Morgunblaðið - 14.06.2019, Side 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2019
Umhyggju og ástúð
þína
okkur veittir hverja
stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Á liðnum misserum hafa
systkini mín hvert af öðru farið í
ferðalagið í Sumarlandið. Í dag
Gunnar
Magnússon
✝ Gunnar Magn-ússon fæddist
15. júlí 1931. Hann
lést 5. maí 2019. Út-
förin fór fram 29.
maí 2019.
kveðjum við Gunn-
ar bróður. Við vor-
um 12 systkinin
sem fæddumst á
Vestdalseyri við
Seyðisfjörð, á árun-
um 1922-1939, 5
systur og 7 bræður.
Móðir okkar átti
við veikindi að
stríða og vegna
þess sundraðist
fjölskyldan. Öll
náðum við þó saman á ný þegar
fram liðu stundir og höfum í
gegnum tíðina átt yndislegar
stundir saman, m.a. á ættarmót-
um og jólaskemmtunum.
Mér er mjög minnisstæð sú
ferð þegar ég var 15 ára gömul
og Gunnar 19 ára og vorum
samferða í strandferðaskipinu
Heklunni frá Seyðisfirði til
Reykjavíikur.
Farið var norður fyrir land og
m.a. komið við á Ísafirði, þar
sem við hittum Guðnýju systur
okkar eftir langan aðskilnað.
Gunnar var einstakur maður,
með eindæmum skemmtilegur
og mikill húmoristi. Glettnisblik
í auga fylgdi honum ætíð. Hann
og Guðmundur eiginmaður minn
áttu margt sameiginlegt og
brölluðu ýmislegt saman í gegn-
um tíðina. Sem ungir menn í alls
kyns ótrúlegum fyndnum uppá-
komum, sem lengi voru í minn-
um hafðar.
Einnig áttu þeir á seinni tím-
um og þeirra fólk góða tíma
saman í Grímsnesinu við leik og
störf. Núna eru þeir í Sumar-
landinu í sameiginlegri væntum-
þykju og með glettnisblik í
auga.
Elsku Gunnar, ég er mjög
þakklát fyrir allar góðu samvist-
irnar sem fjölskyldur okkar hafa
átt í gegnum áratugina. Ég
sendi eftirlifandi eiginkonu þinni
og afkomendum þínum öllum
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Helga.
Erlendína
Kristjánsson
✝ ErlendínaKristjánsson
fæddist 18. febrúar
1969. Hún lést 25.
maí 2019.
Útför Erlendínu
fór fram 3. júní
2019.
starfsmönnum laga-
deildarinnar þótti
það góð hugmynd
að taka upp árshá-
tíðarmyndband þar
sem hluti starfs-
manna reyndi sig
við skautaiðkun. Þá
kom sér vel að Er-
lendína var reyndur
þjálfari í listdansi á
skautum. Hún hafði
líklega sjaldan þurft
að glíma við jafn óefnilegan hóp
en leysti verkefnið af mikilli þol-
inmæði.
Með Erlendínu er genginn
góður félagi sem gat sér gott orð
við lagadeild HR og víðar. Þar
var mikið lán fyrir skólann í heild
sinni að fá hana þar til starfa. Að-
standendum Erlendínu er vottuð
innileg samúð.
Fyrir hönd lagadeildar Há-
skólans í Reykjavík,
Eiríkur Elís Þorláksson.
Erlendínu kynntist ég þegar
dætur mínar hófu að æfa skauta,
reyndar ekki í því félagi sem hún
var starfandi í en allir sem komu
með einhverju móti að íþróttinni
í þá daga komust ekki hjá því að
taka eftir þessari konu. Hún var
þá starfandi í Birninum í Graf-
arvogi sem þjálfari. Það var helst
á skautamótum sem maður hitti
Erlendínu.
Hún var mannblendin og vin-
gjarnleg við alla, sama úr hvaða
félagi þeir komu, og gerði sér far
Kveðja frá laga-
deild Háskólans
í Reykjavík
Erlendína starfaði við laga-
deild HR í um 15 ár eða nánast
frá stofnun deildarinnar. Þá tók
hún að sér kennslu við aðrar
deildir innan skólans og ber ferill
hennar vott um hennar mörgu
góðu kosti. Við lagadeild kenndi
hún einkum lagaensku en slík
námskeið höfðu ekki mörg verið
á boðstólum hér á landi áður. Má
því segja að Erlendína hafi verið
brautryðjandi á þessu sviði hér-
lendis. Hún gat sér mjög gott orð
sem kennari og naut trausts og
vinsælda hjá nemendum. Á sama
tíma gerði hún þó miklar kröfur
til nemenda sinna. Námsmat hjá
henni samanstóð oft af mörgum
litlum verkefnum sem felur í sér
mikla áskorun bæði fyrir nem-
endur og kennara. Erlendína var
jafnframt sérlega vel liðin af
samstarfsfólki. Hún gaf mikið af
sér og var auðvelt fyrir samkenn-
ara hennar að leita til hennar á
hennar sérsviði, lagaenskunni.
Þá stóð ekki á henni að aðstoða á
öðrum sviðum og er skemmst að
minnast þess þegar einhverjum
um að kynnast sem flestum sem
urðu á vegi hennar. Einskær
áhugi hennar á íþróttinni og eld-
móður í starfi var foreldrum úr
öllum félögum hvatning að taka
til hendinni sem sjálfboðaliðar.
Það var svo nokkrum árum
seinna að yngri dóttir mín ákvað
að skipta um félag og bauð Er-
lendína hana velkomna í Björn-
inn haustið 2011. Ári síðar fylgdi
hún dóttur minni á Junior Grand
Prix í Þýskalandi, sem þjálfari
hennar, þar sem aðalþjálfari Júl-
íu gat ekki farið með.
Erlendína innti þetta starf af-
ar vel af hendi og reyndist Júlíu
afar vel í aðdragandanum og í
ferðinni og tókst að skapa létta
og skemmtilega stemmingu þrátt
fyrir erfiðar kringumstæður. Júl-
ía minnist þess enn hve vel henni
leið og hve afstressandi Erlend-
ína gat verið undir álagi. Sam-
starf okkar Erlendínu hélst alveg
fram til þess að hún lét af störf-
um fyrir íþróttina og unnum við
síðast saman á Norðurlanda-
mótinu 2017 en það var einnig
upphafstími veikindanna. Við
héldum sambandinu með því að
fara saman út að borða og þar
fylgdist ég með framvindu veik-
indanna. Man ég sérstaklega eft-
ir að hún sagði alltaf „mér finnst
ég ekkert vera veik því ég finn
ekkert til“ og fannst mér það
ekkert skrýtið því hún leit alltaf
einstaklega vel og hraustlega út.
Ég heyrði síðast í henni í lok
mars en þá var hún að kenna og
gat ekki talað, „ég hringi í þig
seinna“ sagði hún.
Nú mun ég ekki heyra aftur í
Erlendínu en þakkir kann ég
henni fyrir samstarfið í gegnum
tíðina og fjölskyldu hennar sendi
ég mínar innilegustu kveðjur.
Þóra Gunnarsdóttir.
Elsku besti afi
okkar.
Þú sem tókst
alltaf svo vel á móti
okkur af þolinmæði
og hlýleik. Það var áberandi fyr-
ir afa hvað hann tók alltaf vel á
móti manni. Handaband dugði
engan veginn, þéttingsfast faðm-
lag skyldi það vera og innilega
einlæg ánægja að sjá mann.
Frá því við munum eftir afa
starfaði hann sem fótanuddari.
Við máttum alltaf panta tíma hjá
honum og var það frábær leið til
þess að eyða tíma bara með hon-
Hörður Sigurðsson
✝ HörðurSigurðsson
fæddist 22. mars
1937. Hann lést 19.
apríl 2019.
Útför Harðar fór
fram 11. júní 2019.
um þar sem hægt
var að ræða um
hvað sem var, eða
bara slappa af og
jafnvel sofna á
bekknum.
Eftir nuddið var
alltaf í boði pott-
rétturinn sem eld-
aður var á sunnu-
degi og síðan
borðaður alla vik-
una. Fæturnir og
líkaminn þakkaði manni alltaf vel
fyrir eftir heimsóknina til afa
Harðar.
Í minningunni var pottréttur-
inn alltaf eins, enda var Hörður
ekki fyrir að flækja hlutina. Það
er eitthvað notalegt við þennan
einfaldleika sem skapar eflaust
meira rými fyrir það sem skiptir
meira máli. Svei mér þá ef pott-
rétturinn verður ekki eldaður
annað slagið í minningu afa
Harðar og til þess að minna okk-
ur á að staldra við og muna að
það er ferðalagið sem skiptir
máli, en ekki áfangastaðurinn.
Það var yndislegt að geta allt-
af pantað tíma hjá afa Herði.
Hann var aldrei of upptekinn til
þess að taka á móti manni og
maður fann aldrei fyrir því að
hann væri að drífa sig. Á þessum
tímum þegar allir eru uppteknir
eða annars hugar, er þetta alls
ekki óvitlaust fyrirkomulag, að
geta pantað tíma hjá hvert öðru.
Þó við getum ekki öll veitt eins
gott fótanudd og afi getum við öll
gefið athygli okkar og hlýju.
Við kveðjum þig með sorg í
hjarta, elsku bestu afi okkar, en
vitum um leið að þú ert kominn á
betri stað. Minningin um hlýjar
viðtökur og væntumþykju þína
mun lifa í hugum okkar svo lengi
sem við lifum.
