Morgunblaðið - 14.06.2019, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2019
✝ Hilmar Páls-son fæddist í
Reykjavík 31. mars
1935. Hann lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Mörk 5. júní
2019.
Foreldrar hans
voru Hulda Guð-
mundsdóttir f. 7.
maí 1904, d. 21.
júní 2000, og Páll
Guðjónsson, f. 23.
júlí 1904, d. 25. júní 1959. Systir
hans og sammæðra: 1) Erna S.
Noel, f. 1. október 1923, d. 21.
október 2018, maki Dana E.
Noel.
Hilmar giftist Línu Lilju
Hannesdóttur 1. október 1955.
Synir þeirra eru: a) Hannes, f.
25. desember 1955, kvæntur
Dóru Berglindi Torfadóttur, f.
28. september 1958. Börn
þeirra eru: 1) Gunnar Torfi, f.
11. júní 1987, í sambúð með
Victori Grétarssyni. 2) Hulda
Lilja, f. 5. apríl 1994. 3) Hilmar
Páll, f. 5. apríl 1994. 4) Lína
Dóra, f. 1. júlí 1997. b) Páll Jó-
hann, f. 10. mars 1962, kvæntur
Kolbrúnu Jónsdóttur, f. 20. júní
1962. Börn þeirra eru: 1) Lilja
Lind, f. 16. febrúar 1986. Barn
hennar: Kolbrún Kara, f. 15.10.
2012. 2) Hilmar, f. 12. nóvember
1993 í sambúð með Áróru Eir
Brunabótafélagsins frá 1. októ-
ber 1996 til 30. mars 2001.
Hilmar sat í stjórn VÍS og LÍFÍS
og var um tíma formaður
stjórnar. Hilmar var fulltrúi
Brunabótafélagsins og VÍS í
ýmsum iðgjalda- og skilmála-
nefndum, fulltrúi Sambands ís-
lenskra tryggingafélaga í um-
ferðarráði, formaður skóla-
stjórnar Tryggingaskólans, í
stjórn Bifreiðaskoðunar hf.,
Fjárvangs hf., Brunamálastofn-
unar ríkisins og Lýsingar hf.
Hilmar var kennari og próf-
dómari við Tryggingaskólann.
Kenndi einnig á námskeiðum
fyrir vátryggingamiðlara, í
Tækniskólanum og Ritaraskól-
anum. Hilmar lauk einkaflug-
mannsprófi 13. júlí 1981.
Hilmar og Lína bjuggu á
æskuheimili Línu á Hverfisgötu
12 um tíma. Framtíðarheimili
sitt byggðu þau á Hagaflötinni í
Garðabæ og bjuggu þar í rúm
40 ár. Hilmar var virkur í sam-
félaginu í Garðabæ, sat m.a. í
sóknarnefnd, sat í kjörstjórn
fyrir Garðabæ og þá var hann
stofn- og heiðursfélagi í Rótarý-
klúbbnum Görðum og einnig fé-
lagi í Frímúrarareglunni.
Hilmar og Lína fluttu í
Hlíðarhús á Eir en eftir fráfall
Línu bjó Hilmar á Hjúkrunar-
heimilinu Mörk.
Útför Hilmars fer fram frá
Vídalínskirkju í dag, 14. júní
2019, og hefst athöfnin klukkan
15.
Pálsdóttur c) Björn,
f. 21. júlí 1964,
kvæntur Guðrúnu
Björk Gunnars-
dóttur, f. 9. júlí
1967, synir þeirra
eru: 1) Gunnar
Bjarki, f. 20. febr-
úar 1995. 2) Davíð
Bjarni, f. 9. maí
1998.
Hilmar bjó
fyrstu árin á
Stokkseyri en flutti síðan til
Reykjavíkur með móður sinni.
Hann lauk prófi frá Verzlunar-
skólanum árið 1953, prófi í ýms-
um tryggingagreinum frá
Tryggingaskólanum, námsdvöl
hjá Storebrand í Noregi 1969 og
1983, námsdvöl hjá Lloyd’s í
London 1971, prófi og löggild-
ingu sem fasteigna- og skipa-
miðlari 1992.
Hilmar hóf störf hjá Bruna-
bótafélaginu 1. júní 1956, við al-
menna vátryggingastarfsemi og
sölu. Hilmar var deildarstjóri
1967, aðstoðarforstjóri BÍ 1981
og BÍ-líftryggingar g.t. 1985.
Framkvæmdastjóri Vátrygg-
ingasviðs VÍS 1989 eftir samein-
ingu Brunabótafélagsins og
Samvinnutrygginga. Fram-
kvæmdastjóri Atvinnutrygg-
ingasviðs VÍS frá 1991 til 1996
þegar hann tók við sem forstjóri
Stundum er sagt að smæstu
athafnir geti haft víðtæk áhrif
síðar meir.
Það var nefnilega þannig að
við bræðurnir heyrðum oft þá
sögu frá pabba að hann hefði ætl-
að í Menntaskólann í Reykjavík,
hins vegar eftir að faðir hans
hafði keypt forláta ritvél og gefið
honum var stefnan tekin í Verzl-
unarskólann... og kannski sem
betur fer því þar kynntist hann
móður okkar.
Með Ernu systur sinni ólst
pabbi fyrstu árin upp á Stokks-
eyri og var alltaf í upprifjun okk-
ar bræðra kallaður „Prinsinn á
Stokkseyri“. Hann átti það til að
fara í Kaupfélagið og kaupa sæl-
gæti og svo lét hann bara skrifa
það á reikning foreldranna. Það
gekk þó ekki lengi enda hlaut
hann skammir fyrir.
Pabbi var með frábært tón-
eyra og lærði á píanó og gítar.
Stokkseyri var alltaf í uppá-
haldi hjá pabba og ófáar fjöl-
skylduferðirnar farnar í seinni tíð
til að skoða það sem hann kallaði
„Perlu Suðurstrandar“.
Á Verzlunarskólaárunum sett-
ist pabbi oft í frímínútum við pí-
anóið á ganginum og nemendur
sungu hressilega með.
Með sérstöku forsetaleyfi
gekk pabbi að eiga Línu Lilju
Hannesdóttur og hófst þá saga
okkar bræðra. Hannes fyrstur,
síðan Páll og loks Björn.
Fyrst bjó fjölskyldan á Hverf-
isgötu 12, en síðan var stefnan
tekin í Garðabæinn þar sem við
bræður ólumst upp með Vífils-
staðalækinn og hraunið í bak-
garðinum.
Pabbi kom víða við, rak heild-
sölu með vini sínum um árabil og
flutti inn ljós og perur, opnaði
bílasölu sem var eingöngu opin á
kvöldin, lagði fyrir sig rósarækt í
gróðurhúsinu, tók einkaflug-
manns- og fasteignasölupróf svo
fátt eitt sé nefnt. Pabbi sá jafnan
skoplegu hliðarnar og með bros á
vör gat hann átt snögg tilsvör
sem jafnan hittu í mark. Hann
var mikill húmoristi og sérlega
snjall hagyrðingur og eru til fjöl-
margar vísur sem hann gerði fyr-
ir hinar ýmsu árshátíðir og
mannfagnaði.
Pabbi var þó fyrst og fremst
sérfræðingur í vátryggingum,
enda snerist ævistarfið um vá-
tryggingar. Hann m.a. kenndi í
Tryggingaskólanum ásamt því að
vera með fjölmarga útvarpsþætti
um vátryggingar hér áður fyrr.
Þau voru óborganleg sum sím-
tölin um miðja nótt frá trygging-
artökum sem tilkynntu að allt
væri að brenna og pabbi spurði
sallarólegur til baka hvort búið
væri að hringja í slökkviliðið... því
ansi oft var það ekki. Stundum
þegar tjónþolar hringdu æstir til
að tilkynna tjón þá spurði hann
„og er einhver dáinn“... og þegar
því var neitað, þá sagði hann „nú
þá er þetta allt í lagi“ og vissu-
lega róuðust símtölin þá.
Við bræður eigum foreldrum
okkar margt að þakka fyrir upp-
eldið, skólaárin og fyrir það að
koma okkur út í lífið til að standa
á eigin fótum, alltaf voru þau til
staðar og studdu okkur með ráð
og dáð.
Pabbi dvaldi síðustu árin á 4.
hæð á Hjúkrunarheimilinu Mörk.
Hann var einstaklega þakk-
látur allan þann tíma og sagði
alltaf: „Ég gæti bara ekki haft
það betra.“
Ávallt var starfsfólkið með hag
hans að leiðarljósi og kom það
berlega í ljós undir lokin þegar sí-
fellt þurfti að mæla blóðsykur og
fleira til að fylgjast með heilsunni
hans.
Við bræður sendum öllu
starfsfólki, hjúkrunarfræðingum
og læknum okkar innilegustu
þakkir og kveðjur fyrir frábæra
umönnun og umhyggju þessi
fimm ár sem hann dvaldi á Mörk.
Að sjálfsögðu verðum við
bræður svo sérstaklega að þakka
afa fyrir að hafa keypt þessa rit-
vél!
Elsku pabbi, takk fyrir allt!
Hannes, Páll og Björn.
Ég kom inn í fjölskyldu Hilm-
ars fyrir rúmlega fjörutíu árum,
sem væntanleg tengdadóttir. Þau
hjón bjuggu í Garðabæ og má
segja að þau hafi verið frum-
byggjar þar. Þeim hjónum þótti
ekki slæmt að ég var í Versló, líkt
og þau höfðu verið. Ekki sá mað-
ur mikið af Hilmari á þeim árum,
því ef hann var ekki í vinnunni, þá
var hann á fundum. Því þótti mér
mjög vænt um að þegar ég var á
meðgöngudeild áður en ég átti
tvíburana kom hann í heimsókn
til mín eftir vinnu, eins sjúkra-
húsfælinn og hann var. Það var
alltaf hægt að leita til Hilmars
þegar við vorum að kaupa bíla
eða jafnvel húsnæði. Hann var
góður í samningum, enda maður
með mikla reynslu. Það sýndi sig
að eitt sinn, þegar hann var að
selja bílinn sinn, var sett út á að
það var reykingalykt í bílnum.
Eftir það reykti hann aldrei í
bílnum. Við hjónin bjuggum úti á
landi í þrjú ár og þegar við flutt-
um aftur í bæinn og keyptum
okkur hús, þá hjálpaði hann okk-
ur að standsetja það og fékk
meira að segja mann systur
minnar til að mála húsið að utan.
Hilmar lagði mikla rækt við garð-
inn sinn og eitt sinn gaf ég honum
í afmælisgjöf lauk af bóndarós og
sagði honum að hann myndi fá
jafn marga afkomendur og rós-
irnar yrðu. Þær urðu þónokkrar
rósirnar. Það má segja að ég hafi
kynnst tengdaföður mínum best
eftir að hann var kominn á hjúkr-
unarheimilið Mörkina og kom í
mat til okkar á sunnudögum.
Besta stundin var ef hann settist
við píanóið og fór að spila, en það
hafði ég ekki oft upplifað áður.
Það vakti undrun okkar eitt sinn
þegar norskur strákur var í mat
hjá okkur, þá fór hann að tala
norsku við hann, eins og ekkert
væri. En hann hafði lært málið
þar sem hann var í miklum sam-
skiptum við norska kollega vegna
vinnu sinnar. Að lokum vil ég
þakka starfsfólkinu á Mörkinni
fyrir góða umönnun, en Hilmar
var sjálfur afar þakklátur fyrir að
fá að dvelja þar í góðu yfirlæti
þessi fimm ár sem hann dvaldi
þar.
Kveðja,
Dóra Berglind.
Fallinn er frá elskulegur
tengdafaðir minn sem vakti yfir
velferð okkar alla tíð. Hilmar var
svo óendanlega stoltur af fólkinu
sínu. Hann þreyttist seint á því
að segja frá því hversu góða
drengi hann ætti og taldi sig
einnig vera ótrúlega heppinn að
hafa eignast þrjár tengdadætur.
Nú horfum við til baka og erum
að rifna úr stolti yfir minningum
um góðan föður, tengdaföður,
afa, langafa og vin.
Hilmar ólst upp á Stokkseyri
og minntist hann ávallt æsku-
stöðvanna með ást og hlýju.
Hilmar gekk í Laugarnesskóla og
tók síðan próf frá Verslunarskól-
anum þar sem hann kynntist
Línu sinni. Hilmar var séður,
hann gat spilað á píanó og með
því að spila í löngufrímínútunum í
Versló þá kynntist hann fljótt
skólafélögunum og væntanlega
hefur tengdamamma heillast af
þessum fjölhæfa pilti sem sat við
píanóið.
Á menntaskólaárum mínum
kynnist ég Páli og að sjálfsögðu
tók Hilmar á móti mér með virð-
ingu og velvild sem var aðals-
merki hans í samskiptum við alla
menn. Oftar en ekki leitaði ég til
Hilmars um aðstoð við úrlausn
ýmissa mála tengdra námi og
starfi. BS ritgerðirnar okkar Páls
voru yfirfarnar af Hilmari og þar
skein virðingin í gegn þegar hann
sagði, ég yfirfór ritgerðina en
leiðrétti ekki orðaval, því það er
þitt.
Hilmar naut virðingar og vel-
gengni í störfum sínum. Hann
helgaði tryggingum líf sitt og
vann hjá Brunabótafélaginu og
VÍS nánast alla sína starfstíð.
Þegar hlutur Brunabótafélagsins
í VÍS var seldur vakti það mikla
athygli þar sem ekki höfðu farið
fram eins stór viðskipti með eign-
arhlut félags í íslensku viðskipta-
lífi. Á síðu Frjálsrar verslunar ár-
ið 1997 var fréttinni stillt upp
sem „Salan mikla“. Þetta var
söguleg sala á þessum tíma, ekki
einungis m.t.t. fjárhæðar í við-
skiptum, en ekki síður fyrir
hversu leynt samningaviðræður
fóru, ekkert kvisaðist út, vinnu-
brögðin voru hröð og skipulögð.
Þar mæddi mikið á Hilmari og
vakti athygli að hann mætti einn
á fundina fyrir hönd Brunabótar.
Hilmar stóð traustur í brúnni fyr-
ir hönd félagsins eins og ávallt.
Af starfsferli Hilmars er af
mörgu að taka en hann var á und-
an sinni samtíð hvað varðar jafn-
rétti kynjanna. Það var ósjaldan
sem ég fékk hringingu frá honum
þar sem hann bað mig um að að-
stoða sig við að finna konur í
stjórnir eða framkvæmdastjórnir
félaga. Þar fór Hilmar ótroðnar
slóðir, ó hvað tengdadóttirin var
stolt og montin af þessum flotta
tengdapabba.
Í samúðarkveðjum til okkar
birtast óteljandi lýsingarorð um
glæsilegan, stórbrotinn, einstak-
an og mætan mann.
Takk, elsku Hilmar, fyrir allan
þinn höfðingsskap og virðingu
fyrir mönnum og málefnum.
Kolbrún Jónsdóttir.
Elsku Hilmar.
Það er sárt að kveðja og mig
langar með innilegu þakklæti að
þakka fyrir öll árin sem ég hef
verið hluti af fjölskyldu ykkar
Línu.
Minningarnar eru margar og
dýrmætar. Ég kynntist þér og
Bjössa okkar fyrir mörgum árum
þegar við vorum öll í vinnu hjá
VÍS. Ein af fyrstu minningum
mínum af þér hjá VÍS var þegar
þú stoltur sýndir mér myndir af
fallegu rósunum úr gróðurhúsi
ykkar Línu. Þú hafðir einstakt
dálæti á rósarækt og voru garð-
urinn og gróðurhúsið ykkar
sælureitur.
Þú hafðir auga fyrir fallegum
hlutum og listaverkum og þar að
auki sérfræðingur með málning-
arpensilinn og má segja að þú
hafir verið aðal gluggalökkunar-
meistari fjölskyldunnar!
Þið Lína nutuð þess að vera í
faðmi fjölskyldunnar og matar-
boð á Hagaflöt sem og fjölskyldu-
ferðir á æskuslóðir þínar á
Stokkseyri eru partur af mörgum
dýrmætum minningum okkar og
barnabarnanna.
