Morgunblaðið - 14.06.2019, Blaðsíða 31
DÆGRADVÖL 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2019
„ÞÚ MUNT EKKI FINNA NEINA PENINGA.
BRÓÐIR ÞINN VAR HÉR Í GÆR.”
„ÓKEI, SKELLTU HURÐINNI UM LEIÐ OG
ÉG ER KOMINN UPP STIGANN.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar kossar og
knús eru það besta í
heiminum.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
GRETTIR! HEI, ÞÆR
VANTAÐI ALT
ÓLSON-HJÓNIN RÉÐU INNANHÚSSHÖNNUÐ EN
ÉG SIT UPPI MEÐ MOLDARGÓLF!
HRESSTU ÞIG VIÐ! ÉG RÉÐ
GARÐYRKJUMENN!
Maki: Karítas Björgúlfsdóttir við-
skiptafræðingur. Barnabarn: Hall-
gerður María, f. 2013.
Systkini Árna eru Þórarinn, f.
5.12. 1950, sagnfræðingur og járn-
smiður á Akureyri; Ingibjörg, f. 18.5.
1952, rithöfundur og bókasafnsfræð-
ingur í Reykjavík; Sigrún, f. 18.5.
1952, sérkennslukennari og ein-
hverfuráðgjafi í Reykjavík, Stein-
unn, f. 24.9. 1954, félagsráðgjafi í
Reykjavík; Kristján Eldjárn, f. 10.9.
1956, byggingatæknifræðingur og
bóndi á Tjörn; Hjörleifur, f. 5.4. 1960,
tónlistarmaður og rithöfundur á
Laugasteini í Svarfaðardal.
Foreldrar Árna: Hjónin Hjörtur
Eldjárn Þórarinsson, f. 24.2. 1920, d.
1.4. 1996, bóndi á Tjörn í Svarfaðar-
dal, og Sigríður Hafstað, f. 19.1.
1927, húsfreyja og handverkskona,
búsett á Tjörn.
Úr frændgarði Árna Hjartarsonar
Soffía Jónsdóttir
húsfreyja, af Hraun-
kotsætt og Bucksætt
Árni Hjartarson
Hjörtur E. Þórarinsson
bóndi á Tjörn og formaður Búnaðarfélags Íslands
Sigríður Hafstað
húsfreyja á Tjörn
Jón Jónsson
hreppstjóri á Hafsteinsstöðum, Skag.
Steinunn Árnadóttir
húsfr. á Hafsteinsst.
Árni Hafstað
b. í Vík í Sæmundar-
hlíð
Kristján Eldjárn
prestur á Tjörn
Petrína S. Hjörleifsdóttir
húsfreyja á Tjörn
Þórarinn Eldjárn
hreppstjóri á Tjörn
Sigrún Sigurhjartardóttir
húsfreyja á Tjörn
Sigurhjörtur Jóhannesson
bóndi á Urðum í Svarfaðardal
Hjörleifur
Hjartarson
tónlistarmaður
Ása Helga
Hjörleifs dóttir kvik-
myndaleikstjóri
Kristján Eldjárn
Hjartarson
bóndi á Tjörn
Örn Eldjárn
gítarleikari
Ösp Eldjárn
söngkona og
tónlistarkennari
Steinunn
Hjartardóttir
félagsráðgjafi
Þorbjörg Sandra
Bakke verkefnisstjóri
hjá HÍ
Sigrún
Hjartardóttir
sérkennari
Hjörtur Einarsson
þýðandi
Ingibjörg
Hjartardóttir
rithöfundur
Hugleikur Dagsson
myndlistarmaður
og rithöfundur
Þrándur
Þórarinsson
listmálari
Þórarinn
Hjartarson
sagnfræðingur
Kristján Eldjárn
forseti Íslands
Þórarinn Eldjárn
rithöfundur
Sigrún Eldjárn
myndlistarmaður
Arnfríður A. Sigurhjartardóttir húsfreyja
á Hofi
Gísli Jónsson íslenskukennari við MA
Haukur Hafstað framkvæmdastjóri Landverndar
Ingibjörg Halldórsdóttir
húsfreyja á Geirmundar-
stöðum
Sigurður Sigurðsson
bóndi á Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð
Ingibjörg Sigurðardóttir
húsfreyja í Vík
Pétur Sigurðsson
tónskáld
Halldór V. Pétursson
matsveinn
Kolbrún Halldórsdóttir fv. alþm.,
ráðherra og leikstjóri
Indriði Aðalsteinsson á Skjald-fönn yrkir og kallar „Við leiði
Fjalla-Eyvindar“, – og segir svo frá
á Boðnarmiði: „Þegar fréttir bárust
af sauðfé í Bolungarvík nyrðri, rifj-
aðist upp ein af mörgum pílagríms-
göngum mínum til Hornstranda á
árum áður einmitt þá leið er um-
ræddar kindur kunna að hafa farið.
Eftir að hafa valið mér góða veður-
spá, sem er forsenda ferða um þess-
ar slóðir, gekk ég frá Unaðsdal yfir
Dalsheiði, óð Leirufjarðará til
Leiru og síðan um Kjós að Hrafns-
fjarðareyri og tyllti mér þar á leiði
Fjalla-Eyvindar í kvöldblíðunni til
að nasla í nestið. Að því loknu hrip-
aði ég þessar vísur í vasabókina.
Á Hrafnsfjarðareyri er leiði lágt,
þar litast ég um og spyr.
Eru ekki þeir sem eiga bágt
útlægir jafnt og fyr?
Það svarar mér enginn og allt er hljótt
nema aldan sem kveður sinn brag.
Hún söng líka Eyvind að síðustu rótt
í svefn eftir langan dag.
Eins og við mátti búast létu hag-
yrðingar í sér heyra á Leirnum út
af knattspyrnuleik okkar við Tyrki
og þeirrar uppákomu sem varð á
Keflavíkurflugvelli, þegar maður
kom aðvífandi, sem reyndist vera
Belgi, og rak bursta framan í fyrir-
liða Tyrkjanna, – hann þóttist vera
fréttamaður og halda á hljóðnema.
Vitaskuld fauk í Tyrkina. Þetta er
skrifað á þriðjudag, – en landsleik-
urinn var þá um kvöldið. Friðrik
Steingrímsson byrjaði:
Tyrkjum ekki gefum grið
sem gripdeild forðum studdu,
ekki nokkurn fá þeir frið
fyrr en þeir skila Guddu.
Sigrún Haraldsdóttir sagði:
„Stórbokkar þessir Tyrkir!“:
Þeir halda sig vera höfðingslið,
hátignir, greifa og fursta.
Tyrkirnir neituðu að tjá sig við
toilethreinsibursta.
Jón Arnljótsson gerði at-
hugasemd við vísu Friðriks:
Tyrkir aldrei tóku neina Guddu,
þó talsvert megi finna að þeirra
gerðum.
Lestu betur lúna gamla skruddu
og lærðu hverjir voru þar í ferðum.
Gústi Mar átti síðasta orðið:
Ýmsar brellur brúka má
og biðja að það virki.
Þó er alveg af og frá
að við burstum Tyrki.
Á heimasíðu sinni yrkir Hjálmar
Freysteinsson:
Um sóma landsins sverð og skjöld
sigurbrag ég yrki.
Íslendingar ætla í kvöld
að uppþvottabursta Tyrki.
Halldór Blöndal
halldor@simnet.is
Vísnahorn
Af Fjalla-Eyvindi og Tyrkjum