Morgunblaðið - 14.06.2019, Blaðsíða 40
Hljómsveitirnar Andy Svarthol og
Skoffín snúa bökum saman á tón-
leikum á Kex hosteli í kvöld kl.
20.30. Tónlist bræðranna í Andy
Svarthol einkennist af metn-
aðarfullum lagsmíðum, glundroða-
kenndum útsetningum og samsöng
þeirra bræðra og Skoffín spila
hressilegt rokk og ról með vissum
skírskotunum í pönk og síðpönk.
Andy Svarthol og
Skoffín á Kex hosteli
FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 165. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Mætir Ísland liði Króatíu enn einu
sinni í mars 2020 og þá í umspili
um sæti í lokakeppni EM? Spilar
sigurliðið í þeim leik til úrslita gegn
Hollendingum? Þannig er sviðs-
myndin núna, þegar Ísland er í
þriðja sæti í sínum undanriðli EM, á
eftir Frökkum og Tyrkjum, en ferlið
í kringum Þjóðadeildina og umspil
EM er útskýrt í blaðinu í dag. »32
Enn einn leikurinn
gegn Króötum?
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Stúdentakórinn Korgossarna
(VGMK) frá Uppsölum í Svíþjóð
heldur hádegistónleika í Hörpuhorni
í anddyri Hörpu í dag kl. 12.15 og er
aðgangur að þeim ókeypis. Gestgjafi
kórsins, Karlakórinn Fóstbræður,
mun einnig syngja á tónleikunum.
Korgossarna munu m.a. flytja verk
eftir þekkt norræn tón-
skáld á borð við Wilhelm
Peterson-Berger, Hugo
Alfén og Bjørn Kruse.
Korgossarna voru ný-
verið færðir á lista Evr-
ópusambands kóra,
Interkultur, sem
einn af 50 bestu
kórum heimsins.
Stjórnandi kórs-
ins er Rebecka
Gustafsson.
Einn besti kór heims
syngur í Hörpuhorni
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Grettir er óðum að aðlagast nýju um-
hverfi í Hafnarfirði eftir að hafa verið
í einangrun skammt frá Hellu í fjórar
vikur í kjölfar flutnings frá Ungverja-
landi í gegnum Danmörku, þar sem
hann fæddist og bjó lengst af, en
hann er 15 ára.
Þegar hjónin Íris Ösp Einarsdóttir
og Arnar Wallevik voru í námi í Árós-
um í Danmörku tóku þau að sér kött
og um átta mánaða kettling. „Íslend-
ingar á svæðinu þurftu að losa sig við
ketti og því tókum við Gretti og
mömmu hans að okkur,“ rifjar Íris
upp. „Okkur hafði lengi langað í kött
og þarna slógum við tvær flugur í
einu höggi auk þess sem við björg-
uðum þeim vegna þess að til stóð að
aflífa þá vegna ofnæmis. Rúmu ári
síðar varð mamman fyrir bíl og lifði
það ekki af en mæðginin höfðu náð að
eignast þrjár læður áður.“
Að loknu námi fluttu hjónin til
Kaupmannahafnar þar sem þau
störfuðu í um fjögur ár, en undanfarið
rúmt ár bjuggu þau í Búdapest.
„Grettir hefur verið fljótur að aðlag-
ast nýju umhverfi, kunni vel við sig í
sveitinni, réð lengi ríkjum í kóngsins
Köben og lét ekki vaða ofan í sig í ná-
grenni við Dóná,“ segir Íris.
Þó Grettir sé lífsglaður grenjaði
hans eins og ljón í bíl, að sögn Írisar.
„Eftir aksturinn til Búdapest var
hann orðinn vel rámur, kominn með
viskírödd, en engu að síður stóð hann
sig eins og hetja og var fljótur að ná
áttum.“ Hún segir að á heimleiðinni
hafi hann verið eins og ljúflingur í
bílnum frá Búdapest til Árósa og svo
þaðan til Kaupmannahafnar. „Þá var
eins og hann hefði aldrei gert annað
en að vera í bíl og ferjusigling raskaði
heldur ekki ró hans.“
Hverrar krónu virði
Þau flugu með Gretti til Íslands í
apríl og eftir einangrunina samein-
aðist hann fjölskyldunni í Hafnarfirði
í lok maí. „Hann er strax farinn að
átta sig á hlutunum og virðist vera
kominn með kærustu,“ segir Íris.
Flugið fór illa í Gretti. Hann þorn-
aði upp á leiðinni, fékk sýkingu við
nýru og var á sýklalyfjum í einangr-
uninni. „Hann rýrnaði svolítið, en
mjög vel var hugsað um hann í ein-
angruninni, hann er allur að braggast
og étur allt sem að kjafti kemur.“
Nafnið kom að sjálfu sér. „Hann
var rauður og Grettir í eðli sínu þann-
ig að það var engin spurning um nafn-
ið,“ segir Íris. „Þegar hann var yngri
passaði hann vel sitt svæði, veiddi
rottur í Kaupmannahöfn og kom fær-
andi hendi við mikinn ófögnuð.“
Aldrei kom annað til greina en að
taka Gretti með heim til Íslands.
„Hann er hluti af fjölskyldunni og auk
þess mikill karakter og gleðigjafi,“
segir Íris. „Hann hefði aldrei sætt sig
við að fara inn á nýtt heimili eða búa
hjá öðrum. Það hefði einfaldlega ekki
gengið.“
Flutningurinn, einangrunin og
veikindin hafa kostað sitt. „Við köllum
hann Gretti dýra í gríni en það er vel
meint því hann er hverrar krónu virði
og við sjáum ekki eftir peningunum
sem hann hefur kostað okkur,“ segir
Íris.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Í góðum höndum Íris Ösp Einarsdóttir og Arnar Wallevik með Gretti á heimili þeirra í Hafnarfirði.
Grettir talar tungum
Er 15 ára og hefur búið á nokkrum stöðum í Danmörku,
Ungverjalandi og nú loks á Íslandi Sæll í Hafnarfirði
TRATTO model 2811
L 207 cm Áklæði ct. 70 Verð 335.000,-
L 207 cm Leður ct. 10 Verð 439.000,-
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
MENTORE model 3052
L 201 cm Áklæði ct. 70 Verð 389.000,-
L 201 cm Leður ct. 10 Verð 459.000,-
ESTRO model 3042
L 198 cm Áklæði ct. 70 Verð 269.000,-
L 198 cm Leður ct. 15 Verð 385.000,-
STAN model 3035
L 206 cm Áklæði ct. 86 Verð 359.000,-
L 206cm Leður ct. 15 Verð 419.000,-
JEREMY model 2987
L 202 cm Áklæði ct. 86 Verð 495.000,-
L 202 cm Leður ct. 30 Verð 669.000,-