Morgunblaðið - 14.06.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2019
kveðjur og styrk við að horfa á
bak einstökum syni, eiginmanni,
föður og bróður. Hans verður
sárt saknað en ég er stoltur af
því að hafa átt hann að frænda
og lánsamur að hafa átt hann
sem vin.
Erlingur Páll Ingvarsson.
Gísli Kristjánsson Heimisson
var skírður eftir móðurafa sínum
Gísla Hjálmarssyni Kristjáns-
syni, útgerðarmanni frá Sand-
húsi í Mjóafirði, er lengi bjó á
Norðfirði og á Akureyri, en
hann var skírður eftir móður-
bróður sínum Gísla Hjálmars-
syni, kaupmanni og útgerðar-
manni á Norðfirði, en nafni Gísla
Hjálmarssonar, héraðslæknis á
Höfða á Völlum, aukið við sem
millinafni. Móðir Gísla Krist-
jánssonar Heimissonar er María
Gísladóttir, sem skírð er eftir
föðurömmu sinni Maríu Hjálm-
arsdóttur Hermannssonar, óð-
alsbónda á Brekku í Mjóafirði,
sem lengst af ævi sinnar bjó á
kotbýlinu Sandhúsi í Mjóafirði.
Faðir Gísla Kristjánssonar
Heimissonar var Heimir Bjarna-
son héraðslæknir og síðar að-
stoðarborgarlæknir, kominn af
þingeyskum ættum í móðurætt.
Þannig er ættanna kynlega
bland.
Gísli Kristjánsson Heimisson
bar einkenni þessa kynlega
blands ættanna, var brosmildur
og glaðlegur, en ákveðinn og
fastur fyrir, þegar á þurfti að
halda. Í útliti líktist hann að
mínum dómi Ríkharði Jónssyni
myndhöggvara, en Fanny Krist-
ín Ingvarsdóttir, móðuramma
hans, og Ríkharður Jónsson
voru systrabörn. Ríkharður
Jónsson stundaði framhaldsnám
við höggmyndadeild Det Konge-
lige Danske Kunstakademi í
Kaupmannahöfn, en í Kaup-
mannahöfn stundaði Gísli Krist-
jánsson Heimisson framhalds-
nám í byggingarverkfræði við
Danmarks Tekniske Højskole.
Þannig er ættanna kynlega
bland.
Gísli Kristjánsson Heimisson
stundaði nám í Menntaskólanum
á Akureyri undir strangri stjórn
móðurbróður síns, sem hér held-
ur á penna. En vinátta hélst –
þrátt fyrir stangleika, og ávallt
var hann brosmildur og alúðleg-
ur þegar hann heimsótti okkur
Grétu, hvort heldur var í heima-
vist MA eða á heimili okkar í
Brudedalen við Furresø í Kaup-
mannahöfn.
Þegar ég tók að vinna að ævi-
minningum föður míns, Gísla
Hjálmarssonar Kristjánssonar
frá Sandhúsi í Mjóafirði, er hann
festi á blað um áttrætt, reyndist
Gísli Kristjánsson Heimisson
betri en enginn við að koma
minningum afa síns í tölvutækt
form, enda var afi hans og nafni
honum afar kær, eins og afa
hans var drengurinn afar kær.
Æviminningar Gísla Hjálmars-
sonar Kristjánssonar frá Sand-
húsi í Mjóafirði koma því út á
næsta ári fyrir hjálp Gísla Krist-
jánssonar Heimissonar, og þar
verður þess minnst.
Við Gréta sendum Maju, Þor-
gerði og börnum þeirra Gísla
samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning Gísla Kristjánssonar
Heimissonar.
Tryggvi Gíslason.
Til eru menn sem snerta
hjörtu samferðamanna sinna.
Hlýja, virðing, samkennd og
hjálpsemi er þeim svo eðlislæg
að allir, ungir og aldnir, laðast
að þeim, sækjast eftir nærveru
þeirra og leita til þeirra. Slíkur
maður var Gísli okkar Heimis-
son.
Þau voru ung, Þorgerður
systir mín og Gísli „svilamágur“,
þegar þau fundu hvort annað og
í stað þess að taka hana burtu
frá okkur flutti hann inn í
hjartarými fjölskyldunnar og
þar á hann stað um ókomna tíð.
Hann mætti ekki einn til leiks,
frekar en aðrir höfðingjar.
