Morgunblaðið - 14.06.2019, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.06.2019, Blaðsíða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2019 PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Pappelina á pallinn Pappelina er tilvalinn félagi bæði innan og utandyra. Kíktu á úrvalið í Kokku eða á kokka.is 1968 KRISTÍN ÞORKELSDÓTTIR Dagatalið, Eilífur 101, hannaði Kristín Þorkelsdóttir (1936) upphaflega fyrir Verzlunarbankann árið 1968. Það fór síðan í framleiðslu og almenna sölu ár- ið 1988 og var afar vinsælt á þeim tíma t.d. í bönkum og ýmsum stofnunum. Dagatalið sem er ætlað að hanga á vegg er hægt að nota ár eftir ár. Það er byggt upp af lausum spjöldum, með mánaðarheiti og dagsetningu og sitja spjöldin í rauðum ramma. Spjöldunum er síðan flett eins og við á hverju sinni. Daga- talið klingdi vel við yfirbragð hönnunar á níunda og tíunda áratugnum þegar rauði liturinn var mjög algeng- ur á allskonar handföngum og römmum. Kristín Þorkelsdóttir starfaði við grafíska hönnun í áratugi og rak Auglýsingastofu Kristínar (síðar Auk). Hún var frá 1978 hönnunarstjóri íslensku peningaseðlanna og hannaði fjöldan allan af auglýsingum, vöru- umbúðum, bókakápum og merkjum. Íslensk hönnun - Hönnunarsafn Íslands Dagatal að eilífu Hlutverk Hönnunarsafns Íslands er að safna og varðveita þann þátt íslenskrar menningarsögu sem lýtur að hönnun, einkum frá aldamótunum 1900 til samtímans. Safnið á og geymir um 900 íslenska og erlenda muni, sem margir hafa mikla menningarsögulega þýðingu. Safnkosturinn fer sístækkandi, enda æ fleiri hönnuðir sem hasla sér völl og koma fram með vandaða gripi sem standast alþjóðlegan samanburð og eru hvort tveggja nytjamunir og/eða skrautmunir. Í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands setti safnið upp sýninguna 100ár100hlutir á Instagram þar sem 100 færslur eru birtar á jafnmörgum dögum af hönnunargripum í eigu safnsins frá árunum 1918 til 2018. Ljósmynd/Hönnunarsafn Íslands/Elísabet V. Ingvarsdóttir skráði Hluta stofngjafar Ragnars í Smára til Listasafns ASÍ, verk eftir 15 lista- menn, má sjá á sýningu sem opnuð verður í Listasafni Árnesinga í Hveragerði í dag kl. 17.30. Á henni er að finna margar perlur íslenskrar listasögu eftir marga frumkvöðla og merkustu listamenn þjóðarinnar, m.a. „Fjallamjólk“ Jóhannesar Kjarvals og verk eftir Ásgrím Jónsson, Þórarin B. Þor- láksson, Gunnlaug Scheving, Jón Engilberts, Júlíönu Sveinsdóttur, Louisu Matthíasdóttur, Nínu Tryggvadóttur, Svavar Guðnason og Þorvald Skúlason og fleiri. Sýningin er samstarfsverkefni Listasafns ASÍ og Listasafns Árnes- inga og sýningarstjóri er Kristín G. Guðnadóttir. Listasafn ASÍ gefur einnig út í dag veglega bók með sama titli og sýningin, Gjöfin til ís- lenzkrar alþýðu, og fjallar hún um stofngjöf Ragnars. Gaf myndirnar samtökum „íslenskra erfiðismanna“ Í tilkynningu kemur fram að í bréfi til Alþýðusambands Íslands þann 17. júní 1961 hafi Ragnar Jóns- son, sem jafnan var kallaður Ragnar í Smára, skrifað: „Myndir þessar hef ég ákveðið að gefa samtökum ís- lenskra erfiðismanna – fyrir þeirra hönd Alþýðusambandi Íslands – í minningu Erlends Guðmundssonar, Unuhúsi.“ Ragnar gaf 147 listaverk eftir 35 listamenn á sínum tíma og eru 52 þessara verka til sýnis í safninu. Að hans sögn er kjarni safnsins verk eftir fimm þekktustu listmálarana sem voru, að hans mati Ásgrímur Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Jón Stefánsson, Gunnlaugur Scheving og Þorvaldur Skúlason og segir í til- kynningu að á sýningunni leitist Kristín við að fanga þá meginhugsun sem lá að baki söfnunarstefnu Ragn- ars og spegla sýn hans á íslenska listasögu. „Hún skiptir sýningunni niður í þrjá kafla þar sem fyrst er að sjá upphafin og oft alvöruþrungin landslagsmálverk, því næst portret- myndir af nokkrum þeirra lista- manna sem eiga verk á sýningunni og að lokum er áherslan á upplausn formsins og sprengikraft litanna,“ segir í tilkynningu en Kristín er list- fræðingur og veitti Listasafni ASÍ forstöðu um árabil. Mikill áhugamaður um listir Í bókinni Gjöfin til Íslenzkrar al- þýðu ritar Kristín um velgjörðar- manninn Ragnar og einkar glæsilegt listaverkasafn hans en ritstjóri bók- arinnar er Elísabet Gunnarsdóttir, núverandi safnstjóri Listasafns ASÍ. Ragnar fæddist á Eyrarbakka ár- ið 1904 og fluttist 16 ára til Reykja- víkur. Að loknu verslunarprófi tveimur árum síðar hóf hann störf hjá smjörlíkisgerðinni Smára sem hann var síðar kenndur við og varð fljótlega hluthafi í verksmiðjunni. Hann var mikill áhugamaður um menningu og ástríðufullur lista- verkasafnari, eins og frægt er orðið. Við opnun í dag mun Drífa Snæ- dal, forseti ASÍ, ávarpa gesti og Vignir Þór Stefánsson leika djass af fingrum fram á píanó. Aðgangur að safninu er ókeypis og sýningunni lýkur 15. september. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Velgjörðarmaður Ragnar, kenndur við smjörlíkisgerðina Smára. Gjöf Ragnars til íslenzkrar alþýðu  Verk sem Ragnar í Smára gaf Listasafni ASÍ á sýningu í Listasafni Árnesinga  Vegleg bók gefin út samhliða Verðlaun úr Styrktarsjóði Halldórs Hansen, barnalæknis og tónlistar- unnanda, voru veitt í fimmtánda sinn í fyrradag í Salnum í Kópavogi og fór verðlaunaathöfnin að þessu sinni fram á afmælisdegi Halldórs sem fæddist 12. júní 1927 og lést 21. júlí 2003. Að þessu sinni hlaut María Sól Ingólfsdóttir söngkona verðlaunin en hún mun útskrifast af söngbraut Listaháskóla Íslands á morgun. Í umsögn dómnefndar segir m.a. að María búi yfir miklu listrænu innsæi, einstaklega blæbrigðaríkri rödd og mikilli breidd og tilfinn- ingu fyrir mismunandi stíltegund- um. Hún sýni dirfsku í verkefna- vali, hafi frumkvæði að verkefnum og hafi verið afar virk í samstarfi við tónskáld og í flutningi nýrra verka. Hún fari sínar eigin leiðir, sé sjálfri sér samkvæm og með mikla og sterka útgeislun á sviði. Loka- tónleikar hennar frá Listaháskóla Íslands hafi verið einstaklega vel heppnaðir, bæði hvað verkefnaval og flutning snertir. María Sól hlaut styrk úr sjóði Halldórs Söngkona María Sól Ingólfsdóttir. Tónskáldið Pétur Eggertsson leiðir saman alls konar fólk og aðra hluti í Mengi í kvöld og gefur sýnishorn af verkum sem hann hefur samið á síð- ustu misserum. Verkin eru „mennskar raflagnir og forritaðar hljóðhreyfingar“, samkvæmt til- kynningu og flytjendur munu um- breytast í rafala og framleiða hljóð eða önnur efni sem ferðast um margvíðar leiðslur. „Teikningar, skór og youtube- myndbönd eru flytjendur og hljóð- færi í bland við öll önnur efni rým- isins. Engin er goggunarröðin á manneskjum, tölvum eða hinum, öll stjórnum við hvert öðru á einn hátt eða annan – hringrásin er óstöðv- andi. Öll verk eru flutt í fyrsta sinn á Íslandi og tvö eru heimsfrumflutn- ingar,“ segir í tilkynningu. Fram koma Agnes Eyja Gunnarsdóttir, Atli Bollason, Bergur Thomas And- erson, Brynja Hjálmsdóttir, Jesper Pedersen, Pétur Eggertsson, Tumi Árnason, Þórdís Gerður Jónsdóttir og Þórhildur Magnúsdóttir. Húsið verður opnað kl. 20.30. Flytjendur umbreytast í rafala Tónskáld Pétur Eggertsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.