Morgunblaðið - 05.06.2019, Page 32

Morgunblaðið - 05.06.2019, Page 32
Með Punktum og peningum getur þú nýtt Vildarpunkta Icelandair upp í hvaða flug sem er. Líttu inn á vefinn okkar og lækkaðu verðið á ferðinni þinni. airicelandconnect.is Settu punktinn yfir ferðalagið Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran- söngkona og Helga Bryndís Magn- úsdóttir píanóleikari flytja þýskar og íslenskar einsöngsperlur – allt frá 18. öld til okkar daga – í Hann- esarholti í kvöld kl. 20. Trausti Jónsson, veðurfræðingur og áhuga- maður um tónlistarsögu, mun segja frá fordómum sínum gagnvart lög- unum og/eða tónskáldum þeirra og dreifa nokkrum gisnum fróðleiks- molum, eins og því er lýst. Trausti veðurfræðing- ur segir frá fordómum MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 156. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Áttunda heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu hefst í Frakklandi á föstudagskvöldið og stendur yfir þar í landi í heilan mánuð. Bandarík- in eiga heimsmeistaratitil að verja og eru sem fyrr eitt af sigurstrang- legustu liðunum ásamt Þýskalandi, Frakklandi, og mögulega Englandi og Japan. Farið er yfir riðlana sex á HM í blaðinu í dag. »26 Fótboltaveisla hefst í Frakklandi á föstudag ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Arnór Sigurðsson viðurkennir að ítalska knattspyrnufélagið Napoli sé eitt þeirra félaga sem eru með þennan unga knatt- spyrnumann í sigtinu. Hann kveðst una sér vel hjá CSKA í Moskvu en segir stefnuna setta hærra hvort sem það verði í sumar eða síðar: „Já, klárlega, og það var vitað áður en en ég fór til CSKA að ég væri með mjög háleit markmið og það átti ekki að vera nein endastöð. Ég stefni eins hátt og langt og ég get,“ segir Skaga- maðurinn. »25 Stefni eins hátt og langt og ég get inngöngu sem starfskona vegna þess að hún sagðist heita Ragna eftir ömmu sinni Rögnu sem hét eftir ömmu sinni Rögnu sem hét eftir ömmu sinni Rögnu sem hét eftir ömmu sinni Ragnheiði.“ Ekki nægir að heita Ragnheiður að millinafni til þess að fá inngöngu í félagið og segir Ragnheiður það hafa aðeins valdið sárindum. „Þess vegna höfum við bent þessum konum á að breyta má nafni einu sinni í þjóðskrá og ef þær færa Ragnheiðarnafnið fremst eru þær að sjálfsögðu vel- komnar. Við erum með strangar reglur með þessum tveimur undan- tekningum sem leyfðar voru af al- gjöru handahófi. Reglurnar eru samt ekki meitlaðar í stein og aðeins til í höfðinu á okkur.“ Ragnheiður áréttar að leyni- félagið, sem er ekki lengur leyni- félag eftir útkomu blaðsins, sé fyrst og fremst til gamans. „Ég get fullyrt að Ragnheiður er almennt mjög skemmtileg.“ Venjulega hittast konurnar árlega og nýjasta samverustundin var í Mosfellsbæ fyrir skömmu en Ragn- heiður segir að mikill kraftur sé í hópnum og lögð hafi verið drög að því að hittast næst í haust. „Það er ýmislegt á döfinni hjá Ragnheiði,“ segir Ragnheiður leyndardómsfull. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Félagið Ragnheiður eflist með hverju ári og mikill kraftur er í fé- lagsmönnum, sem eiga það sam- merkt að heita Ragnheiður fyrir ut- an tvær undanþágur. Ragnheiður Elín Árnadóttir átti frumkvæðið að stofnun félagsins 24. nóvember 2007, ásamt tveimur öðr- um Ragnheiðum. Hún segir að um 60 konur hafi verið saman á ferða- lagi erlendis fyrr um haustið. „Sem ég geng yfir götu ásamt fleiri konum er kallað Ragnheiður! Þá snerum við þrjár okkur við, ég, Arngrímsdóttir og Melsteð, og sögðum já. Í kjölfarið göntuðumst við með það að við þyrftum að stofna félag og létum svo verða af því. Hringdum í nöfnur okk- ar, bæði þær sem við þekktum og aðrar sem við þekktum ekki. Segja má að forvitni þeirra hafi orðið for- dómunum yfirsterkari og hún rak þær áfram til þess að koma í sam- kvæmi heim til mín. Starfsemin lá niðri í kringum hrunið, en við höfum hist reglulega síðan 2013.“ Um 1.300 Ragnheiðar Markmið félagsins er að efla vöxt og viðgang Ragnheiðar, „fjölga þeim eins og mögulegt er“, segir Ragn- heiður. Um 70 til 80 Ragnheiðar eru í hópi félagsins á fésbókinni en um 1.300 Ragnheiðar eru á landinu. „Við eigum langt í land með að ná öllum í félagið, en árangurinn er engu að síður mikill og til dæmis hefur verið samin heil ópera sem heitir Ragn- heiður eftir að félagið var stofnað.“ Félagskonur leggja upp úr því að skemmta sér saman með tengingu við nafnið. „Við höfum komist að því að Ragnheiður er yfirleitt ekki nafn sem skírt er út í loftið,“ segir Ragn- heiður. „Flestar okkar eru með sterka tengingu við einhverja Ragn- heiði. Hera Björk söngkona var með okkur í ferðinni um árið og fékk að vera stofnfélagi af því að hún vill heita Ragnheiður, enda stundum kölluð Ragnhera. Ragna Árnadóttir var með okkur í annarri ferð og fékk Bara Ragnheiður var það heillin  Leynifélag með það að markmiði að fjölga Ragnheiðum Veisla Ragnheiður Gunnarsdóttir bauð Ragnheiðum heim á dögunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.