Morgunblaðið - 06.06.2019, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 06.06.2019, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019 JAKKA- OG BUXNASPRENGJA Fimmtudag, föstudag og langan laugardag 30% afsláttur af stökum jökkum og buxum Calvin Klein nærbuxur 3 í pakka á 4.900 kr. Herrahúsið Ármúla 27, 108 Reykjavík, s. 551 7575 og 552 9122 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Öryggi er ábótavant varðandi hand- rið fjölda brúa á þjóðvegum landsins svo þar er hætta á að verði stórslys ef eitthvað bregður út af. Handriðin eru of lág og þau ekki fest saman svo viðunandi sé. Einnig eru fest- ingar handrið- anna ekki nógu góðar því þær þurfa að vera steyptar niður. Púðar þurfa sömuleiðis að vera á handrið- unum við brúar- endana og þeir eftirgefanlegir við ákeyrslu. Þetta segir Ólafur Kr. Guðmundsson, sérfræðingur í um- ferðaröryggismálum. Í úttektum sínum á öryggis- atriðum í vegakerfinu hefur Ólafur litið til margra þátta og þar haft Evrópustaðla sem einn útgangs- punkta. Ekki þarf að spyrja að leikslokum „Handriðin eru of lág og stundum ekki rétt fest niður. Í ákveðnum til- vikum eru handriðin nokkuð innan við einn metri á hæð en þau þurfa skv. ákveðnum stöðlum að vera að lágmarki 1,20 metrar á hæð. Styrk- urinn í festingum og járninu er ekki nægur þannig að ef bíll sem ekið er á einhverjum hraða að ráði lendir á handriðunum þarf ekki að spyrja að leikslokum,“ sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið. Í framangreindu sambandi til- tekur Ólafur slys milli jóla og nýárs á síðasta ári, þegar jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn og féll þar um átta metra niður á jörð, svo þrír fór- ust. Einnig slys í ágúst 2003 þegar vöruflutningabíll fór í gegnum hand- rið á Borgarfjarðarbrú eftir að hjól- barði sprakk. Einn lést í því slysi. „Ég hef rætt þessa grafalvarlegu stöðu við fólk hjá Vegagerðinni, samgönguráðherra og fleiri sem er vandinn alveg ljós. Tafarlausra að- gerða er þörf,“ segir Ólafur sem tel- ur þörf á bráðaaðgerðum við nokkr- ar brýr. Þar nefnir hann brýrnar yfir Borgarfjörð, Blöndu, Eyjafjarð- ará, Lagarfljót, jökulsárnar við Vatnajökul, Þjórsárbú og Ölfus- árbrú við Selfoss. Ein örfárra brúa, sem séu fullkomlega í lagi hvað framangreint varðar, sé yfir Mú- lakvísl á Mýrdalssandi, sem tekin var í notkun sumarið 2014. Háskaleg staða á Selfossi „Yfir Ölfusárbrúna sem er inni í miðjum bæ á Selfossi er mikil um- ferð – og handriðið er mjög veik- burða svo ekki sé meira sagt. Ef bíl væri ekið á það á einhverri ferð myndi hann fara út af og falla tugi metra niður í svelg árinnar, þeirra vatnsmestu á landinu. Mér finnst staðan á Selfossi vera mjög háskaleg og sama á raunar einnig við um Þjórsárbrú sem var tekin í gagnið 2003,“ segir Ólafur Guðmundsson. Handrið á brúnum eru hættuleg  Aðgerða er þörf við margar brýr á þjóðvegunum  Festingar handriðanna geta gefið eftir  Borgarfjarðarbrú, Blanda og Lagarfljót  Evrópustaðlar Þjórsárbrú Byggð árið 2003 og nú þarf að ráðast þar í endurbætur, Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ölfusárbrú Handriðið sem er á brúnni sunnanverðri þykir vera ótraust. Ó́lafur Guðmundsson Að bæta öryggi á 250 mest eknu brúm landsins kostar ekki minna en 4-5 milljarða króna, segir Berg- þóra Þorkels- dóttir, for- stjóri Vega- gerðarinnar. Brýrnar eru byggðar sam- kvæmt við- urkenndum viðmiðunum á þeim tíma sem þær voru byggðar. Í augum uppi liggur að 1.200 brýr verða ekki upp- færðar skv. kröfum dagsins í dag í einu vetfangi,“ segir Berg- þóra í samtali við Morg- unblaðið. Aðgerðir til að bæta öryggi við brýr landsins eru þegar hafnar. „Byrjað verður á nokkr- um stórum brúm og mislægum vegamótum þar sem umferðin er mest, en það eru t.d. mislæg vegamót á höfuðborgarsvæðinu og Borgarfjarðarbrú. Varið verð- ur 200 millj. kr. í þetta verkefni í ár. Í sumar verður svo unnin út- tekt á frágangi vegriða við brýr og forgangsröðun aðgerða end- urmetin,“ segir Bergþóra. Hún vekur jafnfram athygli á því að Vegagerðin hafi ákveðið að lækkaða leyfilegan ökuhraða við einbreiðar brýr niður í 50 km/klst á 75 brúm; þar sem umferð mælist meiri en 300 bif- reiðar að meðaltali dag hvern. Úrbætur kosta 5 milljarða kr. FORGANGSRÖÐUN Bergþóra Þorkelsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.