Þú varst aldrei spar á hrósið
alveg fram á síðasta dag. Það var
unun alla tíð að sjá hvernig þú
gafst þig á tal við fólk í kringum
þig, það var ávallt stutt í húm-
orinn og þú slóst gullhamra eða
komst með fallegt hrós sem yljaði
mörgum um hjartarætur.
Síðustu árin þín þar sem þú
dvaldir á hjúkrunarheimilinu
Mörk var aðdáunarvert að sjá
hversu jákvæður þú varst og
þakklátur og yndislegt var end-
urtekið að heyra hversu stoltur
og þakklátur þú varst fyrir
drengina þína þrjá og fjöl-
skyldur.
Takk fyrir allt, elsku tengda-
pabbi.
Guðrún.
Þegar ég hugsa til baka um
elsku afa Hilmar þá var hann
þessi ljúfi, góði og hávaxni mað-
ur. Hugsaði vel um allt fólkið sitt
og heimilið þeirra ömmu og afa á
Hagaflötinni. Heimili þeirra stóð
okkur alltaf opið.
Þau voru dugleg að bjóða stór-
fjölskyldunni heim í mat sem var
í raun ekkert minna en veislur.
Það var sama hvenær við litum
inn á Hagaflötinni, í stutta stund
eða í lengri tíma til þess að þiggja
veitingar. Veitingar voru alltaf
bornar fram fyrir okkur og ekk-
ert var til sparað. Afi var mikill
matmaður og húmoristi en hann
sagði ávallt þegar góðu molarnir
eða eftirrétturinn var borinn á
borð... þetta er dálitið súrt. Sem
þýddi þá að það var eitthvað mjög
gott á borðum. Með þessu vildi afi
ekki aðeins tryggja sinn hlut af
góðgætinu heldur miklu fremur
gera okkur smá grikk. Yngstu
meðlimir fjölskyldunnar voru í
fyrstu hikandi við að smakka
„súru“ réttina, féllu í gryfjuna, en
voru svo fljót að átta sig á gríninu
og tóku síðan fullan þátt í leikn-
um. Oftar en ekki þegar að
kveðjustund var komið og við
stóðum í dyragættinni laumaði
hann litlum seðli í höndina sína,
tók í mína, laumaði seðlinum yfir
til mín og faðmaði mig bless.
Það má alveg segja að afi eigi
stóran þátt í því að ég gat keypt
mér bíl á sínum tíma en hann
stofnaði framtíðarreikning á
mínu nafni þegar ég fæddist og
lagði reglulega inn á hann t.d. á
afmælum, jólum eða við önnur til-
efni. Við barnabörnin fengum t.d.
andvirði páskaeggs lagt inn á
reikninginn okkar um páskana en
ekki páskaeggið sjálft. Þegar ég
var yngri þá fannst mér þetta
ekkert rosalega góð hugmynd
með páskaeggið en ég er afa
mjög þakklát fyrir fyrirhyggjuna
því þetta auðveldaði mér svo
sannarlega að fjárfesta í bíl.
Afi talaði margoft um það
hversu ríkur hann væri en það
var vegna þess hversu flotta og
stóra fjölskyldu hann ætti. Hann
sparaði aldrei hrósin til okkar en
þegar við hittumst sagði hann oft:
mikið ertu falleg enda ertu skyld
honum afa Hilmari. Nú í seinni
tíð þegar hann kom í mat til
mömmu og pabba þá settist hann
við matarborðið, tók alltaf vel til
matar síns og hrósaði mömmu
fyrir matinn, mikið var þetta
gott, elsku Kolla mín. Allt var
veisla í hans augum, þó það væri
bara mánudagsfiskur í matinn.
Elsku afi. Takk fyrir framsýn-
ina, stuðninginn og alla umhyggj-
una fyrir mér.
P.s. Engar áhyggjur, ég skal
borða alla súru molana.
Lilja Lind.
Hilmar skipaði stóran sess í
föðurfjölskyldu okkar alla tíð og
okkur þótti öllum vænt um hann.
