Morgunblaðið - 21.06.2019, Side 1
F Ö S T U D A G U R 2 1. J Ú N Í 2 0 1 9
Stofnað 1913 144. tölublað 107. árgangur
ROKKY VILL AÐ
FÓLK DANSI VIÐ
TÓNLIST SÍNA
LANDAÐI
FYRSTA
LAXINUM
VILL FINNA
HAMINGJU Í
BOLTANUM Á NÝ
HELGA STEFFENSEN 10 ARON JÓHANNSSON 33SECRET SOLSTICE 36
Veiga Grétarsdóttir varði sig vel með sólarvörn áður en hún
lagði í næsta áfanga frá Þjórsárósum í gærmorgun. Hún rær
á sjókajak rangsælis í kringum landið, „á móti straumnum“,
sem er einmitt heitið á leiðangri hennar. Veiga er fyrsta kon-
an til að róa hringinn og fyrsti einstaklingurinn sem rær hann
einn. Hún safnar áheitum fyrir Píeta-samtökin. Hún lagði af
stað frá Ísafirði 14. maí en hefur misst nokkra daga úr að und-
anförnu vegna veikinda. Nú eru þau að baki og Veiga komin
aftur af stað. Margar vikur eru þó eftir.
Morgunblaðið/RAX
Rær á móti
straumnum
koma til skoðunar það fyrirkomulag
við aðra umræðu um lagafrumvörp og
síðari umræðu um tillögur, að réttur
manna til að taka til máls sé óend-
anlegur [...]“ sagði Steingrímur.
Þarf að ná samstöðu
Hann sagði að um þessi atriði þurfi
að ná samstöðu. Mikil vinna hafi verið
unnin á síðustu þingum. Kvaðst hann
vonast til að málið kæmist í farveg á
allra næstu dögum.
Steingrímur sagði að málið væri
sameiginlegt verkefni allra þing-
manna. „Við þurfum að standa saman
um virðingu og sóma Alþingis en
hvort tveggja getur aðeins verið
áunnið,“ sagði hann.
Þingi var frestað í gærkvöldi að
lokinni afgreiðslu fjármálaáætlunar
og fjármálastefnu.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Forseti Alþingis boðar að hafin verði
vinna við endurskoðun þingskapa Al-
þingis. Vísar hann til þróunar mála
undanfarnar vikur og segir að taka
verði til endurskoðunar einkennilega
framkvæmd andsvara og það fyrir-
komulag að þingmenn hafi rétt til að
taka til máls í hið óendanlega í þriðju
eða seinni umræðu um þingmál.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti
Alþingis, var greinilega að vísa til
málþófs þingmanna Miðflokksins um
mál sem tengjast þriðja orkupakkan-
um þegar hann sagði við þingfrestun í
gærkvöldi að flestir þingmenn væru
hugsi yfir því hvernig störfum þing-
manna væri hagað, samkvæmt gild-
andi reglum, og birtist þjóðinni dag-
lega í fréttum og beinum útsend-
ingum. Velti hann því fyrir sér á
hvaða braut Alþingi væri komið, ekki
síst í ljósi þess rýra trausts sem það
nyti um þessar mundir.
„Við blasir einkennileg fram-
kvæmd andsvara sem verður að taka
til endurskoðunar og færa í það horf
sem til var stofnað í upphafi, við af-
nám deildanna 1991. Eins hlýtur að
Boðar endurskoðun
reglna um umræður
Forseti Alþingis hvetur til samstöðu um virðingu og sóma
Starfsamt þing
» Á þessu þingi hafa verið
samþykkt 120 lög og 47 álykt-
anir. 49 munnlegum fyr-
irspurnum hefur verið svarað
og 338 skriflegum og 35 sér-
stakar umræður hafa verið.
» Þingið hefur þegar staðið í
um 865 klukkustundir og enn
eru nokkrir dagar eftir.
MAukið atvinnuleysi kostar … »2
Varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs
verslunarmanna (LV) segist harma
þá ákvörðun fulltrúaráðs VR að aft-
urkalla umboð fjögurra stjórnar-
manna sem tilnefndir eru af stéttar-
félaginu í átta manna stjórn og skipa
nýja í þeirra stað. Fráfarandi formað-
ur stjórnar LV, Ólafur Reimar Gunn-
arsson, hefur sagt af sér stjórnar-
störfum í VR og sagt skilið við félagið
vegna málsins.
Ólafur segir að lögmæti ákvörðun-
ar fulltrúaráðsins hafi verið könnuð.
Þegar VR afturkalli umboð þeirra og
tilnefni nýja í stjórn sé stjórnarsetu
þeirra fjögurra lokið.
FME hefur áhyggjur
Guðrún Hafsteinsdóttir er varafor-
maður stjórnar LV, tilnefnd af Sam-
tökum atvinnulífsins, og hún er jafn-
framt stjórnarformaður Land-
samtaka lífeyrissjóða. „Þau afskipti
sem sérstaklega formaður stjórnar
VR hefur haft af stjórn Lífeyrissjóðs
verslunarmanna eru með öllu óásætt-
anleg og gagnrýni ég það harkalega.
Ég vil minna á það að allir þeir sem
setjast í stjórnir félaga, hvort sem
það eru félagasamtök eða skráð
hlutafélög eða önnur, lúta umboðs-
skyldu við hluthafa sem lýtur að því
að við erum öll sjálfstæð í okkar störf-
um. Við megum ekki undir nokkrum
kringumstæðum hlaupa eftir duttl-
ungum fólks úti í bæ sem vill ráðskast
með þær niðurstöður sem koma frá
þessum stjórnum,“ segir Guðrún.
Telur hún að Fjármálaeftirlitið
geti ekki setjið hjá. Ólafur segir að
FME hafi kallað hann á fund í gær og
lýst yfir áhyggjum af þróun mála.
Telur hann að stofnunin sé að kanna
málið, hvað nákvæmlega segist hann
ekki vita. helgi@mbl.is , athi@mbl.is »
4
Telur afskipti
VR óviðunandi
FME skoðar stjórnarskiptin