Morgunblaðið - 14.06.2019, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2019
vinnunnar. Á byggingartímanum
var engin byggð austan Haga-
flatar og höfðu kýrnar frá kúa-
búinu á Vífilsstöðum þar sitt
beitiland. Nú er allt breytt, beiti-
landið fullbyggt, engar kýr á
Vífilsstöðum, Garðahreppur orð-
inn Garðabær, en hraunin og
náttúran í næsta nágrenni enn
lítt breytt og ómetanleg.
Hilmar var félagslyndur mað-
ur og tók virkan þátt í fé-
lagsstarfsemi í sveitarfélaginu
þar sem við áttum oft samleið.
Hann var gleðigjafi, hnyttinn í
tilsvörum og átti gott með að fara
með frumsamið skemmtilegt efni
á hátíðarstundum. Hann var um-
fram allt góður félagi og vinur
sem gott var að vita af í næsta
húsi.
Hilmar var einn af stofnendum
Rótarýklúbbsins í Görðum á
árinu 1965, sat í stjórn klúbbsins
og var forseti hans á árunum
1980-1981 og tók alla tíð virkan
þátt í starfi klúbbsins. Hann var
heiðursfélagi í klúbbnum.
Fyrir um fjörutíu árum stofn-
aði vinahópur í Garðabæ óform-
legan félagsskap sem nefndur
var Eyjafélagið og voru Hilmar
og Lína að sjálfsögðu þar með.
Var tilgangur hópsins að heim-
sækja eyjar umhverfis Ísland,
sem verið hafa í byggð, skoða þar
mannlíf fyrri tíma, en þó einkum
fuglalíf á vordögum og annað
dýralíf. Með í hópnum voru sér-
stakir fræðarar og voru þessar
ferðir farnar á um tuttugu ára
tímabili. Eftir að flestar eyjar
umhverfis Ísland höfðu verið
sóttar heim var haldið til Græn-
lands og Færeyja. Voru þetta
sérlega fróðlegar, skemmtilegar
og um leið ógleymanlegar ferðir.
Hilmar var að sjálfsögðu einn af
fararstjórunum, en þeir þóttu á
stundum nokkuð margir í hverri
ferð.
Við Guðrún þökkum vináttu og
ánægjulegar samverustundir á
Hagaflötinni allt frá fyrstu kynn-
um. Við sendum sonunum þrem-
ur og fjölskyldum þeirra innileg-
ar samúðarkveðjur og þakklæti
fyrir góð samskipti á liðnum
árum.
Ólafur Nilsson.
Við vorum samstarfsmenn í
meira en fjóra áratugi. Lengst af
hjá Brunabótafélagi Íslands og
síðar hjá Vátryggingafélagi Ís-
lands. Síðasta áratuginn vorum
við aðstoðarforstjórar hjá Bruna-
bótafélaginu; Hilmar hafði á
hendi umsýslu með vátrygging-
unum en ég reiknishaldi og fjár-
málum. Við þurftum því oft að
stilla saman strengi okkar. Allan
þann tíma bárum við fullkomið
traust til hvors annars, gátum
rætt saman viðkvæm málefni og
vorum þess fullvissir að það sem
farið hefði á milli okkar færi ekki
lengra.
Hilmar var farsæll vátrygg-
ingamaður, glöggur að átta sig á
flóknum atburðum og hafði með-
fædda hæfileika að ná samkomu-
lagi við aðila sem oft á tíðum í
byrjun gerðu miklar kröfur sem
reyndust óraunhæfar.
Við unnum að stofnun VÍS
ásamt Inga R. Helgasyni sem þá
var forstjóri Brunabótafélagsins.
Það var annasamur tími sem tók
við og mörg vandamál sem þurfti
að leysa. Þá gafst vel að hafa
mikla þekkingu Hilmars við úr-
lausn mála. Það kom því fæstum
á óvart að við starfslok Inga fæli
stjórn félagsins Hilmari stól for-
stjóra. Það reyndist félaginu
happafengur og félagið óx og
dafnaði undir hans stjórn. Eftir
að minni starfsævi lauk fékk
hann mig til að taka verkefni að
mér. Það var vinarbragð af hans
hendi sem ég hafði ánægju af að
vinna.
