Morgunblaðið - 14.06.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2019
Hann segir að komið hafi verið
nóg gras 6. júní þegar hann byrj-
aði að slá.
Von á góðum seinni slætti
Sama á við um sáningu í flög og
kornrækt og grassprettu á túnum.
Guðni á Helluvaði segir að gróður
í bithögum sé hættur að vaxa og
ekki þýði að sá í flög við þessar
aðstæður. Byggið sem sáð var í
vor sé hins vegar komið upp og
líti ekki illa út. Kornið sprettur
vel á Berustöðum og er akurinn
iðjagrænn yfir að líta. Egill bóndi
á von á góðri uppskeru.
Bændur hugsa gott til glóðar-
innar til seinni sláttar. Guðni segir
að miklu meiri uppskera verði af
öðrum slætti, ef eitthvað rigni í
sumar. Egill er með sömu vænt-
ingar og reiknar með að geta sleg-
ið aftur eftir 6-7 vikur.
hægt,“ segir Egill Sigurðsson,
bóndi á Berustöðum í Ásahreppi.
Hann er að ljúka fyrri slætti um
þessar mundir.
Sama á við um marga kúabænd-
ur á Suðurlandi. Vegna þurrka er
sprettan almennt ekki mikil og því
ekki mikið á túnum en gæðin þeim
mun meiri. Samkvæmt upplýs-
ingum Sveins Sigurmundssonar,
framkvæmdastjóra Búnaðarsam-
bands Suðurlands, eru sandatún
og tún á aurum farin að líða fyrir
þurrk og farin að sjást merki um
bruna. Þá fari að vanta vatn fyrir
búfénað sums staðar. En sem fyrr
í þurrkatíð komi mýrartún best út
og tún þar sem jarðvegur er
þykkur.
Egill á Berustöðum segir að
þurrkar séu ekki farnir að hafa
áhrif á tún þar um slóðir. Túnin
séu á þykkum moldarjarðvegi.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Margir kúabændur hafa lokið eða
eru að ljúka fyrri slætti. Er þetta
óvenjulegt því algengt er að fyrri
sláttur hefjist um þetta leyti.
Sums staðar eru tún byrjuð að
brenna og það hefur ýtt á bændur
sem búa við þannig aðstæður að
slá fyrr en þeir hefðu annars vilj-
að. Eins og áður koma mýrartún
og tún á þykkum jarðvegi betur út
í þurrkum.
„Uppskeran er í tæpu meðal-
lagi. Ég varð að slá vegna þurrk-
anna. Grösin voru byrjuð að
brenna og þau verða ónýt ef ekki
er slegið,“ segir Guðni Guð-
jónsson, bóndi á Helluvaði á
Rangárvöllum. Hann var að ljúka
fyrri slætti í gær. Ekki hefur
rignt á Rangárvöllum síðan 10.
maí, fyrir utan smá úða í byrjun
júní. Guðni segir að raki úr áfalli
síðustu nætur hafi aðeins hjálpað
til.
Eru að ljúka fyrri slætti
Munurinn er mikill frá síðasta
sumri þegar bændur máttu þakka
fyrir þriggja til fjögurra klukku-
stunda þurrk á milli rigninganna.
Vegna óþurrkanna spratt gras úr
sér. Menn náðu miklum heyjum
en gæðin voru í öfugu hlutfalli við
það.
Ástandið er öðruvísi nú. Bænd-
ur eru að slá grasið í fullri
sprettu, fá það hraðþurrkað og
pakkað inn í plast á innan við sól-
arhring frá því slegið var. Fóður-
gildið ætti því að vera gott. „Þetta
er uppskrift að góðum heyjum. Ef
ekki er hægt að ná góðum heyjum
við þessar aðstæður er það aldrei
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Heyskapur Fyrstu heyskapartörn sumarsins er að ljúka á Berustöðum. Eygló Kristín Egilsdóttir snýr heyinu.
Aðstæður eru uppskrift
að góðum heyjum
Sandatún og tún á aurum byrjuð að brenna í þurrkunum
Ilmandi taða Guðni Guðjónsson byrjaði snemma að slá til að koma í veg fyr-
ir að grösin eyðilegðust í þurrkunum. Hann er ánægður með gæði heysins.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sláturhús KVH ehf. hefur sum-
arslátrun á lömbum um miðjan
ágúst þrátt fyrir að útlit sé fyrir að
ekkert ferskt lambakjöt verði selt
til verslana Whole Foods í Banda-
ríkjunum í ár. Í staðinn fyrir út-
flutninginn verður reynt að selja
meira af fersku lambakjöti á inn-
lenda markaðnum.
Whole Foods sem rekur sam-
nefndar sælkeraverslanir hefur
keypt 170-200 tonn af fersku
lambakjöti á ári frá Íslandi. Reynt
hefur verið að hefja slátrun
snemma hjá Sláturhúsi KVH á
Hvammstanga til þess að lengja út-
flutningstímabilið. Í Bændablaðinu
kemur fram að keðjan muni að
óbreyttu hætta sölu á íslensku
lambakjöti í verslunum sínum.