Hilmar var sterkur persónu-
leiki og glæsilegur maður. Í hon-
um var listræn taug, hann var
stemningsmaður. Tónlistin var
honum í blóð borin, hann var lið-
tækur á harmonikku, píanó og
fleiri hljóðfæri. Ávallt var stutt í
húmorinn þegar Hilmar var ná-
lægt og margar skemmtilegar
sögustundir eru okkur í fersku
minni.
Hilmar og Lína föðursystir
okkar voru bæði samrýnd og
samhent hjón. Smekkvísin var
þeim eðlislæg. Þau byggðu sér
hlýlegt og fallegt heimili á Haga-
flöt í Garðabænum. Synirnir urðu
þrír, þeir Hannes, Páll og Björn.
Góðir synir og bræður sem þau
unnu mjög.
Það var ávallt gaman að koma
á Hagaflötina og eigum við þaðan
margar góðar minningar.
Lína og Hilmar voru höfðingj-
ar heim að sækja. Móttökurnar
ógleymanlegar, allt svo fínt og
fallegt hjá þeim. Þau sýndu gest-
um sínum áhuga og öllum leið vel
í þeirra návist. Upp í hugann
koma margar hlýjar minningar,
jólaboðin á Hagaflöt, hangikjöts-
ilmur í lofti, fagurskorið laufa-
brauðið. Gleðin var við völd eins
og alltaf þegar fjölskyldan hittist
og átti Hilmar ríkan þátt í því.
Hann dró fram nikkuna þegar
gengið var í kringum jólatréð og
sungið hástöfum. Eftir dansinn
var haldin afmælisveisla Hannes-
ar og fagurskreyttar terturnar
sviku engan.
Þá eigum við öll svo fjölmargar
hlýjar og góðar minningar úr
fjölskyldureitnum okkar, þar
sem ungir jafnt sem aldnir hafa
ósjaldan hist í gegnum tíðina.
Hilmar sinnti Línu af einstakri
natni í veikindum hennar með
stuðningi þeirra bræðra. Síðustu
árin bjó Hilmar á Mörk, fór þó
víða með sonum sínum, mætti í
fjölskylduboð og mannfögnuði.
Við kveðjum Hilmar pabba
ykkar með söknuði, kæru frænd-
ur. Við vottum ykkur, elsku
Hannes, Palli og Bjössi, og fjöl-
skyldum ykkar innilega samúð.
Megi minning Hilmars og
Línu lifa.
Þórdís, Gerður
og Áslaug Leifsdætur.
Það var fyrir um 55 árum sem
Garðahreppur varð fyrir valinu
hjá þeim Hilmari og Línu þegar
þau byggðu sitt fyrsta íbúðarhús-
næði á Hagaflötinni, þá ung að
árum. Við Guðrún urðum þeirrar
gæfu aðnjótandi að fá einnig lóð á
Hagaflötinni og voru lóðir okkar
samliggjandi. Þar hófust okkar
góðu kynni sem staðið hafa óslitið
síðan og aldrei borið skugga á.
Ungt fólk hafði tækifæri til að
taka mun meiri þátt í byggingu
síns húsnæðis á okkar bygging-
artíma en nú er og hafði gott af.
Ekki voru lóðir auðfengnar í
Reykjavík og var því horft í aðrar
áttir og hófust framkvæmdir
okkar á Hagaflötinni 1963. Hilm-
ar var fljótur að útvega sér vinnu-
skúr sem settur var niður á lóða-
mörkum okkar og fyrir velvild
hans fékk ég þar inni. Þetta var
sannkallaður kaffiskúr, en þar
bárum við saman bækur okkar
reglulega og ræddum heimsmál-
in og þar tæmdust margir kaffi-
bollar á byggingartímanum, sem
var nokkuð langur. Stutt var á
milli okkar þar sem við hófum
okkar búskap, Hilmar og Lína á
Hverfisgötu og við Guðrún á
Lindargötu í Reykjavík og eftir
kynni okkar var oft slegið í einn
bíl suður í Garðahrepp til kvöld-
Hilmar Pálsson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram.
Minningargreinar