Morgunblaðið - 14.06.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2019
ÚRVAL ÚTSÝN | HLÍÐASMÁRA 19 | 201 KÓPAVOGI | 585 4000 | UU.IS
GRANADA &MADRÍD
Í þessari ferð sækjum við heim tvær af mögnuðustu
borgum Spánar, dásemdar borgina Granada og
heimsborgina Madríd
KOMDU MEÐ OKKUR 23. ÁGÚST
VERÐ FRÁ 179.900 KR.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Morgunblaðið/Ómar
Alþingi Viðræður um þinglok stóðu
yfir í gær og gekk þar á ýmsu.
Stefán Gunnar Sveinsson
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
„Það er ekki neitt í hendi með það enn
þá, en það er enn mögulegt,“ sagði
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Al-
þingis, í gærkvöldi um möguleg þing-
lok, en stíf fundahöld voru á milli
flokkanna á þingi í gær og var unnið
baki brotnu að sögn Steingríms til að
tryggja að ljúka mætti þingi um
helgina. „Svo verður að koma í ljós
hvort aðstæður leyfi það, annars veg-
ar hvort samkomulag næst sem legg-
ur grunninn að því, og hitt hvort það
sé tæknilega hægt,“ segir Steingrím-
ur og vísar þar til þess að ýmis mál
séu eftir á dagskrá, eins og fjármála-
áætlun, sem þurfi sitt pláss. „Þannig
að við erum ekki búin að gefa upp þá
von að þetta náist fyrir helgi, en við
verðum að sjá til,“ segir Steingrímur.
Ákveðin samtöl enn í gangi
Ljóst var um daginn að fjórir af
fimm stjórnarandstöðuflokkum voru
reiðubúnir til að gera samkomulag við
ríkisstjórnarflokkana um þinglok.
Þingmenn Miðflokksins settu aftur á
móti skilyrði um að afgreiðslu hins
svonefnda þriðja orkupakka yrði
frestað, sem og afgreiðslu frumvarps
um innflutning á ófrosnu kjöti.
Birgir Ármannsson, þingflokksfor-
maður Sjálfstæðisflokksins, sagði í
samtali við mbl.is í gær að bæði form-
legar og óformlegar viðræður hefðu
verið á milli formanna flokkanna í
gær og að staðan hefði þróast með
ýmsum hætti yfir daginn og að áfram
yrði unnið að því að fá niðurstöðu í
málið.
Þegar Morgunblaðið hafði sam-
band við Birgi stuttu fyrir prentun í
gærkvöldi sagði hann að það væru
enn í gangi ákveðin samtöl milli fólks,
sem miðuðu að því að ná niðurstöðu
um lok þingstarfa og afgreiðslu mála.
„Það hefur gengið á ýmsu í kvöld og
hlutirnir og málin ýmist þokast áfram
eða farið aftur á bak,“ segir Birgir.
Sagði hann á þeirri stundu ekki ljóst
hvernig málið myndi enda. „En á
meðan einhver samtöl eru í gangi eru
alltaf einhverjar líkur á að menn nái
saman að lokum,“ segir Birgir.
Líklegt að nást myndi saman
Stuttu fyrir miðnætti glæddust
vonir um að samkomulag myndi nást
um þinglokin, en þingfundi var þess í
stað slitið. Bergþór Ólason, þingmað-
ur Miðflokks, var nokkuð bjartsýnn á
framhaldið. „Það er ekki búið að loka
því fyrr en búið er að hnýta alla enda
saman,“ segir Bergþór. -En verður þá
búið að koma til móts við ykkar kröf-
ur? „Ef niðurstaðan verður á þeim
nótum sem nú liggur fyrir, þá erum
við mjög sáttir og teljum okkur hafa
gengið götuna til góðs í þessum slag
undanfarinna vikna,“ segir Bergþór.
Stíf fundahöld um þinglokin
Þingflokkarnir færðust mjög nálægt samkomulagi um hvernig ljúka mætti þingstörfum Þing-
forseti vonast til að hægt verði að ljúka þingstörfum fyrir helgi Þingfundur stóð langt fram á kvöld
Hafrannsóknastofnun leggur til að
aflamark fyrir þorsk fyrir fiskveiði-
árið 2019-2020 verði 272.411 tonn,
sem nemur um 3% hækkun á milli
ára. Þá er gert ráð fyrir að viðmið-
unarstofninn minnki um 3% á árinu
og meira jafnvel á næstu árum, en
hann er metinn á 1.401.925 tonn nú.