Utan vinnunnar var mikið og
gott samband milli fjölskyldna
okkar, með heimsóknum þar sem
við nutum gestrisni Línu og
Hilmars og ekki síst þegar við
lögðum land undir fót og nutum
samverunnar á ferðalögum um
landið okkar. Við Regína eigum
þeim Línu og Hilmari svo margt
að þakka frá þessum ógleyman-
legu árum. Við Regína færum
sonum Línu og Hilmars og fjöl-
skyldum þeirra okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Þórður Haukur Jónsson.
Kveðja frá Brunabótafélagi
Íslands.
Fallinn er frá Hilmar Pálsson,
fyrrverandi forstjóri Brunabóta-
félags Íslands. Ég varð þeirrar
gæfu aðnjótandi að kynnast
Hilmari fyrst í gegnum Pál son
hans og Kolbrúnu tengdadóttur
hans þegar ég var við nám í Há-
skóla Íslands. Við fyrstu kynni
uppgötvaði ég að þar var á ferð
stórbrotinn og ákaflega við-
kunnanlegur maður. Síðar kynnt-
ist ég Hilmari á vettvangi Eign-
arhaldsfélagsins Brunabótafélag
Íslands (EBÍ, arftaka Bruna-
bótafélags Íslands) því hann réð
mig til starfa hjá félaginu. Þá átt-
aði ég mig á því að Hilmar var
ekki bara mikill og gegnheill fjöl-
skyldumaður heldur var hann
líka vakinn og sofinn yfir hag
Brunabótafélagsins.
Ég kynntist „business“-mann-
inum Hilmari, sem var klókur en
ákaflega réttsýnn og heiðarlegur
í viðskiptum. Hilmar vann hjá
Brunabótafélaginu óslitið í 45 ár,
allt þar til hann lét af störfum
sem forstjóri EBÍ fyrir aldurs
sakir árið 2001. Á þessum tíma
urðu miklar breytingar á starfi
Brunabótafélagsins, allt frá því
að brunatryggja eingöngu fast-
eignir á landsbyggðinni yfir í að
verða að alhliða tryggingafélagi á
samkeppnismarkaði. Ég áttaði
mig fljótt á því að tryggingafélag-
ið Brunabótafélag Íslands hafði
verið afar mikilvægur hluti af lífi
Hilmars. Hann hóf þar störf ung-
ur að árum en vann sig fljótt upp í
áhrifastöðu hjá félaginu og tók
síðan við forstjórastarfinu 1.
október 1996. Hilmar var afar
fær vátryggingamaður enda sótti
hann sér þekkingu á þessu sviði
bæði innanlands sem utan. Þegar
Brunabótafélaginu var síðan
breytt í eignarhaldsfélag, með
sérstökum lögum árið 1994, var
hann ráðinn forstjóri þess.
Hilmar var mjög framsýnn
maður og mótaði starf EBÍ á
fyrstu árum þess. Við sem nú
störfum hjá EBÍ sjáum, þegar
við lítum til baka, hvað stórar
ákvarðanir höfðu mikið að segja.
Þar má t.d. nefna sölu Bruna-
bótafélagsins á hlut sínum í VÍS
sem á þeim tíma vakti mikla at-
hygli og olli töluverðu fjaðrafoki.
Salan tryggði m.a. ágóðahluta-
greiðslur til sveitarfélaganna
sem urðu síðan til þess að stórefla
brunavarnir úti um allt land.
Segja má að með starfsemi og
þátttöku félagsins í hinum ýmsu
forvarnarverkefnum í brunamál-
um hafi verið lyft grettistaki í að
bæta forvarnarstarf í sveitar-
félögum landsins. Að öðrum
ólöstuðum er óhætt að segja að
Hilmar hafi verið hugmynda-
smiður þessara stóru ákvarðana
og hann var sá sem stýrði félag-
inu í farsæla höfn.
Hilmar var líka skemmtilegur
maður með mikinn húmor. Hann
var ætíð mjög jákvæður og óspar
á hrósið. Þeim sem urðu á vegi
hans fannst alltaf að þeir hlytu að
vera ein mikilvægasta og mest
spennandi persóna sem hann
hefði hitt þann daginn. Þessum
eiginleika tapaði hann ekki þó svo
að heilsu hans hrakaði.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Hilmari fyrir störf hans í þágu
Brunabótar og minnumst við
hans með mikilli hlýju. Við Gunn-
ar Þór og Nökkvi sendum sonum
hans og fjölskyldunni allri okkar
innilegustu samúðarkveðjur og
þökkum af alúð góða vináttu.
Anna Sigurðardóttir,
framkvæmdastjóri EBÍ.
Samferðamaður á tímans fljóti
er nú genginn, kominn að ósi ef
svo má að orði komast. Stundum
hefur verið sagt að eitthvað geti
horfið tvisvar og fyrir mér og ef-
laust fleirum var það svo, Hilmar
hvarf í vissum skilningi er birtu
fór að bregða í huga hans fyrir
nokkrum árum.
Það var mér þungbært og sár
raun en viss huggun í því að finna
og skynja að honum leið vel í
Mörkinni þar sem hann bjó síð-
ustu árin.
Það eru nú rúm 40 ár síðan
Hilmar réð mig til starfa hjá
Brunabótafélagi Íslands og átti
ég að hefja störf 1. október 1978.
Mér er það enn í fersku minni er
ég hélt á hans fund síðla í sept-
ember 1978 og bað um frest í
mánuð til að hefja störf, þá sem
endranær var það aukavinnan
sem olli.
Leyfið var fúslega veitt en ég
skynjaði og skildi að honum mis-
líkaði en hann sagði ekki neitt í
þá veru. Þetta var ekki í fyrsta og
eina skiptið sem honum mislíkaði
en eftir því sem árunum fjölgaði
bar þó við að maður gerði eitt-
hvað rétt en alltaf var það svo að
maður hefði getað gert betur en
við unnum saman með einum eða
öðrum hætti í um 25 ár. Enginn
verður nokkurn tíma fullnuma í
nokkru fagi þótt sumir haldi að
svo sé. Hilmar kunni þá list að
leiða mönnum þetta fyrir sjónir
svo vel færi og varð þetta manni
hvatning til að gera betur. Það er
engum greiði gerður með því að
hæla um of því sem vel er gert í
starfi því það má alltaf gera betur
og læra.
Betri læriföður var ekki unnt
að hafa en Hilmar en þekkingu
hans í vátryggingarétti var við
brugðið sem og almennri lög-
fræðiþekkingu. Lærði maður
margt af honum og verður það
seint fullþakkað.
Hilmar var maður sátta og
aldrei sá maður hann skipta
skapi, sama hvað á gekk. Oft er
leikar æstust í umræðum um erf-
ið úrlausnarefni brá svo við að
Hilmar mætti til leiks og spurði:
„Hvað gengur eiginlega á, strák-
ar, hefur einhver dáið?“ eða ein-
hver ummæli í þessum dúr. Allt
datt þá í dúnalogn og svo kom
lausnin og þá oft í formi dæmi-
sögu.
Hilmar kunni þá list öðrum
fremur að leysa mál og oft gat
hann leitt erfiðum „kúnnum“ fyr-
ir sjónir að ekki yrði lengra geng-
ið og maður fann að þeir gengu
sáttir frá borði.
Hilmar sleit barnsskónum á
Stokkseyri, perlu suðurstrandar-
innar, eins og hann orðaði það svo
fallega en honum var hlýtt til
þess staðar. Hef tekið þann sið
upp eftir honum, perla suður-
strandarinnar skal það vera.
Ég færi börnum Hilmars og
fjölskyldu samúðarkveðjur.
Ingvar Sveinbjörnsson.
Kveðja frá Rótarýklúbbnum
Görðum
Engri lífsgöngu lýkur án eftir-
sjár eftir glöðu og góðu stundun-
um. Þær áttu Rótarýfélagar
margar með Hilmari Pálssyni
gegnum áratugina. Hann gegndi
hlutverki forseta og var heiðurs-
félagi í Rótarýklúbbnum Görðum
í Garðabæ.
Hilmar var vænn maður og
traustur, hann var ein af styrku
stoðum klúbbsins enda meðal
stofnfélaga árið 1965. Hann var
hagyrðingur og flutti eftirminni-
legar vísur og minni kvenna á
mannfögnuðum.
Hin seinni ár dró úr fundasókn
Hilmars sökum heilsubrests. Það
leyndi sér þó ekki að hann bar
ætíð hlýjan hug til klúbbsins.
Félagar minnast hans með
þakklæti og hlýhug. Hann verður
okkur ávallt minnisstæður fyrir
glaðværð, félagslyndi og heiðar-
leika.
Blessuð sé minning Hilmars
Pálssonar. Fjölskyldu hans er
vottuð dýpsta samúð.
F.h. Rótarýklúbbsins Garða,
Bjarni Þór Þórólfsson,
forseti.
✝ JakobínaKristín
Stefánsdóttir fædd-
ist 4. ágúst 1923 að
Borgargerði í
Flókadal, Fljótum í
Skagafirði. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Hlíð á
Akureyri 27. maí
2019.
Foreldrar
Jakobínu voru
Stefán Aðalsteinsson og Kristín
Margrét Jósefsdóttir. Þau
reistu sér fyrst bú á Minni-
Reykjum í Flókadal, en lengst
bjuggu þau í Sigríðarstaðakoti
og á Sigríðarstöðum. Þau fluttu
til Siglufjarðar 1946. Börn Stef-
áns og Kristínar voru 14. Elstur
var Jóhann Helgi, en síðan
komu Guðlaug Ólöf, Helga
Anna, Jósep Svanmundur, Sig-
rún, Sigríður Helga, Albert
Yngstur var Fannar Örn, sem
lést 1996. Næstelst er Guðlaug
Kristín, f. 12.11 1951. Eigin-
maður hennar er Gísli Sigur-
geirsson. Sonur þeirra er Gísli
Hróar. Fyrri eiginmaður Guð-
laugar var Steingrímur B.
Gunnarsson. Þeirra synir eru
Haraldur Ringsted og Gunnar
Bergmann. Yngstur barna Har-
aldar og Jakobínu er Sigurður,
f. 12.8. 1956. Kona hans er
Bryndís Kristjánsdóttir. Fyrri
kona Sigurðar var Sigrún Guð-
mundsdóttir. Dætur þeirra eru
Sunna Kristín og Aðalbjörg
Rósa. Fyrir hjónaband átti
Jakobína soninn Stefán Guð-
mund, sem ólst upp hjá móður-
bróður sínum, Jóhanni Helga,
og konu hans; Jónínu Jóns-
dóttur. Börn Stefáns eru Jó-
hann, Kristín Ebba, Björn og
Jónína Berta. Stefán lést 1992.
Samtals eru afkomendur Jak-
obínu og Haraldar 51.
Haraldur lést 23. janúar
2014, þegar þau hjón voru ný-
flutt á Dvalarheimilið Hlíð og
þar bjó Bína eftir það.
Útför Jakobínu fór fram í
kyrrþey 5. júní 2019.
Sigurður, sem lést
á sjötta ári, Anna
Þorbjörg, Jakobína
Kristín, Albert Sig-
urður, Guðrún
Svanfríður, Jóna
Guðbjörg, Jón Sig-
urður og Gísli
Rögnvaldur. Guð-
rún Svanfríður lifir
ein þeirra systkina.
Auk eigin barna
ólu Stefán og
Kristín upp Önnu Svanmundu
Vignisdóttur, dóttur Sigrúnar.
Jakobína giftist Haraldi
Ringsted 8. janúar 1950 Þau
eignuðust þrjú börn. Elst er
Anna Guðríður, f. 8.5 1949.
Eiginmaður hennar er Stefán
Guðlaugsson. Dóttir þeirra er
Jófríður. Fyrri maður Önnu var
Arnljótur Geir Ottesen. Þeirra
börn eru Helena Ósk, Jakobína
Kristín og Gunnbjörn Hermann.
Sá sem eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson)
„Amma Bína“ var einstök kona.
Eins og eilíft sumar, svo mikil var
hjartahlýjan. Persónan var um-
lykjandi hvar sem hún fór. Fyrir
vikið á ég óteljandi minningar um
hana ömmu Bínu. Þess vegna
kemur margt upp í huga minn
þegar ég hugsa til ömmu minnar,
þannig að erfitt er að velja. Eitt
stendur þó upp úr öllu öðru. Það
var sú einstaka velvild, hlýja og
væntumþykja sem ég fann fyrir
þegar ég hitti ömmu Bínu. Sama
hvar og hvenær, hún tók alltaf á
móti mér með hlýju brosi og nauð-
synlegum skammti af hreinskilni.
Ég fór stundum sem krakki
með vinunum að dorga niðri á
Nökkvabryggju. Þá entust spún-
arnir og önglarnir oft ansi stutt.
Það varð til þess að ég hljóp oft í
Aðalstrætið til ömmu og afa sem
alltaf gáfu mér einhverja varahluti
og fyrir veiðifélagana líka! Afi hik-
aði þó stundum þegar við vorum
mættir aftur klukkutíma seinna.
Einhvers staðar á lífsleiðinni
áttaði ég mig á því að svamptertan
hennar ömmu, með sultu á milli,
var ótrúlega góð. Þessu tók amma
eftir og bakaði þar af leiðandi eina
svona tertu hver einustu jól. Ekki
nóg með það heldur pakkaði hún
henni inn í gjafapappír og setti
undir jólatréð okkar. Þetta gerði
hún alveg þar til ég komst á full-
orðinsár.
Þessa tertu kláraði ég oft sam-
viskulaust á einni nóttu, og bauð
engum með mér. Hún var jú ætluð
mér. Mér fannst það þó algjör
óþarfi af ömmu Bínu að benda mér
reglulega á það að ég væri nú far-
inn að bæta á mig og að það færi
mér ekkert sérstaklega vel! Hún
gerði það þó með bros á vör, eins
og flest annað.
En þannig var amma, hreinskil-
in og yndisleg. Hún ólst upp við fá-
tækt á íslenskum torfbæ, en bar
sig alltaf eins og hefðarmær. Hún
var glæsileg til hinstu stundar;
hlý, bleik og stolt af sínu fólki.
Þannig ömmu er ekki hægt að
gleyma. Bína amma að eilífu.
Þinn
Gísli Hróar.
–Gísli minn, nú þarf ég að
spyrja þig mikilvægrar spurning-
ar og þú verður að segja mér satt,
því það svara allir út og suður, sem
ég spyr. Þannig hófst samtal mitt
við tengdamóður mína, hana Bínu
skvísu úr Fljótunum, þegar við
hjónakornin heimsóttum hana í
„bleika herbergið“ hennar í Beyki-
lundi á dögunum. Hún hafði verið
slök undanfarna daga. Þess vegna
var hjúkrunarfólk deildarinnar við
rúmstokkinn hjá henni, en allt í
einu vorum við Bína ein. Hjúkr-
unarfólkið og dóttirin, konan mín,
voru farin á „krísufund“. Ég sett-
ist því við rúmstokkinn hjá Bínu
og reyndi að bera mig mannalega.
–Já, Bína mín, ég skal reyna að
svara þér samviskulega, en ég hef
nú aldrei þótt neinn sérstakur vís-
dómsbrunnur, gæskan.
–Svona, láttu ekki svona, þú ert
ágætur. En viltu ekki fá þér einn
koníak áður en við byrjum? Þú
veist hvar það er, sagði Bína kank-
vís.
–Sjaldan hefur maður nú sop-
anum neitað, en þú verður þá að
skála við mig, svaraði ég og gaut
augum að barskápnum góða hjá
tengdó. Hann var alltaf fullur af
guðaveigum þegar ég kom til
hennar, en stundum var komið
borð á veigarnar þegar ég fór!
–Nei, Gísli minn, ég held það sé
ekki hyggilegt að fá sér koníak of-
an í öll lyfin sem þau hafa verið að
gefa mér.
–Sennilega rétt hjá þér, Bína
mín, en hver var spurningin?
–Já, Gísli minn, segðu mér nú
eins og er, alveg eins og er; er ég
að fara? Mér brá við spurninguna,
en reyndi að láta ekki á neinu bera
og svaraði gömlu konunni hiklaust
án þess að hafa ígrundað hvað ég
ætlaði að segja.