Honum fylgdi stór, samheldin
fjölskylda og skemmtilegur vina-
hópur. Hann lék við börnin okk-
ar og síðar barnabörnin, heillaði
og ávann sér traust tengdafor-
eldranna frá fyrstu stundu.
Hann sjarmeraði aldnar frænk-
ur og yngri með skemmtilegum
samræðum og hnyttnum tilsvör-
um. Á skammri stundu var við-
mælandinn orðinn áhugaverð-
asta manneskjan í boðinu og
Gísli, í augum viðmælandans,
orðinn miðjan sem allt hverfðist
um.
Við eigum eftir að sakna hans
í smáu og stóru. Flest í okkar lífi
mun minna á hann, allt frá góð-
um kaffibolla að morgni til
metnaðarfullra áramótaveislna í
anda
Babettes gæstebud, þar sem
fagurkerinn og matgæðingurinn
Gísli dró að besta hráefni sem
völ var á og setti lítið fyrir sig
fjarlægðir, þegar ná þurfti í
rétta humarinn, rjúpurnar, sil-
unginn, hreindýrið eða drykki
sem hæfðu hverjum rétti. Alls
staðar átti hann vini sem gátu
bjargað málum. Undirbúningur
og aðdrættir voru jafn skemmti-
legir og veislan sjálf.
Veiðivatnaferðir stórfjölskyld-
unnar verða fátæklegri, þegar
enn einn máttarstólpinn er fall-
inn frá, en minningar þaðan eru
bjartar og ljúfar. Oftar en ekki
var það Gísli sem gaf tóninn með
glensi og gríni. Unga fólkið man
dúndurskemmtilegar flug-öku-
ferðir á Snjóölduleiðinni og svað-
ilfarir á vötnum, en þeir eldri
hvernig lausavísur um viðburði
dagsins svifu léttilega manna í
milli, þegar húmaði að kveldi í
Dvergasteini.
Sameiginlega tókumst við á
við forgjöfina á vellinum, innan
lands og utan. Stundum sóttist
vel og í önnur skipti miður, eins
og gengur í þeim snúna leik.
Ýmsu var kennt um og þakkað:
nýjum græjum, veðri og ástandi
valla, en alltaf áttum við góðar
stundir að leik loknum. Farið
var snarlega yfir skorið og svo
var eldhuginn farinn að skipu-
leggja næsta leik, næstu ferð.
Gísli hefur leikið sinn síðasta
leik á þessu tilverusviði. Völl-
urinn í handanheimum er hins
vegar í öðru veldi – sígrænn, sól-
gylltur, leikmaðurinn í topp-
formi og sveiflan óaðfinnanleg.
Undanfarnir mánuðir hafa
verið fjölskyldunni sárir og erf-
iðir. Aðdáunarvert hefur verið
hvernig þau hjón og börnin
þeirra þrjú hafa tekist samhent
á við þessa óvelkomnu boð-
flennu, krabbameinið, af styrk,
skynsemi og æðruleysi. Sorginni
deilum við með systkinum hans,
eiginkonu, börnum og móður.
Við biðjum Guð að styrkja þau
og blessa minningu Gísla
Heimissonar.
Guð geymi þig, vinur. Hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Brynhildur Anna
Ragnarsdóttir, Ólafur
Bjarnason og fjölskylda.
Fallinn er frá allt of snemma
góður drengur, Gísli Heimisson.
Leiðir okkar og hans hafa legið
saman í rúman aldarfjórðung,
mest sem vinnufélagar og síðar
vinir. Sagt er að vinnan göfgi
manninn. Ekki síður eru það
samstarfsfélagarnir sem gleðja,
örva og búa til samvirkni sem
gefur vinnunni tilgang og lífinu
meiri fyllingu. Við minnumst
Gísla Heimissonar einmitt sem
slíks félaga og vinar.
Við hófum störf á svipuðum
tíma að afloknu háskólanámi hjá
verðbréfafyrirtækinu Lands-
bréfum. Þar hittum við fyrir
verkfræðinginn Gísla Heimisson
sem kynnti fyrir okkur haustið
1994 til dæmis þá frumlegu nýj-
ung tölvupóstinn! Uppbygging
tækniumhverfis vaxandi fjár-
málafyrirtækis á markaði sem
var rétt að taka á sig mynd lék í
höndum Gísla sem þarna átti
þegar að baki farsælan tíma í
tæknimálum á sviði eignaleigu.
Samspil fjármálastarfseminnar
og tækniumhverfisins varð sam-
ofið og kallaði á mikil samskipti
milli okkar og Gísla. Þau sam-
skipti voru einstök og lærdóms-
rík. Hreinskiptin, byggð á gagn-
kvæmri virðingu og skýrri sýn á
tilgang og markmið.
Gísli stofnaði síðar ásamt
samstarfsmönnum sínum fyrir-
tækið Mens Mentis og stýrði af
myndarbrag. Þar þróaðist enn
frekar frumkvöðullinn Gísli
Heimisson.
Maðurinn sem leitaði nýrra
leiða með framtíðarsýn að vopni.
Gísli réð sig síðar til Glitnis og
stýrði þar upplýsingatæknimál-
um og síðar rekstrarmálum öll-
um sem framkvæmdastjóri.
Stjórnandinn Gísli Heimisson
þróaðist enn frekar hjá MP
banka þar sem hann stýrði að
lokum viðskiptabankastarfsemi í
miklu breytingaferli og afar vel-
heppnuðum samruna MP banka
og Straums í Kviku banka.
Sem stjórnandi var Gísli mikl-
um mannkostum búinn. Hann
skipaði virðingarsess í huga
allra sem með honum störfuðu,
var hreinn og beinn með augu á
markmiðinu, létta lund en
ákveðnar skoðanir byggðar á
þekkingu og reynslu. Gísli var
óhræddur við að taka og fram-
kvæma ákvarðanir eins og
reyndum stjórnanda sæmdi.
Gísli kunni þá list að segja
hvernig hlutirnir eru án þess að
særa með því nokkurn mann.
Hann tók hlutverk sitt og verk-
efni alvarlega án þess að taka
sjálfan sig hátíðlega. Fáir menn
voru jafn glaðværir að staðaldri
og eftirminnilegar eru fjölmarg-
ar stundir með Gísla þar sem
skipst var á skoðunum og upp-
lýsingum, ákvarðanir teknar og
eftirmál funda fólust eingöngu í
vellíðunartilfinningu með gagn-
lega stund.
Það er mikill missir að svo
góðum manni og sárt að hann
skyldi ekki geta notið uppskeru
ævistarfsins um mörg ókomin ár
með fjölskyldunni.
Samstarfsfélagans og kærs
vinar okkar Gísla Heimissonar
minnumst við af hlýju og með
djúpri virðingu. Við erum þakk-
látir fyrir fjölmargar góðar og
gefandi stundir með honum um-
liðinn aldarfjórðung. Ekki síst
þær síðustu þar sem vináttan,
sem aldrei bar skugga á, skipti
öllu.
Þorgerði, börnum þeirra,
móður Gísla og öðrum aðstand-
endum sendum við innilegar
samúðarkveðjur.
Hvíl í friði vinur.
Finnur Reyr, Óttar,
Sigurður Atli.
Vinur minn til 25 ára – eld-
huginn, öðlingurinn og mann-
vinurinn ráðagóði Gísli Heimis-
son – er dáinn. Það er
óraunverulegt en fyrst og fremst
sárt.
Ég kynntist Gísla árið 1994
þegar ég hóf störf hjá Lands-
bréfum.
Við áttum strax vel skap sam-
an auk þess að vera báðir verk-
fræðingar frá sama danska há-
skólanum. Gísli var eldri og
þegar við stofnuðum okkar
fyrsta fyrirtæki árið 1999 var
hann ekki bara maðurinn með
hugbúnaðarkerfin og viðskipta-
samböndin – heldur minn læri-
faðir. Fyrst stofnuðum við Mens
Mentis, ásamt Jóhannesi Helga
Guðjónssyni og Björgvini Skúla
Sigurðssyni, og síðar Netskil.
Það var sjaldan lognmolla í
kringum Gísla enda skarp-
greindur, hreinskilinn eldhugi
með ríka réttlætiskennd. Að
reka fyrirtæki með Gísla voru
forréttindi þar sem vandamál
voru áskoranir til að leysa og
allt kryddað með kímni og
manngæsku. Það var alltaf gott
að leita til Gísla og eftir tíu ára
fjarveru mína frá Íslandi leitaði
ég enn og aftur ráða hjá vini
mínum árið 2016 vegna nýstofn-
aðs fjártæknifyrirtækis. Við
hófum aftur að vinna saman og
svo fór að hann varð stjórnarfor-
maður þess fyrirtækis þar til á
síðasta ári.
Gísli greindist með krabba-
mein og tjáði mér á síðasta ári
að þrátt fyrir lyfjagjöf hefði
meinið dreift sér og væri ólækn-
andi. Hann vissi að um erfiða
baráttu yrði að ræða þar sem
hann ætti enga möguleika á
sigri. Það er sárt að kveðja góð-
an vin en minning um mikinn öð-
ling lifir.
Ég sendi fjölskyldu Gísla og
öllum vinum samúðarkveðjur.
Jón Helgi Egilsson.
Nú eru tæp 40 ár frá því ég
kynntist Gísla Heimissyni, en
það var þegar við hófum verk-
fræðinám okkar á Íslandi. Nán-
ari vinskapur hófst með okkur í
framhaldsnámi í Kaupmanna-
höfn. Við Gísli ákváðum að fram-
lengja dvölina erlendis og feng-
um báðir vinnu eftir námið. Gísli
hjá banka. Strax þarna byrjaði
Gísli að starfa við hugbúnaðar-
gerð sem hann starfaði við á
einn eða annan hátt alla sína
starfsævi. Þrátt fyrir að verk-
fræðinám gerði mann lítt und-
irbúinn fyrir hugbúnaðargerð
náði Gísli fljótt tökum á þessu
viðfangsefni, enda frábær náms-
maður og var fljótt í miklum
metum hjá yfirmanni sínum í
bankanum. Á þessum árum
tengdust fjölskyldur okkar
böndum sem aldrei slitnuðu.
Þegar heim var komið fór vegur
Gísla vaxandi og hann vann að
fjölda spennandi verkefna bæði
sem fagmaður og æðsti yfir-
maður innan hugbúnaðar- og
rekstrarmála hjá ýmsum fyrir-
tækjum. Þegar félagið sem ég
stofnaði lenti í vanda bauðst
Gísli til að hjálpa og það endaði
með að hann var ráðinn fram-
kvæmdastjóri þess. Þetta var þó
í skamman tíma því honum
bauðst nýtt tækifæri í banka-
geiranum sem hann gat ekki
hafnað. Þrátt fyrir stuttan tíma
hjá okkar félagi hjálpaði hann
okkur og þá sérstaklega mér að
sjá stöðu okkar í réttu ljósi. Við
lögðum línurnar fyrir framtíð fé-
lagsins á þessum tíma og félagið
rétti úr kútnum. Á síðustu mán-
uðum Gísla vorum við í nánu
sambandi og fram á síðasta dag
óskaði Gísli eftir að fylgjast með
gangi mála hjá fyrirtækinu. Ég
dáðist að æðruleysi hans og
áhuga allan þennan tíma. Í huga
mér er gleði, auðmýkt og sorg
þegar minningar liðinna ára
streyma fram. Það var aðdáun-
arvert að sjá hvernig fjölskylda
Gísla stóð saman um að hugsa
um hann á þessum erfiðu tímum.
Gísli minnti okkur hjónin reglu-
lega á að lifa lífinu og það mun-
um við gera og hafa hann með í
huga okkar og hjarta. Elsku
Þorgerður, María, Grímur og
Ragnar, innilegar samúðar-
kveðjur til ykkar.
Gunnlaugur og Málfríður.