Í ráðgjöf stofnunarinnar, sem
kynnt var í gærmorgun, var einnig
lagt til að aflamark ýsu yrði 41.823
tonn, en það nemur 28% lækkun á
milli ára, en þá var aflamarkið
57.982 tonn. Þá er gert ráð fyrir lítils
háttar hækkun í aflamarki ufsa, en
aflamark síldar lækkar um 2% og
aflamark grálúðu um 12% á milli
ára.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir,
framkvæmdastjóri Samtaka fyrir-
tækja í sjávarútvegi, segir að heilt
yfir sé aflamarksráðgjöfin jákvæð
og nefnir þar sérstaklega þá litlu og
stöðugu aukningu sem verður á milli
ára í aflaheimildum þorsks. Hún
segir ýmis jákvæð teikn á lofti í þró-
un þorskstofnsins. „Þá eru þau
gleðitíðindi núna að um 50% stofns-
ins eru sjö ára eða eldri, en þegar við
horfum tíu ár eða lengra aftur í tím-
ann var nær ekkert um þorsk sem
var sjö ára eða eldri,“ segir Heiðrún.
„Það eru hins vegar vonbrigði að
aflamark ýsunnar lækki um 28% á
milli ára, en þá verður að hafa í huga
að árið þar á undan var heimildin
upp á um 42.000 tonn sem er svipað
og er nú,“ segir Heiðrún og bendir á
að hluti skýringarinnar felist í því að
veiðihlutfall stofnsins var lækkað á
milli ára úr 0,4 í 0,35%.
Heiðrún segir einnig það vera
áhyggjuefni hvað nýliðun sé lítil í
nokkrum tegundum, og nefnir þar
sem dæmi djúpkarfa, gullkarfa, blá-
löngu og hlýra. Þá sé um 20% lækk-
un í rækjustofninum, sem virðist
rekja rætur sínar til þess að Haf-
rannsóknastofnun hafi skort fjár-
magn til þess að fara í rækjurall.
„Og það ásamt öðru vekur upp
áhyggjur af stöðu hafrannsókna á
Íslandi,“ segir Heiðrún Lind að lok-
um. sgs@mbl.is
Mörg jákvæð teikn á
lofti hjá þorskstofninum
Aflamarksráðgjöf Hafrannsóknastofnunar kynnt í gær
Sveitarstjórnir Skútustaðahrepps
og Þingeyjarsveitar samþykktu í
gær að hvort sveitarfélag skipi þrjá
fulltrúa og tvo til vara í samstarfs-
nefnd sem kanna skal ávinning af
sameiningu sveitarfélaganna. Þetta
kemur fram í sameiginlegri frétta-
tilkynningu sveitarfélaganna.
Þar segir að markmiðið sé að
kortleggja sameiningu sveitarfé-
laganna með það fyrir augum að
hún leiði til bættrar þjónustu, öfl-
ugri stjórnsýslu og aukins slag-
krafts við að ná árangri í byggða-,
atvinnu- og samgöngumálum.
Sameinað sveitarfélag yrði
stærsta sveitarfélag landsins að
flatarmáli, eða rétt rúmlega 12 þús-
und ferkílómetrar. Á svæðinu búa
nú hátt í 1.500 manns. Íbúar munu
kjósa um sameininguna.
Yrði stærsta
sveitarfélagið
að flatarmáli
Þýsku forsetahjónin Frank-Walter Steinmeier
og Elke Büdenbender heimsóttu Vestmanna-
eyjar í gær í fylgd Guðna Th. Jóhannessonar for-
seta Íslands og Elizu Reid, eiginkonu hans. Þar
tóku fótboltakempurnar og Eyjapeyjarnir Ás-
geir Sigurvinsson og Heimir Hallgrímsson á
móti þeim og vel fór á með hópnum. Gengið var
á Eldfell þar sem hópurinn fékk eldbakað rúg-
brauð og bjór samnefndan fjallinu.
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Fengu höfðinglegar viðtökur í Vestmannaeyjum
Þýsku forsetahjónin í heimsókn á Íslandi
Stjórn Isavia hef-
ur ráðið Svein-
björn Indriðason
í starf forstjóra
Isavia og tekur
hann strax við
starfinu, sem
hann hefur gegnt
undanfarna mán-
uði ásamt Elínu
Árnadóttur að-
stoðarforstjóra.
Alls sóttu 26 um starfið eftir að
Björn Óli Hauksson lét af störfum
hjá Isavia.
Sveinbjörn ráðinn
forstjóri Isavia
Sveinbjörn
Indriðason