Morgunblaðið - 14.06.2019, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2019
✝ Helgi GunnarÞorkelsson
fæddist 18. nóvem-
ber 1933. Hann lést
á Hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni 30.
maí 2019.
Foreldrar hans
voru Þorkell Þor-
steinsson bóndi, f.
20.7. 1883, d. 29.10.
1961, og Guðrún
Helgadóttir, f. 20.6.
1887, d. 9.11. 1950, kona hans og
húsfrú á Hamri í Gaulverjabæj-
arhreppi í Flóa. Gunnar var
yngstur átta systkina sem voru
1) Þorsteinn Þorkelsson, f. 20.8.
1912, d. 17.10. 1975, kvæntur
Friðgerði Friðfinnsdóttur frá
Kjaransstöðum í Dýrafirði, börn
þeirra a) Jóhann Þorsteinsson f.
11.3. 1948, d. 13.10. 2015, börn
hans og Kolbrúnar Guðmunds-
dóttur f. 12.9. 1948 eru Þor-
steinn f. 24.1. 1975, Guðrún Ása,
f. 25.10. 1977 og Friðgerður Ósk
f. 15.12. 1981, b) Gunnar Þor-
24.1. 1886, d. 4.4. 1954, sem ann-
aðist heimilisstörf og uppeldi
systurbarna sinna. Fjölskyldan
flutti til Reykjavíkur árið 1949
og bjó síðan í Barmahlíð 51.
Gunnar ólst upp við hin ýmsu
sveitastörf en stundaði nám við
Verzlunarskóla Íslands, lauk
verslunarprófi vorið 1954, stúd-
entsprófi frá VÍ 1956, nam
heimspekileg forspjallsvísindi
við Háskóla Íslands og lauk
prófi úr þeim vorið 1957.
Árin 1957-1960 starfaði
Gunnar hjá Ottó Michaelssyni
en árið 1960 hóf hann störf hjá
Síldar- og fiskimjölsverksmiðj-
unni, á skrifstofunni í Hafnar-
hvoli, sem síðar varð Faxamjöl
og loks hluti af HB Granda, og
vann hann þar alla sína starfs-
ævi.
Gunnar var ókvæntur og
barnlaus en var börnum Þor-
steins bróður síns og þeirra fjöl-
skyldum afar náinn og kær og
var þeim stoð og stytta alla ævi.
Gunnar fékk heilablæðingu
31. júlí 2018 og dvaldi á Land-
spítalanum og á Vífilsstöðum
eftir það en flutti á Hjúkrunar-
heimilið Sóltún í mars 2019.
Útför Gunnars fer fram frá
Háteigskirkju í dag, 14. júní
2019, klukkan 11.
steinsson f. 13.11.
1950, dóttir hans og
Ingveldar Þorkels-
dóttur, f. 20.6. 1953
er Elva Dögg, f. 3.4.
1973, c) Sigríður
Helga, f. 1.6. 1957,
synir hennar og
Jóns Inga Guð-
mundssonar, f. 2.1.
1957 eru Þorsteinn
Kári, f. 31.8. 1986,
Guðmundur Krist-
ján, f. 26.6. 1988 og Friðgeir
Ingi, f. 27.1. 1996, 2) Sigríður
Þorkelsdóttir, f. 31.3. 1914, d.
1.12. 1954, 3) Helgi Þorkelsson,
f. 30.8. 1915, d. 23.3. 1993, 4)
Ingvar Þorkelsson, f. 18.3. 1918,
d. 18.4. 2001, 5) Ingunn Þorkels-
dóttir, f. 10.10. 1920, d. 26.3.
1958, 6) Guðmundur Þorkels-
son, f. 28. júlí 1922, d. 29. okt.
2015, og 7) Þorkell Þorkelsson,
f. 16.10. 1924, d. 7.11. 2001. Til
heimilis á Hamri, þar sem Gunn-
ar ólst upp, var einnig Helga
Helgadóttir, systir Guðrúnar, f.
Nú þegar við kveðjum Gunnar
frænda eru kaflaskil í lífi okkar af-
komenda Þorsteins föður míns, en
hann var elstur átta systkina sem
ólust upp á austurbænum á Hamri
í Gaulverjabæ. Alla tíð hafa ég og
bræður mínir, og síðar fjölskyldur
okkar, notið umhyggju þeirra
bræðra, „strákanna í Barmahlíð-
inni“, eins og pabbi sagði jafnan.
Fjölskyldan á Hamri flutti til
Reykjavíkur árið 1949, í Barma-
hlíð 51. Á næstu árum, 1950-1958,
létust amma og Helga frænka, og
einnig systur Gunnars, báðar fyrir
aldur fram. Ég þykist viss um að
eftir fráfall þeirra hafi Gunnar, þá
á tuttugasta og fimmta aldursári,
axlað ábyrgð á heimilishaldinu.
Föður sínum og bræðrum sinnti
hann af alúð og natni og fylgdi
þeim öllum þar til yfir lauk. Vinnu
sinni hjá Síldar- og fiskimjölsverk-
smiðjunni og síðar í Faxamjöli
sinnti hann af samviskusemi og
nákvæmni og var mikils metinn
starfsmaður þar.
Eftir að við Jón Ingi fluttum
heim frá Danmörku 1988 varð
sunnudagsmorgunkaffi í Ból-
staðarhlíð 39 fastur punktur í til-
verunni hjá frænda, að lokinni
ferð í Sundhöllina. Gunnar frændi
spurði frétta, ekki einungis af sín-
um nánustu heldur hafði hann
áhuga á að vita hvernig vinir okk-
ar og samferðafólk hefði það en
slík tengsl og vensl hafði hann öll á
hreinu.
Frændi var flinkur að halda
uppi samræðum og kenndi
drengjunum okkar þá list, sem og
góðar kurteisisvenjur, til dæmis
hvernig maður svarar og spyr
þegar talað er í síma.
Ótal minningar streyma fram;
veislur og hátíðisdagar þar sem
frændi mætti og gladdist með
okkur, pílagrímsferðir í Flóann,
þar sem fylgt var föstu ritúali um
hvar skyldi stoppað, ferðirnar á
Skriðu og svo afmælisferðin til
Flórída um áramótin 2016-2017.
Seinustu árin töluðum við Gunnar
saman nánast daglega, mér til
mikillar ánægju því frændi minn
fylgdist vel með öllu og gat upp-
lýst mig um hvaðeina sem fram
hjá mér hafði farið.
Gunnar frændi hafði afar góða
málvitund og var talnaglöggur
með eindæmum. Mér er minnis-
stætt þegar ég rétti honum vel á
annað hundrað síðna útprentað
eintak meistararitgerðar minnar
við HÍ áður en ég skilaði inn.
Frændi minn las allt saman yfir af
sinni einstöku nákvæmni og
áhuga á því sem frænka hans var
að fást við og benti mér á fáein at-
riði til leiðréttingar, sem nokkrum
yfirlesurum höfðu yfirsést.
Við munum minnast Gunnars
frænda eins og hann var lengst af;
heilsugóður, umhyggjusamur,
hlýr, skemmtilegur og einstaklega
minnugur. Í lok júlí á seinasta ári
varð hann fyrir því óláni að fá
heilablóðfall og missa heilsuna og
við tóku erfiðir mánuðir.
Ég er óendanlega þakklát fyrir
að hafa átt frænda minn að, stoð
og styttu, vin og klett, alla mína
ævi. Megi Guð blessa minningu
hans og gefa okkur sem vorum svo
lánsöm að eiga hann gæfu til að til-
einka okkur eitthvert brot af því
sem hann var okkur.
Elsku frændi, ég veit að himn-
arnir hafa verið opnaðir upp á gátt
þegar þú kvaddir jarðlífið á upp-
stigningardag og mér finnst
sennilegt að þér hafi verið heilsað
með lúðrablæstri í efra því svo vel
lifðir þú lífi þínu.
Sigríður Helga
Þorsteinsdóttir.
Fimm uppáklæddir frændur
um jól og áramót, ólíkir í útliti en
allir með kurteisislegt yfirbragð
og þétt faðmlag. Þetta er mín
fyrsta minning um föðurbræður
pabba heitins.
Gunnar frændi var yngstur
þeirra bræðra, meðalmaður á hæð
með rólegt yfirbragð og þægileg-
an talanda. Gunnari frænda var
annt um fólkið sitt og alla tíð naut
ég góðs af umhyggjusemi hans og
velvild í minn garð. Hann sýndi
áhuga á því sem var í gangi hverju
sinni hjá mér og mínum börnum,
spurði fregna og gladdist með mér
þegar vel gekk. Þegar rætt var um
erfiða stöðu eða óþægilega hluti
kom frændi með ráðleggingar á
þann hógværa hátt sem honum
einum var lagið. Ég sé hann enn
fyrir mér lygna aftur augunum og
opna þau á sinn rólega hátt um
leið og hann talaði af einstakri
hlýju og samhygð þegar þannig
bar við.
Beddinn í stofunni, lopateppi,
lykt af bókum og spiladós í formi
gondóls eru ljúfar æskuminningar
úr Barmahlíðinni sem ég sé nú
sem fullorðin kona að vöktu upp
sterka öryggistilfinningu sem
hafði róandi áhrif á barnshjartað.
Mér er minnisstætt að hafa oft
sofnað á beddanum á meðan um-
ræða hinna fullorðnu var í gangi í
stofunni, slík var róin sem færðist
yfir. Það var líka gott að sitja
seinna meir í eldhúsinu hjá
frænda og þiggja sneið af hjóna-
bandssælu og bolla af rjúkandi
kaffi. En eins og oft vill verða í
amstri hversdagsins fækkaði þeim
stundum sem ég gaf mér tíma til
heimsókna og oft hafði ég dálitla
sektarkennd yfir því að reka ekki
oftar inn nefið.
Það var svo síðastliðið sumar að
Gunnar frændi veiktist á sama
tíma og pabbi heitinn. Þeir lágu
samtímis á Landspítalanum um
hríð og því urðu heimsóknir mínar
til frænda tíðari. Frændi lá á ann-
arri hæð en pabbi á þeirri sjöttu.
Gunnar frændi sagði gjarnan
„skilaðu baráttukveðju úr neðra í
efra“.
Öll samtölin og tímann sem við
áttum saman síðustu mánuði
geymi ég í hjarta mínu sem
ómetanlega gersemi. Þessi tími
með frænda gaf mér innsýn í líf
hans sem var ekki bara „uppá-
klæddur frændi“ heldur var hann
maður sem bjó yfir ótrúlega mik-
illi hógværð, nægjusemi og átti
auðvelt með að setja sig í spor
annarra. Hann var mjög greindur
og víðsýnn en samt með fastar
skoðanir, hafði fágaðan húmor þar
sem kímnin var oft sett í form
orðaleiks eða látbragðs. En fyrst
og fremst kynntist ég frænda sem
var hlýr og tilfinningaríkur og
stóð með sínu fólki.
Þú sagðir mér að þú hefðir
fengið sönnun þess að líf væri eftir
dauðann, því trúi ég vel og er
sannfærð um að pabbi hefur tekið
vel á móti þér, elsku frændi.
Takk innilega fyrir allt, Guð
geymi þig.
Elva Dögg Gunnarsdóttir.
Helgi Gunnar Þorkelsson er
látinn. Í okkar fjölskyldu var hann
alltaf kallaður Nafni. Sagt er að
maður komi manns í stað og vissu-
lega kann það að vera rétt frá
sjónarmiði heildarinnar en enginn
kemur í hans stað, svo einstakur
ágætismaður var hann. Hans
fyrsta hugsun var ætíð að láta gott
af sér leiða. Nafni er búinn að vera
óaðskiljanlegur hluti af ævi þess
sem þetta ritar eins langt og hann
man. Fyrstu minningar um hann
eru frá heimsóknum í Barmahlíð
51 með foreldrum mínum og þá
tók Nafni að sér að spila lúdó og
myllu við strákinn. Úr dönsku
blöðunum var þýdd sagan af
Knold og Tot. Tíminn leið og
Nafni varð fastagestur heima hjá
okkur á öðrum í jólum. Hann hafði
ríka kímnigáfu sem var fáguð og
aldrei á kostnað annarra. Vissi
hann af erfiðleikum var hann fljót-
ur að koma og bjóða hjálp sína. Á
yngri árum var hann mikill náms-
maður og varð semidux við stúd-
entspróf frá Verzlunarskóla Ís-
lands 1955. Við verslunarpróf
sama skóla tveimur árum áður
hafði hann dúxað svo rækilega að
sú einkunn varð ekki bætt um
langt skeið. Þetta var okkur
ókunnugt þar til nýlega að við rák-
umst á það á netinu. Einhver hefði
montað sig af þessu á góðri stundu
en ekki Nafni.
Ógleymanleg er okkar fjöl-
skyldu tjaldútilega og veiðiferð til
Þingvalla sumarið 1986. Þar voru
ekki allir veiddir fiskar stórir en
gamlar ljósmyndir ylja um hjarta-
rætur. Sumarið 1988 fór Nafni
með okkur í þriggja vikna ferð til
Ítalíu og má segja að sá tími hafi
verið eitt samfellt ævintýr, farið til
Rómar og skoðuð söfn Vatíkans-
ins og ekki má gleyma „köldu
kompunum“ (katakombunum).
Þegar litið er til baka er svo margs
góðs að minnast að erfitt er að
sætta sig við fráfallið. Hitt er rétt
að þegar flett er upp í minning-
unum finnst manni eins og hann sé
enn nálægur.
Eftir að Nafni flutti frá Hamri í
Flóa til Reykjavíkur 1949 bjó
hann alla ævi í Barmahlíð 51 með
fjölskyldu sinni. Það heimili var
einstakt menningarheimili og
ógleymanlegt þeim sem þangað
komu. Þar var hann stoð og stytta
aldraðra foreldra og heilsulítils
bróður. Hann hugsaði aldrei um
sjálfan sig, heldur hver skylda
hans væri við náungann og sam-
félagið.
Eftir alvarlegt hjartaáfall fyrir
um það bil tuttugu árum sýndi
hann ótrúlegt þrek við að endur-
heimta heilsu, enda reglusemi
hans og staðfesta einstök. Í hverri
viku þegar aðstæður leyfðu fór
hann í Sundhöllina og synti tvö til
þrjú hundruð metra sem mörgum
yngri manni hefði þótt ærið að
státa af, en hann var ekki montinn
maður. Skyldurækni og ósérhlífni
ásamt fórnfýsi voru aðalsmerki
þessa einstaka öðlings. Þeir sem
notið hafa góðvildar hans og sér-
stakra mannkosta eru svo miklu
fleiri en okkur er kunnugt um því
að slíkir vinna sín góðu verk í
kyrrþey. Hann umgekkst jörðina
af virðingu og skilur eftir sig svo
lítið vistspor að hún væri stórum
betra heimkynni ef allir lifðu eins
og hann. Hins vegar skilur hann
eftir stórt skarð í hjörtum þeirra
sem best þekktu hann. Við kveðj-
um hann með óendanlegu þakk-
læti.
Gunnar Þórarinn Grettisson
og fjölskylda.
Ef til vill hefði Gunnar frændi
ekki viljað að um hann væru skrif-
aðar miklar minningargreinar.
Hann var hógvær maður með ein-
dæmum og lét lítið fyrir sér fara.
Hann var glaðlyndur á sinn hátt,
með djúpan og góðan húmor og
kunni að meta gott samtal. Skýr-
ari mann hef ég aldrei hitt og mun
líklega aldrei gera. Þegar ég
komst á fullorðinsár og byrjaði að
leita til Gunnars án milligöngu for-
eldra minna lærði ég fljótt að það
var ætíð best að koma sér beint að
efninu ef erindið var eitthvað sér-
stakt. Gunnar frændi sá fljótt í
gegnum alla vitleysu.
Eins og svo margir aðrir í fjöl-
skyldunni naut ég oft fjárhagslegs
stuðnings frænda minna. Gunnari
fannst betra að gefa en að þiggja
en allra best held ég að honum
hafi þótt þegar maður stóð í skil-
um og gat endurgreitt gömul lán,
jafnvel þótt greiðslurnar bærust
seint og illa. Að sjálfsögðu skipti
upphæðin sem slík hann ekki máli
heldur naut hann þess að sjá
mann vaxa og dafna og finna til
ábyrgðarkenndar. Umhyggju-
semi hans og væntumþykja var
fölskvalaus og hann gladdist ein-
læglega yfir öllum sigrum og
þroskaskrefum, stórum sem
smáum.
En Gunnar var líka sérvitur og
um margt sérkennilegur. Nægju-
semi hans og vanafesta átti sér
nánast engin takmörk og oft þann-
ig að manni þótti nóg um. Þó ekki
svo að hann væri ekki ætíð snyrti-
legur til fara, á nýbónuðum bíl og
með allt sem sneri að eigin skyld-
um í fullkomnu lagi. Gunnar var
samfélagslega ábyrgur maður
sem bar virðingu fyrir umhverfi
sínu og samferðafólki. Eins og
margir af hans kynslóð var hann
langt á undan okkur hinum í um-
hverfismálum, notaði sömu inn-
kaupapokana árum saman, þekkti
ekki matarsóun og gekk flestra
sinna ferða ef hann átti þess kost.
Vistspor Gunnars frænda var
sannarlega ekki mikið.
Við kveðjustund sitja eftir ótal
minningar um fróðleg samtöl yfir
bolla af neskaffi og stórum sneið-
um af jólaköku og hjónabands-
sælu í Barmahlíðinni þar sem tím-
inn stóð í stað. Flóahringirnir voru
líka ófáir, sögustundir á æskuslóð-
unum þar sem Gunnar þekkti
hverja þúfu og alla ábúendur
margar kynslóðir aftur í tímann.
Sunnudagskaffið í Bólstaðarhlíð
var líka órjúfanlegur þáttur í til-
verunni svo ekki sé minnst á jól og
áramót. Gunnar frændi, líkt og
Guðmundur bróðir hans, var alltaf
til staðar fyrir mig og mína fjöl-
skyldu. Fyrir það verð ég ævin-
lega þakklátur.
Guðmundur Kristján
Jónsson.
Það er líklega svolítið furðulegt
að kalla einhvern Nafna sem ber
ekki sama nafn og maður sjálfur,
frændi vandist því þó ágætlega að
við systkinin kölluðum hann
Nafna líkt og foreldrar okkar
gerðu þrátt fyrir að nöfn okkar
tengdust ekki neitt. Gunnar
frændi var reyndar einstaklega
þolinmóður og umburðarlyndur
maður svo hann hefði líklega leyft
okkur að kalla sig hvað sem er.
Frændi var alltaf til staðar og fyr-
ir krakka sem áttu aldrei afa á lífi
fyllti hann ómeðvitað upp í ákveð-
ið skarð í fjölskyldupakkanum.
Það eru margar góðar minningar
með Nafna, bæði þaulskipulögð
ferðalög eða bara í hversdagslegu
sunnudagskaffi. Alltaf var nær-
vera frænda svo hlý og góð, hann
svo herramannslegur og snyrti-
legur svo í minningunni finnst
manni að allar þessar stundir hafi
verið sérstök tilefni.
Á jólunum fengum við systkinin
alltaf skemmtilegar bækur frá
Nafna og síðar meir lagði hann sig
fram um að finna bækur sem
hentuðu mínum börnum í jólagjöf,
oftast voru jólin með Nafna og
Guðmundi á annan dag jóla og það
var ekki síðri dagur en aðfanga-
dagur. Þá voru oft eftirminnilegar
samræður yfir jólakræsingunum
og þeirra stunda munum við
sakna mikið.
Frændi var afar vanafastur og
maður fann hvað honum þótti erf-
itt að komast ekki í Sundhöllina
þegar hann var eitthvað slappur
eða sundlaugin lokuð vegna breyt-
inga, stundum hafði maður svolitl-
ar áhyggjur af honum en hann var
svo sjálfstæður að hann vildi ekki
með nokkru móti þiggja það að við
færum að sendast fyrir hann eitt-
hvað, hann vildi gera sem mest
sjálfur og sagði alltaf að hann ætti
góða að sem hjálpuðu sér ef þyrfti.
Með sundinu og göngutúrunum út
í fiskbúð tókst honum að halda sér
í góðu formi, hann var stundum
ótrúlega fljótur upp stigann hjá
okkur og mér fannst hann oft á
svo óræðum aldri að mér fannst að
hann hlyti að fylgja manni miklu
lengur. Ég skildi hann svo vel þeg-
ar hann var í ákveðinni afneitun
eftir áfallið og lá lamaður á spítala,
ég var eiginlega handviss um að
hann kæmist á fætur á þrjóskunni
og það var afar sárt að sjá hann
ósjálfbjarga. En eins og Nafni
hafði bent mér á átti hann góða að
og það kom mjög vel í ljós hvað
mörgum þótti vænt um hann og
vel var hugsað um hann eftir áfall-
ið. Öllum aðstandendum hans
sendi ég hlýjar samúðarkveðjur.
Lilja Gunnarsdóttir.
Helgi Gunnar Þorkelsson frá
Hamri í Gaulverjabæ fluttist,
ásamt foreldrum sínum og systk-
inum, í Barmahlíð 51 í Reykjavík
um árið 1950, og bættust þau í hóp
þeirra frumbyggja í Hlíðunum
sem þar voru að setjast að. Hann
var þá um 16 ára, en ég átta. For-
eldrar mínir, Lára Böðvarsdóttir
(1913-2010) og Haukur Eggerts-
son (1913-2006), voru um þær
mundir að koma sér fyrir í sínu
húsi, númer 54 í sömu götu. Helgi
Gunnar bjó í Barmahlíðinni æ síð-
an ásamt nokkrum systkina sinna,
síðast Guðmundi sem lést árið
2018, eða í tæpa sjö áratugi.
Á milli móður minnar, sem var
frá Laugarvatni, og fjölskyldu
Helga Gunnars myndaðist strax
góð vinátta, er átti rætur í upp-
runa og kynnum beggja í Árnes-
sýslu. Sú vínátta gekk í arf og ent-
ist uns Helgi Gunnar, sá síðasti af
þessari kynslóð fjölskyldunnar,
féll frá hálfníræður.
Fjölskylda mín á sér enn at-
hvarf í Barmahlíðinni, og hef ég
því iðulega átt leið þar um, þótt ég
sjálfur sé löngu floginn úr því
hreiðri. Ósjaldan hefur þá fundum
okkar Helga Gunnars borið sam-
an og spjallið snúist um atburði á
því langa skeiði sem við höfum átt
samleið í Barmahlíðinni. Sérstak-
lega vil ég minnast ósvikinnar vin-
áttu sem ríkti á milli Helga Gunn-
ars og Böðvars, bróður míns, en
hann lést fertugur að aldri árið
1987. Ég vil einnig geta þess að
Guðmundur, bróðir Helga Gunn-
ars, batt inn með sínum meistara-
höndum tugi bóka fyrir mig og
móður mína, og einnig lungann af
stóru nótnabókasafni Jónasar
Ingimundarsonar, píanóleikara og
eiginmanns Ágústu, systur minn-
ar. Loks vil ég á þessari kveðju-
stund minnast Ingunnar, systur
Helga Gunnars, sem lést árið
1958, aðeins 38 ára. Hún starfaði
hjá Heildverslun Friðriks Bertel-
sen h/f, þar sem ég var sendill um
tíma undir hennar verkstjórn; hún
kastaði heldur ekki höndum til
neins.
Við Helgi Gunnar vorum fyrir
nokkru búnir að ákveða að
skreppa austur í Gaulverjabæ á
heimaslóðir hans. Daginn áður en
það ferðalag var áformað, var hon-
um kippt úr leik vegna veikinda.
Hörmuðum við báðir að hafa ekki
náð að fara í þann leiðangur. Eigi
má sköpum renna.
Helgi Gunnar var prúður og
hæglátur maður sem tróð ekki
öðrum um tær, það ég viti. Hann
var myndarlegur á velli, drengi-
legur ásýndum og bar aldurinn
vel. Flestir sem hafa einhvern tím-
ann á liðnum sjö áratugum búið í
Barmahlíðinni fyrir ofan Löngu-
hlíð, tóku eftir honum, þar sem
hann sást ganga eftir götunni.
Sem einn af grönnum Helga
Gunnars þakka ég og mínir sam-
fylgd hans og systkina.
Eggert Hauksson.
Góður vinur er fallinn frá.
Eftir erfitt ár veikinda hefur
Helgi Gunnar Þorkelsson fengið
hvíld frá þessari jarðnesku tilveru.
Gunnar var yngstur í röð átta
systkina og bjó að Barmahlíð 51,
en þangað fluttu systkinin 1948
frá Hamri í Gaulverjabæjarhreppi
í Flóa.
Í Barmahlíðinni bjuggu lengst
af fjórir ógiftir bræður saman,
Þorkell og Ingvar féllu frá 2001 og
Guðmundur 2015. Gunnar er nú
farinn á vit systkina sinna, síðast-
ur „Barmahlíðarbræðra“ sem fer
yfir móðuna miklu.
Ég var svo lánsöm, þrátt fyrir
aldursmun, að eiga þá bræður
Guðmund og Gunnar að góðum
vinum. Upphaflega var það áhugi
á myndlist sem gerði það að við
hittumst reglulega á myndlistar-
uppboðum. Úr varð traust og kær
vinátta. Eftir að Guðmundur féll
frá hélt Gunnar áfram heimili í
Barmahlíðinni. Heimilishaldið var
áfram óbreytt en heimilið hefur
ekkert breyst í áranna rás og
merk samtímasaga þar innan-
húss. Þeir bræður voru nægju-
samir og ósnertir af neyslukapp-
hlaupi nútímans. Hófsemi var
þeirra speki.
Í Barmahlíðinni ríkti stóísk ró,
vikulegar heimsóknir voru alltaf
jafn ánægjulegar, skilyrðislaus
hugsunarsemi og umhyggja veitti
ómetanlega öryggistilfinningu alla
tíð. Streita og áhyggjur hvers-
dagsins viku á meðan á heimsókn
stóð í nærveru þeirra bræðra.
Gunnar, sem var almennt frísk-
ur miðað við aldur, fékk alvarlegt
húðmein í byrjun árs 2018 og það
kallaði á erfiða meðferð og tíðari
heimsóknir líflæknisins í Barma-
hlíðina. Hann tók þessu af æðru-
leysi eins og vænta mátti og alltaf
beið kaffi og hjónabandssæla í eld-
húsinu í tengslum við meðferðar-
heimsóknir sem og önnur innlit.
Margt var skrafað og rætt, um
menn og málefni, landsins gagn og
nauðsynjar og fjölskylduna sem
var honum svo kær.
Fyrir tæpu ári veiktist Gunnar
með helftarlömun og átti ekki
afturkvæmt heim. Erfiðri baráttu
Helgi Gunnar
Þorkelsson