaddi þennan
heim.
Í endurminningunni er líka
alltaf sól og sumar. Ýmist er
hlaupið í gegnum úða frá garð-
slöngunni hjá Þórólfi og Guðnýju,
leikið í okkar garði í gamla hvíta
tjaldinu frá afa og ömmu, eða aft-
ur í garðinum þeirra, þar sem í
minningunni hljómar alltaf „those
were the lazy, hazy, crazy days of
summer“. Við sem fengum í æsku
að njóta hlýju og gestrisni Þórólfs
og Guðnýjar geymum þau í hjarta
okkar með þakklæti og virðingu
þegar hann fylgir henni nú út í
sumarnóttina.
Ágústa Lyons Flosadóttir.
Þórólfur Jónsson
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÞÓRÓLFUR JÓNSSON,
fyrrverandi aðalbókari Rafmagnsveitna
ríkisins,
Drápuhlíð 35, Reykjavík,
lést að morgni sunnudagsins 26. maí.
Jarðsungið verður frá Háteigskirkju miðvikudaginn
5. júní klukkan 15.
Hulda Guðrún Þórólfsdóttir
Haukur Þórólfsson
Anna Laxdal Þórólfsdóttir Elfar Bjarnason
Friðný Heiða Þórólfsdóttir
Sonja, Guðný, Þórólfur, Ingvar, Rúnar, Þorsteinn Jökull
Heiða og Emma
Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi,
STEFÁN LEIFSSON,
Sundabúð 3, Vopnafirði, áður til
heimilis á Úlfsstöðum í Skagafirði,
sem lést á heimili sínu 28. maí, verður
jarðsunginn frá Vopnafjarðarkirkju
föstudaginn 7. júní klukkan 14.
Kristján Stefánsson Sólveig E. Hinriksdóttir
og fjölskylda
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ARNDÍS KR. MAGNÚSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Ísafold,
áður Strikinu 8, Garðabæ,
lést fimmtudaginn 30. maí.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju, Garðabæ,
föstudaginn 7. júní og hefst athöfnin klukkan 13.
Jóhanna Kr. Hauksdóttir Örlygur Örn Oddgeirsson
Magnús I. Stefánsson
Guðlaugur Stefánsson Kristjana Guðjónsdóttir
börn, barnabörn og barnabarnabarn
Okkar ástkæra,
SIGURLÍN MARGRÉT
GUNNARSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 25. maí.
Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju
föstudaginn 7. júní klukkan 13.
Guðrún Gunnarsdóttir og fjölskylda
Ástkær bróðir minn og frændi okkar,
ODDGEIR PÁLSSON
frá Miðgarði, Vestmannaeyjum,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn
2. júní. Jarðarför fer fram frá Kapellunni í
Fossvogi föstudaginn 7. júní klukkan 11.
Anna Regína Pálsdóttir
og systkinabörn
Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
JUDITH ELÍSABET CHRISTIANSEN,
Krummahólum 41, Reykjavík,
lést laugardaginn 1. júní.
Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju
föstudaginn 7. júní kl.ukkan 13.
Mortan Christian Holm
Súsanna Kosicki
Sigurður Yngvi Sveinsson Guðveig Elísdóttir
Anton Sveinsson Jody Towson
Sveinn Júlían Sveinsson Kristín Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn