Morgunblaðið - 14.06.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2019
Dýrabær Smáralind, Kringlunni, Reykjanesbæ og Akranesi | Byko Selfossi
Fiskó Garðabæ | Heimkaup | Hundaheppni | Sími 511 2022 | dyrabaer.is
NÁTTÚRULEG INNIHALDSEFNI
bragðgott – hollt – næringarríkt
– fyrir dýrin þín
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Sá skemmtilegi atburður varð á mið-
vikudagskvöld að fjórir íslenskir
Þýskalandsmeistarar komu í fyrsta
sinn saman á ljósmynd, en allir urðu
þeir meistarar á árunum 1984-1992.
Þarna var um að ræða þá Krist-
ján Arason handboltamann, sem tók
myndina, Eyjólf Sverrisson fótbolta-
mann, Ásgeir Sigurvinsson fótbolta-
mann og Alfreð Gíslason handbolta-
mann. Kristján varð sjálfur
Þýskalandsmeistari í handbolta með
Gummersbach árið 1988, Eyjólfur
Sverrisson varð Þýskalandsmeistari
í fótbolta með Stuttgart árið 1992,
Ásgeir Sigurvinsson varð Þýska-
landsmeistari í fótbolta með Stutt-
gart árið 1984 og Alfreð Gíslason
varð Þýskalandsmeistari í handbolta
með TUSEM Essen árin 1986 og
1987.
Myndinni var smellt af í Hörpu í
Reykjavík í veislu sem þar var hald-
in til heiðurs Frank-Walter Stein-
meier, forseta Þýskalands, sem var
hér á landi í opinberri heimsókn. Í
veislunni voru bæði núverandi og
fyrrverandi íþróttamenn auk ís-
lenskra listamanna, stjórnmála-
manna og annarra sem tengingu
hafa við Þýskaland. „Það var gaman
að koma þarna og hitta þessa snill-
inga,“ segir Kristján í samtali við
Morgunblaðið og gaf góðfúslegt
leyfi fyrir birtingu myndarinnar.
Fjórir meistarar
saman á ljósmynd
Ljósmynd/Kristján Arason
Kátir Kristján Arason handboltamaður, Eyjólfur Sverrisson fótboltamaður, Ásgeir Sigurvinsson fótboltamaður
og Alfreð Gíslason handboltamaður. Allir urðu þeir meistarar með liðum sínum í Þýskalandi frá 1984-1992.
Íslenskir afreksmenn í íþróttum glöddust í veislu til heiðurs Þýskalandsforseta
Óheimilt verður héðan í frá að hljóð-
rita, taka myndir og birta fréttir í
rauntíma úr dómsal nema með sér-
stakri undanþágu dómara eftir að
Alþingi samþykkti í gær frumvarp
dómsmálaráðherra um meðferð
einkamála.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þing-
flokksformaður Pírata, segist ósátt-
ur við þá aðför að tjáningarfrelsi
blaðamanna sem felist í breyting-
unni. Píratar sátu hjá við afgreiðslu
málsins en höfðu, ásamt þingflokki
Viðreisnar og Samfylkingar, lagt
fram breytingartillögu þar sem gert
var ráð fyrir að upptökur yrðu eftir
sem áður leyfðar nema í undantekn-
ingartilfellum.
„Rök meirihlutans eru þau að
hætta geti verið á réttarspjöllum
séu upptökur leyfðar,“ segir Helgi,
en með því er átt við að vitni gætu
nýtt sér fréttaflutning af vitnisburði
annarra til að breyta málflutningi
sínum. „Ég á mjög erfitt með að fall-
ast á þau rök,“ segir Helgi Hrafn.
Fyrir sé heimild dómara til að setja
fréttaflutningi í rauntíma hömlur, og
hafi hún verið nýtt í viðkvæmum
málum. Þá bendir Helgi á að þeir
sem vilji spjalla réttinn geti hæglega
gert það með símtæki í vasanum.
Helgi segir upplifun sína þá að
„kerfið“, svo sem lögregla og dóm-
stólar, vilji oft geta ráðið hlutunum
án þess að þurfa að gefa nokkur
skýr rök fyrir ákvörðun sinni. Hins
vegar væri að hans mati eðlilegra
að upptökur væru leyfðar með
möguleika á undantekningu, frekar
en að þær séu bannaðar með mögu-
leika á undantekningu.
Torveldar vinnu blaðamanna
Hjálmar Jónsson, formaður
Blaðamannafélagsins, tekur í sama
streng. Lagabreytingin sé full-
komið skilningsleysi á starfsemi
fjölmiðla.
Hann segist þó ekki hafa of mikl-
ar áhyggjur af áhrifum laganna á
fréttaflutning af dómhöldum.
Blaðamenn sinni sínum skyldum, og
geti enn mætt í réttarsal. Vinnan
verði einfaldlega erfiðari. Hjálmar
bendir á að Morgunblaðið og aðrir
miðlar hafi til að mynda flutt dag-
legar fréttir frá Geirfinnsmálinu
þegar það stóð sem hæst, án nokk-
urrar tölvutækni. „En þetta verður
erfiðara, og umfjöllun gæti minnkað
eitthvað, sérstaklega á netmiðlum
þar sem allt snýst um hraða,“ segir
Hjálmar. alexander@mbl.is
Fréttir í rauntíma
bannaðar úr dómsal
Skilningsleysi á starfsemi fjölmiðla
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Skipulagsstofnun hefur tekið
ákvörðun um að breikkun Vestur-
landsvegar um Kjalarnes skuli háð
mati á umhverfisáhrifum.
Þetta kann að tefja það að hægt
verði að hefja breikkun vegarins
eins og mjög hefur verið kallað eftir
til að auka umferðaröryggi. Nokkur
alvarleg umferðarslys hafa orðið á
veginum.
Til stóð að hefja verkið að ein-
hverju leyti í ár, á hliðarvegum, en
þunginn kæmi á næsta ári – þ.e.a.s.
þannig eru fjárveitingar í sam-
gönguáætlun, samkvæmt upplýs-
ingum G. Péturs Matthíassonar,
upplýsingafulltrúa Vegagerðar-
innar. „Við erum að skoða úrskurð
Skipulagsstofnunar og jafnframt að
meta fordæmisgildi hans,“ segir G.
Pétur.
Sú skoðun mun væntanlega leiða í
ljós hve miklar tafir verði á því að
breikkun Vesturlandsvegar hefjist.
„Vegagerðin mun gera sitt til að taf-
ir á verkinu verði í lágmarki enda er
um mikilvæga framkvæmd að ræða
sem mun bæta umferðaröryggi á
hringvegi umtalsvert,“ bætir G. Pét-
ur við.
Nú er stefnt að samningum við
Verkís varðandi verkhönnun í kjöl-
far útboðs. Einnig er unnið að samn-
ingum við landeigendur.
Fram kemur í áliti Skipulags-
stofnunar að með framkvæmdunum
verði Vesturlandsvegur breikkaður
umtalsvert og með tengdum fram-
kvæmdum verði rask talsvert meira
þar sem einnig sé áætlað að gera
endurbætur á núverandi hlið-
arvegum auk lagningar nýrra hlið-
arvega, allt að 11 kílómetrar. Rask
vegna þeirra verði að minnsta kosti
10 hektarar. Þá sé ótalið rask vegna
annarra tengdra framkvæmda eins
og reiðvega og göngu- og hjólastíga.
Áhrif allra þessara framkvæmda
gera það að verkum að umfang fyr-
irhugaðra framkvæmda er töluvert
meira en fyrir liggur í greinargerð.
„Þetta mikla umfang vegalagn-
ingar kallar á nánari skoðun og
greiningu, m.a. er ekki gerð grein
fyrir umhverfisáhrifum hliðarveg-
anna sem kunna samkvæmt fram-
lögðum gögnum að verða umfangs-
mikil,“ segir Skipulagsstofnun.
Á meðan á framkvæmdum stend-
ur er ráðgert að koma fyrir haug-
setningarsvæði á framkvæmda-
svæðinu þar sem uppgrafið efni
verði geymt þar til hægt sé að nota
það. Ljóst sé að hér sé um mikið efn-
ismagn að ræða sem nota þarf til
framkvæmda og kalli þetta á frekara
mat og greiningu.
Þá kemur fram að samkvæmt
hljóðvistarútreikningum aukist
hljóðstig, samanber umsögn Reykja-
víkurborgar, óásættanlega miðað við
viðmiðunarmörk hávaðareglugerðar
við 17 hús í nálægð Vesturlands-
vegar þegar framkvæmdum lýkur.
Þetta kalli á nánari mælingar og
skoðun á mótvægisaðgerðum.
Morgunblaðið/Ómar
Vegurinn Umferð um Vesturlandsveg á Kjalarnesi er oft gríðarmikil.
Breikkun Vesturlandsvegar kann að tefjast
Vegurinn fari í umhverfismat
Vegagerðin skoðar úrskurðinn