Það er hlýtt ágústkvöld norð-
ur í Vatnsdal. Húmið er fallið á
og veiðimenn hafa skilað sér í
hús. Aflinn misjafn, en það er
rífandi góð stemning í hópnum
og mikill hugur í fólki, sérstak-
lega þó Gísla Heimissyni og kó
sem eiga Brúarhylinn í fyrra-
málið. Þar liggur stóri laxinn og
bíður. Við stöndum nokkur úti á
pallinum, sum hafa dregið sig til
setustofu og krakkaskarinn val-
hoppar út og inn. Nú þarf að
leggja á ráðin. Skoða flugur,
vökva maðka og fægja svörtu tó-
býana. Við sáum þá áðan dóla
sér í hylnum, fjóra eða kannski
voru þeir tíu og sumir mjög
stórir. Allir leggja gott til; best
að standa á brúarstólpanum,
kasta nógu langt og passa fest-
urnar og vera með sterka línu
og Gísli hlær að okkur því við
erum með galskap og spé, hann
sem er fyndnastur sjálfur, með
óendanlega góðan húmor og rot-
aði mann iðulega með orðheppn-
inni. Með glimt í auga, fljótastur
af öllum að hugsa og skella frá
sér athugasemdum sem
sprengdu upp partíið sem lá eft-
ir í hlátri. Hann hafði þennan
sjarma sem gerir veröldina svo
skemmtilega og lætur manni líða
vel, maður sem var dásamlegt að
reyna að leysa lífsgátuna með
úti á palli í ágústhúminu í Vatns-
dal. Hann leggur á sig að ferðast
með rútu frá Reykjavík norður í
Fljót, veiða nokkra klukkutíma
með vinum sínum og fá ekki
neitt. Hossast síðan með rútunni
suður aftur og hlæja svo að öllu
saman og mest að okkur hinum
sem vorum þó tvo heila daga en
urðum varla varir. Og svo líða
árin. Börnin sem sömdu og léku
leikrit í veiðihúsinu og veiddu
oftast meira en við orðin stór og
sum farin að veiða með sínum
börnum og ég stend sjálfur í
fjarlægum draumi. Mér finnst
ég standa á pallinum í Steinkoti
og horfa á álftirnar renna sér í
kvöldskugganum yfir spegilslétt
Flóðið. Við stöndum þarna,
gamli veiðihópurinn, öll nema
elsku Gísli okkar og við skiljum
alls ekki hvað honum lá á. En
flóðataflan sem við ráðum ekki
við sagði víst að það yrði stór-
streymt og hann hefur því rokið
af stað til að vera tilbúinn með
stöngina við brúna í sólgylltu
morgunlogninu þegar nýgengnu
laxarnir renna upp í hylinn.
Eyþór Árnason.
Gísli Heimisson var einstakur
félagi, glaðsinna, drífandi og
skemmtilegur. Hann kom hlut-
unum á hreyfingu og var límið í
svo mörgu sem gert var, hafði
bæði skap og skoðanir og fór vel
með hvort tveggja.
Gísli vildi ná árangri í því sem
hann tók sér fyrir hendur – og
gerði það, skarpgreindur og
mannleg samskipti léku honum í
hendi. Hann var heill og hreinn
og beinn og fylginn sér en um-
fram allt var hann mikill vinur
vina sinna og ákaflega um-
hyggjusamur um þá sem stóðu
honum nærri.
Ferðalag okkar með Gísla og
Þorgerði hefur staðið áratugum
saman og leiftur minninganna
birtist: Ungir menn hjólandi í
miðnætursólinni í Vesturbæn-
um, framtíðin í bjartri vornótt-
inni. Fjölskylduferðir í íslenskri
náttúru, ungviðið að þroskast,
hamingjan í loftinu. Veiðiferðir
og akstur í ám og vötnum, mis-
jafn árangur, mikil gleði. Kvöld
og nætur í góðra vina hópi, lífs-
gátan leyst og næstu skrefin
skipulögð. Ævintýraferðir á
framandi slóðir í fjarlægum
löndum og fleiri á döfinni. Nei,
ferðalaginu var hvergi nærri
lokið er krabbamein lagði góðan
dreng að velli allt of snemma.
Eftir sitja minningar og mikið
þakklæti fyrir frábæran fé-
lagsskap með þeim Þorgerði í
áratugi, það er sárt að kveðja en
ljúft að minnast hans Gísla. Við
höfum misst einn af okkar allra
bestu vinum en hans nánustu
hafa misst svo miklu meira, þau
eiga alla okkar samúð.
Það er bjart yfir minningunni
um Gísla Heimisson.
Grímur og Theodóra.
Sem dropi tindrandi
tæki sig út úr regni
hætti við að falla
héldist í loftinu kyrr –
þannig fer unaðssönnum
augnablikum hins liðna.
Þau taka sig út úr
tímanum og ljóma
kyrrstæð, meðan hrynur
(Hannes Pétursson)
Þegar minn kæri vinur hefur
kvatt þessa jarðvist fyrr en varði
situr sár söknuður í brjósti en
fagurt skin góðra stunda lýsir
upp rökkrið á þessum annars
fallegu sumardögum.
Þessi bjarteygi, kviki og ljúfi
drengur skar sig úr hópi mennt-
skælinga við Menntaskólann á
Akureyri. Ég naut þeirrar gæfu
að með okkur tókst vinátta sem
aldrei bar skugga á. Á þessum
þroskaárum var hrein unun að
uppátækjasemi, gríni og glensi
þessa velgefna unga vinar míns.
Við töluðum og lékum og við ort-
um og við sungum um lífsins dá-
semdir í fullvissu ungra manna
um það að hvergi fyndist á þeim
hlífðarlaus höggstaður. Og mikil
var gleðin, hamingjan og fögn-
uðurinn öll menntaskólaárin –
þar var þráðurinn spunninn sem
aldrei slitnaði.
Leiklistarstarf í MA var mjög
öflugt og gott á þessum tíma og
þar munaði svo aldeilis um minn
mann. Eftirminnilegust er sýn-
ingin „Ó, þetta er indælt stríð“
sem sýnd var veturinn 1977.
Leikritið hefur heimsstyrjöld-
ina fyrri að skotspæni og mis-
kunnarlaust háð gert að skamm-
sýni valdhafa, innbyrðis tog-
streitu og hégómagirni hers-
höfðingja, yfirdrepsskap klerka,
sem í orði kveðnu eiga þó að
vera boðberar friðar á jörðu,
gróðabralli vopnaframleiðenda
og múgsefjun almennings.
Mannslífið er einskis metið; hin-
um óbreytta hermanni er teflt
fram eins og peði á skákborði.
Því miður er það enn svo, að
harðstjórn og miskunnarleysi á
sér formælendur marga. Þátt-
taka í sýningunni hafði mikil og
mannbætandi áhrif á alla þá sem
þar tóku þátt og mótaði viðhorf
þeirra til grundvallaratriða
mannlegs lífs.
Leikgleðin, hispursleysið,
heiðarleikinn, tryggðin og vina-
böndin sem þroskuðust á þess-
um árum einkenndu alla tíð síð-
an framgöngu Gísla í sam-
skiptum hans við okkur
skólafélagana.
„Stjáni minn. Nú lætur þú
verða af því að reyna við Lillu,
elsku karlinn minn. Annars hlýt-
urðu verra af,“ sagði Gísli við
mig í útskriftarferð 5. bekkjar
MA árið 1976 og sem betur fer
tók ég áskoruninni og hef staðið
í þakkarskuld við hann æ síðan.
Að leiðarlokum er margs að
minnast og augnablik hins liðna
leika um hugann. Þessar dýr-
mætu minningar sem „taka sig
út úr tímanum og ljóma“.
Við Lilla kveðjum skólabróður
okkar og kæran vin með söknuði
og eftirsjá. Við þökkum sam-
fylgdina og vottum Þorgerði,
Maríu, Grími og Ragnari og fjöl-
skyldunni allri okkar dýpstu
samúð.
Kristján Þór Júlíusson.
Það var dökkt ský sem bar
fyrir sólu þegar við fréttum að
Gísli Heimisson vinur okkar og
félagi til margra ára hefði
greinst með krabbamein. Nú
hefur þessi illvígi sjúkdómur
lagt þennan góða dreng að velli
eins og svo marga.
Við hjónin áttum því láni að
fagna að kynnast Gísla þegar
okkur var boðið að ganga í mat-
arklúbb nokkurra vinahjóna sem
hittust reglulega og borðuðu
saman góðan mat. Okkur þótti
svo gaman að hittast að við
ákváðum að víkka út starfsemi
matarklúbbsins, fá okkur veiði-
leyfi í Vatnsdalsá og fara þangað
til veiða í nokkra daga á hverju
ári með allar fjölskyldurnar. Við
höfum líka ferðast saman og hist
hvert hjá öðru þegar eitthvað
hátíðlegt hefur verið að gerast
innan hópsins. Með árunum hef-
ur þessi hópur orðið einn af að-
alpunktum tilverunnar hjá okk-
ur hjónum, alltaf tilhlökkun að
hittast, margt skrafað og skegg-
rætt og ákvarðanir teknar hvert
ætti að ferðast næst og svo
framvegis.
Gísli var mjög áhugasamur
um allt þetta, matinn, veiðarnar
og ferðalögin, og þegar minnst
var á ferðalög til framandi landa
var Gísli fljótur að taka undir
það.
Hann var húmoristi af Guðs