–Bína mín, þessu getur enginn
svarað nema himnafaðirinn, sem
öllu ræður. Það má vel vera að þú
sért komin í ferðafötin, en það get-
ur allt eins verið að ég sofni svefn-
inum langa hér við rúmstokkinn
hjá þér. Það veit enginn hver er
næstur. Þú hefur verið mikið veik
undanfarna daga, en þú ert búin
að hrista af þér lungnabólgu og
fleiri kvilla, þannig að ástæða er til
að ætla að þú vinnir þessa orrustu,
eins og allar hinar. Hins vegar
hefur þú þegar lifað ríflega fimm
ár yfir nírætt og ýmislegt er farið
að gefa sig. Svo hef ég grun um að
Halli Ring sé farinn að bíða með
bátinn.
–Já, hann Halli minn. Mig
dreymdi hann áðan. Við vorum að
gera bátinn kláran.
–Var Halli að reka á eftir?
–Nei, nei, það var ég, ég vildi
komast á sjóinn í einum grænum
hvelli. En ég vaknaði áður en við
náðum að ýta úr vör.
Já, tengdaföður minn heitinn,
Halla Ring, vantaði skipstjóra á
bát í sumarlandinu, samkvæmt
draumi Bínu. Þar hafði hann róið í
nokkur ár, líkt og þau hjónakornin
gerðu á Pollinum í eina tíð, en
Halli hafði lítið aflað, hélt tengda-
mamma. Það var nefnilega Bína
sem stjórnaði þótt Halli stýrði.
–Það er best að ég komi mér,
Bína mín, svo þú getir klárað
drauminn með Halla.
–Já, já, það verður gaman og ég
ætla að taka bleikjuna, sagði
Fljótamærin glettin um leið og
hún þakkaði spjallið, bauð góða
nótt og var sofnuð með það sama.
Hún vaknaði ekki aftur til við-
ræðna. Nú róa þau hjónakornin
aftur á sama báti. Ég bið þess að
þau fái góðan byr – og mikið af
bleikju.
Gísli Sigurgeirsson.
Jakobína Kristín
Stefánsdóttir
Kæra Ragnheið-
ur mín, Kiddý! Að
leiðarlokum er mér
þakklæti efst í huga fyrir að hafa
fengið að ganga með þér í öll
þessi ár, lífsgönguna. Því mun ég
ekki gleyma það sem ég á eftir af
minni göngu, alltaf sama ljúfa
konan á hverju sem gekk. Lífs-
vilji þinn var mikill. Hjartans
þakkir færi ég þér fyrir öll gull-
kornin sem þú hvíslaðir í mín
eyru þegar ég var að ljúka mínum
söng, sama hvort það var á dans-
leik í Baldurshaga hér á Bíldudal
eða í Bíldudalskirkju. Og ekki
tala ég nú um fallega brosið, sem
alltaf fylgdi með. Ég söng hér á
Ragnheiður Krist-
jana Benediktsdóttir
✝ RagnheiðurKristjana
Benediktsdóttir
(Kiddý) fæddist 3.
janúar 1949. Hún
lést 30. apríl 2019.
Útför Ragnheið-
ar (Kiddýjar) fór
fram 11. maí 2019.
sviði rétt fyrir ný-
liðna páska og þar
varst þú gestur,
Kiddý mín. Þetta
var í síðasta sinn
sem við sáumst.
Ég kveð þig
hinsta sinn með
ljóði, sem ég söng
svo oft fyrir þig,
Arnarfjörður eftir
Ingimar Júlíusson
frá Bíldudal.
Arnarfjörður þú ert hverjum firði fegri
með þinn fjallahring, nes og bláu sund.
Þínar dætur eru öllum yndislegri,
um þær dreymir þína syni hverja
stund.
Þegar sumarnóttin sveipar dali þína
við þinn sæta skógarilm og fossanið,
skal ég segja þér mína dýru drauma,
duldu sorgir, skýjaborgir.
Við þitt hjarta ég geymi gæfu mína
og gleði mína finn ég aftur barm þinn
við.
Jón Kr. Ólafsson söngvari,
Reynimel, Bíldudal.