Morgunblaðið - 14.06.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.06.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2019 Gísli Kristjánsson Heimisson náð og leyfði samferðafólki sínu að njóta á réttum augnablikum. Gísli var réttsýnn maður, gaman var og gagnlegt að sitja með honum í rólegheitum og ræða málin. Stórt skarð er höggvið í þenn- an góða hóp sem hist hefur reglulega í yfir þrjátíu ár. Það er lán að hafa átt Gísla sem sam- ferðamann þennan tíma. Það hefði verið yndislegt að mega njóta samfylgdar hans lengur, en svona er lífið. Það var mikil gæfa að kynnast honum og fjöl- skyldu hans. Minningin um góð- an vin mun lifa um ókomin ár. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til Maríu móður hans, Þorgerðar og barnanna. Bjarni, Aðalbjörg, Ingibjörg og Finnbogi. Kveðja frá Verðbréfamið- stöð Íslands Gísli Heimisson var stjórnar- formaður Verðbréfamiðstöðvar Íslands frá því að félagið var stofnað árið 2015 þar til í byrjun árs 2018 er hann hóf störf hjá Kortu. Gísli var mjög kappsam- ur um að koma starfsemi félags- ins á laggirnar. Yfirgripsmikil þekking hans og reynsla nýttist félaginu vel. Hann var í senn ákveðinn, ljúfur, skemmtilegur og hvetjandi. Eftir að Gísli hætti í stjórninni var hann ávallt boð- inn og búinn að veita góð ráð og var gott að leita í viskubrunn hans. Það voru forréttindi að starfa með Gísla. Við unnum með honum á öðrum stöðum, Landsbréfum og MP banka, áð- ur en Verðbréfamiðstöðin var sett á laggirnar. Þar kynntumst við vel mannkostum hans. Fyrir hönd stjórnar Verð- bréfamiðstöðvar Íslands, starfs- fólks og hluthafa vottum við fjöl- skyldu Gísla innilega samúð. Sigþrúður Ármann stjórnarformaður, Erla Hrönn Aðalgeirsdóttir framkvæmdastjóri. Nú hefur þú, kæri mágur, kvatt þessa jarðvist. Alltof snemma fórst þú, maður í blóma lífsins. Tilveran er tómlegri og fátæklegri án þín. Það var svo gaman að hitta þig, Gísli. Þú hafðir alltaf eitt- hvað gott og áhugavert fram að færa. Góður og gefandi fé- lagsskapur. Þannig varst þú. Ég var svo heppinn að vera með þér í ferðahóp sem árlega hélt í æv- intýraför í Alpana. Þetta voru bestu fríin og ekki síst vegna þess góða og skemmtilega fólks sem var í kringum þig. Þú lað- aðir að þér gott fólk og þú lað- aðir fram það besta í fólki. Við, samferðafólk þitt, nutum góðs af. Þannig varst þú. Af einstöku æðruleysi og karl- mennsku tókst þú á við örlög þín. Það var þér líkt. En nú ert þú, Gísli, farinn á annað tilveru- stig. Við sem eftir erum söknum þín meira en orð fá lýst. Minn- ingin um góðan dreng lifir þó áfram í huga okkar sem þekkt- um þig. Sú minning er ljóslif- andi. Takk fyrir allt, Gísli. Megi góður Guð blessa og varðveita fjölskylduna þína í sinni miklu sorg, Þorgerði, Maríu, Grím og Ragnar. En hamingjan geymir þeim gullkrans- inn sinn, sem gengur með brosið til síðustu stundar fær síðan kvöldroða á koddann sinn inn, kveður þar heiminn í sólskini og blundar. (Þorsteinn Erlingsson) Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson. Góður drengur og vinur okkar hjóna til 40 ára, Gísli Heimisson, hefur nú kvatt þennan heim. Við Gísli vorum samferðamenn í gegnum fjögur ár í verkfræði- deild Háskóla Íslands og til tveggja ára í framhaldsnámi við Tækniháskóla Danmerkur í Kaupmannahöfn á níunda ára- tugnum. Til Kaupmannahafnar fluttist Gísli, þá nýkvæntur Þor- gerði Ragnarsdóttur. Á árunum í Kaupmannahöfn kynntumst við þeim hjónum Gísla og Þorgerði og hafa þau vinabönd eflst og styrkst með árunum. Við Ingibjörg eigum eftir þennan 40 ára vinskap ljúf- ar minningar úr ótal ferðum, hér heima og erlendis, nú síðast ferð til Amsterdam í fyrra og til Sviss árið áður. Að ógleymdum stórveislum undangenginna ára- tuga í matarklúbbnum góða. Það er sárt að missa góðan og gamlan vin. Minningarnar eigum við þó áfram og þær munum við geyma um þann góða vin sem við kveðjum nú. Við sendum innilegar samúð- arkveðjur til Þorgerðar, Maríu, Gríms og Ragnars. Friðrik og Ingibjörg. Fallinn er í valinn vinur okk- ar, samstarfsfélagi og fyrrver- andi yfirmaður til margra ára, Gísli Heimisson. Hann var eld- klár og skarpgreindur og þoldi ekki forsendur sem voru van- reifaðar og settar fram á hug- lægan hátt. Hann leysti mál á snöggan hátt og með hagsmuni þeirra sem hann vann fyrir að leiðarljósi. Samviskusemi var honum í blóð borin og gott var að vinna fyrir hann. Á stundum virkaði vinur okkar hvass og óþolinmóður en aldrei voru sær- indi í hans orðum né framkomu. Eðli málsins samkvæmt bað hann oft samstarfsfólk sitt um að ljúka verkefnum fyrir ákveð- inn tíma. Þegar starfsmenn skil- uðu ekki á réttum tíma og báru fyrir sig að þeir hefðu ekki haft tíma til að klára þau sagði Gísli eitt sinn; jú þú hafðir tíma en ákvaðst að nota hann í önnur verkefni. Starfsfólk skilaði bara einu sinni verkefni of seint til Gísla. Í Orðskviðunum segir: Að vera allra vinur er til tjóns, en til er ástvinur, sem er tryggari en bróðir. Það var Gísli í hnotskurn. Gísli hafði einstaklega fágaða og djúpa kímnigáfu og með fáum mönnum var skemmtilegra að deila hlátri. Þegar kímnigáfan var sérstaklega djúp eða svört þá bætti hann oft við setning- unni: „Ég segi bara svona“ og það þurfti oft ekki meira til, við fórum að hlæja. Við fórum í þónokkrar golf- ferðir með Gísla og Þorgerði, hverja annarri betri. Á golfvell- inum var gaman að vera með Gísla, hann hafði lifandi frásagn- argáfu sem truflaði þó aldrei meðspilara og tók getu sína með kylfuna misjafnlega alvarlega. Í einni af fyrstu ferðum okkar lenti hann í vandræðum með eitt upphafshöggið enda var golfið sveiflukennt fyrir Gísla. Þá sagði hann: „Ég tek bara létta áttu í þetta högg“ og síðan varð það hans vörumerki að ef hann stóð frammi fyrir vandasömu höggi þá var áttan tekin fram með misjöfnum árangri eins og hjá okkur flestum. Hvort sem það var að styðja við bakið á okkur, veita ráðgjöf eða lífga upp tilveruna með létt- leika þá var hann alltaf til staðar fyrir okkur og með okkur. Gísla verður sárt saknað enda vand- fundinn slíkur öðlingsfélagi. Í dag er hugur okkar hjá Þor- gerði og börnum Gísla. Við send- um þeim öllum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Páll og Unnur. ✝ Gerður Guð-jónsdóttir fæddist í Reykjavík 25. apríl 1936. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurlands 2. júní 2019. Foreldrar henn- ar voru Guðjón Jónsson, f. 2.10. 1905, d. 2.1. 1974, bifreiðarstjóri frá Minni-Völlum í Landsveit, og Jónína Einars- dóttir, f. 8.7. 1898, d. 8.9. 1986, húsmóðir frá Berjanesi í Land- eyjum. Systkini Gerðar eru Einar Örn, f. 20.7. 1933, Garðar, f. 19.10. 1934, d. 24.4. 1936, Guð- rún, f. 26.5. 1937, og Gunnar f. 7.6. 1940, d. 23.4. 1999. Uppeld- isbróðir þeirra er Tryggvi Jak- obsson, f. 4.5. 1949. Eiginmaður Gerðar var Sigurjón Jónsson, f. 24.9. 1925, d. 5.3. 1992, frá Flagbjarn- arholti í Landsveit. Þau gengu í hjónaband 16.4. 1960. Börn þeirra eru: 1) Jónína, f. 24.11. 1960, börn hennar og Óla Þor- týr Ómar, f. 2015, og b) Gerður Ósk f. 1995. 4) Sigurður Ellert, f. 4.3. 1971, börn hans og Stein- dóru Kristínar Þorleifsdóttur, f. 1975, eru a) Viktoría Guðrún, f. 1992, hennar maki er Tue Borg Jensen, f. 1992, og eiga þau son- inn Jónathan, f. 2016, og b) Sara Margrét, f. 1994, hennar maki er George William Robert Hunt, f. 1993. Gerður fæddist í Reykjavík og þar ólst hún upp ásamt því að vera í sveit í Skarði Landsveit flest sumur á æskuárum sínum. Reisti hún sér síðar bústað við rætur Skarðsfjalls. Gerður fór í Kvennaskólann. Á Selfossi vann Gerður hjá Kaupfélagi Árnes- inga, fyrst við skrifstofustörf og síðar í verslun. Er börnin stálp- uðust fór hún í sjúkraliðanám og lauk prófi 1990. Vann eftir það á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi allt þar til hún lét af störfum sökum aldurs. Sigurjón og Gerður byggðu húsið að Ártúni 7 og bjuggu þar allan sinn búskap með börnin sín fjögur, matjurtagarð, hesta, kindur og hænur í garðinum. Þegar Gerður hætti störfum sem sjúkraliði fékk prjónahópur Rauða krossins einnig að njóta starfskrafta hennar. Gerður verður jarðsungin frá Selfosskirkju í dag, 14. júní 2019, klukkan 13. leifs Óskarssonar, f. 1952, eru a) Ce- zilia Sigrún, f. 1978, hennar mað- ur er Ulrik Steen- berg, f. 1978, og eiga þau tvo syni, Sebbastian Nökkva, f. 2011, og Mathías Garðar, f. 2019. b) Óskar Örn, f. 1983, hans kona er Ásdís Alda Ög- mundsdóttir, f. 1988, þeirra börn eru Hrefna Sól, f. 2008, og Sigurjón Bjarni, f. 2012 c) Vil- hjálmur Snær, f. 1996. 2) Jón Garðar, f. 20.12. 1962, hans kona er Ólöf Rún Tryggvadótt- ir, f. 1966, eiga þau þrjú börn, a) Daníel Karl, f. 1987, hans kona er Tanja Karen Salmon, f. 1991, þeirra sonur er Tómas Peter, f. 2015, b) Rakel, f. 1996, c) Selma María, f. 2002. 3) Ævar Smári, f. 12.3. 1968, hans kona er Kristín Bjarnadóttir, f. 1967, eiga þau tvö börn, a) Guðjón Bjarni, f. 1989, hans kona er Katla Sig- urðardóttir, f. 1993, þeirra börn eru Annía Ýr, f. 2010, og Bryn- Gerður tengdamóðir mín er látin. Gerður var sterk, sjálfstæð, umhyggjusöm, úrræðagóð, hlý, stríðin, skapandi og ákveðin kona. Hún var stolt af börnum sínum og niðjum; naut þess að vera samvistum við þau. Hún var glaðvær og glettin, gat skotið á okkur öll góðlátlegu gríni, fékk ófá skotin sjálf og tók þeim vel. Hún lét skoðanir sínar í ljós hvort sem öðrum hugnaðist þær eða ekki og lét ekki vaða yfir sig ef þannig bar undir. Gerður var mikil hannyrða- kona, tók sér fyrir hendur margskonar saumaskap, hekl, prjónaskap o.fl. Hún var iðulega með nokkur hannyrðaverkefni í vinnslu í einu. Við ættingjarnir höfum í gegnum tíðina fengið fallegan fatnað og skrautverk sem hún gerði handa okkur. Þegar börnin hennar voru ung saumaði hún og prjónaði flestan fatnað þeirra. Hún sat ekki auð- um höndum. Ég hef alltaf dáðst að Gerði, hvernig hún tókst á við erf- iðleika, með æðruleysi, alltaf var eins og hún vissi hvernig réttast væri að bera sig að eða takast á við vandamálin. Hún hafði svörin og bestu ráðin. Fleiri en þeir nánustu nutu umhyggju og hlýju Gerðar því hún naut sín vel sem sjúkraliði. Starfið átti vel við hana, var mikið lán fyrir hana og aðra að hún lagði það fyrir sig. Eftir miðjan aldur settist hún á skólabekk til að ná sér í sjúkra- liðamenntun. Ásamt sjúkraliðanáminu, sem hún sótti til Reykjavíkur, stund- aði hún sína vinnu og hélt stórt heimili. Hún hafði gaman af náminu, sinnti því af áhuga og dugnaði. Þegar náminu lauk vann hún á Sjúkrahúsi Suður- lands þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Ég kynntist Gerði þegar við Ævar drógum okkur saman. Hún tók mér vel frá fyrsta degi og fljótlega buðu hún og Sig- urjón mig velkomna inn á heim- ili sitt til dvalar. Fór svo að við bjuggum undir sama þaki stór- an hluta þess tíma sem frá er liðinn. Sambúð okkar var góð og fyrir mér er ekki til betri tengdamóðir. Hún hafði góða nærveru og manni leið vel í samveru við hana. Hún var boð- in og búin til að aðstoða og leið- beina en gerði það á mildan og uppbyggilegan hátt þannig að ég fann að valið var mitt hvort ég fór eftir ráðleggingunum eða ekki. Þegar við Ævar eignuðumst barn lét Gerður okkur vita að okkur væri velkomið að biðja hana um að passa barnið en hún myndi segja nei ef hún gæti það ekki. Kom í ljós að hún neitaði okkur ekki um pössun, skipti jafnvel á vöktum eða hætti við það sem til stóð hjá henni. Eftirleiðis gengum við úr skugga um að hún væri ekki bókuð þegar við föluðumst eftir barnapössun. Hún var börnunum okkar góð og sá ekki sólina fyrir þeim, studdi þau, hvatti og fylgdist vel með hvernig þeim gengi í lífi og starfi. Hún tók þeim alltaf vel og reyndist þeim haukur í horni. Gerður var okkur Ævari stoð og stytta í ótal mörgu, reyndist okkur vel allt frá daglegum önnum til erfiðra veikinda, allt- af hægt að leita til hennar og fá góð ráð eða aðstoð. Ég kveð Gerði með miklum söknuði, verð ævinlega þakklát fyrir það sem hún var mér og fjölskyldu minni. Hún auðgaði líf mitt. Guð blessi minningu hennar. Elsku Gerður mín, hafðu innilega þökk fyrir allt og allt. Þín Kristín. Yndisleg tengdamóðir mín er nú látin eftir erfið veikindi. Þegar ég kynntist henni vorið 1991 tók hún mér strax opnum örmum og er það minnisstætt að þegar hún frétti að Jón Garðar hefði boðið stúlku í reiðtúr á Selfossi, þá dreif hún sig upp í hesthús (sem hún gerði aldrei) og eftir það varð ekki aftur snúið, hún hafði sam- þykkt mig inn í fjölskylduna. Hún varð ekkja um 55 ára og bjó ein eftir það, í nábýli við Ævar og Kristínu sem var mik- ill stuðningur við hana um ókomin ár. Henni leið best heima og í Landsveitinni þar sem hún var í sveit á Skarði sem barn. Hún reisti þar sumarhús eft- ir að hún varð ekkja með stuðn- ingi sinna nánustu. Þar áttum við fjölskyldan mjög góðar stundir og þótti henni vænt um að við öll vildum vera þar öllum stundum á sumrin. Barnabörn- unum fannst svo gaman með ömmu Gerði því það var alltaf gaman hjá henni, einhver glettni eða sögur. Mér þykir svo vænt um að hún gat sam- glaðst í öllum mínum verkefn- um, alltaf var hún svo spennt að heyra hvað væri að gerast. Það er gott að samgleðjast öðrum og það gerði hún svo vel. Það er ekki sjálfsagt að vera vinkona tengdamóður sinnar, en við gátum spjallað í góðar stundir um allt mögulegt. Hún fylgdist vel með börnunum okk- ar og sýndi alltaf stuðning. Hún var ótrúlega dugleg, listræn og handlagin, eftir hana liggur handverk sem við öll notum mikið svo sem peysur, vettlingar, sokkar og öll búta- saumsteppin sem allir í fjöl- skyldunni fengu og verða þau notuð um ókomin ár. Einnig allt föndrið sem hún hafði svo gaman af að gera og gefa í kringum jólin og páska, allt var svo fallegt sem hún bjó til. Við eigum eftir að ylja okkur við minningar tengdar þessum fallegu hlutum. Hún var ein- staklega dugleg að fylgjast með börnum og barnabörnum sínum á samfélagsmiðlunum, hún hafði aðgang að öllum helstu miðlunum með iPadinn sinn, hún var líka með gsm-síma og bílpróf fram á síðustu ár. Það var svo gaman að fá frá henni skrifað „komment“ á Facebook, því hún endaði það alltaf með orðinu„knús“ – okkur öllum þótti svo vænt um það. Hún var alltaf tilbúin að koma á mannamót, sótti í fé- lagsskap, naut þess að klæða sig í falleg föt, fannst líka gam- an að fara í leikhús og á söng- leiki sem við gerðum nokkrum sinnum og stendur Ellý þar upp úr, hún ljómaði eftir það kvöld. Þegar hún vann sem sjúkra- liði á Sjúkrahúsi Selfoss gaf hún svo mikið af sér við umönnun sjúklinga að eftir því var tekið. Hún fékk miklar þakkir frá aðstandendum og stundum jafnvel þakklætisgjaf- ir því hún gaf sig alla í starfið. Hún hafði einstaka hæfileika og sérstakar náðargáfur við að sinna veiku fólki. Nú er hún komin á betri stað þar sem hún er hvíldinni fegin, loksins verkjalaus eftir áralöng erfið veikindi. Hennar verður sárt saknað því það var alltaf góð nærvera í kringum hana. Takk fyrir allt, elsku Gerður mín, nú færðu að fylgjast með okkur öllum frá öðru sjónar- horni, því ég veit að þú átt eftir að vaka yfir okkur. Ást til þín, ég mun sakna þín. Þín tengdadóttir, Ólöf Rún Tryggvadóttir. Elsku amma, núna ertu kom- in á betri stað og laus við allan sársauka. Þegar við hugsum til baka um ömmu þá koma marg- ar góðar minningar upp í hug- ann. Efst í huga er það þó hversu gott var að koma í heimsókn til hennar í Ártúnið á Selfossi og fá knús og tala um daginn og veginn. Það var alltaf stutt í brosið hjá ömmu og kom hún manni alltaf í gott skap. Við fórum alltaf saddar og sælar eftir heimsókn frá henni. Núna verður hálf tómlegt að keyra austur og fá ekki að vinka henni þegar við keyrum í burtu þar sem hún stóð bros- andi við stofugluggann og kvaddi okkur. Takk fyrir allt, elsku amma, hvíl í friði. Rakel Jónsdóttir og Selma María Jónsdóttir. Gerður Guðjónsdóttir Elsku Dóri. Alltaf hress og kátur, allt- af með skoðun á hlutunum. Ávallt til í að rökræða og hrinda af stað góðum umræðum, eins og góðum kennara sæmir. Já, þær eru ófáar rökræðurnar sem við höfum átt í gegnum tíðina. Sérgrein Dóra var iðulega að taka að sér að vera mótraka- ræðumaður, hvert sem umræðu- efnið var. Honum fannst gaman að æsa fólk upp með þessu móti en gerði það þó ávallt með bros á vör og blik í auga. Heilu og hálfu fjölskylduboðin fóru oft í að berj- ast fyrir sínu sjónarmiði og ég efast ekki um að núverandi rök- semdafærsluþroski okkar Ívars sé að mestu honum að þakka. Enda er Ívar lögfræðingur í dag. Dóri var frumlegur og dugleg- ur að finna leiðir til að lífga upp á samkvæmi eða búa til skemmti- lega og þroskandi leiki og þrautir. Halldór Jón Sigurðsson ✝ Halldór JónSigurðsson fæddist 6. nóvem- ber 1947. Hann lést 17. maí 2019. Útför Halldórs fór fram 31. maí 2019. Ég man sérstaklega eftir að páskaeggja- ratleikurinn í Brekkuseli var oft svo erfiður að það tók Ívar og Daða marga daga að finna eggin sín. Við Ívar frændi ólumst upp eins og systkini og því eyddi ég ófáum stundum heima hjá Eddu og Dóra í Brekkuselinu. Ferðalögin í hvíta Cherokee-jeppanum voru líka fjölmörg. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar við vorum á ferðalagi um Vestfirðina og Dóri keyrði svo nálægt fjallinu að hon- um tókst nánast að breikka gamla malarveginn að Látrabjargi, hann var nefnilega pínu loft- hræddur. Dóri var ekki bara staðfastur hvað rökræður varðar heldur mætti hann alltaf í öll fjölskyldu- boð og afmæli eða rétti hjálpar- hönd þegar á þurfti að halda. Hann var vinsæll og dýrkaður af börnum. Já, Dóri var svo sann- arlega stoð í lífi okkar allra og kveður okkur allt of snemma. Hans verður sárt saknað um ókomna tíð. Dagný Ívarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.