Þínir dóttursynir,
Hörður Ingi, Arnar Björn
og Helgi Davíð.
Atvinnuauglýsingar
Yfirvélstjóra
vantar á Kristínu GK-457. Kristín er línuveiði-
skip með beitningarvél.
Nánari upplýsingar gefur skipstjóri í síma
856-5730 eða útgerðarstjóri í síma 856-5700.
Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu
Vísis hf. á visirhf.is.
Tilkynningar
Notice of Ordinary General Meeting
JPMorgan Liquidity Funds
The meeting will be held at the location and
time stated in the right-hand column.
Agenda for Meeting and Shareholder Vote
1. Should John Li and Dan Watkins be
re-appointed to the Board with effect
from 26 April 2019 for the period ending
at the Annual General Meeting to be held
in 2020?
2. Should Massimo Greco and Jacques
Elvinger be re-appointed to the Board
with effect from 26 April 2019 for the
period ending at the Annual General
Meeting to be held In 2021?
To vote by proxy, use the proxy form at
jpmorganassetmanagement.com/ extra.
Your form must arrive at the registered office,
via post or fax, by 1800 CET on 03 July 2019.
To vote in person, attend the meeting
in person.
T H E M E E T I NG
Location Registered office of the Fund
(see below)
Date and time Friday, 05 July 2019
at 14:00 CET
Quorum None required
Voting Agenda items will be resolved by
a simple majority of the votes cast
T H E F U N D
Name JPMorgan Liquidity Funds
Legal form SICAV
Fund type UCITS
Auditors PricewaterhouseCoopers
Société coopérative
Registered office 6, route de Trèves
L-2633 Senningerberg, Luxembourg
Fax +352 3410 8855
Registration number
(RCS Luxembourg) B 25 148
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið hús kl. 13-15. Bókabíllinn
kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir innipútt og 18 holu
útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 14.45-15.30.
Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-
10.30. Leikfimi kl. 12.50-13.30. Sumarhátíð Bólstaðarhlíðar kl. 17-20.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffispjall og blöðin við hring-
borðið kl. 8.50. Opin listasmiðja kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11.30. Bíó
kl. 13. Gáfumannakaffi kl. 14.30. Hugmyndabankinn opinn kl. 9-16.
Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Lokað mánudaginn 17. júní.
Garðabær Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Félagsvist FEBG í Jóns-
húsi kl. 13. Bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20, Hleinum kl. 12.30, og frá
Garðatorgi 7 kl. 12.40 og til baka að lokinni félagsvist ef óskað er.
Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Glervinnustofa
með leiðbeinanda kl. 9-12. Prjónakaffi kl. 10-12. Leikfimi gönguhóps
kl. 10-10.20. Gönguhópur um hverfið kl.10.30. Bókband með leiðbein-
anda kl. 13-16. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 20 félagsvist.
Gullsmári Handavinna kl. 9. ATH.: leikfimi, fluguhnýtingar,
ljósmynda-klúbbur, bingó og Gleðigjafarnir eru komin í sumar frí.
Hraunbær Síðasta bingó fyrir sumarfrí kl. 13.15. Spjaldið kostar 200
kr. og öllum velkomið að taka þátt. Kaffi kl. 14.30.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45,
hádegismatur kl. 11.30, brids í handavinnustofu kl. 13, söngstund með
Þóru og Pálma kl. 13.30 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Norðurbrún 1 Morgunleikfimi kl. 9.45, lesið upp úr blöðum kl. 10.15,
upplestur kl. 11-11.30, hádegisverður kl. 11.30-12.30, bingó kl. 13.30,
bókasafnshópur kl. 14.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30, Leikfimi í salnum Skóla-
braut kl. 11, spilað í króknum kl. 13.30. Minnum á spjaldtölvunám-
skeiðið sem haldið verður í salnunm Skólabraut á þriðjudag og
miðvikudag nk., skráning hjá Thelmu í síma 8663027.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–14. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Framhaldssaga eða
bíó kl. 13. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Stangarhylur 4, Dansað sunnudagskvöld kl. 20-23. Hljómsveit húss-
ins leikur fyrir dansi. Allir velkomnir.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
Volvo XC V70 til sölu
Volvo V70 station. Árg. 2000. Mjög
góður bíll. Vel viðhaldið. Smurbók frá
upphafi. Skoðaður. Sjálfskiptur og
með dráttarkrók. Fallegur bíll með
góða aksturseiginleika og þægileg
leðursæti. Góð sumardekk og ný
Michelin nagladekk fylgja.
Upp. í síma 893 7719 og 698 7563
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Smá- og raðauglýsingar
með
morgun-
Nú u
þú það sem
þú eia að
á FINNA.is
IÐNAÐARMENN VERSLANIR
VEITINGAR VERKSTÆÐI
BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA