Morgunblaðið - 05.06.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.06.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2019 Tilkynningar Fiskeldi í Ísafjarðardjúpi Tillaga að matsáætlun Einkahlutafélagið Hábrún ehf. áformar fram- leiðslu á 6.000 tonnum á ári af laxi og regn- bogasilungi í sjókvíum á þremur stað- setningum í Ísafjarðardjúpi; við Arnarnes, við Vigur og við Æðey. Í drögum að Tillögu að matsáætlun er fyrirhuguðum fram- kvæmdum og framkvæmdasvæðum lýst. Framangreind drög að tillögu að matsáætlun má nálgast frá og með 4. júní 2019 á heima- síðu Hábrúnar (www.habrun.is). Opið verður fyrir athugasemdir til 19. júní 2019. Athugasemdum skal skila til: Hábrún ehf. Stekkjargötu 11, 410 Hnífsdal, eða á nefangið: habrun@habrun.is Virðingarfyllst, Haukur Oddsson Hábrún ehf. Mat á umhverfisáhrifum Athugun Skipulagsstofnunar Suðurnesjalína 2 Landsnet hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummats- skýrslu um Suðurnesjalínu 2. Kynning á frummatsskýrslu: Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 5. júní til 18. júlí 2019 á eftirtöldum stöðum: Á Bókasafni Hafnar- fjarðar, skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan er aðgengileg á vef Skipulags- stofnunar www.skipulag.is. Athugasemdafrestur: Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 18. júlí 2019 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykja- vík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is. Kynningarfundir: Vakin er athygli á að Landsnet stendur fyrir opnu húsi til að kynna frummatsskýrslu þann 11. júní kl. 17 til 19 í Álfabergi, Sveitarfélginu Vogum og 12. júní kl. 17 til 19 að Ásvöllum í Hafnarfirði. Kynningarfundirnir eru opnir öllum. Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Athygli er vakin á sýningu á munum Friðriks Frið-riks- sonar sem er íbúi á Aflagranda 40. Friðrik er óviðjafnanlegur safnari og kennir ýmissa grasa í hans safni. Sýningin er á opnuartíma húss- ins kl. 8.30-15.45 og stendur til 6. júní. Heitt á könnunni og kökur og kruðerí á vægu verði. Árskógar 4 Opin handavinnustofa kl. 9-12. Opin smíðastofa kl. 9-16. Bridge kl. 12.30. Opið hús, t.d. vist og bridge kl. 13-16. Opið fyrir inni- pútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535 2700. Boðinn Sundleikfimi kl. 14.30. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10- 10.30. Botsía kl. 10.40-11.20. Spiladagur, frjáls spilamennska kl. 12.30- 15.50. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffispjall og blöðin við hring- boðið kl. 8.50. Línudans kl. 10. Opin Listasmiðja kl. 9-16. Hádegis- matur kl. 11.30. NÝTT, salatbarin opnar aftur kl. 11.30. Miðvikufjör, Pálmi Sigurhjartar píanóleikari og Þóra Jónsdóttir söngkona skemmta kl. 12. Kynning á BIOPocket vörum kl. 11. Hugmyndabankinn opinn kl. 9-16. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari uppl. í síma 411 2790. Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30/15. Kvennaleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Liðsstyrkur Sjálandi kl. 10.15. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 11.30. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13. Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Útskurður með leiðbeinanda kl. 9-12. Línudans kl. 11-12. Leikfimi Helgu Ben. kl. 11- 11.30. Útskurður/pappamódel með leiðbeinanda kl. 13-16. Félagsvist kl. 13-16. Döff félag heyrnarlausra. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 13 félagsvist. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45 og hádegismatur kl. 11.30. Handavinna kl. 13, liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl. 13.30 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Korpúlfar Ganga kl. 10 í dag inni í Egilshöll og gengið frá Borgum, margir styrkleikahópar. Félagsvist kl. 13 í dag frá Borgum. Minnum á fjölskyldubingó Korpúlfa næsta föstudag 7. júní kl. 15 í Borgum. Norðurbrún 1 Morgunleikfimi kl. 9.45, lesið upp úr blöðum kl. 10:15. Upplestur kl. 11. Viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 10-12. Hádegis- verður kl. 11.30-12.30. Félagsvist kl. 13.30. Bónusbíllinn kl. 14.40. Seltjarnarnes Botsía, Skólabraut kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Ath. á morgun fimmtudag verður félagsvist í salnum, Skólabraut kl. 13.30. Sumardagskrá félags og tómstundastarfsis tekur gildi þriðjudaginn 11. júní. Kynnið ykkur dagskrána og takið þátt. Dagskráin verður borin í hús nú í vikunni. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík GÖNGUHÓPURINN á miðvikudag fer frá Olís Rauðavatn kl. 10. Bækur Bækur til sölu Barn Náttúrunnar 1919, Svartar Fjaðrir 1919, Gestur Vestfirðingur 1-5, Strandamenn, Árbækur Espolins 1-12, Náttúrufræðingurinn 1.-43. árg. ib., Skaftáreldar 1783-1784, Ey- lenda 1-2, Ættir Austur-Húnvetn- inga 1-4, 200 Pages on Barnett Newman, Landfræðisaga Íslands 1-4, Þorsteinsætt í Staðarsveit 1-2, Skák, Heimsmeistara- einvígið 1972, ib., Parcival 1-2, Þorpið, Jón úr Vör 1946, Små Skitser, en Islands rejse i som- meren 1867, Benedikte, Stjórnar- tíðindi 1885-2000, 130 bækur, Old Nordisk Ordbog 1863, E.J. Það Nýja Testament 1813 Kh. Upplýsingar í síma 898 9475. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Sjómaður óskar eftur sumarbústað Ó.E. sumarbústað í langtímaleigu, keyrslufjarlægð frá Rvk. Er sjómaður og því sjaldan í landi en mundi vilja njóta þegar það er. Reyklaus, reglu- og tillitssamur. Greiðslugeta 70k per mánuð. Hafa samband í 55@55.is Ýmislegt Rað- og smáauglýsingar Vantar þig pípara? FINNA.is Kæra frænka, það sem mér þykir vænt um þig. Þú passaðir alltaf upp á mig síðan ég fæddist og hef alltaf litið á þig sem mömmu 2, sérstaklega ef mamma vissi ekki svarið þá vissir þú það alltaf og tókst vel á móti mér. Ég elskaði þegar þið fjöl- Sigurborg Sólveig Andrésdóttir ✝ Sigurborg Sól-veig Andrés- dóttir fæddist 16. mars 1967. Hún andaðist 16. maí 2019. Útför Sigur- borgar fór fram 31. maí 2019. skyldan komuð upp í sveit á sumrin, þú vissir alltaf að ég vildi koma til ykkar í Boggufrí í Sand- gerði. Þið buðuð mér alltaf með, alveg sama hvert þið vor- uð að fara. Það verð- ur skrítið að fara til Sandgerðis og þú ekki sitjandi í stóln- um þínum, þegar síminn hringdi hjá mömmu vissum við alltaf að þú værir að hringja eða þegar þú komst óvænt til okkar í heim- sókn. Ég mun aldrei gleyma Sandgerðisdögum eða áramótun- um eða þegar ég fékk hlaupaból- una og þú varðst endalaust að setja skrítið dót á bólurnar. Eða þegar við fórum á rúntinn á lim- mósínunni sem þið áttuð eða endalausu útilegurnar og ferðirn- ar. Þegar það var bingó uppi í sveit eða tombóla varst þú alltaf fyrst á staðinn. Allt sem við gerðum saman var eintómt ævintýri og öllum leið vel kringum þig því þér þótti vænt um alla. Þeir sem fengu ekki að kynnast þér misstu af æðislegri manneskju. Minningarnar eru ótrúlegar og ég mun alltaf muna eftir þér. Elsku Bogga mín, ég á eftir að sakna þín mikið og ég vona svo innilega að þér líði vel og það hafi verið tekið vel á móti þér þarna uppi hjá Eygló frænku, afa, ömmu og Eyjólfi litla frænda. Þín litla frænka Freyjuskott, Aldís Freyja Kristjánsdóttir. Maggi Ólafs dó allt of snemma. Ekki það að læknar sögðu að Maggi hefði ítrekað sent læknavísindunum langt nef. Lífslíkur sjúklinga sem haldnir eru sjúkdómi þeim sem Maggi var greindur með fyrir fjórum árum eru oftast taldar í nokkr- um mánuðum í mesta lagi. Þannig þekktum við Magga alla tíð. Hann var íþróttamaður af guðs náð og alltaf bestur. Hann var sannkallaður orkupakki, án númers. Ég kynntist Magga alveg sérstaklega vel af því að við vor- um í sama bekk í MA og bjugg- um saman í huggulegum her- bergjum í Hrafnagilsstræti. Kjallari þessi fékk snemma heitið „Kjallari lífsgleðinnar“. Þarna var ekki bara stundað nám af kappi heldur var þarna leikið á hljóðfæri, æfðar rullur í leikritum, farið með vísur af þeim sem kunnu og síðast en ekki síst spilað trekort. Þá var mikið notuð sú mælistika kjall- arans fyrir þá sem vildu sinna sínum karlmannlega vexti, en það var lítil ljósakróna í kjall- araloftinu. Gestir og gangandi í Kjallara lífsgleðinnar voru allmargir, þótt flestir væru bekkjarfélag- ar. Þarna voru helstir þeir Þórir Jónsson, Þorvaldur Grétar, Ket- ill, Gvendur Kalli, Siggi Kalli, Karl Grönvold, Höddi Ólafs og Jón bróðir Laugu. Þá voru þeir Gísli Kolbeins, Óttar Einarsson og Hjörtur Pálsson vel séðir gestir. Í þessum húsakynnum var fljótlega stofnað „Kvenhat- Magnús Helgi Ólafsson ✝ Magnús HelgiÓlafsson fædd- ist 4. júlí 1940. Hann lést 20. maí 2019. Útförin fór fram 27. maí 2019. arafélag Íslands“. Helsta iðja fé- lagsmanna var að afneita félaginu á alla kanta og finna því allt til foráttu. Gengu sumir fé- lagsmanna það langt að leggja sig í líma við að vera of kvensamir til að hreinsa sig fyrir- fram af grun um aðrar tilhneigingar. Því miður mætti ætla skyldleika við hátt- semi pólitískra flokka þessa dagana en einhver smáflokkur hefur notað 70 tíma af ræðutíma Alþingis í það að andmæla sjálf- um sér. Öllu viðkunnanlegri var stefnuskrá annars flokks, þar sem sagt var að stefnt væri að því að svíkja öll kosningaloforð. Maggi vinur okkar fór sér hægt í þessum málum enda var allt annað í gangi. Það fór vart fram hjá okkur sveinum í Kjall- ara lífsgleðinnar að snemma morguns dag hvern gekk íðil- fagurt fljóð framhjá húsinu okk- ar á leið niður í bæ. Magnús sýndi þessari umferð alveg sér- stakan áhuga. Það leið heldur ekki á löngu að Maggi taldist tekinn af markaði. Fljóðið fagra reyndist vera frá Ólafsfirði og reyndar á lausu. Seinna gekk Magnús að eiga þessa konu og bar hún honum og heiminum öllum fjögur bráðmyndarleg börn, eina stúlku og þrjá stráka. Þeim er öllum vottuð innileg samúð við þennan mikla missi. Maggi var lærður vistfræð- ingur og sjúkraþjálfari. Það hef- ur vafalaust verið ísfirska sjó- mannseðlið, sem hjálpaði til þegar Maggi fór um allan sjó ásamt togaraflotanum, fór á milli skipa úti á reginhafi ef þannig stóð á, en Maggi kom þar vafalaust í veg fyrir alls kyns stoðvandamál hjá sjó- mönnum er hann kenndi togara- sjómönnum hvernig best mætti bera sig að. Gamlar endurminningar frá menntaskólaárunum eru hér dregnar fram, því þær lögðu grunninn að staðfastri og fölskvalausri vináttu sem staðið hefur í heilan mannsaldur og langt yfir og lengra. Jón Sæmundur Sigurjónsson. Margir telja að foreldrar og kennarar séu mikilvægustu fyr- irmyndir barna og ungmenna. Haustið 1962 kom sveita- strákur að Reykjaskóla í Hrúta- firði. Hann settist í annan bekk. Ekki hafði hann notið neinnar beinnar kennslu í leikfimi en var fullur áhuga og eftirvænt- ingar, langaði að minnsta kosti til að verða fljótur að hlaupa. Þá var Magnús Ólafsson ung- ur íþróttakennari á Reykjaskóla. Hann tók á móti okkur af ljúf- mennsku en samt festu. Hann var fremur lágvaxinn, grannur og stæltur. Magnús kenndi okk- ur heilsufræði og íþróttir og vakti fljótlega hrifningu mína og síðan virðingu vegna alls þess sem hann gat sýnt okkur af sveigjum og beygjum, ótrúleg- um stökkum eins og kraftstökki, flikk-flakki og heljarstökki. Hann átti auðvelt með að láta okkur leika margt af þessu eftir, þótt ótrúlegt sé nú. Það sem hann gat gert í loftfimleikum, svo sem hringjum, réðu samt fæst okkar við. Metnaður Magnúsar í starfi sínu sem og ljúfmennska og virðing sem hann ætíð sýndi nemendum sínum er mér efst í huga nú þegar kom að kveðju- stund. Ég hef verið svo lán- samur að hitta hann öðru hverju á förnum vegi síðustu misserin, ætíð ljúfan í viðmóti og æðrulausan þó að ljóst væri að hverju drægi. Minning lifir um góðan dreng. Magnús var mér afar dýrmæt fyrirmynd. Ég sendi Hildi og öðrum að- standendum innilegustu samúð- arkveðjur. Steinar Matthíasson. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.