Morgunblaðið - 14.06.2019, Side 8

Morgunblaðið - 14.06.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2019 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Bókaðu þína meðferð núna sími 533 1320 í su a Staða Seltjarnarness sem sveitar-félags virðist vera ákaflega tæp. Um það var að minnsta kosti bókað á bæjarstjórnarfundi á mið- vikudag. Þar var á ferð bæj- arfulltrúi Viðreisnar sem bókaði vegna ákvörðunar bæjarstjórnar um að taka þátt í undirbúningi borg- arlínu. Viðreisn- arfulltrúinn bókaði með fyrirhuguðu borgarlínubruðli í samvinnu við önnur sveitarfélög á höf- uðborgarsvæðinu og sagði að ef „Sel- tjarnarnesbær ákvæði á ein- hverjum tímapunkti að ganga úr slíku samstarfi má segja að bæj- arbúar hafi sagt sig úr lögum við önnur sveitarfélög og slíkt myndi vega alvarlega að röksemdinni fyr- ir Seltjarnarnesi sem sjálfstæðu sveitarfélagi“!    Flestir aðrir tóku undir borg-arlínubruðlið þó að enginn hafi í röksemdum sínum komist nið- ur á þetta plan.    Einn stóð þó með skattgreið-endum, Magnús Örn Guð- mundsson, forseti bæjarstjórnar, sem lagðist gegn þátttöku Seltjarn- arnesbæjar í frekari undirbúningi að borgarlínu og benti á að samn- ingarnir hljóðuðu upp á 1,6 millj- arða króna frá sveitarfélögum og ríki.    Hann sagði einnig að hugmynd-irnar um verkefnið væru „óraunhæfar með öllu eins og þær liggja fyrir“ og að það væri „óá- byrgt af kjörnum fulltrúum að skrifa undir samninga sem hafa svo óþekkta útkomu fyrir skattgreið- endur“.    Aðrir bæjarfulltrúar höfðu ekkiáhyggjur af skattgreiðendum - og hafa þær sennilega ekki nema ef til vill rétt fyrir næstu kosningar. Magnús Örn Guðmundsson Nesið er á nippinu STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Fleiri fyrirtæki telja horfur í efna- hagslífinu betri en fyrir tæpum fjór- um mánuðum þegar meiri órói ríkti í viðskiptalífinu hér á landi. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í niður- stöðum samstarfsverkefnis Seðla- banka Íslands, Samtaka atvinnulífs- ins og Gallup. Alls tóku 207 fyrirtæki þátt í könnuninni og var þátttökuhlut- fall 50,2%. Fjöldi svarenda var 207 en 205 aðilar ákváðu að taka ekki þátt í könnuninni. Í niðurstöðum könnunarinnar kom meðal annars fram að talsverð breyt- ing hefur orðið á viðhorfi forsvars- manna fyrirtækja þegar spurt er hvernig þeir telja horfur í efnhagslíf- inu vera. Þá virðist sem færri fyrir- tæki telji horfurnar slæmar eða mjög slæmar. Í niðurstöðunum kemur einnig fram að þegar litið sé til næstu sex mánaða hafi bjartsýni fyrirtækja aukist svo um munar, þar sem ríflega 13% fyrirtækja telja að aðstæður í efnahagslífinu verði betri eða nokkuð betri sé litið hálft ár fram í tímann. Þá voru forsvarsmenn fyrirtækjanna einnig spurðir um hvort skortur væri á starfsfólki í fyrirtækj- um þeirra, hvernig þeir mætu erlenda og innlenda eftirspurn, og hvort þeir teldu að vísitala neysluverðs myndi hækka eða lækka mikið á næstu 12 mánuðum. Aukin bjartsýni meðal fyrirtækja  Forsvarsmenn rúmlega 200 fyrir- tækja bjartsýnni en í upphafi ársins Morgunblaðið/Hari Horfur Bjartsýni hefur aukist á meðal fyrirtækja upp á síðkastið. Aðalmeðferð í máli Kristins Sigur- jónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, en hann stefndi háskólanum vegna upp- sagnar sinnar í október síðastliðnum og krefur skólann um 66 mánaða laun á þeim forsendum að hann hafi haft stöðu opinbers starfsmanns. Honum var sagt upp vegna ummæla sinna á netinu um konur. Að sögn Ara Kristins Jónssonar, rektors Háskólans í Reykjavík, höfðu ummæli Kristins veruleg áhrif á starfsfólk HR, en Kristinn sagði m.a. að konur eyðilegðu vinnustaði með því að troða sér inn á þá og að hann vildi síður vinna með konum. Jón Steinar Gunnlaugsson, lög- maður Kristins, spurði Ara að því hvort það kæmi HR eða yfirstjórn skólans yfirhöfuð við hvað starfs- menn skólans segðu á opinberum vettvangi um samfélagsmál. „Al- mennt séð – nei,“ svaraði rektor. „En það kemur okkur við hvernig starfs- andinn er, hvernig nemendum og starfsmönnum líður.“ Jón Steinar spurði Sigríði Elínu Guðlaugsdóttur, mannauðsstjóra HR, að því hvort hún hefði séð um- mæli um hann sjálfan í Face- book-hópnum Karlar gera merkilega hluti. Hildur Briem héraðsdómari benti lögmann- inum þá á að málið snerist ekki um hann sjálfan heldur um ummæli Kristins og uppsögn hans. Eva B. Helgadóttir, lögmaður HR, spurði Kristin að því hvort hann teldi sig hafa verið með réttarstöðu op- inbers starfsmanns í starfi sínu hjá HR. Hann sagði svo hafa verið en Eva sagði að árið 2005 hefði Kristinn fengið þær upplýsingar að hann nyti ekki lengur, sem starfsmaður sam- einaðs háskóla, réttinda opinberra starfsmanna. Lögmaður hans telur þó engan vafa leika á því að hann njóti þessara réttinda og lagði í mál- flutningi sínum áherslu á að Kristni væri frjálst að tjá sig með hvaða hætti sem hann vildi utan skólans. Eva sagði að í tjáningarfrelsis- ákvæðinu væri ekkert sem skyldaði HR til að vera áfram í ráðningar- sambandi við einhvern, óháð því hvað hann segði á opinberum vettvangi. Ummælin höfðu veru- leg áhrif innan HR  Aðalmeðferð í máli HR-lektors í héraðsdómi í gær Kristinn Sigurjónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.