Ástæðan er sögð auknar kröfur
verslunarinnar um vottun sem ekki
er talið raunhæft að mæta vegna
kostnaðar.
Líta til Þýskalands
„Þetta er einn af okkar álitlegri
mörkuðum en ákvörðunin er þeirra
og við getum lítið gert í því. Við
eigum önnur spennandi tækifæri
og þurfum að sækja fram þar,“ seg-
ir Unnsteinn Snorri Snorrason,
framkvæmdastjóri Landssamtaka
sauðfjárbænda. Hann bendir á að
markaðsfyrirtækið Icelandic Lamb
hafi unnið á öðrum mörkuðum og
nefnir að verkefni á Þýskalands-
markaði hafi farið vel af stað. „Það
er eftirspurn eftir þessu kjöti en
erfitt að bregðast við með svona
skömmum fyrirvara,“ segir Unn-
steinn.
Davíð Gestsson, framkvæmda-
stjóri Sláturhúss KVH, segir að
sumarslátrun verði eigi að síður.
Fyrsti dagur slátrunar verður 15.
ágúst, örlitlu seinna en á síðasta
ári. Bændur fá álag á innleggsverð
út ágústmánuð. Davíð segir að
reynt verði að auka sölu á fersku
kjöti á innanlandsmarkaði.
Sótt verður fram á
öðrum mörkuðum
fyrir lambakjöt
Útlit fyrir að verslanir Whole Foods
hætti að selja ferskt íslenskt lambakjöt
Morgunblaðið/RAX
Skrokkar Whole Foods hefur keypt
ferskt lambakjöt frá Íslandi.
DIMMALIMM
Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17
Skoðið úrvalið á facebook
DimmalimmReykjavik
20%
afsláttur
af öllum
fatnaði og skóm
14.-18. júní
Þjóðhátíðardagar
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Þessi fyrirtæki nota ótrúlega
harða markaðssetningu, beina
henni gjarnan að ungu og óreyndu
fólki og virðast án nokkurrar
heimildar geta gengið inn á banka-
reikninga einstaklinga og tæmt
þá,“ segir Breki Karlsson, formað-
ur Neytendasamtakanna, í samtali
við Morgunblaðið.
Vísar hann í máli sínu til smá-
lánafyrirtækja sem starfandi eru
hér á landi. Segist Breki vita til
þess að einstaklingar séu að greiða
á bilinu 1.500 til 3.500 prósenta
vexti sem sé mun hærri prósentu-
tala en leyfilegt er að innheimta
samkvæmt lögum. Þá viti hann
mörg dæmi þess að fólk lendi í
verulegum vanda, s.s. með að
greiða íbúðarleigu, eftir að smá-
lánafyrirtæki hefur tæmt banka-
reikning viðkomandi í upphafi
mánaðar.
„Við hjá Neytendasamtökunum
vitum til þess að fólk á bótum hef-
ur ekki get-
að staðið við
leigugreiðsl-
ur og misst
íbúðir sínar
vegna þess
að smálána-
fyrirtæki
hafa misnot-
að greiðslu-
miðlunarkefi fjármálastofnana og
tekið háar upphæðir út af reikn-
ingum fólks,“ segir Breki og held-
ur áfram: „Svo þegar við köllum
eftir sundurliðun eða öðrum gögn-
um þá fáum við yfirleitt engin svör
frá þessum smálánafyrirtækjum.
Við sem samfélag ættum að standa
vörð um þetta fólk. Vilji löggjafans
og dómstóla er skýr, en samt sem
áður hefur okkur mistekist og það
er mikill áfellisdómur yfir sam-
félaginu.“
Piltur skuldar 2 milljónir
Breki nefnir dæmi um ungan
mann, 18 ára pilt, sem á skömmum
tíma safnaði hárri skuld með því
að „rúlla“ láninu áfram með nýjum
smálánum. Á einu ári fór skuld
unga mannsins úr fáeinum þús-
undköllum í 1,9 milljónir króna.
„Hann tekur yfir eitt hundrað
smálán, samtals 1,9 milljónir, og
svo bætast við svívirðilegir vextir
ofan á þetta,“ segir hann og bætir
við að faðir drengsins sé nú að
hjálpa honum að greiða niður
skuldina. „Fólk með litlar sem
engar tekjur á ekki að geta tekið
svona hátt lán, það segir sig
sjálft.“
Mörg þúsund prósenta vextir smálána
Dæmi um að fólk missti leiguíbúð eftir að smálánafyrirtæki tæmdi bankareikning viðkomandi
„Rúllaði“ láninu sínu áfram Eigum að standa vörð um þetta fólk, segja Neytendasamtökin