Morgunblaðið - 06.06.2019, Page 20

Morgunblaðið - 06.06.2019, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019 JAKKA- OG BUXNASPRENGJA Fimmtudag, föstudag og langan laugardag 30% afsláttur af stökum jökkum og buxum Calvin Klein nærbuxur 3 í pakka á 4.900 kr. Herrahúsið Ármúla 27, 108 Reykjavík, s. 551 7575 og 552 9122 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Öryggi er ábótavant varðandi hand- rið fjölda brúa á þjóðvegum landsins svo þar er hætta á að verði stórslys ef eitthvað bregður út af. Handriðin eru of lág og þau ekki fest saman svo viðunandi sé. Einnig eru fest- ingar handrið- anna ekki nógu góðar því þær þurfa að vera steyptar niður. Púðar þurfa sömuleiðis að vera á handrið- unum við brúar- endana og þeir eftirgefanlegir við ákeyrslu. Þetta segir Ólafur Kr. Guðmundsson, sérfræðingur í um- ferðaröryggismálum. Í úttektum sínum á öryggis- atriðum í vegakerfinu hefur Ólafur litið til margra þátta og þar haft Evrópustaðla sem einn útgangs- punkta. Ekki þarf að spyrja að leikslokum „Handriðin eru of lág og stundum ekki rétt fest niður. Í ákveðnum til- vikum eru handriðin nokkuð innan við einn metri á hæð en þau þurfa skv. ákveðnum stöðlum að vera að lágmarki 1,20 metrar á hæð. Styrk- urinn í festingum og járninu er ekki nægur þannig að ef bíll sem ekið er á einhverjum hraða að ráði lendir á handriðunum þarf ekki að spyrja að leikslokum,“ sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið. Í framangreindu sambandi til- tekur Ólafur slys milli jóla og nýárs á síðasta ári, þegar jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn og féll þar um átta metra niður á jörð, svo þrír fór- ust. Einnig slys í ágúst 2003 þegar vöruflutningabíll fór í gegnum hand- rið á Borgarfjarðarbrú eftir að hjól- barði sprakk. Einn lést í því slysi. „Ég hef rætt þessa grafalvarlegu stöðu við fólk hjá Vegagerðinni, samgönguráðherra og fleiri sem er vandinn alveg ljós. Tafarlausra að- gerða er þörf,“ segir Ólafur sem tel- ur þörf á bráðaaðgerðum við nokkr- ar brýr. Þar nefnir hann brýrnar yfir Borgarfjörð, Blöndu, Eyjafjarð- ará, Lagarfljót, jökulsárnar við Vatnajökul, Þjórsárbú og Ölfus- árbrú við Selfoss. Ein örfárra brúa, sem séu fullkomlega í lagi hvað framangreint varðar, sé yfir Mú- lakvísl á Mýrdalssandi, sem tekin var í notkun sumarið 2014. Háskaleg staða á Selfossi „Yfir Ölfusárbrúna sem er inni í miðjum bæ á Selfossi er mikil um- ferð – og handriðið er mjög veik- burða svo ekki sé meira sagt. Ef bíl væri ekið á það á einhverri ferð myndi hann fara út af og falla tugi metra niður í svelg árinnar, þeirra vatnsmestu á landinu. Mér finnst staðan á Selfossi vera mjög háskaleg og sama á raunar einnig við um Þjórsárbrú sem var tekin í gagnið 2003,“ segir Ólafur Guðmundsson. Handrið á brúnum eru hættuleg  Aðgerða er þörf við margar brýr á þjóðvegunum  Festingar handriðanna geta gefið eftir  Borgarfjarðarbrú, Blanda og Lagarfljót  Evrópustaðlar Þjórsárbrú Byggð árið 2003 og nú þarf að ráðast þar í endurbætur, Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ölfusárbrú Handriðið sem er á brúnni sunnanverðri þykir vera ótraust. Ó́lafur Guðmundsson Að bæta öryggi á 250 mest eknu brúm landsins kostar ekki minna en 4-5 milljarða króna, segir Berg- þóra Þorkels- dóttir, for- stjóri Vega- gerðarinnar. Brýrnar eru byggðar sam- kvæmt við- urkenndum viðmiðunum á þeim tíma sem þær voru byggðar. Í augum uppi liggur að 1.200 brýr verða ekki upp- færðar skv. kröfum dagsins í dag í einu vetfangi,“ segir Berg- þóra í samtali við Morg- unblaðið. Aðgerðir til að bæta öryggi við brýr landsins eru þegar hafnar. „Byrjað verður á nokkr- um stórum brúm og mislægum vegamótum þar sem umferðin er mest, en það eru t.d. mislæg vegamót á höfuðborgarsvæðinu og Borgarfjarðarbrú. Varið verð- ur 200 millj. kr. í þetta verkefni í ár. Í sumar verður svo unnin út- tekt á frágangi vegriða við brýr og forgangsröðun aðgerða end- urmetin,“ segir Bergþóra. Hún vekur jafnfram athygli á því að Vegagerðin hafi ákveðið að lækkaða leyfilegan ökuhraða við einbreiðar brýr niður í 50 km/klst á 75 brúm; þar sem umferð mælist meiri en 300 bif- reiðar að meðaltali dag hvern. Úrbætur kosta 5 milljarða kr. FORGANGSRÖÐUN Bergþóra Þorkelsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.